Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. nðv. 1963 Húsnæði vantar Ung hjbn óska eftir góðu herbergi og eldunarplássi, eða aðgangi að eldhúsi. — Uppl. í síma 36443. óska eftir herbergi nú þegar. Má vera aðgang- ur að eldhúsi. Uppl. í síma ■ 14135 til kl. 16.00. Saumanámskeið Síðasta fyrir jól. Snið einn- ig og sauma kjóla. Uppl. í sima 18452 eftir kl. 6. Hárgreiðsla Óska eftir nema í hár- greiðslu sem fyrst. Tilboð merkt: „Áhugasöm - 3969“ sendist Mbl. fyrir laugaæd. Keflavík Get bætt við nokkrum dömukjólum í sniðningu og mátun fyrir jól. Simi 1956. Til sölu eru Mereedes-Benz flutn- ingsbíll og Ford, 31 far- þega. Uppl. í síma 40119’ Saumaskapur Sníð, máta og sauma kjóla á Unnarstíg 1, Hafnarfirði. Geri við saumavélar Kem heim. Sími 18528. Hafnfirðingar Herbergi óskast, eitt eða tvö, saman eða sér í lagi fyrir 3 sjómenn á síldveiði- skipi.Uppl. í síma 10478 milli kl 7 og 8 e.h. næstu daga. Kaupi norskar og danskar ,pocket‘ bækur og dönsk blöð og íslenzk skemmtirit. Bókaverzlunin Frakkastíg 16. Bókfærslukennsla Kenni bókfærslu í einka- timum. Sími 3-67-44. Akranes Leigutilboð óskast í þægi- lega 3 herb. íbúð. Tilboð merkt: „25 — 3960“ sendist Mbl., Akranesi, fyrir 17. nóv. íbúð Einhleyp kona, kennari, óskar eftir 1—3 herbergja íbúð til leigu fyrir 1. des. Upplýsingar í síma 37199 eftir kl. 5. Svefnbekkir Svefnbekkir, lækkað verð. Húsgagnaverzlun og vinnu stofa, Þórsg. 15, Baldurs- götumegin. Sími 12131. ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. MÁLVERKASYIMING SNORRI Hal'ldórsson listmál- ari er fæddur 30. maí 1910 í Reykjavík, sontir hjónanna Sigríðar Bjarnadóttur og Hall dórs Þórðarsonar, sýslumanns skrifara úr Biskupstungum. Var einn af stofnendum Frí stundamálarafélags íslands árið 1947. Árið 1948 héldu þeir sýningu í Listamanna- skálanum. Seldi Snorri þar allar sínar myndir. Sjálfstæða sýningu hélt Snorri í Vestmannaeyjum l.-ll. maí 1952, á 50 verkum, olíu-, vatnslita- og svartlita- myndum og seldust 30 myndir Á sýningu Snorra, sem opn uð er í dag á Týsgötu 1 eru 32 myndir, þar af 12 oliumál- verk, 6 vatnslitamálverk, 8 tússteikningar og nokkrar brúnkrítarmyndir. Sýningin er opin frá kl. 10-6 alla virka daga og er að- gangur ókeypis. f TJARNARBÆ er um þessar mundir sýnt leikritið „Einkenni- legur maður“ eftir Odd Björnss on. Leikritið var sýnt í gær- kvöldi og var þá uppselt. Á þeim degi mun Davíðs húsi og Jerúsalem standa opin lind til að þvo af sér syndir og saurugleik. (Sak. 13,1). í dag er fimmtudagurinn 14. nóv. og er það 318. dagur ársins 1963. Árdegisháflæði var kl. 4.20. Síðdegisháflæði verður kl. 16.35. Næturvörður verður í Vestur- bæjarapóteki, Melhaga 20—22 vikuna 9. nóv. til 16. nóv. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 9. nóv. til 16. nóv. er Bragi Guðmundsson. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — sími 2-12-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361. Vakt allan sólarhringinn. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 40101. Holtsapótek, Gafðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. I.O.O.F. 5 = 14511148'i = Sp.kv. □ Glmli 59*311157 = 2. FRÉTTASÍMAR MBL.: — eft>r lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Orð Lífsins svara i sima 10000. sá NÆST bezti Vísindamaður einn hafði gefið út geysilega langt vísindarlt. Sumum fundust niðurstöður höfundarins nokkuð hæpnar. Árni sálugi Pálsson sagði þá þetta um vísindamanninn: „É* hef aldrei vitað mann þurfa að beita jafn miklu viti til að kora- ast að rangri niðurstöðu!“ anai MENN 06 = Mj4í£FN/= Æskulýðsfélag Laugarnessóknar. — Fundur í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8.30. Fjölbreytt fundarefni. — Séra Gw.rðar Svavarsson. Æskulýðsfélag Langholtssóknar — heldur fund í Safnaðarheimilinu kl. 8.30 1 kvöld. Félag austfirzkra kvenna heldur skemmtifund fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 8,30. Spilað verður bingó. Bazar Kirkjukórs Langholtssóknar, verður 1 félagsheimilinu við Sólheima laugardaginn 16. nóv. n.k. kl. 2 e.h. Ágóði rennur 1 orgelsjóð. Vinsamlega styrkið málefnið. Kvennadeild Sálarrannsóknarfélags íslands heldur fund fimmtudaginn 14. nóvember kl. 8:30 í húsi S.Í.B.S., Bræðraborgarstíg 9. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn- ar hefur síðdegiskaffisölu í Sigtúni við Austurvöll, sunnudaginn 17. nóv- ember og hefst hún kl. 3 e.h. Kaffi- gestum er gefinn kostur á að kaupa fallegar handunnar jólagjafir. Skotfélag Reykjavíkur. — Æfing að Hálogalandi kl. 8,30 á miðvikudögum. VÍSUKORN MANNSLÁT Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Hjálmar frá Bólu. SKIP og FWGVÍLHR Hafskíp h.f.: Laxá fór væntanlega frá Gdynia 12. þ.m. til Gautaborgar. Rangá fór frá Bilbao 7. þ. m. til Napoly. Eimskipafélag Reykjavikur h.f. — Katla er i Leningrad. Askja er á leið til N. Y. Frá h.f. Eimskipafélagi fslands. — Miðvikudaginn, 13. nóv.: Bakkafoss fer frá Norðfirði 13. 11. til Reyðar- fjarðar, Lysekil og Grebbested. — Brúarfoss kom til Reykjavíkur 10. 11. frá Charleston. Dettifoss fór frá Du- blin 4. 11. til N. Y. Fjallfoss fór frá Lysekil 12. 11. til Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Keflavík 10. 11. til Hamborgar, Turku, Kotka og Leningrad. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn 12. 11. til Lelth og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá N. Y. 14. 11. til Reykjavíkur. Mánafoss fór frá ísafirði 13. 11. til Sauðárkróks, Siglufjarðar, Ólafsf jarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Reykjafoss fór frá Siglufirði 10. 11. til Hull, Rotterdam og Antwerpen. Selfoss kom til Reykja HELGI Hjálmarsson hefir ný- verið lokið embættisprófi í Arkitektur við tekniháskól- ann í Stuttgart í þýzkalandi. Helgi lauk prófinu með hæstu einkunn, sem gefin er í skólanum og var hæstur allra þeirra, sem gengu til prófs. Prófverkefnið var bygging við baðstað í Baden-Baden og hét borgarstjórinn þar 500 marka verðlaunum, þeim sem leysti verkefnið bezt af hendi, og hlaut Helgi verð- launin. Ennfremur var honum, ásamt þeim sem var næst hæstur — (Svisslendingur) veittur 3000 marka styrkur til hvors um sig til Ameríku ferðar. Helgi er stúdent frá M.A. og hóf nám í Stuttgart 1. nóv. 1957. Þess má geta, að á s.l. sumri hlaut Helgi ásamt Hauki Viktorssyni, önnur verðlaun í samkeppni um skipulag mið- bæjarins á Akureyri. Helgi er sonur Hjálmars Vilhjálmssonar, ráðuneytis- stjóra og Sigrúnar Helgadótt- ur konu hans. Hann er kvænt- ur Maríu Hreinsdóttur (Páls- sonar) og eiga þau eina dótt- ur. víkur 8. 11. frá Hamborg. Trðllafoa* fór frá Hamborg 12. 11. til Antwerpen og Reykjavíkur. Tungufoss fór fr* Hull 13. 11. til Reykjavíkur. Nýlega voru afhent, a skrifstofu bjalfsbjargar, soluverö- laun tii þeirra barna sem söluiiæst voru í Reykjavík, á merkja- og blaðasöiudegi Sjálfsbjargar. Fyrstu verðluun kr. 500,00 fékk Guðrún Bára Gunnars- dóttir, Hjallaveg 5, hún seldi fyrir yfir kr. 3000,00, önnur verðlaur. kr. 300,00 fékk Stefán Hermannsson, Hafnarfirði og þriðju verðlaun kr. 200.00 fékk Guðjón Konráðsson. Þá fengu 5 bórn kr. 100,00 í verðlaun hvert. Alls var selt fyrir í Reykjavík fyrir um kr. 112 þús. Seld voru rrierki og blöð á 80 stöðum á landinu, og gekk silan mjög vel. Siálfsþjörg, landssamband fatlaðra, þakkar öllum lands- mönnum fyrir drengiiega aðstoð og hjálp á fimmta fjáröfl- unardegi samtakanr.a Sölubörn sem fengu verðlaun. Frá vinstri: Jónína Valtýs- dóttir, Jónína V. Ólafsdóttir, Stefán Hermannsson, Guðrún Bára Gunnarsdóítir, Heiða Ingvarsdótir og Guðni Sig- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.