Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 14. nov. 1963 Varnargar&ar fyrir Vík í Mýrdal og Álftaverið RAGNAR JÓNSSON (S) fylgdi úr hlaði með jómfrúrræðu til- lögu til þingsályktunar um vamir hyggða í Álftaveri og Vík í Mýrdal gegn hugsanlegu tjóni af völdum Kötluhlaups, en hana flytur hann ásamt Sigurði Ó. Ólafssyni. Rakti R. J. í upphafi ræðu sinnar það tjón sem Katla hefði valdið allt frá landnámstíð. Fyrsta gosið sem vitað væri um hefði orðið árið 894 en síðan hefði Katla gosið 15 sinnum, nú síðast árið 1918. Til væru góðar heimildír um Kötlugosin frá upphafi íslands- byggðar, skráð- ar af Markúsi Loftssyni, bónda í Hjörleifshöfða. Markús hefði gefið út bók ár- ið 1880, sem hann nefndi Rit um jarðelda á íslandi. Væri þax mikinn fróðleik að finna um hvernig jökulhlaupin, sem jafn- an fylgja Kötlugosunum og venjulega hafa átt sér stað tvisvar á öld, smáeyddu lend- inu og skópu þá eyðimörk, sem í dag nefnist Mýrdalssandur. Nefndi R. J. tvö dæmi úr fyrr- nefndri bók Markúsar Loftsson- ar sem sýndu á áþreifanlegan hátt hvernig Katla hefði á liðn- um öldum leikið Álftaverið og nærliggjandi héruð. Nú væru 11 byggðar jarðir í Álftaveri búskapur góður og afkoma fólksins sízt verri en annars staðar. Það væri því full ástæða til að tryggja framtíð þessarar sveitar með ýmsum ráðstöfunum.Að öllum líkindum yrði Álftaverið umflotið ef Kötluhlaup ætti sér stað. í Álfta veri hefði fyrir nokkrum árum verið gerður flugvöllur og kvað Sjö mál í Sam. þingi SJÖ mál voru tekin tii meðferð- ar á fundi í Sameinuðu þingi í gær, ein fyrirspurn og sex þings- ályktunartillögur. Fyrirspurnin var frá Eysteini Jónssyni og varð Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra fyrir svörum. — Þingsályktunartillögurnar voru um varnir gegn tjóni af völdum Kötluhlaups, samgöngubætur á Fjallabaksleið hinni nyrðri og hafði Ragnar Jónsson, 11. lands- kjörinn framsögu fyrir þeim báðum. Var fyrri framsagan jafnframt jómfrúrræða þing- mannsins. Einnig voru ræddar þingsályktunartillögur um Bú- fjártryggingar, framsögumaður Ásgeir Bjarnason, um trygg- ingasjóð fyrir landbúnaðinn, framsögumaður Björn Jónsson, um Vesturlandsveg, framsögu- maður Jón Skaftason og um nýja þjóðhagsáætlun fyrir árin 1964— 68, framsögumaður Helgi Bergs. Eysteinn Jónsson (F) bar fram fyrirspurn um hvað liði framkvæmd eftirfarandi þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta svo fljótt sem verða má, mæla, vegna fram- ræslu, allt ræktanlegt votlendi á Fljótsdalshéraði og gera áætl- un um, hvað kosta muni að þurrka þetta land.“ Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, varð fyrir svörum og kvaðst hafa skrifað landnámsstj. og Búnaðarfélagi íslands og ósk- að upplýsinga hjá þeim og á- bendingar um á hvern hátt lík- legast væri að framkvæma þessa tillögu, ekki aðeins á Fljótsdals- héraði, heldur og víðar. Framan- greindar stofnanir hefðu tekið þetta mál til yfirvegunar og nið- urstöður þessara stofnana væru að uppmæling á þeim grund- velli ,sem þingsályktunin gerir ráð fyrir, væri svo umfangsmjk- il að hvorki Búnaðarfélag ís lands né Landnám ríkisins hafi, að óbreyttum aðstæðum, mann- afla eða fjárráð til að fram- kvæma þetta verkefni eins og þingsálytkunin legði til. Hins vegar töldu þessar stofnanir að ná megi sama marki með t. d. staðbundnum rannsóknum á hverri jörð og að héraðsráðu- nautar héraðsins framkvæmdu þetta verk. Búnaðarfélagið og Landnám ríkisins hefði einnig lagt til að slíkar athuganir fari fram í öðrum héruðum, jafnvel þótt ekki komi fram sérstakar óskir um það. Að lokum kvaðst ráðherrann ætla að ræða frekar við þessar stofnanir og aðrar stofnanir landbúnaðarins um það á hvern hátt hentugast væri að framkvæma þessar tillögur. Eysteinn Jónsson þakkaði landbúnaðarráðherra fyrir svör- in og bar fram þá ósk að ráð- herrann ræddi þessi mál við þingmenn Austfjarða áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. ræðumaður svo geta farið að einu samgöngumöguleikar Álft- veringa yrðu um þennan flug- völl um tíma. Það væri því nauð synlegt að flugvöllurinn væri gerður eins öruggur gegn jökul- hlaupi sem unnt væri. Verk- fræðingar á vegum vegamála- skrifstofunnar hefði gert þarna nokkrar athuganir. Þær athug- anir benda til þess sagði R. J. að með tiltölulega litlum kostn- aði væri mögulegt að reisa varnargarða á tveim stöðum. Ennfremur mundi það auka all- verulega á öryggi Álftaversins með nýjum varnargarði við ána Skálm. Vék þingmaðurinn þvi næst að vörnum fyrir Víkurkauptún í Mýrdal en þær kvað hann ekki síður nauðsynlegar, þar eð hættan í Vik af Kötluhlaupi væri sízt minni en í Álftaveri. í mörgum Kötlugosum, hefði flóðið komið vestur með Höfða- brekkuhálsi út með Víkurhömr- um og alla leið vestur að Reynis fjalli og flætt yfir sandsléttuna, sem þorpið hefði að mestu byggzt á. Slíkt hefði komið fyrir árin 1755, 1823, 1860 og litlu hefði munað árið 1918. Öll ný- byggðin, sem risið hefði upp hin síðustu ár, væri að heita á þessari framangreindri sléttu. Þar væru auk íbúðarhúsa, öll verzlunarhús staðarins vöru- geymslur, verkstæði og tvö frystihús sem mestan hluta árs- ins væru full af kjötvörum, er væru margra milljóna króna virði. Til að koma við vörnum gegn Kötluhlaupi kvað ræðu- maður það nauðsynlegt að gerð- ur yrði varnargarður milli Höfðabrekkuháls og svokallaðs Höfðabrekkuj ökuls. Að lokum kvað þingmaðurinn hér um vandamál að ræða, sem flutningsmenn þessara þings- ályktunartillögu teldu nauðsyn- legt að taka til athugunar án tafar. Var samþykkt að lokinni ræðu framsögumanns að vísa tillög- unni til fjárveitinganefndar og umræðu frestað. Jólaþyrnar í Hafnarfirði ÆFINGAR hafa nú staðið yfir í langan tíma hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar en þetta leikfélag hefur um árabil ver- iff eitt öflugast og dugmesta leikfélag utan Reykjavíkur. í næstu viku mun félagiff frum sýna leikritiff Jólaþyrna, eftir enska skáldiff Wynyard Brow- ne, í þýffingu Þorsteins Ö. Stephensen leikara. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Affal- hlutverkin eru leikin af Gesti Pálssyni, Emilíu Jónasdóttur, Auróru Halldórsdóttur Jó- hönnu Norfffjörff, Auffi Guff- mundsdóttur og fl. Gestur Pálsson hefur lítiff leikið á leiksviði hin síðari ár og munu margir hafa gam- an af aff sjá þennan vinsæla og á.gæta leikara aftur á leik- sviði í affalhlutverki. Leikritið „Jólaþyrnar” fjallar um enska prestsfjöldskyldu og leikur- inn gerist um jól á aðfanga- dag og jóladag. Myndin er af Jóhönnu Norff- fjörff, Gesti Pálssyni og Sig- urði Kristinssyni. Gunnar G. Schram formaður Stúd- entafélags Reykja víkur AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn laugar- daginn 2. nóvemiber s.l. í Háskól anum. Fráfarandi formaður, Einar Benediktsson, bagfræðingur, flutti yfirlit urn störf stjórnar- innar á síðasta ári, en það var mjög fjölbreytt. Voru haldnar kvöldvökur og umræðuifundir og unnið að ýmsum hagsmunamál- um félagsins. Formaður félagsins var kjör- inn dr. Gunnar G. Söhnam, rit- stjóri, en auk hans skipa hina nýju stjórn félagsins Axel Ein- Dr. Gunnar G. Schram arsson hd'l., varaformaður, Ólaf ur W. Stefánsson lögfr. gjald- keri, Jón Ólafsson lögfr. ritari Framhald á bls. 23. Ótti barna við hunda Móðir skrifar: „Kæri Velvakandi! Það var víst orðið útrætt um hundinn, þ.e.a.s. hundahald í borginni, en samt vona ég að þessar línur fái inni. Ég ræði ekki um sóðaskapinn, sem af hundum getur stafað, heldur önnur óþægindi, jafnvel hættu, þótt óbeint sé. Ég á fimm ára gamlan dreng, sem er yfir sig hræddur við hunda. Við erum nýlega flutt í annað hverfi en við áttum heima í. í næsta húsi er hundur, sem gengur oftast laus. Drengurinn minn þorir ekki að leika sér úti, ef hann sér hundinn, og ég get ekki sent hann út í búðir þótt mér liggi á, því sjáf á ég ekki gott með að komast út frá tveimur litlum börnum. ^ Hljóp fyrir bíl Annað dæmi get ég nefnt. Ég átti áður heima inni í Vog- um og var eitt sinn að koma frá því að fara með börnin í ljós. Þá var þessi drengur fjögurra ára. Við gengum eftir -Langholts vegi, sem er mikil umferðar- gata. Þegar við komum á móts við raðhús, sem eru við veginn, veit ég ekki fyrr til en drengur- inn slítur sig lausan og æðir í í blindni út á götuna. Litlu mun aði að hann lenti þar undir bíl, snarræði bílstjórans eitt bjarg- aði í það skiptið. Ástæðan til þessara snöggu viðbragða drengsins var hundur bundinn í tjóðurband við eitt húsið. Lái mér svo hver sem vill að ég sé á móti hundahaldi hér í borg- Slæm gangstétt á mesta umferðarhorni íslands „Gamli Velvakandi! Að vera stuttorður en gagnorður er aðalatriðið, sagði góður Hafnfirðingur við mig um daginn, og mér fannst endi- lega að ég hefði ekki heyrt þetta lengi og vera orð í tíma talað, þegar þingmenn verða gripnir slíku málæði að þeim nægir knapplega 4 klst. til einnar ræðu. Ég skal vera stuttorður og gagnorður. — Ég vildi biðja þa, sem húsum ráða í borgarskrif- stofunum í því gamla góða húsi Reykjavíkurapóteki, að skoða ástand gangstéttarinnar á þessu mesta umferðarhorni íslands. — Ef þeir ekki vita hvernig því er háttað, þá er þess að geta, að borgaryfirvöldin mundu auðveldlega geta skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart þeim vegfarendum sem yrðu fyrir meiðslum vegna þess hve gang- stéttin er með öllu óforsvaran- leg og illa viðhaldið. W\ X W rtr=x 1 ÞURRHLÖÐUR ERL ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.