Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 14. nóv. 1963 Haukur Eyjólfsson HAUSTIÐ 1931 bættust í 2. bekk Verzlunarskóla Islands nokkrir nýir íiemendur, einkum utan af landi. Meðal þeirra var óvenjulega geðþekkur ungling- ur frá Seyðisfirði. Bjartur yfir- litum, fríður sýnum og knálegur. Við nánari kynni kom raunar í ljós, að Haukur Eyjólfsson var þeim kostum búinn, sem gerðu hann, svo að segja þeg- ar frá upphafi, einn af máttar- stólpum alls félagslífs í skólan- um. Hæfileikar hans og áhugi voru óvenjulega fjölþættir. Hann var jafn liðtækur í ræðulist Málfundafélagsins, í úrvalsflokki íþróttamanna, karlakór, leik- flokki, ritstjórn eða skemmti- nefnd. Hann var alls staðar með af lífi og sál og allstaðar í fylkingarbrjósti. Ekki er svo að skilja, að hann hafi tranað sér fram. Til þess var hann að eðlis- fari of hæverskur og sjálfgagn- rýninn. Það kom bara einhvern- veginn af sjálfu sér, að hann veldist í hinar margvíslegustu trúnaðarstöður, fleiri og fjöl- breyttari en nokkur annar í skólanum á þeim tíma. Fram- koma hans var einlæg og eðlileg við hvern mann, svo að hann varð vinmargur og vinsæll. Hann var meðal beztu náms- manna bekkjarins. Að loknu námi fór Haukur fljótlega aftur heim til Seyðis- fjarðar og vann þar við verzl- unarstörf og fleira í nokkur ár. Á þeim árum var hin fyrri gull- öld Seyðisfjarðar löngu um garð gengin og raunar hart í ári víð- ast hvar á landinu. Ungum, á- hugasömum manni sem Hauki, var því eðlilegt að freista gæf- unnar í höfuðborginni, þar sem meira var umleikis, þótt sam- keppni um hvert lífvænlegt starf væri mikil. Þó fór svo, að á fáum árum auðnaðist honum, sem kom í bæinn með tvær hendur tómar, að komast í nokk- ur efni á þeirra tíma mælikvarða Jafnframt öðlaðist hann mikla þjálfun og reynslu á viðskipta- sviðinu, fyrst sem starfsmaður annara og síðar við rekstur eig- in verzlunarfyrirtækis. Þegar Hitaveita Reykjavíkur var að komast á laggirnar, sem sjálfstætt fyrirtæki, þótti for- ráðamönnum hennar miklu skipta að fá í sína þjónustu hæf- an mann til að veita forstöðu skrifstofu fyrirtækisins og ann- ast hina mjög ört vaxandi við- skiptahlið þess. Nú var svo komið högum þjóð arinnar að í stað þess að áður hafði verið slegizt um hverja stöðu, voru nú mörg boð í hvern hæfan starfsmann. Um þetta leyti stóð svo á fyrir Hauki, að hann seldi eignarhluta sinn í fyrirtæki því, er hann hafði um skeið rekið með öðrum. Var honum nú boðin staðan hjá Hitaveitunni. Þar starfaði hann svo fyrst sem fulltrúi og síðan sem skrifstofustjóri, þangað til hann var skipaður skrifstofu- stjóri Innkaupastofnunar Reykja víkurborgar, þegar hún var end urskipulögð á árinu 1959 og gegndi þeirri stöðu, þar til nú fyrir skemmstu. Hinn 1. nóv- ember s.l. urðu enn þáttaskil í starfsferli Hauks, er hann tókst á hendur starf í lögfræðifyrir- tæki Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar og Jóns Magnússonar, en ör- lögin höguðu því svo, að hann hafði aðeins gegnt því í rétta viku er hann svo skyndilega féll frá. Hér hefur verið brugðið upp ófullkominni mynd af náms- og starfsferli Hauks Eyjólfssonar. En ekki væri síður ástæða til að geta að nokkru hinna mörgu áhugamála hans á sviði félags- mála. Eins og áður er að vikið kom þessi áhugi hans þegar í Ijós á skólaárunum og fylgdi hon um alla ævina. Hann var góð- ur og fjölhæfur íþróttamaður, sem frekar sóttist eftir ánægju og þroskandi áhrifum leiksins og góðs félagsskapar, en metum og frægð. Þetta viðhorf varð einnig táknrænt fyrir aðra félags málastarfsemi Hauks. Það er al- kunna, að í flestum félögum lendir það á tiltölulega fámenn- um hópi manna að vinna að málum félagsheildarinnar. Hauk var ávallt að finna í hóp þessara fáu fórnfúsu manna. Hann gegndi mörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir íþrótta samtökin, og mun sú saga vafa- laust verða sögð af mér kunn- ugri mönnum. Hann átti lengi sæti í fulltrúaráði og stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og var um skeið formað- ur Austfirðingafélagsins, svo nokkuð sé nefnt. Samferðamenn Hauks á lífs- leiðinni munu ávalt minnast hans með hlýjum hug og þakk- læti fyrir samfylgdina. Skóla- systkin, félagar og vinir sakna hans sárt, en sameinast um að votta konu hans, sonum, tengda- dóttur, barnabörnum og systkin- um, samúð í harmi þeirra. Hjálmar Blöndal F. 16. marz 1915. D. 7. nóv. 1963. „Gott er gjafa Guðs að minnast“. HANN var fæddur og alinn upp á Seyðisfirði og bar um svipmót og persónu mörg hin beztu ein- kenni ætta sinna og æskustöðva. Foreldrar hans voru hin kunnu merkishjón, Eyjólfur Jónsson, bankastjóri og ljósmyndari, og Sigríður Jensdóttir. Hann var elztur fimm barna þeirra hjóna og eru systkin hans öll búsett hér í borg. í vöggugjöf hlaut Haukur hið bezta atgervi til líkama og sálar, og var alla tíð augasteinn og ljúf- lingur foreldra sinna og systkina. Ungur gekk hann í Verzlunar- skóla íslands og lauk þaðan á- gætu burtfararprófi vorið 1933. — Næstu árin starfaði hann í átt- högum sínum, en fluttist síðan til Reykjavíkur og vann hér að verzlunar- og skrifstofustörfum til æviloka. — Var m. a. um langt skeið fulltrúi í skrifstofu Hita- veitu Reykjavíkur. En það voru ekki aðeins tölur og tungumál, sem léku honum í huga og höndum, heldur var hann listfengur og smekkvís, og hagur á hvað sem hann tók hönd- um til. í æsku lagði Haukur stund á íþróttir — einkum knattspyrnu — og eftir að hingað kom starf- aði hann mikið fyrir knattspyrnu félagið Víking og átti löngum sæti í stjórn þess. — Annars var Haukur sérstakur félagsdrengur, hjálpfús og ósérhlífinn. Sparaði hann hvorki fé né tíma í þágu þeirra málefna, er hann beitti sér fyrir. Haukur kvæntist 7. des. 1946, Ragnhildi Guðmundsdóttur frá Djúpavogi. Eignuðust þau tvo efnilega sonu, Eyjólf og Guð- mund, sem enn eru lítt af barns- aldri komnir, en áður en Haukur kvæntist eignaðist hann son, Atla, sem eins og faðir hans, tók verzlunarskólapróf og starfar að endurskoðun — dugnaðar- og dáðamaður. Er frú Ragnhildur mikil ágætis húsmóðir, sem studdi mann sinn af trúfestu og drengskap er heilsu hans fór hnignandi hin síðari ár. Eiga frændur þeirra og vinir, eldri og yngri, margra góðra stunda að minnast á hinu hlýja og smekklega heimili þeirra að Miðtúni 58. Og margir munu þeir verða, er sakna vinar í stað, þar sem Haukur Eyjólfsson er horfinn, en óblandin samúð og indælar minn ingar munu verma hugi ástvin- anna, sem eftir standa. Heimilisvinur. F. 15.3 1915. D. 7.11. 1963 í DAG er til moldar borinn Haukur Eyjólfsson, einn aí virk- ustu og traustustu forystumönn- um Knattspyrnufélagsins Vík- ings. Haukur hefir í yfir 20 ár samfellt starfað fyrir félagið af einstakri ósérplægni og áhuga. Hann hefir setið í stjórnum fé- lagsins mikinn hluta þessa tíma- bils, verið formaður þess í 3 ár, formaður fulltrúaráðs félagsins lengur en nokkur annar og var aðalgjaldkeri félagsins síðustu 3 árin, allt til dauðadags. Auk þess hefir Haukur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið og íþróttasamtökin í heild sem hann rækti öll af sömu kostgæfni, enda hafði hann hlot- ið heiðursmerki Víkings úr gulli fyrir störf sín. Þegar vér félagar Hauks l Viking kveðjum hann nú hinzta sinni, sendum vér honum vorar innilegustu þakkir fyrir fram- lag hans til félagsins. Við fjór- ir, sem sitjum eftir í aðalstjórn félagsins, hörmum hið sviplega fráfall hans og þökkum honum samveruna. Vér sendum ekkju þessa góða félaga og fjölskyldu hans hjart- anlegar samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson DOMUR Hafið þið kynnt ykkur hina víðfrægu jerseykjóla frá: ^yQíunclc co Kjólana, sem þekktir eru að gæðum um heim allan. — Margar gerðir. — Margir litir. — Allar stærðir. Einkaumboð á íslandi. Tízkuverzlunin Guðrún Kauðarárstíg 1. / Guðrúnarbúð á Klapparstígnum hefur svo oft áður haft á boðstólum alveg sérstaklega fallegar regn- og ullarkápur, en þar er nú meira úrval á boðstólum af vetrar- og regnkápum en nokkru sinni fyrr, sérstaklega viljum við vekja athygli yðar á nýju sendingunni af svissnezkum regnkápum með kuldafóðri. Klapparstíg 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.