Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. nóv. 1963 MORGUNBLAÐÍÐ 17 — Minning Framih. af bls. 15 mér var þar ókunnum auðsýnd. Og langt fram á nótt sátum við og röbbuðum um heima og geima, og minnst um landsmálin. Síðar var mér. tjáð, að það væri engin nýjung, að gestum væri vel tekið á Fossá. Það væru ó- skrifuð lög húsfreyju, að þar væru öllum heimill beini, jafnt að nóttu sem degi, og jafnt lág- um sem háum, og að alúð, nær- gætni og vinátta skyldi þar eigi mæld gestum í lakari mæli en matur og drykkur. Þegar ég næsta morgun var ferðbúinn og var í þann veginn að leggja af stað, eftir ánægju- lega gistingu og góðar viðtökur, kom Kristín inn til mín, hallaði hurð að stöfum og mælti": „Ég skynja stundum það, sem ókomið er og aðrir ekki sjá. Ég vissi það í morgun er ég vaknaði, að þú myndir eiga eftir að verða full- trúi okkar um mörg ókomin ár, og vinna héraðinu mikið gagn. Og þess vegna áttu fylgi mitt ó- skipt, og mun ég þá um leið beita mér fyrir sigri þínum í hinni pólitísku baráttu þinni. En eins bið ég þig. Sýndu Bergi Jónssyni sanngirni, réttlæti og mildi í bar- áttu ykkar. Þegar við áttum örð- ugast, sýndi hann okkur meiri samúð og meiri mildi en krafizt varð af dómara, sem gæta verður fyrst og fremst embættisskyld- unnar. Slíka mannkosti metum við hér á Fossá og gleymum þeim ekki“. Mig setti hljóðan við orð hennar. í sál hennar, sem var svo einlæg og hrein, höfðu auðsýni- lega orðið átök um að ljá þeim lið, er hún fyrir skynjunarhæfi- leika sína taldi að ætti eftir mörg óunnin verk fyrir hérað hennar, sem áttu hug hennar allan, og hinum, sem hún mat að mikl- um verðleikum fyrir manndóm og prúðmennsku. Og hún komst að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að fylgja fyrirmælum hinn- ar helgu bókar, „að gefa Guði það sem Guðs var og keisaranum það sem keisarans var“. Á engan hátt er unnt að lýsa betur þess- ari stórbrotnu merkiskonu. Oft síðan hafa þessi orð Kristínar orðið mér hvöt í langri baráttu, sem ekki hefur ávallt verið leik- ur einn. í forða minninganna frá þess- um árum öllum, eru fjölmargar ánægjustundir frá samveru okk- ar á heimili hennar, fullar af lífs- speki, samúð, góðvild og mann- kærleika. Fullar af trausti á það góða í mannlegri sál og fullar af trúnaðartrausti á skapara lífsins, sem var rauði þráðurinn í öllu hennar lífi. Allt þetta er bæði skylt og ljúft að þakka. Jarðneskar leifar Kristínar hvíla nú í vígri mold á fornu höfðingjasetri og menningar- heimili við Breiðafjörð, þar sem einnig maður hennar og sonur eiga hvílurúm. Þaðan er bjart og fagurt að horfa yfir Breiðafjörð. Þar er sjóndeildarhringurinn víð- ur og fagur, og bærinn hennar þar, sem hún eyddi sextíu og fjórum árum ævi sinnar, þar sem hún lifði sínar fegurstu stundir, og beið sína mestu harma, bær- inn, sem hún að síðustu lokaði brá, eftir langan og merkan starfs dag, hann blasir við fagur og hreinn í miðjum þeim sjóndeild- arhring. En andinn fer til Guðs sem gaf hann. Reykjavík, 30. okt. 1963. Gísli Jónsson. Eldavélar Höfum til sölu nokkrar nýjar amerískar eldavélasamstæður, „Westinghouse“, á sér staklega hagstæðu verði. Miklatorgi. SNJGKEÐJUR - SNJÓKEÐJUR Höfum fengið úrval af enskum og amerískum snjókeðjum, hlekkjum, lásum, strekkj- urum og keðjutöngum. Bjóðum yður 14 stærðir af snjókeðjum, sem passa á 80 mismunandi hjólbarða- stærðir. Ódýrar snjókeðjur Vandaðar snjókeðjur Snjókeðjur á alla bíla Dragið ekki snjókeðjukaupin. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Egill Vilhgálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240. \ L L T - * \ S \ M \ S T \ Ð Auglýsendur afhugið AUGLÝSINGABLAÐ HEIMDALLAR kemur út í byrjun desember og verður dreift í hvert hús borgarinnar. AUGLÝSINGAGETRAUN verður í blaðinu VERÐLAtlM: FERÐ TIL LUXEMBORGAR og til baka með LOFTLEIÐUM. Þær auglýsingar, sem nota á í getrauninni burfa að berast fyrir 20. nóvember næst komandi. Tekið verður á máti auglýsingapöiitunum í síma 17102 Heimdallur FUS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.