Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. nóv. 1983 BRJÁLAÐA HÚSIÐ i, ELIZABETH FERRARS Hún leit ekki á hann, heldur upp eftir stígnum. — Farðu burt, sagði hún, — ég vil ekkert við þig tala. — Hann er sloppinn, veiztu, og þú getur ekkert við því gert. Hún greip blauta vasaklútinn báðum höndum og tók að rífa hann sundur. — Og, ef út í það er farið, sagði Toby, — þá hefði þetta orð ið allt of dýrt. Þrjátíu pund fyr ir stúlku, sem getur ekki borg að mjólkurreikninginn sinn, er of mikið. Henni varð hverft við og sneri sér að honum. — Ferð til Frakklands, sagði Toby, — sem áætluð er á tuttugu pund, auk fata, segjum þrjátíu pund. Þrjátíu pund fyrir ferða- lag með manni, sem síðar hefur reynzt ófús. En gerir þetta nú svo mikið til, Dinah, ef það er athugað, að þú hefur ekki þrjá- tíu pundin, þegar til kastanna kemur. — Hvað áttu við? Hvað hef- urðu verið að gera? Hvernig veiztu að . . . Toby barði lurknum í mosa- vaxinn eikarstofn. — Eg veit, sagði hann, — að hann Charlie okkar hefur ekki trú á að borga fyrir ánægj- una, sem hann veitir, auk þeirr ar sem hann fær. Hann ætlaði ekki að að hafa þig með sér, nema því aðeins þú gætir borg að undir þig sjálf. Hún gekk eitt skref nær hon- um. — Hvað hefur hann verið að segja þér? — Harm þurfti ekki að segja mér neitt teljandi, sagði Toby — Mér er nær að halda, að jafn vel nú, viti ég hætinu meira en hann, Hann barði í tréð. — Ertu ekki fegin því, Dinah? Hún lyfti hendi og fingurnir voru eins og klær. — Þú . . . þú . . . — Komdu af grasinu, sagði Toby. Hann fleygði frá sér lurkn um og settist á digran tréstúf. — Þú veizt, sagði hann rólega, — að þú ert einhver hlálegasta skepna, sem ég hef lengi rekizt á. — Þú þyrðir ekki að tala svona við mig ef fleiri væru við- staddir, sagði hún. — Nú, jæja, ég er nú samt hér um bil viss um, að ef þú færir að kæra mig fyrir meið- yrði, myndi ég sleppa vel frá því. — Meiðyrði. Eg átti nú ekki við nein málaferli. En af því að ég er kona . . . og ein . . . — O, sei sei, ég skal segja það allt undir votta, hvenær sem þú vilt, og mér finnst þú sleppa vel, að heyra það svona í einrúmi úti í skógi. Af því, Dina — og nú var röddin ekki lengur glettin heldur hörkuleg .— það þurfti einhverntíma að segja þér að einhver vissi, hvað þú hefur ver ið að hafast að. Það er ekki gott fyrir neinn að sleppa frá því, sem þú varst að reyna að gera — jafnvel þótt svo vildi til, að óvænt morð setti það út um þúf ur, svo að ekki varð neitt úr neinu. Hún hörfaði til baka og horfði á hann augum, sem voru eins og svartir, kaldir steinar. Hann sagði rólega: — Þú sagð ist vera vinkona hennar Lou? — Það var ég líka. — Er fjárkúgun eitt af for- réttindum vináttu? Hann varð að bregða hendi snöggt upp, til þess að verjast högginu, sém hún beindi að hon um. — Róleg, róleg, sagði hann. — Langar þig til að Charlie fái að vita það? Mér yrði nú ekki mik- ið fyrir bví að segja honum frá þvL Stúlkan sneri snöggt undan og hallaði sér upp að tré. Toby sagði: — Það er hræði- legt að beita ímyndunarafli sínu á . . . þetta ástand, sem Lou hlýt ur að hafa verið í, síðustu dag- ana, sem hún lifði. Ef dauðinn hefði ekki komið svona and- styggilega . . . æ, ég veit ekki . . . en svona var það nú . . . hún hafði víst verið að vona, í heimsku sinni og alveg að ástæðu lausu, eins og fólki hættir til, að forlögin mundi gefa henni Roger, og svo reynir Eva að höfða til hollustu hennar og víkja henni til hliðar og segir henni, að þau Roger séu að sættast. Svo hefur Lou veslingurinn þurft ein hvern til að tala við, þurft ein hverja hjálp í þessari eyðimörk, sem lífið hennar var orðið, og þá sneri hún sér til sinnar elsku vinu, Drunu. Sagði henni alla söguna. Og elsku vinan sagði . . . Druna barði hnefunum í tréð. — Eg meinti ekkert með því! Eg var að gera að gamni mínu! Lou var heimskingi að taka mark á því . . . —Elsku vinan sagði: — Vin- ir þínir, Clarehjónin, eru í þann veginn að gera nokkuð, sem árið andi er, að fari leynt, og þau eru rík. Það stendur svo á, að ég þarf á þrjátíu pundum að halda. Náðu í þessi þrjátiu pund fyrir mig, og þá skal leyndar- málið þitt halda áfram að vera leyndarmál. Var það ekki svona, sem þú fórst að því, Druna? Hún hafði krosslagt armana á tréð og gróf höfuðið í þá. (II) Lögreglan rannsakar athafnir Wards. Hinn 25. marz tóku rannsókn ardeild lögreglunnar (CID) að berast nafnlaus bréf, þar sem sagði, að Stephen Ward lifði á ó- lifnaði stúlknanna, og gefið var í skyn að hann væri undir vernd kunningja í háum stöðum. 27. marz spurði innanríkisráð- herrann yfirmann lögreglunnar, hvort hún teldi Ward sér við- komandi, og 1. apríl 1963 ákvað yfirmaðurinn, að athafnir Wards skyldu rannsakaðar. Hinn 4. apríl hóf lögreglan að taka skýrslur. Þær voru teknar af mörgum stúlknanna og af öðr um aðilum, sem taldir voru lík legir að verða að gagni um upp- lýsingar. Fyrst og fremst tóku þeir skýrslu af Christine Keeler, 4. og 5. apríl 1963, sem hún und- irritaði. Þær snerust aðallega um hegðan Wards en í skýrslunni tók hún líka fram, að' hún hefði átt líkamleg mök við Profumo. Hún kvað hann hafa farið með sig heim til hans, meðan kona hans var fjarverandi og hún lýsti húsinu svo nákvæmlega, að ætla mátti, að þetta væri ekki uppspuni. Orðrétt sagði hún þetta: „Þegar ég fór heim til Jack Profumo, fórum við út af Ytri Hringnum í hús, vinstra megin við lítinn stíg. Eg gekk upp nokkrar tröppur og inn í ferhymda forstofu, þar sem eru tvör stór dýralíkön til skrauts. Eg held það hafi verið hundar. Borðstofan var til hægri, en stiginn beint fyrir, til hægri. Hann beygir — Þú skilur, sagði Toby, — að það var setning í þessu bréfi, sem Lou var byrjuð á til Evu, þessu bréfi, sem aldrei var lok ið. Hún skrifaði, að hún ætlaði sjálf að borga fyrir trúnaðar- brot sitt, en ekki fá peninga hjá Evu, „eins og ætlunin var“. Eg skildi það þannig, að það hefði verið ætlun einhvers annars en hennar sjálfrar. Það var þín ætl- un. Druna sneri sér snöggt að hon um. — Hún var bjáni! öskraði hún. hræðilegur bjáni. Eg gat orðið svo bálvond við hana. Eg var orðin svo leið á henni, að ég hefði getað myrt hana sjálf! Hún vissi ekkert í sinn haus. Og hún var alltaf svo auðmjúk og göf uglynd og fyrirgaf öllum allt, sem henni var gert. Athugaðu bara Clare, sem níddist á henni allan tímann, og notaði hana að- eins til þess, að honum gæti fund izt hann sjálfur góður og vin- gjarnlegur og nærgætinn. Vissi hún af því? Nei, henni fannst þetta svo dásamlegt, að hann skyldi yfirleitt taka eftir henni. En ég meinti ekkert með . . . ég gerði það ekki! — Þú meintir þessi þrjátíu pund, og þau hefurðu fengið. Fimmtán fyrir vasana, sem Lou var svo forsjál að selja þrátt fyr ir aðvaranir þínar — enda þótt hún vildi ekki hitta þig, eftir að hún seldi þá — og fimmtán frá mér. Eg efast ekki um, að þau hefðu orðið endurgreidd, ein- hvernveginn . . . einhverntíma. til vinstri og á veggnum er mynd af öllu, sem Valerie er hrifinn af og hefur óbeit á, allt frá dúfum til skartgripa. Beint fyrir stigagatinu er skrifstofa Jacks og þar er vín skápur inni. Eg tók eftir ein kennilegum talsíma og hann sagði, að þetta væri „scram- bler“. Næstu dyr eru að hjóna herberginu ásamt baðher- bergi. Mig minnir, að það væri fjöldi af speglum í bað- herberginu. í miðri borðstof- unni er borð“. 30 Ennfremur sagði hún: „Eg hitti Jack (Profumo) síðast í desember 1961. Steph- en Ward bað mig um að fá upplýsingar hjá Jack um að Bandaríkjamenn afhentu Þjóðverjum sprengjuna. Eg fékk ekki þessar upplýsingar, af því mér fannst það hlægi- legt og hefði getað verið sagt í gamni“. (AV. Það mætti spyrja, hversvegna þessi framburður var ekki tilkynntur neinum ráðherra. Eg kem að því síð- • ar). Lögreglan tók nokkrar fleiri skýrslur af henni, sem sé 6. og 26. apríl og 6. og 24. maí 1963. Og 25. apríl tóku þeir skýrslu af Marilyn Rice-Davies. Og marg ax fleiri skýrslur voru teknar. En þá kom dauðinn í veginn. Svo að þetta verður víst aldrei annað eða meira en ein vika í Margate, Druna, sagði Toby ög stóð upp. Hún sagði, hálfhvíslandi: — Eg vona, að röðin komi næst að þér. — Með hvað? — Eg vona, að eitrið verði seinvirkt. — Þakka þér fyrir, sagði hann. — Eins og ég hef þegar sagt, ertu allra bezta stúlka, Druna. Vertu nú sæl, og ég vona að við eigum ekki eftir að sjást aftur. Þegar hann leit til hennar aft ur, frá beygjunni á stígnum, stóð hún eins og þegar hann sá hana fyrst, upprétt og beinstíf og handleggirnir eins og stirðnað ir niður með síðunum. Belling Lodge var hvítt, ein- stakt hús innan limgirðingar. Grasflötin, sem var laus við ill- gresL var næstum eins og með silkiáferð, og þarna voru alls- (III) Ward reynir að afstýra ákæru. Stephen Ward fékk vitneskju um þessar rannsóknir lögregl- unnar og tók að verða órólegur út af þeim. Þá greip hann til furðulegra ráða. Hinn 7. maí 1963 hringdi hann til einkaritara forsætisráðherrans, og bað um viðtal. Það var ákveðið þá um kvöldið og séð var fyrir því, að embættismaður úr öryggisþjón- ustunni væri viðstaddur. Viðtalið var skrifað niður. Einkaritara forsætisráðherrans virtist þá (eins og skýrslan ber með sér), að aðaltilgangurinn með þessari heimsókn Wards hafi verið að láta stöðva lög- reglurannsóknina og kúga ríkis stjórnina með því að hóta, að yrði ekki rannsóknin stöðvuð, myndi hann opinbera hið óleyfi lega samband Profumos við Christine Keeler. Hér er nokk ur úrdráttur úr skýrslunni um viðtalið: Stephen Ward sagði: — „Þið skiljið, að staðreyndirnar, eins og þær komu fram í þing- inu, voru strangt tekið ekki þann ig. Eg er hræddur um, að það sé hægt að setja málið öðruvísi fram . . . Eg hef fórnað tals- verðu fyrir Profumo . . . Eg er hræddur um, að ég verði að segja ykkur sannleikann um það, sem raunverulega gerðist. Nú, en það vitið þið nú líklega, hvort sem er. Hann skrifaði ung frú Keeler mörg bréf. Samband þeirra var miklu nánara en . . . Eg veit ekki, hvort ykkur er annt um þetta, og hvort þið get ið nokkuð gert. Eg veit sjálfur, að það er mikið stórhættulegt sprengiefni í þvL sem ég hef sagt ykkur“. staðar rósir, en hér um bil engin önnur blóm. Flestir gluggarnir á húsinu voru opnir, og stofurn- ar í því voru með köntuðum hús gögnum. Vanner var úti á veginum. j — Hérna er ég, sagði hann. Toby reyndi að taka þessu með gamansemi. „Hér er ég“, sagði Samúel líka forðum. Vann er . . . svei mér ef ég hef nokkra hugmynd um, hvað er í þann veg inn að gerast. — Þú sagðir mér í símanum • • • — Já, að það væri áríðandi. Eg er að vona, að mér verði sagt eitthvað mikilvægt, en svo get- ur líka eins vel farið svo, að ég verði bara fræddur um synd- ina, og uppruna hennar. — Til hvers viltu fá mig hing að? Réttarhaldið verður seinni partinn í dag. Eg veit, hvaða úr skurð við fáum. Þín indæla vin- kona, frú Clare má fara að vara sig. Næst tók Ward að skrifa bréf, og vonaði augsýnilega enn, að hann gæti afstýrt ákæru. Hinn 19. maí skrifaði hann innanrík isráðherranum eftirfarandi bréf): „Mér hefur borizt til eyrna að lögreglan í Marylebone er að yfirheyra kunningja mína og sjúklinga, hvern eftir ann an, og hversu vægilega sem það kann að vera gert, er það stórskaðlegt fyrir mig, bæði atvinnulega og í samkvæmis lífinu. Þessar yfirheyrslur hafa verið í gangi dag eftir dag, vikum saman. Skipun um þetta hlýtur að hafa komið frá innanríkis- ráðuneytinu. Síðustu vikurnar hef ég gert það sem ég hef getað, til þess að hlífa Profumo við afleið- ingum af óvarkárni hans, sem ég gerði öryggisþjónustunni aðvart um á sínum tíma. Þeg ar hann gef yfirlýsingu sína í þinginu, staðfesti ég hana. enda þótt ég vissi, að hún væri 'ósönn. Það kann að vera, að til- raunir mínar til að leyna þátt töku hans og skila honum aft ur bréfinu, sem ungfrú Keel er hafði selt Sunday Pictori- al, gætu látið það líta svo út sem ég hefði einhverju að leyna sjálfur. Það hef ég ekki. Ásakanirnar, sem virðast vera tilefni þessarar rannsókn ar og sem ég veit um aðein* * vegna spurninganna, sem hafa verið endurteknar fyrir mig, eru illkvittnislegar og algjör lega ósannar. Það er upp- finning blaðanna, að ungfrú Keeler hafi þekkt fjölda hátt settra manna. Skýrsla Dennings um Profumo-máliö m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.