Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. nóv. 1963 Handboltamenn bjóða Tokíóferð HANDKN ATTLEIKS S AM- BANDIÐ hefur mörg stórmál á prjónunum, sagði Ásbjörn Sig- urjónsson form. HSÍ blaðamönn- um í gær. í fullum gangi er undirbúningur fyrir heims- meistarakeppnina, Norðurlanda- mót kvenna sem haldið verður í Reykjavík, Norðuriandamót unglinga sem fram fer í Eskils- tuna í marz, utanferð til Fær- eyja fyrir karla og kvennaúrval vegna 25 ára afmælis íþrótta- sambands Færeyja. Til að standa straum af gífurlegum kostnaði við allt þetta hefur HSÍ efnt til happ drættis og heitir á alla vel- unnara handknattleiks að kaupa miða. Til nokkurs er og að vinna, því vinningur- inn er för til Tokíó með uppi haldi og er verðmæti vinn- ingsins um 65 þúsund krónur. Væntanlega eru margir spenntir að hreppa þann vinn ing og njóta Olympíuleikanna í landi sólarinnar. Allt í fullum gangi Ásbjörn sagði að undirbúning- íslandsmót* íð 14. des. ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik 1964 hefst í Reykjavík 14. desemiber. Verður að taka það ráð að hafa 4 leiikkvöld fyrir áramót vegna tvöföldu umierð- arinnar í 1. derld. Keppni í öðr- urn flokkum hefst ekki fyrr en efltir áramót. Þátttökutilkynningar verða að haaf borizt HKRR fyrir 18. nóv. ur fyrir karla-, kvenna og ungl- ingaliðin væri þegar í fullum gangi með landsliðsæfingum í KR-húsinu og suður á Keflavík- urvelli. Valdir hafa verið hópar fólks til æfinganna og áhugi væri mikill. Einnig starfa sérstakar nefnd- ir með stjórn HSÍ að öðrum ur.dirbúningi og umfangsmest- ur er undirbúningur að Norður- landamóti kvenna sem haldið verður 1 Reykjavík. Svíar, Danir og Finnar hafa þegar tilkynnt þátttöku og leigt sameiginlega flugvél frá Gautaborg. Væntan- lega koma norsku stúlkurnar einnig og mikill áhugi er meðal leiðtoga erlendra að koma með og er flugvélin þegar fullskip- uð. Það er mikill hugur í hand- knattleiksfólki og star-fað af lífi og fjöri við eflingu þessarar greinar sem íslendingar hafa náðs lengst í, karlaliðið varð í 6. sæti í síðustu heimsmeistara keppni og kvennaliðið í 2. sæti á síðasta Norðurlandamóti. Með fótinn undir bíl N Ý L E G A varð drengur með fótinn undir bíl á Miklu- braut. Hafði strætisvagn bilað skammt fyrir neðan Stakkahlíð- ina og vörubifreið, sem var á leið framhjá, lenti utan í dreng, sem var á leið norður yfir göt- una rétt fyrir framan strætis- vagninn. Fór vinstra hjól vöru- bilsins yfir vinstra fót drengsins. Kippti hann fætinum úr skónum og losaði sig. Virtist hann eitt- hvað marinn og var sendur á Slysavarðstofu til myndatöku. ðanægðir áhorfendur ATBURÐURINN sem myndin sýnir gerðist á Ítalíu nú fyrir skömmu. Reiðir áhorfendur, sem fannst málin ekki ganga eftir því sem þeir vildu, þyrpt ust inn á leikvanginn og réð- ust á markið — brutu ©g I brömluðu. Atburðir scm þessi i eru fágætir enda eru mikl- ! ar varúðarráðstafanir gerðar ' til að fyrirbyggja slíkt, þó ! ekki dugi alltaf. i Landslið karla og kvenna móti liðum fréttamanna að Hálogalandi annað kvöld Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ verð ur að Hálogalandi leikur milli landsliðs í karlaflokki og liðs er íþróttafréttamenn velja. Er þetta einn liður í undirbúningi undir heimsmeistarakeppnina en hópur handknattleiksmanna æfa nú tvær aukaæfingar á viku vegna heimsmeistarakeppn innar sem landsliðið heldur til í marz, en keppnin verður í Tékkóslóvakíu frá 5.—15. marz. Annað kvöld fer einnig fram leikur milli landsliðs kvenna og liðs er fréttamenn velja, en kvennalandsliðið undirbýr sig nú fyrir Norðurlandameistara- mót sem haldið verður í Reykja vík 28. júní til 5. júlí næsta sumar. Landsliðin sem valin hafa verið til leikjanna annað kvöld eru þgnnig skipuð: Hjalti Einarsson FH Guðm. Gústafsson Þrótti Birgir Björnsson FH Einar Sigurðsson FH Örn Hallsteinsson FH Gunnl. Hjálmarsson ÍR Sig. Einarsson Fram Hörður Kristinsson Á Sig. Óskarsson KR Karl Jóhannsson KR Árni Samúelsson Á. Þess skal-getið að bæði Ragn- ar Jónsson og Ingólfur Óskars- t son eru veikir og geta ekki leik- ið. í lið kvenna valdi lands- liðsnefndin: Jónína Guðmundsd. FH Sylvía Hallsteinsd. FH Sigurlína Björgvinsd. FH Díana Óskarsd. Á Sigrún Guðmund. Val Hrefna Pétursd. Val Sigríður Ingólfsd. Breiðabl. Fréttamenn velja sín lið I dag og birtast þau á morgun. ________________ I Dregið í 7. flokki Happdrættis D.A.S. Afmæfiskveðja frá Ben. G. NÝKOMINN heim aftur frá 60. Ólympíuþinginu í Baden- Baden (Þýzkalandi) leyfi ég mér að óska Morgunblaðinu hjartanlega til hamingju, með fyrstu hálfu öldina, um leið og ég þakka blaðinu fyrir margháttaðan stuðning við íþróttahreyfinguna og íþróttamenn á þessum fimmtíu árum. Stuðningur Mbl. við málefni íþrótta- manna, bæði fyrr og síðar, má með sanni segja að hafi verið ómetanlegur, einkum í- hinum félagslegu málefnum og starfi, — þar sem að íþróttahreyfingin átti í fyrstu ekkert blað, sem helgað væri málefnum þess. Og er óvíst að mestu áhugamál vor væru komin í farsæla höfn, ef Mbl. hefði ekki lagt þeim liðsyrði. En víða kom Mbl. þar við sögu. Má þar til nefna sundskylduna og sund- laugarnar, sem byggðar hafa verið um allt land, svo og önnur íþróttamannvirki, til gagns og gengis fyrir æsku- lýðinn. — Allir muna bar- áttuna fyrir sundhöllinni í höfuðstaðnum; sjóðbaðstaðn um í Örfisey og síðar í Naut- hólsvíkinni. Leikvangnum vestan við Öskjuhlíðina, sem síðar var byggður í Laugar- dalnum. Félagsheimilin, leik vellir og leikskálar áttu traustan stuðning Mbl. Og sama var að segja um íþrótta samskiptin við nágrannaþjóð irnar; og efling félagslegra mála, eins og t. d. læknis- skoðun á íþróttamönnum og slysatryggingarnar. Fyrir fimmtíu árum var aðstaða íþróttamanna vorra til íþróttaiðkana, ekki eins góð og skyldi, — og fjærri því sem nú er. Þá hafði og almenningur eigi jafngóðan skilning á gildi íþróttanna og nú. Ég minnist þess, er við eitt sinn, sem oftar, fórum fylktu liði um götur höfuðstaðarins 17. júní — í íþróttabúning- um, — að leiði Jóns Sigurðs- sonar, forseta, þar sem að ÍSf um áratugi hefir lagt blómsveig á leiðið, — að gert var gys að okkur; — talað um fordild, gort og mont íþróttamanna, að vera að þessu. En þó var þessum góða sið haldið áfram og 17. júní mótin aukin og efld' um allt land. Og nú eru menn loks- ins að sannfærast um það, að íþróttamenn hafa með 17. júnímótum sinum, kennt þjóðinni að meta helgi þessa dags, sem nú með réttu er orðinn ÞJÓÐHÁTÍÐIS-DAG- UR vor, þótt enn sé hann eigi lögskipaður.------- Líkamsíþróttir hafa sjald- an átt meira gengi að fagna en nú á tímum. En á bernzku dögum Mbl. var baráttan fyr ir íþróttunum erfiðari, enda á byrjunarstigi um margt. Og enn er margt ógert íþrótt unum og æskulýðnum til heilla. Æskulýðinn þarf að efla á allan hátt til líkams- iðkana; mætti þá svo fara, að áfengisbölið fengi ekki fangstað á honum. Nú má segja að vér höfum almennings-álitið með oss í íþróttamálum, sem þakka Waage má blöðunum og þá dagblöð- unum alveg sérstaklega — og ekki sízt víðlesnasta dag- blaði landsins Mbl. — Ég minnist þess hve Valtýr Stef ánsson, ritstjóri, var vin- veittur ÍSÍ og íþróttahreyf- ingunni yfirleitt. Hve hann var fús að taka greinar um iþróttamál, ef greiða þurfti skilning á þeim eða efla sam tökin, svo að góð málefni kæmust í framkvæmd. Nú er aðstaða til íþrótta- iðkana orðin svo góð hér að jafna má við nágranna- löndin. Um það má segja, að drengilega og karlmannlega hafi verið að farið, — og að nú sé aðeins eftir hlutur íþróttamanna sjálfra, að sanna afrek sín og ágæti. Ólympíuleikirnir standa fyrir dyrum bæði vetrar- og sumarleikirnir, og þar verð- ur ÍSLAND að eiga góða full trúa, — drengilega íþrótta- garpa. — Gleymum ekki „að góð íþrótt er gulli betri“. 2. nóv. 1963. — BENNÓ. HINN 4. þ. m. var dregið í 7. fl. Happdrættis DAS um 150 vinn- inga og féllu vinningar þannig: Þriggja herbergja íbúð, Ljós- heimum 22, 3. hæð (C), tilbúin undir tréverk, kom á nr. 12542. Aðalumboð. Tveggja herbergja íbúð, Ljós- undir tréverk, kom á nr. 60278. Aðalumboð. Taunus 12 M Cardinal fólksbif- reið kom á nr. 62729. Aðalumboð. Morris Mini Saloon fólksbif- reið kom á nr. 25954. Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali, krónur 120.000.00, kom á nr. 34433. Umb. Akranes. Bifreið eftir eigin vali, krónur 120.000.00, kom á nr. 2653. Aðal- umboð. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 4475 7858 11729 23793 28125 29290 31297 36720 43038 60593 Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 5.000.00 hvert: 632 1897 2177 2309 2317 2809 3133 3611 3618 4769 4288 5178 5583 6838 6952 7530 9380 9925 10637 10856 10877 11596 11725 12363 12531 12893 12925 13527 14869 15987 16427 16601 16605 16681 17029 17435 17872 18161 18311 18692 18732 19019 19030 19061 19144 19865 20930 21540 21980 22625 23067 23504 23823 24724 24898 25022 25647 25778 26401 26591 26745 26761 28273 28405 28510 28954 29196 29494 30036 30422 30829 31172 33207 33314 34627 34756 35347 35562 36087 36411 Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.