Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 3
MORGUNBLAGID 3 Sunnudagur 17- nóv. 1963 — var sagt við stúlkurnar sem eiga heimsálfu að föðurlandi MEÐ Gullfossi 6. okt. komu hingað til lands tvær ungar stúlkur, Margaret Whitwam og Jennifer Neill, sem eiga heima hinum megin á hnett- inum, í Ástralíu, og sl. föstu- dag flugu þær aftur á brott, í sólskini og birtu, með ís- lenzkri flugvél. Tíðindamaður blaðsins hitti gestina og spurði þá um ferða lagið og ættland þeirra. Þær sögðu: — Föðurland okkar er ekki land, heldur heimsálfa. Meginland Ástra- líu ásamt eyjunni Tasmaníu er um það bil 70 sinnum stærra en ísland. Við höfðum nýlega lokið kennaraprófi og ákváðum að fara í ferðalag hringinn í kring um hnött- inn. Heimili okkar beggja er um 40 mílur fyrir vestan Mel bourne, í gróðursælum dal með vötnum og laxám. Við lögðum af stað í byrjun jan- úar á stóru farþegaskipi, fyrst til Nýja-Sjálands, en það er lengri leið en milli Skotlands og íslands. Þaðan fórum við þvert yfir Kyrrahaf til Valparaiso, norður með Suð- ur-Ameríku, gegnum Fanama skurðinn til Jamaica og svo til Soufchampton í Bretlandi, þaðan til Danmerkur, Þýzka- lands, Póllands og Rússlands, svo til Finnlands og aftur til Bretlands, þar sem við dvöld um í fjóra mánuði, mest- megnis í Skotlandi. Önnur okkar er ættuð þaðan að lang feðgatali, hin frá írlandi. Hún hefir verið að svipast um eft- ir ættingjum sínum þar í landi. — Hvers vegna komuð þið til íslands? — í Skotlandi sáum við kvikmynd frá íslandi, og am- erískur vinur okkar, sem hér hafði staldrað við á leið sinni yfir hafið, sagði við okkur „Gleymið ekki íslandi". — Við fórum um borð í Gullfoss í Leith. Hann er þægilegt skip, og áhöfn með meiri prúðmennsku og hjálp- fýsi siglir hvergi um heims- höfin. Við vorum dálitið á- hyggjufullar þegar við kom- um að hafnarbakkanum í Reykjavík, á sunnudegi, þeg- ar allar ferðaskrifstofur voru lokaðar. Fagnandi vinir tóku á móti flestum nema okkur. Okkar ættingjar voru í 20 þús. km fjarlægð. En samt fór allt blessunarlega. Sam- ferðafólkið tók okkur heim til sín, útvegaði okkur góðan dvalarstað og gerði okkur hina stuttu dvöl ógleyman- lega. — Segið okkur eitthvað frá Ástralíu? — Dásamleg heimsálfa og mikið framtíðarland. Þar búa um 10 milljónir manna, en hún getur orðið vagga 100 milljóna. Við höfum, sem bet ur fer, farið okkur hægt í byggingu landsins. Verka- mannahreyfingin kom á sín- um tíma í veg fyrir innflutn- ing á svörtu og gulu fólki, ef til vill ekki af framsýni, heldur til þess að fá ekki undirboð á vinnumarkaði. Nú njótum við góðs af. Við höf- um við engin kynþáttavanda- mál að stríða eins og margar aðrar þjóðir. — En hvað með frum- hyggja Ástralíu? — Það er allt í lagi með þá, þeir eru aðeins um 40 þúsund og við komum fram við þá af mannúð og skiln- ingi. Þeir eru litaðir, en hvorki svertingjar né hala- negrar. Þeir eru látnir lifa í sínu forna umhverfi. Þeir stunda ekki akuryrkju og hafa aldrei gert, heldur lifa mestmegnis á dýraveiðum. Kirkjudeildirnar halda uppi fyrir þá sérstökum skólum, og þeir fá aðgang að hverri þeirri menntun, sem þeir eru móttækilegir fyrir, en að andlegu atgerfi standa þeir yfirleitt að baki hinum hvíta kynstofni. Þeir hafa ekki kosningarétt og kæra sig ekkert um hann. Heyjað til sumarsins — Landbúnaður er okkar veigamesti atvinnuvegur. Sumir bændur eiga þúsundir fjár og hjarðir nautpenings en það eru líka til smábænd- ur í okkar landi. Bændur fá yfirleitt ekki beina styrki, heldur vissar ívilnanir svo að byggðir landsins haldist í blóma. Þeir fá fyrst og fremst aðgang að lánum til langs tíma með hæfilegum vöxtum en sjálfir þurfa þeir að lok- um að greiða hvern eyri. — Gengur búpeningur sjálf ala í Ástralíu, eða þurfa bænd ur að heyja til vetrarins? — Það er misjafnt eftir hnattstöðu. Við höfum um 100 milljón fjár, urmul naut- gripa og hesta. Víða þurfa bændurnir sannarlega að heyja, en ekki til vetrarins eins og hjá ykkur, heldur til sumarsins. Á veturnar er allt vafið í grasi, grænu og vóðfelldu, með skúrum og regni, þar sem allt gengur sjálfala, en á sumrin er grasið skrælt og skorpnað. Þá þarf að fóðra allan búpening og vatna honum. — Við höfum mikla akur-. yrkju, ræktum hveiti og hverskonar korntegundir, svo og sykurreyr. Við ræktum vínber og framleiðum ó- grynni af kampavíni og öðr- um léttum vínum. Hægt væri að stofna til þeirra viðskipta við ísland, að selja ykkur vín, en kaupa regn í staðinn. — Fiskframleiðsla okkar er ekki mjög mikil, þó höfum við góð fiskimið með þorski, lúðu og flatfiski, rækjum og humar og öðrum tegundum, sem hér eru óþekktar, en sportveiði, líka í sjó, er af- armikið stunduð. Við flytjum dálítið inn af fiski, niðursoð- inn lax frá Canada og sardín- ur frá Noregi. — Hvað getið þið sagt okk- ur um dýralífið í Ástralíu? — Við höfum strútinn og pokadýrið, hvíta erni og svarta svani. Við höfum líka mikið af meindýrum, um 60 tegundir snáka, en aðeins fimm tegundir eru eitraðar. Bændurnir hafa oft mein- lausa snáka í hlöðum og fjósum til músaveiða í stað- inn fyrir ketti. Kanínur eru hin versta landplága. Þær eru innfluttar og leggjast á akra og beitilönd. Þeim var um tíma eytt með sýkingu, Séra Eiríkur J. Eiriksson: Stjarna ber af stjörnu 23. sd. e. trinitatis. Guðspjallið Matt. 22, 15—22. MANNLÍFINUer oft líkt við ferðalag. Skiptir miklu að fara ekki afvega og rata rétta leið. Áður fyrr, er tækni var á lágu stigi, áttuðu menn sig einatt eftir stjörnum. Sjófarendur t.d. mið- uðu mjög við fjarlæga, en sér- staklega skæra stjörnu, Pól- stjörnuna. Eitt heitið, sem hún hefur, er sjávarsjarna. En algeng asta heiti hennar er leiðarstjarna, og sýnir það, hversu mikið leið- arljós hún hefur verið mönnum. í Maríusögu segir: „Leiðarstjarna kemur farmönnum til góðrar hafnar og réttra leiðarloka". í guðspalli dagsins segir: „Og þeir senda til hans lærisveina sína....“. Að vísu voru það Farísearnir, sem gerðu þetta og tilgangurinn var engan veginn góður: Þeir „báru saman ráð sín um, hvernig þeir gætu flækt hann í orði“. En þótt svo sé, er meginhugsun guð- spjallsins, að rétta leiðin sé val- in, því að réttilega hefur verið bent á, að keisarinn og Guð eru hér algjörar andstæður og „það, sem keisarans er“, því næsta lítið að mati Jesú. Víkjum þá að því með örfáum orðum, hvert við sendum „læri- sveina“ okkar. Við viljum skapa börnum okk- ar öryggi og hamingju, bægja frá þeim sjúkdómum og hvers kyns böli. Foreldrar leggja yfirleitt mikið á sig fyrir börn sín. Það er reynt að velja heimilislækninn með tilliti til þeirra og koma þeim í sem beztan bekk og skóla. Fólk vill ekki, að börn sín séu síðri félögunum í klæðaburði, og þeim er séð fyrir vasapeningum og skemmtunum, svo að þau ein- angrist ekki frá jafnöldrunum. Þjóðfélagið leggur einnig mik- ið af mörkum til æskulýðsins og reynir að tryggja framtíð hans með bættu skólahaldi og stuðn- ingi við heilbrigt skemmtana- og félagslíf. Ýmis konar æskulýðs- félög vinna og hér merkilegt starf að ógleymdum almennum menningar- og styrktarfélags- skap. Hlutverk kirkjunnar hlýtur að vera mikið á þessu sviði. Þess ber sérstaklega að gæta, að sjálft stefnumarkið er þar aðalatriðið, leiðarstjarnan, hin réttu leiðar- lok. Börn eru skírð og fermd, en en stofninn er orðinn ónæm- ur fyrir henni. Svo höfum við refi og villta hunda, sem bíta sauðfé í stórum stíl. Minka höfum við sem betur fer ekki flutt inn eins og þið. Vilja helzt Norðurlandabúa Breta og Hollendinga — Leggið þið áherzlu á innflutning fólks? — Já, svo sannarlega. Við lærðum margt á síðasta ó- friði. Við höfðum samstöðu með Bretum og Vesturveldun um í baráttu þeirra fyrir al- mennum mannréttindum, og einum klukkutíma eftir að Bretar lögðu út í síðasta stríð skipuðum við okkur við þeirra hlið, með öllum at- kvæðum í þinginu. Við vitum um fjölmennar og gráðugar þjóðir, sem búa í norðri, og loftárásir urðum við að þola á Norður-Ástralíu í heims- styrjöldinni af hálfu Japana. Vegna þessa viljum við fá fleiri til varnar, fyrst og fremst þær þjóðir sem við treystum bezt. Norðurlanda- búar eru velkomnir, svo og Bretar og Hollendingar. All- Framhald á bls. 23. er markmið þessa svo ljóst sem skyldi? Svipar þessu, ef til vill, stundum til þess, er við tölum um að halda við gömlum áning- arstöðum, vegna þess að forfeður okkar urðu að bjargast við þá í vegaleysi sínu og bíla? Minnumst þess, að vegir lands sanna ekkert um ágæti stjórnar- fars þess. Það sem skiptir máli er, hvernig vegirnir eru notaðir, leiðarst j arnan. Æskumaður er ríki með vegakerfi í góðu lagi. Brautin er bein og stutt að brunni nautnanna. Æskan þarf ekki að vera annað en uppgangs- tími, en án aðhalds og réttrar stefnu geta uppgangstímar endað í skyndilegu hruni. Menn mega aldrei missa sjónar á stjörnunni björtu. Skólapiltur einn kvaðst hafa misst hylli skólastjóra síns við að benda honum á, að hann minnt- ist mikilmenna sögunnar, en kall aði nemendurna aldrei saman til þess að tala við þá um Jesúm Krist. Nýlega voru fluttir merkilegir fyrirlestrar á Hinum almenna kirkjufundi um óháðan æskulýðs skóla kirkjunnar. Hreyfing hefur risið um hann heima og erlendis. Mætti honum auðnast að starfa í skini leiðarstjörnunnar góðu. Mætti skólum okkar auðnast það, heimilunum, okkur sjálfum sem einstaklingum og þegnum smærri sem stærri heildar. „Og þeir sendu til hans læri- sveina sína. .. . Allra stærsta og háskalegasta syndin er að ætla sér að verða aldrei á vegi leiðarstjörnunnar björtu. Mann- leg fyrirætlun, hatur mannsins, dramb hans, synd hans og niður- læging, afneitun hans, allt hjaðn- ar þetta frammi fyrir möguleik- um þess að koma fram fyrir Jesúm Krist og leita stjörnu hans. Mér er jafnan minnisstætt haustkvöld eitt bernskudaga minna. Skólabróðir minn var að kenna mér ofurlítið um stjörn- urnar. Hann var nýlega orðinn skáti og hafði því kynnt sér þær í dönsku skátabókinni sinni, sem hann gat brotizt áframt í sér til skilnings. „Þarna sérðu Pólstjörnuna", sagði hann. „Ef þú dregur línu gegnum stjörnurnar þarna og til hennar, hefðu fundið norðurátt- ina, og þarft aldrei að villast, þótt dimmt sé, ef á annað borð sér til lofts“. Ég held, að ég hafi aldrei verið í veglegri kennslu- stofu né ógleymanlegri kennslu- stund. Lærisveinar Faríseanna höfðu verið í kennslustund. Hún bar víst ekki mikinn árangur fyrir þá. „Þeir yfirgáfu hann og gengu burt“. Þannig endar guðspjall dagsins. En við skulum ekki fullyrða neitt. Þessi orð standa þar líka: „Og er þeir heyrðu þetta, undr- uðust þeir. . . .“. Gyðingar líflétu Frelsarann, en í myrkrum þjáninga hans og dauða ljómaði stjarna hans og ljómar. Við glötum himni bernskunnar með upphafningu hins hreina hjarta og stilltum bláma ungra augna, án ofbirtu glits og prjáls þessarar veraldar, er spegla leið- arstjörnuna mestu. Við göngum burt, en undrast þú ekki, vinur minn, hið volduga Ijósmagn hinnar fjarlægu stjörnu, sem um leið er svo nálæg, að barnsleg bljúg lund þín getur speglað hana? Leitumst við að skapa með sjálfum okkur og börnum okkar kyrrlátar stundir, er við leitum stjörnunnar, er ber af þeim öllum í ljóma. Hún mun vísa okkur á rétta leið um jörðina, til himins. Megi það með Guðs hjálp verða. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.