Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 23
Stmnudagur 17. nðv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Ný síldar- bræðsla í Eyjum UNTNIÐ er ag stækifcun síldar- bræðslomnar Ihér, en bún hefur getað afkastað 3.500 málum á sólaxhring. Eftir stækkunina á bún að geta afkastað 5000-6000 máluim. Þá hefux Einar Sigurðsson í byggingu síldarbræðslu í sam- bandi við Hraðfrystistöð sína. Verkið hefur gengið vel, þrátt fyrir óhöpp vegna veðurs og sjó- gangs. Á bræðslan að geta tekið á móti 2.500 málum á sólarhring. Starfsemin hefst væntanlega um eða upp úr áramótum. — Björn. Landsliðin unnu Landslið HSÍ kepptu við lið er íþróttafréttamenn völdu s.L föstudagskvöld. í karla- flokki sigraði landsliðið með 31—21. Fram af var lið blaðamanna yfir í mörkum en er á leið fyrri hálfleik jafnaði landsliðið leikinn og náði 14—12 forystu í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik hafði landsliðið nokkra yfir- burðL I kvennaleiknum sigraði landsliðið 11—7. Það tók blaðaliðskonurnar langan tíma að átta sig. Stóð fyrst 6—0 fyrir landsliðið, og leit út fyrir stórsigur. En blaða- liðið náði sér á strik og að- eins 4 mörk skildu í leikslok, þrátt fyrir að landsliðið skor- aði 2 síðustu mörk leiksins. Leikirnir voru skemmtilegir ogmargt álhorfenda. — Reykjavlkurbrét Framh. af bls. 13 Þetta er sú leið, sem ríkisstjórnin hefur einkum látið athuga að undanförnu. í>ar er mjög flókið mál um að ræða og verður það kannað til hlítar nú á næstu vik- um. Vilja menn bæta kjör hinna verst settu? Mest er um það vert, hvort menn nú í einlægni og alvöru vilja snúa sér að því að bæta kjör hinna verst settu. Ef það er í raun og veru ásetningurinn, þá hljóta að finnast leiðir til þess að svo megi verða. En ef allir aðrir œtla f leiðinni að hrifsa til sín Btærri skammt en áður, þá er víst að illa fer. Þá fá hinir verst settu ekki einungis ekkert áður en yfir lýkur, heldur er hlut hinna einnig hætt. Með slíkum vinnubrögðum væru allir að grafa undan vel- megun sjálfra sín. Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Vest- ur-Skaftfellinga AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félags Vestiur-Skaftfellinga var haldinn í Vík sunnuidaginn 3. nóv. Hálfdán Guðmundsson verzl- unarstjóri í Vík setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Siggeir Bjömssian, bóndi, Holti. Hálfdán Guðmundsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár. Stjórn félagsins skipa nú Hálfdán Guðmundsson form., Siggeir Björnsson, Einar Odds- son, Ásgeir Páilsson og Gísli Skaftason Þá var kosið í Fulltrúaráð og kjördæmisráð. Axel Jónsson full- trúi og Ragnar Jónsson skrifstofu stjóri ræddiu um stjórnmálavið- 'hiorfið og urðu miklar umræður og tóku eftirtaldir til máls auik fruimmælenda. Siggeir Björns- son, Þorlékur Björnsson og Hálfdán Guðmiundsson. Fundurinn var fjölsóttur o>g kom fram mikill áihugi fundar- manna fyrir því að efla Sjálf- stæðisflokkinn sem mest í sýsl- unnL Olíumólið fyiir Hæstaiétt Á MÁNUDAGINN hefst munn legur málflutningur í hinu svonefnda olíumáli fyrir Hæstarétti með því að saksókn ari ríkisins flytur sóknarræðu sína, en hann fer með sókn málsins. Verjendur í málinu er hrl. Benedikt Sigurjónsson, sem er verjandi Hauks Hvannbergs, hrl. Guðmundur Ásmundsson, sem er verjandi stjórnar OIíu- félagsins, og hrl. Sveinbjörn Jónsson, sem er verjandi VU- hjálms Þór. Gert er ráð fyrir að mál- flutningurinn kunni að standa yfir í nokkra daga. Skurðgröfur, ámokstur, — jarðýtu vinna, — ákvæðis- eða timavinna. — sími 18158. — — Afmæli Framh. af bls. 6 samiskiptum okkar. Manst þú Jónsmessunótt fram í Drangey, þegar ég klöngraðist með 3 óvana stráka upp í Lambhöfða, sem er ekki fært nema léttleikamönnum, en sú nótt varð þó ógleymanleg. Þá var Skagafjörður fagur á að líta. í þann tíð áttum við báðir gæð inga, sem unun var að sitja og hleypa á góðum vegi. Manst þú, þegar ég sótti ykkur hjónin upp að Lóni, þá klæddi ég mig úr sokkum og stígvélum Og færði konu þína í það. Vitalega var þessi búnaður nokkuð stór á hana en um það var ekki hugsað, en spretturinn tekinin út Óslands hlíð og Hofsósbakka. >ú varst býsna góður skiða maður þó alinn værir upp á Suðurlandi enda þurftirðu tölu- vert á skáðum að halda hér, t d. í Fljótaferðunum og jafnvel yfir fjöll. Þú áttir byssur góðar og í frístundium komst þú stundum út að Bæ með byssu um öxL Held ég þó a-ð hreppstjórinn í Bæ hafi ekki þurft að loka báð- um augum þín vegna, enda held ég að þér hafi verið betur gefið að lífga en deyða. Ég á einhversstaðar mynd af karlakórnum Þresti þar sem við vorum staddir úti á Ketilási í Fljótum. Sú mynd minnir á margar hugljúfar stundir og sam- starf við góða drangi. Svei mér þá, Bragi — þegar mér koma allar þessar minning- ar í huga — þessi samskipti okk- ar cng margra ágætra manna, þá er ég ekki í vafa um að þrátt fyrir marga skugga á leið okkar eru hinar björtu og góðu minn- ingar svo langt um fleiri. Ég býst við að þú sért ekki ánægður, ef ég far að hæla þér mikið, en sjáðu nú til, ég get ekki skrökvað á þig en varð að segja eins og er, að þú varst hér mjög vel séður sem læknir, og ég tala nú ekki um manninin Braga, sem öllum þótti vænt um og ekki efast ég um að Eyrbekk- ingar og Stokkseyringar hafa sömu sögu að segja. Satt er það að læknar hafa greiða leið að hjörtum fólksins, því að þeirra lífsstarf er að græða og lækna mein vesælla og sjúkra, en viðmót og kynni haifa mikið að segja og þar átt þú, vinuæ minn, gnægð góðra hluta til að ylja vanheilu fólki. Við erum nú báðir komnir á hinn virðulega 7 tugs aldur, höfum þekkzt í 28 ár og aldrei fallið skuggi á okkar vináttu. Ég tel mér og konu minni stóran ávinn- ing í að eiga ykkur hjónin og dóttur ykkair að vinum. Viinátta góðra mairna og kvenna er gulli betri. Hún gerir okkur að betri mannesk j um. Fjölskyldan í Bæ — já, allir Skagfirðingar, sem þekkja til ykkar frá veru ykkar hér á Hofs- ósi, senda þér, BragL á þessum tímamótum og heimili þinu hug- heilar harmingjuóskir. Vertu marg blessaðuir vinur minn. Bjöm í Bæ. — G/eym/ð ekki Framh. af bls. 3 mikið flyzt líka inn af Þjóð- verjum og nokkuð af Suð- urlandabúum. Við getum full yrt, að þið, þessir 180 þús. íslendingar yrðuð allir vel- komnir í Ástralíu, og margt yrði fyrir ykkur gert, en við vitum, að Island má ekki missa ykkur. — Hvert liggur nú leið ykk ar? __ Til Skotlands aftur og svo til írlands. Þar leigjum við okkur bíl og ferðumst um grænu eyjuna. Þaðan för um við til Frakklands, Spán- ar, ítalíu og Grikklands, svo til Libanon, Arabíu og þaðan með brezku skipi heim til Ástraiiu. Við áætlum að verða komnar heim í lok janúar. Næsta vor langar okk ur aftur til Norðurálfu. Þá ætlum við sannarlega að koma til íslands, fara norð- ur um land og norður að Mývatni um sólstöðurnar. Farnir að taka lombin a gjot Akranesi, 13. nóvember. BÆNDUR í Leirár- og Melasveit eru nú langflestir búnir að taka lömb á gjöf. Eru lömbin sem úiti ganga farin að leggja af að því að sagt er. — Oddur. Enska knattspyinan 19. umferð ensku deildarkeppninnar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: 1. deild. Aston Villa — Manchester U. 4—0v Blackburn — Birmingham 3—0 Blackpool — W.B.A. 1—0 Chelsea — Arsenal 3—1 Liverpool — Fulham 2—0 N. Forest — Everton ~~...—. 2—2 Sheffield U. — Bolton _______ 0—1 Stoke — Sheffield W. ___________ 4-4 Tottenham — Burnley 3—2 Westham — Leicester .........~~ 2—2 Wolverhampton — Ipswich ....^. 2—1 2. deild. Bury — Southampton frestað. Cardiff — Huddersfield 2—1 Leeds — Preston ............. 1—1 Man. C. — Middlesbrough frestaö. Northampton — Swansea 2—3 Norwich — Derby ............ 3—0 Portsmouth — Charlton _______ 4—1 Rotherham — Grimsby ---------- 1—0 Scunthorpe — Plymouth 1—0 Sunderland — L. Orient 4—1 Swindon — Nevvcastle ........0—0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Kilmarnock — Bangers ........... 1—1 Partick Tliisle — St. Mirren 2—1 St. Johnstone — Dundee --------- 1—6 í I. deild er Sheffield U. efst með 24 sti-g, en næst koma Tottenham, Liverpool, Blackburn og Arsenal öll með 23 stig. í n. deild er Sunderland í efsta sæti. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 hallina, hringdi Diem forseti til bandarisika sendiiherrans og spurði, hvort Bandaní'kjamenn stæðu fyrir byltingunni. Cabot Lodge svaraði því til, að bann heyrði stoothríð, en hefði ekki hugmynd um hivað um væri að vera. Lét hann í ljósi á- hyggjur vegna forsetans og spurði hvað hann hygðist taka tii bragðs. ,£g mun gera það sem á- standið og heiður minn kref- st”, svaraði Diem. En Diem virtist fjlótt hafa gert sér ljóst, að hann fengi ekki við neitt ráðið og afráðið að flýja ásamit bróður sínum. Það er nú vitað að þeir bræð- urnir fóru úr forsetahöllinni tveiim ráðgjöfum sínum kl. 8 á föstudagskvöldið, en bardag- ar um höllina stóðu alla nótt- ina, — lifverðir forsetans vissu ekki annað en þeir braeð ur ættu vernd sína og lífsvon undir þeim og héldu út til kl. 6 um miorguninn. f fyrstu var talið, að þeir hefðu komizt út um leynigöng, sem hershöfð- ingjarnir vissu að lágu frá höllinni, en svo mun etoki hafa verið. Þeir munu hafa kom- izt fótgangandi frá höllinni og náð bifreið svo sem tvær húslengdir frá. Þaðan óku þeir til kínverska hverfisins Chol- on og dvöldust um nóttina á heiimili foringja hinnar sér- stöku æskuilýðshreyfingar þeirra bræðra. Þar var þeim ráðlagt, að freista flótta suður á bóginn þar seirn þeir gætu náð saman við herdeildir, þeim hliðholilar. Var langt komið undirbúningi flóttans, er forsetinn skipti um skoðun og neitaði að fara. Þess í stað óitou þeir bræður í kaþólsku kirkýuna í hverfinu, Saint Francis Xavier kirkjuna, og komu prestinum þar mjög á óvart. Ekki hefur tekizt að kom- ast að því, hvernig byltingar- menn komust að því, að bræð- urnir voru í kirkjunni, en ekki leið á löngu áður en hún var umkringd. Bræðurnir gáfu sig fram, er þeirra var leitað og samiþykktu að fara til fundax við byltingarráðs, enda þótt þeim væri sagt, að fara yrði leynt svo að fólkið ekkf sæi þá. Fleygði frá sér hljóðnemanum í aðalbækistöð byltingar- manna biðu hershöfðingjamir við alvæpni. Þegar Diem for- seti birtist var honum réttiur hljóðnemi og hann beðinn að lýsa því yfir, að hann og bróð- ir hans hefðu gefizt upp og fengið völdin í hendur bylt- ingarmönnum. Þess í stað haf- ði Diem forseti, að sögn tals- manns byltingarmanna, grýtt hljóðnemanum í gólfið með viðeigandi orðbragði og bróð- ir hans lét í sama mund orð falla, er hershöfðingjunum lík aði ekki alls kostar vel. Upp- hófst þar mikil orðasenna Og stympingar, sem lyktaði srvo að einn hershöfðingjanna skauit úr hríðskotabyssu á Nog Dinh Nhu og tætti hann þann- ig sundur, en Diem forseti fékk skammbyssukúlu í hnakk ann. Ekki hefur orðið uppvíst hverjir hershöfðingjanna unnu á bræðrunum og ólík- legt, að það verði gert upp- skátt fyrst um sinn, — en sagan um sjálf9morð eða að þeir hafi ráðið sér bana ó- viljandi, er fjarri sanni. Eftir þetta voru lík bræðr- ana flutt í sjúikra'hús, þar sem þau voru skoðuð nákvæmiléga og IjósMnynduð. Síðan voru þau afhent fræniku þeirra bræðra til smurningar og kistu lagningar og kisturnar að svo búnu sendar byltingarráð- inu. Var settur vopnaður vörð ur við hinar jarðnesku leifair Ngo-bræðranna, en ekki er vitað hvort þær hafa verið jarðsettar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.