Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ þriðjudagur 19. nóv. 1963 Kristján Sólmundsson f D A G kveður Morgunblaðið einn af starfsmönnum sjnum, Kristján Sólmundsson, sem starf- að hafði við blaðið sl. 7 ár. — Hann andaðist 9. nóvember sl. og er í dag borinn til grafar. Kristján Sólmundsson var fæddur í Reykjavík hinn 17. desember 1903 og var því nær sextugur að aldri. Foreldrar hans voru Guðrún Teitsdóttir og Sólmundur Kristjánsson, tré- smiður. Hann gerðist ungur loft- skeytamaður en stundaði fjöl- mörg önnur störf. Fyrir sjö ár- um réðst hann til Morgunblaðs- ins og sá þar m.a. um spjaldskrár blaðsins yfir myndir, myndamót o. fl. Gekk hann að því starfi með áhuga og dugnaðL Kristján Sólmundsson var kvæntur Svövu Jónsdóttur og áttu þau einn son, Sólmund, sem nú er 7 ára gamall. Er sár harm- ur kveðinn að eiginkonu og ung- um synþ sem misst hafa föður og fyrirvinnu. Kristján Sólmundsson var á- gætlega greindur maður, athug- ull og góður og skemmtilegur félagi. Yeiðiskapur og útivist voru líf hans og yndi. Hann var laxveiðimaður ágætur og allra manna kunnugastur öllu, er að slíkum veiðiskap laut. Hann var einnig góð skytta og kunni glögg skil á lífi og háttum fugla og dýra. Kristján Sólmundsson var ein- lægt náttúrubarn. Má segja að hann hafi lifað og hrærzt úti í náttúrunni allt frá unglingsár- um. Hann undi sér hvergi betur en upp við ár og inn til dala og fjalla. f>að var vissulega engin tilvilj- un að þessi góði drengur og fjallafari skyldi að lokum falla að hrímköldu brjósti fósturjarð- arinnar á fögrum haustdegi. Megineinkenni skapgerðar Kristjáns Sólmundssonar voru hógværð og háttprýði. Hann vildi aldrei á nokkurs manns strá stíga. Enda þótt hann væri í eðli sínu nokkuð örlyndur í skapi, var hann samt einkar tillitssamur og háttvís í allri framkomu við samstarfsmenn sína og samverka menn. Frá honum stafaði jafnan hlýrri góðvild, sem gerði sam- vistir við hann ljúfar og þægi- legar. Kristján Sólmundsson var sannur „sjentilmaður." Hann hafði um alllangt skeið kennt hjartaveilu. Yarð sá sjúkdómur honum síðast að aldurtila. Vinir og samverkamenn Kristj- áns Sólmundssonar votta eigin- konu hans og litla drengnum syni hans, einlæga samúð í sorg þeirra. Morgunblaðið þakkar hon um trúlega og vel unnin störf. S. Bj. HIÐ sterkasta í fari míns góða gamla vinar Kristjáns Sólmunds sonar, voru mannkostir hans. Hann hafði til að bera góða greind, yfirlætisleysi og mi'kla kímnigáfu. Það var meðal annars af þeim sökum sem mér þótti alltaf skemmtilegt ag vera í ná- vist hans, hvort heldur var í vinnu eða utan hennar. Náið var samband hans við náttúru lands- ins, eftir áratuga ferðalög um byggðir þess og óbyggðir. Ég kynntist í fyrsta skipti á ævinni miklum náttúruskoðara er vinátta tókst með ókkur Kristjáni fyrir mörgum árum. Hann var náttúruskoðari sem vart átti sinn líka meðal leik- manna. Það var skemmtilegt að fylgj- ast með einkennilegum óróa sem jafnan kom á þennan hægláta og dagfarsprúða mann, er nátt- úran tók aftur að vakna af löng- um vetrarsvefni. Mér fannst ég þá geta lesið hugsanir Kristjáns, er hann t.d. stóð niðri á Skúla- götu með Sólmund litla son sinn, tróð varlega í pípu sína og horfði á fannirnar efst í Esjunni, sem smátt og smátt höfðu verig að hverfa með hækkandi sól. Ég gat þá lesið úr svip hans, að fram undan væri hinn unaðslegi tími sumarferðalaga um hverja helgi, ógleymanlegir dagar við lax- veiðar í fögru umbverfi á kyrr- látuim árbaikka. Útilíf og sport- mennska var honum allt. Krist- ján var mikill laxveiðimaður, slí'kur meistari í meðferð lax- veiðistangar að góður vinur hans og veiðifélagi úr Elliðaánum um áratuga skeið, sagði eitt sinn við mig: Það hefur engin fall- egri stangarmeðferð en Krist- ján og það kann enginn betur en hann að standa með stöng. Stundum þótti mér er sagt var frá laxveiðum hans, að hann myndi jafnvel ganga of langþ í þeirri íþrótt að draga lax. Ég segi íþrótt. — Nokkuð mun það almennt að beitt sé á krókinn maðki. Þag mun líklega einnig hafa hent Kristján, en ef menn nefndu maðkalaxveiðar, þá kom það frá hjartanu og kenndi jafn- vel nokkurs sársauka er hann sagði: Maðkadorg, því það var ekki laxveiði' heldur dorg. Krist- ján gat staðið tímum saman með sína flugustöng og kastaði undir erfiðum kringumstæðum fyrir fluguna, en góðum fyrir maðk- inn, — án þess að hann léti nokk urn billbug á sér finna og hafa sömu ánægju af og hinir. Hann stundaði laxveiðiíþróttina með þeim sanna laxveiðimannaanda sem vart þekkist nú hér á landi, nema meðal hinna elztu í þessari grein, sem það gera vegna íþrótt vegginn. Kristján ferðaðist með augun opin, stöðugt leitandi að nýju og nýju viðfangsefni í stór- brotinni náttúrufegurð landsins, safnandi þeim auði sem hvorki mölur né ryð fá unnið á. Þeir sem áttu þess kost að ferðast með honum munu ætíð minnast slíkra ferðalaga. Enginn skyldi þó halda að Kristján hafi verið við sina ferðaféla'ga eins og ein- hver herforingi yrir fótgöngu- liði sem með járnaga sínum teymir sína striðsmenn yfir stór- fljót og jökla ef því er að skipta. Virðing Kristjáns fyrir um- hverfinu og gleðin yfir þvi að fá að korna að háu fjalli, eða ganga í rólegheitum eftir falleg- um árbakka, orkaði á hann líkt og það orkar á kristna menn að koma til kirkju á sunnudögum. Kristján hafði mikla ánægju af bókum, og las mikið, enda talaði hann fallegt mál. — Hann varði vetrarkvöldunum mjög til bókadesturs,, öðrum hnöppum hafði hann að hneppa á björt- um sumarkvöldum. Ég minnist nú þegar vinur minn Kristján er allur, kyrr- Kátra kvölda á hinu vistlega 'heimili hans og hans góðu konu, Svövu og Sólmundar litla, sem var þeirra stærsta gleði og stolt. — Að mæðginunum er nú miik- iil harmur kveðinn. Mér kemur í hug, er ég skrifa þessar línur og hugsa til Sólmundar litla, setning sem móðir mín eitt sinn sagði við mig lítinn dreng á erfiðri stundu: Mundu það vinur minn, að bak við skýin er him- ininn ætóð blá#. — Og nú hafa leiðir skilizt. Er við vinir Kristjáns reynum að hugsa rökrétt um það hvernig og hvar dauða hans bar að hönd- um, verðum við að viðurkenna, að Kristján gat ekki fallið í val- inn annarsstaðar en einmitt úti í náttúrunni, undir berum hirnni, að vísu ekki á sólbjörtum deai, heldur frostköldum. — Með öllu var óhugsandi, finnst manni nú eftir á, að Kristján myndi 'kveðja þennan heim á sóttar- sæng. Ég þakka honuim samfylgdina, sem reyndar var allt of stutt. Sverrir Þórðarson. arinnar en ekki vegna kíló- grammsins í fiskinum. Kristján var ekki dómharður maður, en var ómyrkur í máli er „stefn- una í laxveiðimálum“ bar á góma. Aldrei hef ég dregið lax úr á, en miikilli teoríu miðlaði Krist- ján mér í þeim efnum. Skemmti- legur frásagnarmáti hans naut sín þá ekki síður, en þegar hann sagði frá skemmtilegri ferð með fjölskyldu sinni og vinum um byggðir eða óbyggðir, eða jafn- vel þó ekki væri farið lengra en með Páli Kristinssyni austur á Iðubakka, eða sunnudegi eytt í hinum skarsúðaða bæ Obba Knudsen austur við Sog eða slark ferðalagi á gæsaskyttirí með skotfélaga sínum Pétri frá Vatnskoti, — eða frá ferðalög- um í gamla daga er hann var upp á sitt bezta. Kristján opnaði augu mín fyrir því að sumir menn geta verið að ferðast og ferðast, án þess þó að sjá nokkurn tíma lengra frá sér en þeir sem ald- rei hafa komig út fyrir bæjar- Sinfóníutónleikar TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem haldnir voru í samkomuhúsi Háskólans fimmtudaginn 7. nóv. undir stjórn Proinnsías O’Duinn, voru dauflegri en mátti hefði búast við eftir fyrri kynnum af stjórn- andanum. Verkefnavalið átti nokkurn þátt í því. Forleikur að óperunni „Semiramis“ eftir Rossini er ekki annað en leið- ir.legt „pot-pourri“, yfirfullt af innantómri og marklausri mælgi, og naumast boðlegt viðfangs- efni á sinfóníutónleikum fyrir fullorðið fólk nú á tímum. Ég mundi ekki vilja hafa alveg eins ljót orð um annan píanókonsert Rachmaninoffs, og er þó öllum ljóst, að það verk mundi ekki „skreyta" efnisskrár tónleika, nema af því að það hefir að geyma einn eða tvo lagstúfa, sem kitla eyrun, og býður upp á þakklátt hlutverk fyrir snjall- an píanóleikara. Einleikshlut- verkið, sem hér var leikið af Joseph Plon, fór því miður að Rauða kross frímerki Safnari skrifar Velvakanda svofellt bréf: „Þann 15. nóv. sl. voru gefin út Rauða kross frímerki í til- efni 100 ára afmælis Alþjóða Rauða krossins. Að sjálfsögðu ber Rauða krossinum öðrum fremur að vinna að því að þessi merki seljist, en þau eru með yfirverði í þágu Rauða kross íslands. Rauði krossinn gerði myndar- legt átak til að örfa sölu flótta- mannafrímerkjanna þegar þau voru gefin út, með útgáfu „fyrsta dags umslaga“, sama gerði flóttamannastofnunin sjálf og bar þetta tilætlaðan árang- ur. Mun Rauði krossinn hafa aukið sölu flóttamannafrímerkj anna drjúgum á þennan hátt. Auk þess aflað fjár til Flótta- mannastofnunarinnar. Nú brást Rauði kross íslands skyldu sinni og lét auk þess óátalið að fjöldi einstaklinga gáfu út fyrsta dags umslög með merki Rauða krossins á. Þess ber þó að geta að nokkr- ar Rauða kross deildir gáfu út fyrsta dags umslög og var það vel og ber að þakka. Útgáfa fyrsta dags umslaga hefði tvímælalaust getað aukið sölu frímerkjanna um 30—40 þús. sett, ef útgáfa umslaganna hefði verið skipulögð betur, t.d. hver deild gefið út a.m.k. 1000 umslög, en þær eru samkvæmt því, sem formaður Rauða kross- ins upplýsti í útvarpi 30 talsins. Flestir safnarar hefðu viljað eignast eitt umslag frá hverri deild og þar með eignast verð- mæta seríu. Vonandi tekst betur til næst. Safnari". Jólasveinninn á íslandi Og svo er hérna ágæt uppá stunga frá ÆK.: „Kæri Velvakandi! Það er nú orðin tízka erlendis að segja bömum, að jólasveinn- inn eigi heima á íslandi. Er gott til þess að vita, að við skulum njóta þess heiðurs. En eigum við þá ekki að gera eitthvað smávegis til þess að verðskulda ilp SO'/Z mestu fyrir ofan garð og neð- an hjá áheyrendum í salnum, m.a. vegna staðsetningar hljóð- færisins inni í miðri hljómsveit- inni, og verður því ekki dæmt um hinn nýja flygil Tónlistar- félagsins, sem fenginn hafði ver- ið að láni, af þessum tónleikurru Upptaka á verkinu, sem útvarp- að var síðar mun hins vegar hafa tekizt vel. Hafandi í huga hressileg til- þrif hljómsveitarstjórans í sin- fóníu Dvoráks á fyrstu tónleik- unum í haust og spretthörku hans í sinfóníu Brahms á öðrum tónleikunum, hafði ég hlakkað til að heyra hann taka Pastoral- sinfóníu Beethovens sömu fersku tökunum. Hér hefðu þau getað átt við ekki síður en í fyrr- nefndu verkunum. En nú brá svo við, að engu var líkara en að farlama gamalmenni væri við stjórn: Fyrsti þátturinn var fluttur svo hægt og þreytulega, að allt svipmót hans þurrkaðist Framh. á bls. 17 það? Hvernig væri það t.d., að við reyndum að verða sannir jólasveinar barna nágranna okkar Grænlendinga, og sköp- uðum þá hefð, að safna jóla- gjöfum hér í Reykjavík handa grænlenzkum börnum? Flugfé- lögin, sem annast Grænlands- flug ættu að geta lagt það af mörkum, að flytja bögglana. Hvað snertir söfnun leikfanga, þá hygg ég, að á svo að segja hverju heimili séu til leikföng í ágætu standi, sem krakkarnir eru orðnir leiðir á og þyrfti kannske aðeins að mála eða dytta eitthvað smávegis að, en gætu orðið öðrum börnum, sem minna hafa úr að spila, til mik- illar gleði. Ef eitthvert líknarfélag tæki sig til við að safna leikföngum á íslenzkum heimilum, þá spái ég því, að því mundi áskotnast nægilega mörg góð leikföngu til þess að við íslendingar gætum sent hverju grænlenzku barni svolitla jólagjöf. Við megum ekki gleyma öðr- um í eigin alls nægtum. ÆK“. -------nrs ÞDRRHLÖÐUR ERU ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.