Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 13
þriðjudagur 19. nóv. 1963 MQRCUNBLAÐIÐ 13 ÞEGAR komið er á Selfoss, veitir maður því athygli hve kauptúnið hefur breitt úr sér og hve miklar byggingarfram- kvæmdir eru þar nú. Þetta barst í tal, er fréttamaður leit inn til Ólafs Jónssonar, frétta- ritara Mbl. á staðnum og hitti þar fyrir tvo af hreppsnefnd- armönnum á' Selfossi, þá Óla Þ. Guðbjartsson, kennara, og Þorstein Sigurðsson, yfirverk- stjóra í trésmíðaverkstæði K.Á. Að sjálfsögðu var tæki- færið notað til að spyrja nán- ÓIi Þ. Guðbjartsson, kennari, Ólafur Jónsson, kaupmaður og Þorsteinn Sigurðsson, trésmíða- meistari, spjalla saman. Selfosskauptún breiðir úr sér 34 hús 1 byggingu nú ar frétta af bæjarmálum. — Já, það er rétt, hér standa yfir óvenju miklar íbúðarhúsa byggingar, sögðu þeir Óli og Þorsteinn. — Byrjað hefur verið á 34 húsum á þessu ári, og eru það nær allt íbúðarhús. Eitt er þó verzlunarhús, eign Dags Dagssonar. Og verið er að ljúka fyrsta áfanga í fisk- verkunaístöð fyrir saltfisk- verkun, sem á að verða til fyrir næstu vertíð. íbúðarhús- in eru allt einnar hæðar ein- býlishús. Hér vilja menn helzt ekki annað. — Og ekki þarf að spara lóðirnar? — Landrými er nægt, en vandamálið er holræsagerð, vegna þess hvernig staðnum er háttað. Liggur fyrir stórt átak ,í þeim málum. Fyrir austan og sunnan kauptúnið þarf að gera stór holræsi til aukningar byggðarinnar, því gömlu holræsin eru fullnýtt. Öll þessi nýju hús koma á gamla kerfið, sem aðeins hef- ur verið framlengt, og ekki- er hægt að úthluta lóðum annars staðar. Búnaðarsambandshús og byggðasafnshús — Tvær stórbyggingar er verið að ljúka við á Selfossi. Annað er hús, sem Búnaðar- samband Suðurlands og Hjalti Gestsson, ráðunautur, eru að hyggja og þar verða skrifstof- ur sambandsins, íbúð ráðu- nautsins og verzlun. Hitt er Byggða- og bókasafnsbygging- in, þar sem einnig verður kom ið fyrir málverkasafninu, sem frú Bjarnveig Bjarnadóttir gaf okkur nýlega. Árnessýsla stendur að þessari byggingu með stuðningi Selfosshrepps. Þetta er tveggja hæða hús, sennilega"" um eða yfir 200 ferm. og fyrirhugað að stækka það síðar um helming. Mun málverkasafninu ætlaður fram tíðarstaður í seinni álmunni. Bókasafnið hefur fram að þessu verið til húsa í húsnæði hreppsins, og orðið alltof þröngt um það. Einnig er til vísir að byggðasafni. Var byrjað að safna til þess fyrir mörgum árum. Vann Skúli Helgason, sem nú er orðinn starfsmaður í Árbæ mest að því, og er Selfossbúum eftir- sjá að honum. Þessi söfn verða flutt í nýju bygginguna. Einn- ig á að nota eina stofu þar til söngkennslu fyrir skólana í vetur. Samvkeppni um Gagn- fræðaskólabyggingu — Já, hvað er að segja af skólamálum hér? — Hér hefur verið miðskóli Í rúman áratug. Barna- og miðskólinn eru í sama húsinu og . í haust byrjaði fjórða bekkjardeild með vísi að verzl unardeild, þ.e.a.s. sérstök á- herzla lögð á bókfærslu, vél- ritun og slíkt og útskrifast nemendur þaðan sem gagn- fræðingar. f báðum skólum eru á fjórða hundrað nem- endur og eru skólarnir að sprengja utan af s.ér húsnæð- ið. Fyrir dyrum stendur að. byggja gagnfræðaskólahús. Það var tekið inn á síðustu fjárlög Alþingis með 500 þús. kr. framlagi og fyrir eru í sjóði 800 þús. kr. hér. Er nú verið að hleypa af stokkunum hugmyndasamkeppni um skólabygginguna, og verða veitt þrenn verðlaun fyrir póstur og sími eru í mjög ó- fullkomnu húsnæði og hefur póst- og símamálastjórnin lengi haft hug á að byggja. Hefur hún nú fengið eignarlóð við Austurveg, vestan núver- andi sjúkrahúss og hrepps- nefnd Selfoss hefur léð sam- þykki sitt til framkvæmdanna. Hreppurinn kaupir hitaveituna — Af frekari hreppsmálum má geta hitaveitunnar. Hita- veita hefur verið austan ár- innar síðan 1947. Hún er í eign Kaupfélags Árnesinga. Hún nær til allrar byggðarinnar austan árinnar, en vestan við ána er einnig talsverð byggð og hafa íbúarnir þar gert í- trekaðar tilraunir til að fá hitaveitu í sín hús. Vitað er að austan árinnar er jarðhiti. í fyrrahaust voru hafnar til- raunaboranir vestan við brú- arendann og haldið áfram þar til í maí 1963. Ein hola var boruð, yfir 200 m djúp. Hún varð heitust 58 stig en kólnaði niður í 48 stig við botninn, þannig að þar reyndist ekki um nýtilegan jarðhita að ræða. Jarðfræðingar Jarð- hitadeildar munu hafa hent á tvo aðra staði til rannsóknar, annan 200 m ofan við brúna, hinn í námunda við bæinn Sel foss. En frekari borunartil- raunir hafa ekki verið gerðar. í júní 1963 skipaði hrepps- nefnd Selfosshrepps svo nefnd til viðræðna við núverandi eigendur hitaveitunnar um kaup á henni. Þessi nefnd átti viðræður við formann kaup- félagsstjórnarinnar og kaupfé- lagsstjórann í sept^mberlok. Kom þar fram eindreginn vilji fulltrúa kaupfélagsins á sölu á hitaveitunni ásamt vatnsrétt- indum í Laugardælum, sem eru eign K.A. Var síðan sam- þykkt á fundi hreppsnefndar, að þrír menn yrðu fengir til beztu teikningarnar, þau hæstu 90 þús. kr. Þetta á að verða stór bygging og hug- myndin að byggja skólahúsið í áföngum. Við gerum ráð fyr- ir að hægt verði að hefjast handa á næsta sumri, og eigin lega er alveg nauðsynlegt að einhver hluti hússins verði til- búinn til notkunar haustið 1965. Sjálfvirk símstöð og miðstöð Suðurlandsundirlendis — Það má geta þess, að Hin nýja Bóka- og byggðasafnsbygging, sem verið er að ljúka -» T Ný ibúðarhús á Selfossi Þarna á að vera sjálfvirk sím- stöð og aðalstöð fyrir Suður- landsundirlendi. Mun þessi stöð eiga að skipta yfir á smærri stöðvar, en allt að verða sjálfvirkt. Okkur hér hafa verið sýndir frumdrættir að tveggja hæða húsi með í- búð fyrir póstmeistara, en það eru ekki lokateikningar. Við höfum heyrt að vélar ættu að koma í febrúar 1964 og hlýtur byggingunni því að verða hraðað. En markmiðið mun vera að allt sjálfvirka kerfið verði komið upp 1968. Þjóðvegur gegnum kauptúnið — Það er gífurleg umferð hérna gegnum Selfoss? — Já, þessar sérstöku að- stæður að hafa þjóðveg g^gn- um þorpið er eitt stærsta vandamálið. Við væntum okk- ur mikils af vegafrumvarpinu, sem von er á. Vegurinn hér í gegn hefur verið rykbundinn með ærnum kostnaði undan- farin sumur. En það eru uppi mjög ákveðnar óskir um að fá hann steyptan í varanlegt efni. Eins og er ætti ríkið að leggja sjálfa akbrautina, en hreppur- inn gangstéttir og annast leiðsluflutninga. Aðeins hefur verið byrjað á því við brúar- sporðinn. að meta til verðs þessa hita- - veitu. Yrðu það tveir verk- fræðingar og einn hagfræð- ingur, einn fyrir hreppinn, annar fyrir K.A. og sá þriðji frá hvorugum aðila. í sumar hafa farið fram í Laugardæl- um boranir á vegum kaupfé- lag’sins og gefa þær jákvæðan árangur. Má telja að Selfoss- hreppur hafi ekki síður mögu- leika til þjónustu við íbúana varðandi hitaveitu en einka- aðilar. Dagheimili í sumar — Er urh einhverjar fleiri nýjungar að ræða, sem þið munið eftir í fljótu bragði? — Það mætti kannski nefna það að hér var í fyrsta skipti í sumar. vísir að dagheimili, sem komið var upp fyrir for- göngu Kvenfélags Selfoss og fjárstuðningi frá Selfoss- hreppi. Það gaf mjög góða raun og þörfin fyrir dagheim- ili virðist vera nokkuð mikil. Dagheimilið var í sumar starf rækt í húsnæði barnaskólans. Virðist aðkallandi að koma upp húsnæði fyrir slíka starf- semi, svo að hún geti 'haldið áfram árið um kring. Vantar fjórðungssjúkrahús Og ef verið er að tala um framkvæmdir hér á staðnum, þá er aðkallandi mál og áhuga Framh. á bls. 14 U: T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.