Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ þ'riðjudagur 19. nðv. 1963 Rauða bókin: Kröfum SÍA-manna vísað á bug SVO sem kunnugt er af fréttum blaða hafa nokkrir SÍA-manna gert kröfur á hendur Heimdalli FUS um greiðslu höfundarlauna að upphæð kr. 150.000.00 vegna útgáfu Rauðu bókarinnar, sem út kom á vegum félagsins á sl. vori. Nú hefur lögfræðingur Heim- dallar, Hjörtur Torfason hdl., sent Þorvaldi Þórarinssyni, Iög- fræðingi þeirra SÍA-manna, svar við kröfum þessum og vísað þeim algjörlega á bug. í bréfi sínu bendir lögmaður- inn á það, að „tilgangurinn rits- ins sé í sem stytztu máli, að skapa íslenzkum almenningi aðstöðu til áð gera samanburð á málflutn- ingi hérlendra fulltrúa alþjóða- kommúnismans út á við og inn á við, því sem borið sé á borð fyrir alþýðu manna og hinu, sem rök- rætt sé og ráðið í innsta hring.“ Síðan segir í bréfinu: „f sam- ræmi við tilgang ritsins hefur út- gefandi ritað ýtarlegan formála og skýringar að öllu því aðfengna efni, sem birt er í ritinu, raðað því niður á skipulegan hátt og leitast við að draga fram kjarna málsins í hinum ýmsu þáttum þess. Gefur allt þetta bókinni sjálfstætt gildi langt umfram það, sem felst í hinu aðfengna efni einu saman. Er vart gerandi ráð fyrir því að umbj. yðar óski. að eigna sér þetta. Þess er og að gæta varðandi kröfu yðar, að út- gáfustarf umbj. okkar — efnis- val, efnisskipun, kaflaskipting og gerð millifyrirsagna, leturbreyt- ingar og áherzlu-, ritun skýringa, efnisyfirlits o. s. frv. — leiðir til þess eitt saman, að höfundarrétt- ur og útgáfu — að ritinu í heild sinni fellur þeim í skaut, sbr. 3. gr. laga nr. 13/1905.“ Þá er í bréfinu fjallað um þá fullyrðingu Þorvaldar Þórarins- sonar að í Rauðu bókinni hafi birzt aðallega einkabréf er þeir SÍA-menn hafi skipzt á. Bendir lögfræðingur Heimdallar á að öll gögn sem félagið hafi lagt á borð- ið máli sínu til stuðnings stafi frá samtökum SÍA-manna. Sam- tökin hafi á þeim tíma sem máli skipti haft innan sinna vébanda fjölda deilda í mörgum löndum með tugum félagsmanna. Margir aðilar hafi staðið að samningu skýrslanna og þær verið gerðar í nafni SÍA. Síðan segir: „Er ekki annað vitað en að samyrkjurekst- ur hafi verið á þessum félagsskap þannig að fráleitt má telja að einn meðlimur eigi rétt til þess öðru fremur að ráðstafa því, sem hann hefur lagt til í skýrslugerð samtakanna og annan erindrekst- ur. Gegnir það nokkurri furðu, að einstakir félagsmenn skuli nú hafa uppi kröfur um höfundarétt og útgáfurétt að því sem þeir hafa þannig tileinkað hinni sam- eiginlegu hugsjón. Um fjárhæð þeirrar kröfu sem SÍA-menn gera segir lögmaðurinn að tæp- ast sé ástæða til að ræða hana og bætir við: „Mælt er að í bréfum þessum felist nokkur lærdómur, Framhald á bls. 23. IR og KR eru sem stdr- veldi í körfuboltanum Guðmundur Þorsteinsson ÍR (hvítklæddur) í baráttu við tvo Ármenninga. Guðmundur er hæstur islenzkra körfuknattleiks- manna. nógu þétt. Lokatölur leiksins urðu 106—52. Á ÍR — Ármann. Eftir fremur jafna byrjun, og oft dágóðan leik tókst ÍR að ná algerum undirtökum í bar- áttunni við Ármann. Ármann ógnaði þó ÍR-liðinu mest á Reykjavíkurmótinu í fyrra. Nú vantaði að vísu Birgi Birgis í Ármannsliðið og munaði það miklu, en er á leið höfðu ÍR-ing- ar öil völd í leiknum og unnu 75—43. ÍR-ingarnir virðast eins liprir, fjoíbrögðóttir, snarpir og öruggir og á fyrri árum, heil- steypt lið sem ekki verður auð- unnið af hérlendum liðum. í öðrum leikjum urðu úrslit þessi. 3. flokkur. KR — ÍR-b-lið 21—15. Ármann A-lið — KFR 31—25. ÍR — KR 46—8. 2. flokkur. ÍR — Ármann 80—17. leikjunum. KR vann KFR á laugardag með 106 gegn 59 og á sunnudag vann ÍR lið Ár- manns með 75-43. ★ Tvö „stórveldi". Það virðist því svo, ef dæma má eftir þessum fyrstu leikj- um að um tvö „stórveldi" sé að ræða í körfuknattleik. — ÍR-ingar sem eru Reykjavík- ur- og íslandsmeistarar virð- ast eins góðir og nokkru sinni og þar bætast við ungir og mjög efnilegir leikmenn. KR- liðið virðist í stöðugri fram- för og var í þessum leik eink- ar skemmtileg samvinna Gunnars Gunnarssonar, sem skoraði 42 stig sem mun eins- dæmi hér, og Kolbeins Páls- sonar. Þeir tveir ásamt öðrum liðsmönnum er e.t.v. að vinna KR-liðinu þann styrk sem nægir til að rifta áralöngum „konungdómi" ÍR í greininni. * KR — KFR. Leikur KR og KFR var sér- staklega skemmtilegur fyrir góða leikkafla þeirra Gunnars og Kolbeins í KR. Einsdæmi er að skora 42 stig en það gerði Gunn- ar. En Kolbeinn átti engu síð- ur góðan leik og þeir tveir báru af á vellinum í leiknum. Hins er að gæta að KFR er á fall- anda fæti sem stendur, teflir fram í skörðin sem myndast hafa gömlum stjörnum sem hafa misjafnlega litla æfingu að baki og ekki snerpu á við unglinga þegar þeir eru lítt æfðir. En lið- ið skoraði samt 59 stig hjá KR og sýnir það að vörn KR er ekki Gunnar Gunnarsson KR skorabi 42 stig i leiknum gegn KFR — einsdæmi KÖRFUKNATTLEIKSMÓT Reykjavíkur hófst á laugar- dag og annað leikkvöld var á sunnudagskvöld. Fóru fram tveir leikir í meistaraflokki karla og auk þess leikir í yngri flokkunum. í flestum leikjanna náði annað liðið al- gerum yfirburðum og svo var t.d. í báðum meistaraflokks- Gunnar Gunnarsson (no 9) leikur með hraða en fullri athygli upp völlinn. Hann skoraði 42 stig fyrir KR — hæsta skor í ein- um leik hér á landi. Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. Amerís k Deliciores Kristjánsson & Co.. H.r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.