Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 24
247. tbl. — Þriðjudagur 19. nóvember 1963 ^iraumjjLs: öOMtíaxsl 'NÖOOSnH liOSIO jókst síð- degis ■ gær Miklar sprengingai og eldglæringar EFTIR KIj. 2 í gær jókst gosið mjög mikið og stigu 700 m súlur upp í loft frá gosmekkinum, sem var um 800 m breiður, skv. upp lýsingum frá varðskipinu Óðni í gærkvöldi, en Óðinsmenn hafa siðan á sunnudag haft auga með gosinu. í gærmorgun mældu þeir nýju eyjuna 543 m á lengd og 44J4 m á breidd. Á sunnudag mældist gosmökkurinn 7 !4 km á hæð, og taidist mönnum svo til að í gær hefði hann ekki ver ið lægri. Bjöm Pálsson flaug yfir svæð ið síðdegis í gær og skýrði svo frá að tætzt hefði af eyjunni norðaustan megin og virtist sjór falla þar inn í gíginn. Af þeim sökum mundi gufan upp af eld- inum virðast meirj. I gær skýrðu Vestmannaeyingar frá. því að þeir hefðu séð nokkrar spreng ingar á gosstöðvunum og í gær- kvöldi voru þar miklar elding- ar, sem trufluðu útvarpssend- ingu. Klukkan rétt fyrir eitt sá Hallberg Halldórsson á Steina- stöðum í Eyjum mikla spreng- ingu og fór svarta tungan, sem upp gaus næstum upp undir topp á súiunni eða marga km. Gosið hófst á miðvikudagsnótt. Unnsteinn Stefánsson, haf- fræðingur, hefur skýrt frá því að sjálfritandi hitamælir á í>or- steini þorskabít hafi aðfaranótt miðvikudags sýnt hækkaðan hita úr 7 stigum 1 9,4, er skip- ið var að síldarleit 2 sjómílum vestur af gosstaðnum, og síðan lækkað aftur í 7,5 stig er komið var nokkrum sjómílum vestar. Gefi þetta til kynna að gossins hafi veríð farið að gæta aðfara- nótt miðvikudags, en sjómenn urðu þess fyrst varið á fimmtu- dagsmorgun. Brúnt gegnsætt gler. Guðmundur Sigvaldason, jarð fræðingur, hefur nú tekið fyrstu efnasýnishorn af gosstöðvunum. Segir hann að efnasamsetningin í gosefnunum sé ólík og í Heklu og Öskjugosinu, en líkari Eld- gjáf- og Kötlugosum. Efnin séu mjög basísk og minna af kísil- sýru en í öskju. í þéssu séu stór ir olivin- og feldsbatkrystallar. í>að sem upp kemur er brúnt gagnsætt gler og líkist það því gleri, sem er í venjulegu mó- Lslíkar ályktanir. En bergi, en er frábrugðið ógagn Frh. á bls. 23 Hreyfing í Vatnajökli að norðan, sunnan og á miðju Djúpá rennur gruggug um Fljótshverfi m Hesti stolið um hábjartan dag og ekið d brott d bíl FLEST taka menn orðið ó- frjálsri hendi. Á sunnudaginn var bleilyi hryssu stolið úr girðingu norðan við Varma- dal í Mosfellssveit. Um há- degisbilið sást grár „pickup“ bíll á ferð í sveitinni með bleikt hrdfes á palli. Ekki er vitað um númer bílsins en talið er að það hafi verið G- númer. Þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið, eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. EINHVER hreyfing er í Vatna- jökli. Brúarjökull skríður fram að norðan á stóru svæði, eins og skýrt hefur verið frá. Er jökla- rannsóknarmenn flugu yfir í eft- irlitsferð í haust, sáu þeir miklar og óvenjulegar sprungur við Pálsfjall, sem er uppi á jöklinum austan til. Og í gær tilkynnti Hannes á Núpsstað Jóni Eyþórs- syni, að Djúpá væri kolmórauð, en lítið eða ekkert flóð í henni, sem gæti bent til þess að jökull- inn í Djúpárbotnum sé að ganga fram, í suðurátt. Ætli eitthvert samband sé milli eldsumbrotanna suður af landinu og þessarar hreyfingar í jökiinum, spyrja margir? — Það þarf ekki að vera, segir Jón. Jöklar geta gengið fram alveg kaldir. Það eru líka svo margar samhliða sprungur í landinu, að maður má vara sig á að draga Jón sagðigt mundu fljúga yfir þegar færi gæfist og skoða þetta allt. Djúpá gruggug Fréttaritari blaðsins á Síðu símaði: Holti. — Fyrir 3—4 dögum veittu menn í Fljótshverfi því eftirtekt að lítils háttar vöxtur var að koma í Djúpá, *sem orðin var kornlítil í frostunum undan- farna daga. Þótti þetta ekki ein- leikið, þar sem kuldar héldust og hreinviðri og þar sem einkenni- legra var, er að vatnið er mjög jökullitað. Fréttaritari btaðsins átti tal um þetta við Björn Stef- ánsson bónda og fyrrum póst á Kálfafelli og ■/ gaf hann Jaonum fyrrgreindar upplýsingar. Djúpá kemur úr Vatnajökli austan við upptök Hverfisfljóts og rennur fram í Fljótshverfi eft- ir djúpu gili í heiðinni milli bæj- anna Kálfafells og Rauðabergs. Hún var löngum hinn versti far- artálmi fyrir Fljótshverfinga áður en hún var brúuð fyrir nokkrum árum. Stundum inunu hafa kom- ið í hana smáhlaup og spillti hún þá engjum og beitilöndum á nær- liggjandi jörðum. Nýlega hafa verið settir varnargarðar á aur- ana við Djúpá til að hefta land- brot af völdum þessa. — Siggeir. ★ Jón Eyþórsson tjáði Mbl. að menn hafi orðið varir við ókyrrð í jöklinum í Djúpárbotnum á ár- unum 1930—40, en þá var oft farið þar um á jökulinn. Mbl. átti tal við' Hannes á Núpsstað í gær. Hann sagði að áin væri gruggug, sem væri ó- venjulegt á þessum tíma árs. En hann teldi að það gæti stafað af því að hlaupið hefði úr lóni þar upp frá. Skriðhraðinn mældur á jöklinum VeFÍð er að útbúa leiðangur frá Egilsstöðum á Brúarjökul, að því er Sigurjón Rist tjáði blað- inu. Mun Steinþór Eiríksson, vél- virki, sem'er áhugasamur jökla- rannsóknarmaður, fara inn eftir Skemmtilegur og óvæntur endir á fyrstu vetrarferð Gullfoss.. Skipið sigldi full- skipað farþegum fram hjá eldgosinu kl. 2.30 á sunnudag í blítískaparveðri. Farþegun- um fannst mikið til um að fá þetta sjónarspil í ferðarlok, þó þeir fengju svolítið gjall- hagl yfir sig. Eimskipafélagið fékk Björn Pálsson til að fljúga á móti skipinu og taka þessa fallegu mynd. l á snjóbíl, sem Ingimar Þórðarson, langferðabílstjóri, stýrir, og taka þeir staðkunnugan mann með af efstu bæjum í Jökuldal. Hafa þeir á Egilsstöðum góðan flugbjörgun arútbúnað til slíkrar ferðar. Erindi þeirra að jöklinum er að setja hiður mælistikur til að mæla skriðhraðann á jöklinum. Um gruggið úr Djúpárbotnum sagði Sigurjón, að þróunin að undanförnu hefði verið sú um leið og jökullinn styttist að hluti áf jökulvatninu færi ýfir í Brunn á, og afleiðingin er sú að nú er Brunná einnig gruggug af jökul- framburði. Brjóta varð bílrúður til að komast að vatnshana Bílar stórskemmdu slöngur slökkviliðsins í bruna á laugardagskvöld Á LAUGÁRDAGSKVÖLDIÐ varð mikill bruni á annari hæð hússins að Brautarholti 6 í Reykjavík, en þar er til húsa Trésmíðaverkstæði Birgis Ágústs sonar. Stórskemmdist verkstæð- ið í brunanum, og háði það slökkvistarfi mjög að menn höfðu lagt bílum sínum þvert fyrir brunahana. Á einum stað varð lögreglán að brjóta rúður í tveímur nýjum bílum og fjar- lægja þá til þess að slökkviliðið kæmist að brunahana. Telur slökkviliðið að eigendur bílanna verði að bera það tjón sjálfir, þar sem skýlaust er tekið fram í brunamálasamþykkt og um- ferðarlögum að ekki megi leggja farartækjum innan fimm metra frá brunahana, Þá bar mjög á því að ekið væri yfir slöngur slökkviliðsins af bilum, sem drifu að, og urðu slöngumar fyr ir miklum skemmdum. Ekið var m.a. yfir tengingar og þær beygl aðar ‘og festar þannig að skera varð á slöngumar til þess að ná þeim í sundur. Eldsins varð vart af fólki í húsi við Skipholt, sem hringdi í slökkviliðið. Fóru þrír dælubíl ar og einn stigabíll á vettvang, og er var komið logaði út um glugga á báðum hliðum hússins. Byrjað var á því afS sprauta á eldinn úr háþrýstidælum, en síð an farið að leggja slöngur í nær liggjandi brunahana. Gekk erfið lega að komast að brun@hönum við Mjölnisholt og Stakkholt fyr ir bifreiðum forvitinna áhorf- enda, og að brunahana á mótúm Nóatúns og Brautarholts komst slökkviliðið ekki fyrr en lög- reglan hafði brotið hliðarrúður í tveimur hýjum bílum, og fjar lægt þá. Urðu eigendur bílanna öskureiðir, er þeir komu að, en eitthvað mun hafa sljákkað i þeim um það er lauk og þeim hafði vefið bent á að bílar þeirra hefðu staðið algjörlega ó- löglega við brunahanann. Töfðu þessi atvik slökkvistarfið tals- vert. Greiðlega gekk að slökkva eld inn, þegar slöngum hafði verið komið í samband og var slökkvi starfinu að mestu lokið um kL hálf eitt um nóttina. Brunavakt var þó á staðnum til kl. 7 um morguninn. Mjög miklar skemmdir urðu á verkstæðinu, einkum á hálf- Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.