Morgunblaðið - 21.11.1963, Page 12

Morgunblaðið - 21.11.1963, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 emtakio. VEGIR OG HAFNIR LÍFÆD FRAM- LEIDSL UNNAR Mynd þessi sýnir hið mikla já.rn rautarslys, sem varð í Japan f yrir kömmu. í lífshættu vegna tanntöku 8 ára drang hættir ekki að blæða Fresno, Kaliforníu, 25. okt. — (AP) — BANDARÍSKIR læknar hafa undanfarnar vikur barizt við að bjarga átta ára dreng, Larry L. Green, sem verið hef ur í lífshættu eftir að úr hon- um voru dregnar tvær tennur. Er drengurinn dreyrasjúkur, þ.e. að storknunarefni eru ekki í blóði hans, og hefur honum blætt stanzlaust eftir tanntök- unna. Segja læknar að Larry muni blæða til ólífis, nema svo fremi að nýtt lyf, sem verið er að reyna, bjargi honum. — Virðist sem einhver smávægi- legur árangur hafi orðið af gjöf lyfs þessa, sem heitir Fibrinogen. Vitað var, að Larry var dreyrasjúkur, áður en tenn- urnar voru dregnar úr hon- um, og gáfu læknar honum ýmis lyf áður en hann fór til tannlæknis, til þess að „styrkja" blóð hans. En lyfin verkuðu ekki sem skyldi, og hefur læknum ekki tekizt að hefta blæðingunna í munni drengsins. Larry hefur verið gefinn 5% lítri af blóði á tveimur vikum og vonuðu læknar að taka mundi fyrir blæðingarn- ar, en allt kom fyrir ekki. Loks mundu læknar eftir lyfi, sem nýlega er upp fundið og heitir Fibrinogen. Voru 30 grm. af því send flugleiðis frá San Francisco, og fær Larry skammt á 6 tíma fresti, en hver skammtur kostar sem svarar liðlega 4000 kr. ísl. Læknar segja nú að eitt- hvað hafi dregið úr blæðing- unum, og vona að þær verði að fullu hættar .. nóvember n. k. — á níunda afmælisdegi Larry. Istanbul, 18. nóv. AP. ÁTTA manneskjur, að minnsta kosti, létu lífið í slagsmálum sl. sunnudag, er bæja- og sveitastjórnakosn- ingar fóru fram í Tyrklandi í fyrsta sinn í átta ár. Jafnframt særðust 50—60 manns á ýms- um stöðum í landinu, einnig i slagsmálum eða stympingum er urðu vegna hita kosninga- baráttunnar. ¥ Tm það getur engum íslend- lending, sem eitthvað þekkir til atvinnuveganna blandazt hugur, að vegir og hafnir eru lífæð framleiðsl- unnar í landinu. Til þess að geta sótt sjó á hin gjöfulu fiskimið við strendur íslands, þurfa hafnar- og lendingar- skilyrði að vera góð víðs veg- ar á ströndinni. Það er þann- ig ekki nóg að eiga góð og fullkomin skip og hrausta sjó- menn, sem sótt geti mikinn afla í greipar Ægis. Landtaka þessara skipa verður að vera trygg. Á undanförnum árum hafa verið unnar miklar umbætur í hafnarmálum landsmanna. Fjöldi hafna víðs vegar um land í öllum landshlutum hef- ur verið byggður og víða eru hafnarskilyrði orðin góð. En á fjölmörgum stöðum brestur þó mikið á það að hö'fnunum hafi verið lokið og nægilegt öryggi skapað í þessum efn- um. Yiðreisnarstjórnin hefur haft glöggan skilning á þýð- ingu góðra hafnar- og lend- ingarskilyrða fyrir sjávarút- veg og siglingar í landinu. Framlög til hafnarbóta hafa verið aukin verulega, og Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, beitti sér á síð- asta ári fyrir því, að tekið var erlent lán og var stórum hluta þess varið til hafnar- framkvæmda í öllum lands- hlutum. Á þessari braut verður að halda áfram. Höfuðkapp verð ur að leggja á að ljúka nokkr- um þýðingarmestu höfnunum í öllum landsf jórðungum. Það er frumskilyrði þess að hinn fullkomni bátafloti nýtist og útflutningsframleiðslan geti haldið áfram að aukast. SAMEIGINLEGT HAGSMUNAMÁL rn vegirnir hafa einnig geysilega þýðingu fyrir framleiðslustarfið í landinu. Kaupstaðir og sjávarþorp fá nauðsynlegustu matvæli sín frá sveitunum og greiðar og öruggar samgöngur milli bónda og neytanda eru þess vegna mjög þýðingarmiklar, Góðir og fullkomnir vegir um alla landshluta milli strjál- býlis og þéttbýlis, sveita og sjávarsíðu eru þannig sam- eiginlegt hagsmunamál fólks- ins í landinu, hvar sem það býr. Þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir í skjóli aukinnar tækni í vegamálunum undan- farin ár, eru þó stór verkefni óleyst á því sviði ennþá. Heil héruð eru akvegasambands- laus og í sumum landshlutum eru vegirnir enn ákaflega ó- fullkomnir. Vegna þess að þeir eru ekki upphlaðnir lok- ast þeir oft í fyrstu snjóum og byggðarlögin eru síðan ein- angruð mánuðum saman. Úr þessu á að vera hægt að bæta á næstu árum. Vélakost- ur til vegagerðar verður stöð- ugt afkastameiri og fullkomn- ari. Þjóðin á nú mikið af stór- virkum vegagerðarvélum. — Þessar framkvæmdir krefjast þar að auki ekki mikils mann- afla, og eiga þess vegna ekki þátt í að auka þenslu og jafn- vægisleysi í þjóðfélaginu. Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, upplýsti á Alþingi í fyrradag, að miðað við árinu 1958 og 1963 þá hafi fé til vegaviðhalds hækkað úr 33 millj. kr. árið 1958 upp í 63 millj. kr. á yfirstandandi ári. Hækkunin til vegavið- haldsins væri 90—100%. Fjár- veitingar til nýrra vega hefðu hækkað um 72% en vegagerð- arkostnaður hafi hinsvegar hækkað á sama tímabili sam- kvæmt útreikningi vegamála stjóra um 45% frá árinu 1958. Það er því staðreynd, að framkvæmdir í vegamálum hafa verið meiri á valdatíma- bili Viðreisnarstjórnarinnar en nokkru sinni fyrr. En þrátt fyrir það, þarf eins og áður er sagt, að leggja vaxandi áherzlu á að gera vegina betri og fullkomnari og skapa akvegasamband við þau héruð sem enn eru án þess. Greiðar og fullkomnar samgöngur eru frumskilyrði þess, að framleiðslu- og fé- lagslífi verði haldið uppi í sveit og við sjó. Núverandi samgöngumála- ráðherra hefur beitt sér fyrir endurskoðun vegalaganna. — Hefur sérstök nefnd unnið að því starfi undanfarið og má vænta þess að tillögur henn- ar komi til kasta þess Al- þingis, sem nú situr. SÝNIR ÞAÐ SÁTTAHUG? /\hætt er að fullyrða, að yf- irgnæfandi meirihluti ís- lendinga óski þess einlæglega að samkomulag takist um kjaramálin og að komið verði í veg fyrir áframhaldandi verðbólguþróun, sem óhjá- kvæmilega hlyti að hafa í för með sér nýja gengisfellingu. Þess vegna fylgist þjóðin af miklum áhuga með þeim við- ræðum, sem nú eiga sér stað og stefnt er að að lokið verði fyrir 10. desember n.k. Það er vissulega illt verk, þegar blað kommúnista reyn- ir í gær að gera þessar sátta- umleitanir tortryggilegar. — Hæðist kommúnistablaðið að því í forystugrein sinni að for ystumenn stjórnarlfokkanna hafi nú í frammi „fagrar heit- strengingar“ um að nú þurfi „að nota þann frest sem gef- izt hefur til samninga um kjaramálin“. Eiga þessi brigzlyrði komm únistablaðsins að sýna sátt- fýsi þess og vilja forystu- manna þess til þess að kom- ast að skynsamlegri niður- stöðum í þessum vandasömu málum? Mörgum mun finnast sem kommúnistablaðið komi hér eins og fyrri daginn fram af lítilli ábyrgðartilfinningu og trúnaði við þjóðarhag. En ó- hætt er að staðhæfa að fólkið í verkalýðssamtökunum, hvar sem það stendur í flokki, hafi meiri áhuga nú á heiðarlegri viðleitni til þess að komast að niðurstöðu í kjaramálun- um en að troða pólitískar ill- sakir. Þetta ættu mennirnir, sem nú geta ekki setið á sér, og halda áfram að skrifa skæt- ing og skammir um þessi við- kvæmu mál í málgögn komm únista að gera sér ljóst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.