Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCU NBLAÐIÐ Föstudagur 22. nóv. 1963 Úr OddsskarðL Það verður farin bökunar- lyktin af elzta póstinum Lélegar samgöngur við IMeskaupstað BLAÐINTJ bárust fregnir af því að Neskaupstaður væri nú einhver einangrað- asti staður á landi hér og þótti því gefast tækifæri til að rabba við nokkra aðila um þetta vandamál staðar- ins. Fréttaritari blaðsins, Ásgeir Lárusson, sagði svo frá: Samgöngur við Neskaupstað eru slíkar, að t.d. síðan prent- araverkfallinu lauk höfum við ekkert dagblað fengið og eng- an póst fengið frá Reykjavík. Þarf áreiðanlega að leita langt aftur í tímann til að fá sam- jöfnuð. Fyrir átta dögum fór jeppi að ná í flugfragt til Eg- ilsstaða, og er hann kom til baka á Oddsskarð, komst hann ekki lengra vegna snjóa. Þar dúsir hann enn þá með flug- fragtina, og ekkert bólar á því enn þá, að reynt verði að bjarga jeppa og varningi í byggð, svo að þeir, sem voru svo óheppnir að eiga böggul í jeppanum, fá hann kannske ekki aftur, fyrr en með vor- leysingum. Um farþegaflug til Norð- fjarðar hefur ekki verið að ræða. Flugfélag íslands eða forráðamenn þeirrar stofnun- ar láta sem hér sé enginn flUg völlur, þó að hann sé ellefu hundrað metra langur, og í vetraráætlun félagsins er ekki minnzt á Norðfjörð. Þó byggja þennan stað yfir 1.600 íbúar. í tilefni þessarar fréttar átti blaðið tal við Kristínu Ágústsdóttur, póst- og sím- stjóra í Neskaupstað. Hennl fórust orS á þessa leið: — Það er nú orðið langt síð- an við fengum póst hingað. Síðast kom hingað varðskip með nokkur bréf frá Reyðar- firði. Það var hinn 11. nóv. Síðan höfum við ekkert feng- ið. Böggla- og blaðapóstur hefur enginn komið frá því Oddsskarð lokaðist. í vetur hefur verið ákveðið að Norð- firðingar fái póstferðir tvisv- ar í viku og heimilt að greiða 350 kr. fyrir ferðina, en að sjálfsögðu fæst enginn fyrir það gjald. í fyrra var sá hátt- ur á hafður að farin var ein ferð í viku og greiddar 700 kr. fyrir hana. Þessu er nokkuð misskipt því farnar eru 4 ferð- ir vikulega milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Strandferðaskipið Esja verð ur hér á morgun (22. nóv.) og fer til Seyðisfjarðar og sam- dægurs til baka suður um. Sjóferð verður svo ekki fyrr en 5. eða 6. des., að Hekla kem Þorsteinn Einarsson. ur. Samgöngur okkar á sjó eru því ekki álitlegar. — Hér er nú alltaf af og til mjólkurlaust, þegar samgöngu laust er við Fljótsdalshérað. — í sumar var haldið uppi áætlunarferðum með bifreið- um alla virka daga og í vetur áttu að verða hingað ferðir 3 daga í viku meðan skarðið væri opið. Hætt er við að svo geti farið að erfitt verði með samgöngur hingað á landi og að ekki verði eins gott að annast ferðirnar eins og í fyrravetur en þá var skarðið fært allan veturinn. — Allt er óráðið með flug- ferðir hingað. Ég hef heyrt að reyna eigi að fá litla flugvél til að halda hér uppi sam- göngum, en það mál mun að- eins vera á athugunarstigi enn. — Flugfélag fslands var bú- ið að fallast á að fljúga hing- að þegar Oddsskarð væri lok- að. Hvað um efndir verður veit ég ekki. Er við höfum rætt við Krist- ínu eigum við stutt rabb við Þorstein Einarsson. Hann er fróður maður um allt er Nes- kaupstað og Norðfjörð varðar og kann margt að segja frá dögum Fransmanna á Norð- firði. — Já, það verður farin bök- unarlyktin af elzta póstinum, sem hingað kemur að þessu sinni, segir Þorsteinn. Ferð- irnar hingað í gamla daga? Nú þær voru eins og núna, engar, nema hvað þá fóru menn þetta gangandi og á hestum., Bátsferðir voru eng- ar nema til Mjóafjarðar. Það voru margir röskir menn sem hlupu yfir Oddsskarð á þeim árum. — Já, þú hefur heyrt um hann Gísla Þorláksson. Ég held ég þekkti hann Gísla. Hann var vinnumaður hjá for- eldrum mínum fyrst eftir að þau fluttu til Norðfjarðar. Þau bjuggu þá í Seldal. Þá hljóp Gísli til Eskifjarðar og var einn og hálfan tíma í ferð- inni fram og til baka. Erindið? Það var nú víst ekki stórvægi- legt. Mig minnir móðir mín segja mér að hann hafi farið til að sækja ívaf. Faðir minn mun hafa verið að vefa. Já, hann Gísli var léttur upp á fótinn. — Sögur um svaðilfarir. Þær man ég nú engar. Ég man þó að við vorum einu sinni 6 saman í 9 klukkutíma frá Eskifirði og ofan í Skugga- hlíð. Það skall á okkur sót- svarta bylur. Mig langar ekki til að lifa það upp aftur. Ann- ars fór ég marga ferðina yfir Oddsskarð bæði gangandi og með hesta. Það þótti rösk ferð að vera 3 tíma á milli á hest- um. — Af hverju það heita Blóð- brekkur norðan við Skarðið? Það eru munnmæli að ófrísk kona hafi orðið þar úti. Hún hefur heitið Halla. Sagt er að hún hafi verið rekin frá Eski- firði af ótta við að hún yrði þar sveitlæg með barnið, en hún átti sveit í Norðfirði. Á leiðinni heim varð hún úti og blóðferill hennar var rakinn í brekkum þessum að svo- nefndum Höllusteini. — Fyrsti vegurinn hingað var lagður út Eskifjarðar- strönd og fyrir Vaðlavík og um Dys niður í Viðfjörð. Ætlunin var að leggja veginn svo fyrir Viðfjörð og Hellis- fjörð og um skriðumar hér gegnt Neskaupstað. En þjóð- leiðin hefur alltaf legið um Oddsskarð til Eskifjarðar. Þannig fómst hinum aldr- aða Norðfirðingi orð. Við ætl- uðum einnig að hafa tal af bifreiðarstjóranum, sem átt hefur jeppann sinn uppi í Odds skarði nú í rúma viku, en hann var þá að brjótast í að ná bílnum þaðan. Viðbrögð Dana við gagnrýni Bent A. Koch Kennslumálaráðherra Dana boðar til fundar 5. des. um leiðir til að efla menn- ingartengsl Dana og Islendinga Einkaskeyti til Mbl. frá Khöfn, 21. nóv.: — • t íslandsdagskrá danska út- varpsins 28. október sl. gagn rýndi Bent A. Koch, ritstjóri Kristeligt Dagblad, hve lítið dönsk yfirvöld gerðu til þess að efla tungumála- og menningar- samband íslands og Danmerkur og benti á, að Islendingar einir þjóða kenndu dönsku, fyrst er- lendra tungumála í skólum lands ins. • Gagnrýni ritstjórans hefur nú borið þann ávöxt, að Hel- veg Petersen, kennslumálaráð- herra hefur haft forgöngu um viðræður um möguleika þess að styrkja dönskukennslu á íslandi og efla í heild menningartengzl ríkjanna. Hefur ráðherrann I þessu skyni haft samband við utanrík isráðuneytið, menntamálaráðu- neytið, Norræna félagið, „Det danske Selskab", „Dansk-islandsk forbundsfond", „Foreningen for dansk-islandsk samarbejde“, Danska kennaraháskólann, nefnd þá, er sér um ráðningu danskra sendikennara til háskóla erlend- is, kennarasamband dönsku menntaskólanna, samband danskra mennta- og gagnfræða- skólakennara, yfirstjórn fræðslu mála í Kaupmannahöfn og kenn arasamband lýðháskóla — og landbúnaðarháskóla. Þessir aðil- ar hafa verið beðnir að senda fulltrúa sína til fundar í þinghús inu, 5. desember næstkomandL til viðtals um mál þetta. Brezkur togari í erfið- leikum við Vestfirði ÍSAFIRÐI, 21. nóv. — Vonsfcu- veður hefur verið hér í meira en sólairhring og hefur sett niður noktoum snjó, en þó ekki meira en svo að gö>tur eru allar færar í bænum. Á miðunum úti fyrir Vestfjörðum hefur verið mjög HEIMDALLUR KLÚBBFUNDUB verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu á morg- un kl. 12.30. Svavar Pálsson, endurskoð- andi, flytur erindi UM BEKSX- UR OG SÉRSTÖÐU SAM- VINNUHREYFINGARINNAR f ÍSLENZKU ATVINNULÍFT. STEFNUSKRÁRRÁÐSTEFNA heldur áfram á morgun í Val- höll og hefst að loknum klúbb- fundi eða um kl. 14,30 e.h. HEIMDELLINGAR ERU HVATTIR TIL AÐ KOMA. Belgíski sjó- maðurinn látinn ÍSAFIRÐI, 21. nóv. — f gær- morgun lézt hér í sjúkrahúsinu hásetinn af belgíska togaranum John frá Odense, en hann slas- aðist er krókur slóst í síðu hans þar sem hann var að vinna á þilfari togarans á veiðum út af Vestfjörðum s.l. laugardag. Hlaut hásetinn, sem var 25 ára að aldri, mjög slæm meiðsli inn- vortis og varð lífi hans ekki bjargað. — H.T. — Forsetaförin Framhald af bls. 1. fjölda sendimanna erlendra ríkja, brezkum þingmönnum, ritstjórum helztu dagblaðanna, fulltrúum íslendingafélagsins, bankastjórum, fjármálafulltrú- um, útgerðarfulltrúum, prófessor um og ýmsum háskólamönnum. Ennfremur yfirbókaverði British Museum, forstöðumanni Tate Gallery og öðrum sem forsetinn hefur heimsótt í ferð sinnL slæmt veður. Nokkrir bátar réru í gærkvöldi, en snéiru allix við ■qg lögðu ekfci línuna. Brezki togarinn Farnella H. 399 fókk vír í skrúfuma í gærkvöldi um 18 málur út af StraumnesL Leitaði togarinn aðstoðar hjá horskipinu Palliser, en það var of langt í burtu til að geta veitt aðstoð og komst togari'nn hjálp- arlaust til Isafjarðar. Hefur verið umnið að því að ná vírnuim úr skrúfunni í dag. 8 erlendir togarar hafa leitað hingað í var undan veðrinu. Mikill fjöldi erlendra togara er nú á veiðum út af Vestfjörðum og kvarta sjómenn mjög undaa ágengmi þeirra — 1L T. lista-' verkabæk- ur á næsta * • ari í tilefni af útfcomu hirmar nýju bókar um Cfunmlaug1 Blöndal, sem greint verður frá 4 blaðimu á mongun, sfcýrði Ragmar Jónsson forstjóri Helgafells, fréttamainni Mibl. frá því að umnið væri að þrem ur listaverkabókum, sem Helgafell gæfi út á næsta ári. Væri hésr um að ræða nýja Kjarvalsibók, í sömu stærð og Blöndalsbók, sem mú kemur út, ný bók um Gumnlaug Scheving og bók um Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara. Ragnar sagði að fólfc hefði tekið málverkabókum Helga- fells mjög veL og væri nú t.d. verið að selja síðasta þús- uindið af 10,000 eintökum. sera gerð hafa verið af Kjairvals- bók. Mikið væri keypt af út- lemdingum, og fólk hér heima kaupir listaverkabæfcurnar gjarnan til þess að senda vin- um og ættimgjum erlendis. Mdlamiðlun i kjúhlingaslríðinu Brússel, 21. nóv. — AP. Bandarikjastjórn hefur fallizt á málamiðlunartillögu þá, sem lögð hefur verið fram í „kjúkl- ingastríðinu“ svonefnda milli Bandaríkjanna og Efnahags- bandalags Evrópu. Nefndin, sem skipuð var til að reyna að leysa deiluna lagði til að inn- flutningur V-Þjóðverja á banda- riskum alifuglum yrði sem næmi 26 milljónum dala árlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.