Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 5
f Föstudagur 22. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 5 Halldór Laxness og frú hans Auður voru nýlega á ferð í ísrael, eins og alkunna er, í boði ísraelsstjórnar, og var þeim tekið með kostum og kynjum. f ísrael á ísl. góðan vin, sem alltaf er reiðubúinn að leiðbeina öllum fslenðing- um, sem þangað koma. Það er aðalræðismaður ísl. í ísrael, herra F. Naschitz, sem aðset- ur hefur í Tel Aviv. — Hann varð ræðismaður árið 1950, en er nú sem fyrr segir aðal- ræðismaður. — Á meðfylgj- andi mynd sjást þeir ræða saman í Haifa 30. okt sl. að- alræðismaðurinn og Halldór Laxness. Laxness og Ncasshitz Miðstöðvarketill 2%—3% ferm. með öllu til- heyrandi óskast til kaups. Uppl. í skna 32520. Vil kaupa 3—4 herb. íbúð mdlliliða- lauist. Má vera í gömlu steinhúsi. Uppl. um verð og útborgun seaadist Mbl. — merkt: „Hitaveita — 3628“. Keflavík — Bazar Systrafélagið Alfa Aðven- tistasafnaðar heldur sinn árlega bazar í Vík efri sal. sunnudaginn 24. nóv. kl. 4. Stjó<rnin. ATHUGIÐ! aó borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa 1 Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nylon drengjafrakkamir fást nú aftur. Aðalstræti 9 — Sími 18860. Stdlgrinda-iþróttahallir Útvega með stuttum afgreiðslufresti beint frá fram- BÍLLINN MINN FIAT 1902 8 HP — 2 HVEBG-I líður bílnum okkar eins illa og þar, sem honum er lagt í þrengslum við umferðar- götur. Sunnudag nokkurn ætluðu hjón ein út að aka með börnum sínum. Bíllinn var hlaðinn pinkl um og bögglum, því að nú skyldi »ka Krísuvíkurhring og snæða í Herdísarvík úti í guðs grænni náttúrunni, því að þetta var um hásumarið, en ekki í blindhríð eins og nú er. Alit í einu beygir konan sig liiður að brettinu, nuddar ósköp fínlega með puttunum yfir lakk- ið, lítur ásakandi á'húsbóndann: „Hvenær fékkstu þessa skrámu á bílinn?“ Veslings húsbóndinn veit hvorki upp né niður. Hann hefur ekki lent í árekstri í háa herrans tíð, enda mesti sóma ökumaður. „Þetta hlýtur að hafa gerzt við einhvern stöðumælinn", Stamar hann. — Og nú skulum við komast að efninu. Sannleikurinn er sá, að margir bílstjórar aka á aðra bíla, þegar þeir eru að snúa sér inn eða út frá stöðumælum. Börn rispa af bílunum lakkið, og hjól- reiðamenn eru óvarkárir, þegar þeir aka fram hjá bílaröð við stöðumæla. í fæstum tilvikum veit nokk- ur, hver skaðanum veldur. Stund um greiða tryggingafélögin, 6tundum ekki. — Sumir taka á eig vissa upphæð af tjóninu, og falla þá slíkar smáskemmdir þar undir, og margt smátt, gerir eitt stórt. Niðurstaðan verður: Það verð- ur að kenna bílstjórunum betri *iði og sæmilegri hegðun í sam- bandi við bílastæði. Það verður ®ð fá börnin burt af bílastæð- unum, sem svo auðvitað leiðir cyl. til þess að reisa verður barna- leikvelli í nágrenninu. Bílstjór- ar verða að láta vita af því, þeg- ar þeir valda tjóni. Nái þeir ekki í eigandann mætti skilja eftir seðil líkt og lögreglan, með nafni og heimilisfangi. Sá, sem hleypur frá tjóni, er stórlega refsiverður. Hugsaðu þér bara, bílstjóri góður, að þetta hefði verið bíllinn þinn, sem skrám- una hlaut! Fyrripartar HÉR með er óskað eftir góðum fyrri- pörtum í gosvísur. Skilafrestur er til 30. nóvember. Síðan verður auglýst eftir botnum, og verður sá bezti verðlaunaður. Sendist dagbókinni. GOSVÍSA Gýs þar upp úr sjálfum sjénum. Svoddan undur til sín draga fræSimenn og fáráðlinga, ex fljúga þangað nétt og daga. Pétur Ásmundsson. Oft má hroka svipinn sjá á sjóla okurs prúðum. Dyggðin þokast fögur frá fúlum Lokabúðum. Faktors þjónar fylla glös, færist tjónið svínum; hér er dóna drukkin ös dimm fyrir sjónum minum. Misst hefur sjónir miskunnar, maura dónast veginn. Nettur þjóninn nískunnar nær í krónugreyin. (Stökur eftir Baldvin skálda). VÍSUKORN Sjálfsag-t er að semja frið segja þeir í útvarpið. Heldri manna hafa sið, en hugsaðu ekki um verkfallið. Allir vilja eiga sitt, eru að forðast svaðið. En nagiann færðu á höfuð hitt, helzt ef lestu Morgunblaðið. Guðlaug Guðnadóttir. Orð spekinnar Sá, sem guðirnir elska, deyr ung- Menander. Söfnin ■ MINJASAFN KEYKJ AVÍKURBORG- AR Skúatúnl 2, oplð daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið á þriðjudögum, iaugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. LISTASAFN iSLANDS er opið á þriðjudögum, fimmtudögum. laugar- dögum og sunnudögum tl. 13.30—16 Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga kl. 13—19 nema Iaugar- daga kl. 13—15. ÁSGRÍMSSAFN, Bergsíaðastræti 74, er opið sunnudaga, priðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudögum og miðviku- dögum kl. 1:30—3:30. Ameríska Bókasafnið ! Bændahöll- höllinni við Hagatorg opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagnaleiðir: 24, 1. 16, 17. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29 A, sími 1-23-08. Útláns- deild: 2-10 alla virka daga, laugar- daga 2-7, sunnudaga 5-7. Lesstofa 10- 10 alla virka daga, laugardaga 10-7, sunnudaga 2-7. Útibúið Hólmgarði 34, opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16. Op- ið 5-7 alla virka daga nema laugar- daga. Útibúið við Sólheima 27. Opið fyrir fullorðna mánud., miðvikud. og föstudaga 4-9, þriðjudaga og fimmtu- daga 4-7. Fyrir börn er opið kl. 4-7 alla virka daga, nema laugardaga. Bókasafn Selt jarnarness: Opið er Mánudaga kl. 5,15—7 og 8—10. Mið- vikudaga kl. 5.15—7. Föstudaga kl. leiðenduxn Stálgrinda-íþróttahallir, ásamt öllum innréttingum og íþróttatækjum. Teikningar og myndir á staðnum. Karl K. Karlsson umboðs- og heildverzlun Hverfisgötu 82, Sími 20350. Allan daginn heitur matur, smurt brauð, súkkulaði, kaffi, kökur. Opið frá kl. 6 að morgni til 11,30 að kveldi. VITABAR, Bergþórugötu 21. Fáksfélagar Munið kvöldskemmtunina annað kvöld kl. 8,30. Sýnd kvikmynd frá Landsmótinu á Þveráreyrum 1954 og af kappreiðum Fáks á skeiðvellinum 1955. Dans á eftir. »■ Fjölmennið og takið með ykkur gesti. NEFNDIN. Félag Snœfellinga og Hnappdœla hefur skemmtifund í Sigtúni í kvöld kl. 9. Skemmtiatriði: Bingó — Nýr skemmtikraftur — Dans. Mætum vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Regnhlífabúðin Opnum aftur í dag eftir brunann að Laugavegi 11. Höfum fjölbreytt úrval af regnhlífum og snyrti- vörum. — Gjörið svo vel og lítið inn. RE'GNHLÍFABÚÐIN Laugavegi 11 — Sími 13646.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.