Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. nov. 1963 Frumvarp um sand- græðslu í endurskoðun Á FCNDI Neðri deildar í gær urðu nokkrar umræSur um frum- varp tveggja þingmanna Fram- sóknarflokksins um heftingu sandfoks og græðslu lands. Til máls tóku Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra„ Björn Fr. Björnsson (F) og Gísli Guð- mundsson (F). Landbúnaðarráð- herra upplýsti við umræðuna, að einmitt þetta sama frumvarp, sem nú væri til umræðu, væri í endurskoðun hjá þeim Pálma Einarssyni, landnámsstjóra, og Ingva Þorsteinssyni, sérfræðingi hjá Atvinnudeild Háskólans. Björn Fr. Björnsson (F), 1. flutningsmaður frv., fylgdi því úr hlaði og sagði, að þetta frv. hefði verið flutt á næstsíðasta Alþingi, en dagað uppi í nefnd. Frv. væri samið af sandgræðslu- nefnd, sem skipuð hefði verið í tíð Hermanns Jónassonar árið 1957 og væri þetta í fimmta sinn sem málið væri flutt hér á Al- þingi. Kvað Björn Fr. Björnsson tíma vera kominn til, að málið fengi afgreiðslu. Rakti hann síð- an tilgang frumvarpsins og gerði grein fyrir einstökum liðum þess. Gert væri m.a. ráð fyrir, að tekj- ur til að standa undir kostnaðar- liðum frv. yrði aflað með því að leggja gjald, er næmi 5 kr. á hvem lítra af seldu áfengi. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, sagði, að það frumvarp, sem nú væri flutt í deildinni, væri ekki það sama, sem nefnd sú, er Hermann Jónasson skipaði, hefði samið. í því frumvarpi hefði m.a. verið lagt til, að bú- peningseign bænda yrði skatt- lögð til að mæta þeim kostnaði, sem af því frumvarpi leiddi. — Bændur hefðu hins vegar mót- mælt þessum fyrirhugaða skatti og frum- varpið því verið úr sögunni. — Frumvarpið, sem nú væri til umræðu, kvað landbúnaðarráð- herra hafa verið af nefnd, sem hann hefði skipað. Ástæðan fyrir því, að það frum- varp hefði ekki enn náð fram að ganga, væri sú, að ekki hefði náðst samstaða um það á Alþingi, enda þótt margt nýtilegt væri í því og skilningur á aukinni sand- græðslu væri fyrir hendi af hálfu þingmanna. Ráðherrann sagði, að þessi á- stæða hefði legið fyrir, áður en frumvarp það, sem nú væri til umræðu, hefði verið lagt fram að nýju. Af þeim sökum kvaðs^ ráðherrann ekki skilja, hvers vegna flutningsmenn þessa frum- varps hefðu lagt það fram ó- breytt, því að þeim hlyti að vera ljóst, að því hefði verið hafnað áður af Alþingi. Ráðherrann sagði, að ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til að leita að nýjum úrræðum, sem mættu verða til þess að sameina menn um afgreiðslu þessa máls. í>eir Pálmi Einarsson, landnáms- stjóri, og Ingvi Þorsteinsson hjá Atvinnudeild Háskólans ynnu nú að endurskoðun þessa máls. Það væri enginn vafi, sagði ráðherr- ann, að vilji Alþingis og ríkis- stjórnar til þess að auka sand- græðsluna væri fyrir hendi. — Benti landbúnaðarráðherra í þessu sambandi á, hve fjárveit- ingar til sandgræðslunnar hefðu verið auknar á síðustu árum. Ár- ið 1958 hefðu fjárveitingar til hennar verið 1.940 þús. kr. en árið 1963 hefði sú upphæð numið 4.330 þús. kr. auk tekjuafgangs af Gunnarsholtsbúinu og framlags héraðanna vegna áburðardreif- ingu með flugvélum. Samtals hefðu því fjárráð sandgræðslunn- ar verið rúmar 5 millj. kr. árið 1963 og aukizt þannig um 3 millj. kr. frá árinu 1958. Aukningin væri 160%. Það væri öllum Ijóst, sagði ráð- herrann að lokum, að koma yrði í veg fyrir, að landið blási upp, eins og gerzt hefði á undanförn- um áratugum og öldum. Enda þótt margt hefði verið gert til að hefta eyðingaröflin á síðustu ár- um, biðu mörg stórverkefni fram undan. Björn Fr. Björnsson tók aftur til máls og kvaðst eftir atvikum vera ánægður með svör ráðherr- ans. Taldi B. B. samt, að sú end- urskoðun, sem nú stæði yfir á málinu, myndi ekki leiða neitt nýtt í ljós, sem ekki væri í því frumvarpi er hann væri flutn- ingsmaður að. Ingólfur Jónsson kvaðst vilja upplýsa, í hverju endurskoðunin m.a. væri fólgin. En það væri t.d. að gera ráðstafanir til að bæta haglendi í heimahögum og á af- rétt sérstaklega, og einnig að • Eigum við að leyfa innflutning Svertingja? Spurningu þessari ætti að vera auðsvarað. Við viljum nýta land okkar sjálfir, og þótt við séum fámennir I stóru landi, þá er áreiðanlega ætlun okkar allra að gera því skil án utanaðkomandi hjálpar, og skiptir þá engu, hvort hvítir menn, svartir, rauðir eða gulir bjóðast til þess að hjálpa okk- ur við að erja jörðina, sem við erum fæddir á. Fréttin, sem birtist í Velvak- anda í gær, hefur þegar orðið tilefni margra upphringinga, eins og reyndar vænta mátti. Nú er það í fyrsta skipti komið fram hjá okkur, sem ýmsir hafa búizt við, að þær þjóðir, sem við landþrengsli eiga að búa, á- girnast lönd okkar, sem í rúm- um löndum búa. Segja má, að norrænar þjóð- ir hafi kallað þetta yfir sig, eins og greinilega kemur fram 1 greininni í blaðinu í King- ston Town og birt var hér í gær. Þær hafa allar hlynnt að málstað blakkra þjóða, kannske vegna þess að þær þekkja ekki gera gróðurathuganir á vegum Atvinnudeildar Háskólans. Margt væri óunnið í þessum efnum, sagði ráðherrann, og taldi upp ÞEGAR forsetahjónin heim- sóttu British Museum í Lond- on s.l. miðvikudag, vöktu myndir og teikningar í safni sir Josephs Banks frá íslandi mikla athygli þeirra. Hafði forsetinn orð á því að nauð- til þeirra vandamála, sem rísa upp í hverju því landi, þar sem tvær eða fleiri þjóðir búa. Hér er ekki eingöngu um að ræða sambýlisvandamál svartra og hvítra; éins og fram kom í viðtali hér í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu við ís- lending, sem bjó í Kólumbíu í Suður-Ameríku. Þar líta Svert- ingjar lengra niður á Indíána í Suður-Ameríku en hvítir menn nokkru sinni niður á báða að- ilja. — Þegar hvítt og svart giftist í Bandaríkjunum um dag inn, voru foreldrar beggja jafn hneykslaðir. — Svo að vikið sé að áþreif anlegum staðreyndum: Jama- ica er ekki nema 12.667 ferkíló metrar á stærð (fsland er 103.000 ferkm.) og telur um 1.700.000 íbúa. Meðan þessi litla ey var ósjálfstæð, gátu íbú- arnir flutt til Bretlands það fólksmagn, sem umfram var og ekki gat þrifizt á eynni, en nú þegar Bretar hafa gefið eyjar- búum fullveldi, hefur þeim verið settur „kvóti“, svo að Bretland tekur ekki á móti hverjum sem er. Hin nýju Af- ríkuríki vilja ekki sjá frændur sína að vestan, nema þeir hafi háskólapróf. nokkur atriði í því sambandi. — Rannsaka og athuga þyrfti m.a. hlutfallslega samsetningu gróð- ursins í mismunandi gróðurlend- um, þurrefnisframleiðslu beiti- landa, áhrif friðunar á mismun- andi gróðurlendi, beitarþol hinna mismunandi gróðurlenda, áhrif áburðar á afkastagetu beitilands, hæfni ýmissa plantna, innlendra og erlendra, við uppgræðslu landa, athuga hversu nota megi uppgrædd lönd án hættu á nýjum synlegt væri að gefa myndir þessar út á íslandi í réttri mynd, en flestar hafa birzt svart-hvítar í bók Uno von Troils, sem Menningarsjóður gaf út. Hér er um mikið vandamál að ræða, sem gott er, að íslend- ingar ræði í tíma, þótt ekki megi í alvöru búast við því, fyrr en eftir 60—70 ár, þegar fólksfjölgunin er orðin meira vandamál en kjarnorkusprengj an, að fjölmennar þjóðir af öllum húðarlitum fara að krefj ast landtöku hér. • Nafn á nýju eynni Morgunblaðinu og syni þess, Velvakanda, hafa borizt mörg bréf með uppástungum um nafn á nýju eyna sunnan undir Geir fuglaskeri í Vestmannaeyjum. Hér verður aðeins skýrt frá upp ástungu eins bréfs og tvö bréf birt að auki. „Grímur“ stingur upp á nafn- inu „Hafsteinn". Færir hann sínar skýringar fyrir því. „J. G.“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Nýlega heyrði ég þess getið, að hin nýja ey út af Geirfugla skeri mætti heita Séstey. Og átti það að vera nokkurs konar orðaleikur, en ef nýja eyjan hyrfi aftur, svo sem var fyrrum á líkum stað, skyldi nafnið verða SésteL Ekki finnst mér neitt gam- an að þessu né fyndið. ----* Mbl. leitaði í þessu sam- Josephs Banks landsskemmdum og að athuga mismuninn á gróðurskilyrðum í ýmsum landshlutum. Það væri því fjölmargt, sagði ráðherrann, sem vantaði í það frumvarp, er nú væri á dagskrá. Að sjálfsögðu, sagði landbún- aðarráðherra að lokum, yrði lög- gjöf um sandgræðslu sett, en mjög þyrfti að vanda til þeirrar löggjafar, og taka þá þekkingu og tækni, sem þjóðin býr yfir, i þjónustu uppgræðslunnar. bandi álits Helga Sæmunds- sonar hjá Menningarsjóði, og fórust honum svo orð: „ — Myndirnar í bók Uno von Troils, sem Menningar- sjóður gaf út fyrir tveimur árum, voru ekki í litum eins og sumar frummyndirnar. Þessar myndir þyrfti að fá hingað heim og gefa út í sér- stakri bók, eins og þær koma frá hendi listamannanna. Það hefði verið æskilegt að gefa einnig út litmyndir með bók von Troils, en það var ekki hægt þá af fjárhagsástæðum, enda rándýrt fyrirtæki.“ Þess má ennfremur geta hér, að Sir Joseph kom hing- að til íslands tæplega þrí- tugur að aldri 1772. í ferðum með honum voru teiknararn- ir J. Cleveley og Millers- bræðumir og eru þessar sér- kennilegu íslandsmyndir eft- ir þá. Banks varð forseti Vís- indafélagsins brezka 1778 og íslandsferðin var síðasti leið- angur sem hann tók þátt í. Sagt er, að hann hafi um skeið verið nær einráður í vísindaheimi Bretlands. Hér birtist ein myndanna í safni Sir Josephs Banks, af bæ Þorsteins á Hvaleyri. Hins vegar má minnast þess, að þetta sjávargos hófst sama dag og forsætisráðherra Ólafur Thors baðst lausnar, og mætti vel minnast þess með því að nefna eyna 1) Ólafsey . . . eða 2) Stjórnarey. og er þó fyrra nafnið miklu betra og eðlilegra að mínum dómi. Þess má minnast að við eig- um Ólafsfjörð og Ólafsvík, en ekki er mér kunnugt um, að Ólafsey sé til áður.“ J. G.“ Velvakandi vill endurtaka það, sem hann hafði birt, áður en hinn ágæti fyrrverandi em- bættismaður sendi bréf sitt, að Ólafseyjar eru til á Breiðafirði. Þá nefndi Velvakandi um leið þau nöfn, sem honum var kunn- ugt um, að fólk hefði gefið eynni. Ólafur H. Auðunsson frá Dalsseli skrifar m.a.: . . eyjan nýja, sem er að bætast við okkar fagra og góða land, má að mínum dómi ekki vera nafnlaus. Þess vegna sendi ég þessi eftirfarandi nöfu til athugunar, ef þau gætu kom- ið til greina, sem nöfn á eynni: Hafey (eyjan kom úr hafinu), Hrauney, Bjarney (eyjan nýja bætist landinu um sama leyti og Bjarni Benediktsson var skip- aður forsætisráðherra). — Með kveðju, Ólafur H. Auðunsson frá Dalsseli. — Bjarnareyjar eru til á Breiðafirði. ÞURRHIÖÐUR - ERL ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.