Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLADIÐ Föstudagur 22. nóv. 1963 Nýstárleg kvikmynd m uppeldismál í Tjarnarbæ Angu hennar opiuist „ ÚR DAGBÓK LÍFSINS “ heitir atihyglisverð kvikmynd, sem sýnd verður í Tjarnarbæ nú um helgina. Fjallar hiún um uppeldismjál og einkan- lega þá Ihlig þeirra, hvemig helzt verði kosnið í veg fyrir að unglingar leiðist út á af- brotabraiu*t. Myndin er ís- lenzk, að mestu, bæði hvað snertir leiikstjórn og leik, og hefur Magnús Sigurðsson, skólastjóri Hlíðaskóla í Reykjavík, haft yfirumsjón með tökiu hennar, og stjórnað öllu þvi mikla undirbúnings- starfi, sem að henni lítur. Magniús Sigurðsson boðaði blaðamenn á sinn fund á mið- vikudag í tilefni af þessu. Hann sagði, að markmiðið með myndinni væri einkum það, að sýna, hve uppeldi barna, og þá sérstaklega það heimilislíf er þau ælust upp við, orkaði milklu til góðs eða ills um mótun og þroska barnsins. Þótt arfgeng af-‘ brotahneigð væri ef til vill hugsanleg, þá mundu þó ung lingar oftast leiðast út á af- brotabraut vegna ytri að- stæðna, sem á þau verkuðu í uppvextinum. Myndin gerir hvortfcveggja, að sýna í leik- rænu formi ýmsar orsakir til afbrota imglinga hérlendis, og einnig að sýna ýmsar leiðir sem reyndar hafa verið bæði hér (enniþá í smáum stíl) og erlendis, til ag leiðbeina þeim unglingum, sem slæmar heim ilisástæður hafa hrakið út á braut óreglu og afbrota. Magnús benti á, að það væri ekki lítil fúlga, sem við íslendingar verðum árlega í fangagæzlu og heimili fyrir drykkjusjúklinga. Minna fé væri l*agt til þess, ag reyna að beina afvegaleiddum ung- lingum inn á réttar brautir í tirna, sem væri þó í al*la staði æskilegra. Aðeins eitt heimili væri nú starfandi í þeim tilgangi hérlendis, í hefði þag gefið góða raun, Breiðavík á Rauðasandi, og en væri auðvitað alls ófull- nægjandi, *hvað stærð snerti, enda raunar ekki fullklárað enn. Ágóðanum af kvik miyndasýningunum nú yrði varið til þess að reyna að vinna að stofnun fleiri slíkra heimila. Magnús kvað kostnag við kvikmyndina vera rösklega 320.000 krónur og væru þó öll kurl ekki komin þar til grafar. Hinsvegar hefðu margir góðir aðilar lagt fram styrk til myndarinnar, og næmu bein fjárframlög 143.000 krónum. Eftirtaldir aðilar lögðu farm styrk: Borgarsjóður Reykjavíkur Menntamálaráð Áfengisvarnarráð Barnaverndarráð Barnaverndamefnd Rvíkur Kenonarasamtökin Um myndina sjálfa, sem blaðamönnum gaf á að líta, er það ag segja, að hún dreg- ur fram mörg átakanleg sýn- ishorn af því, hvernig spillt heimilislíf getur beinlínis hrakið unglinga út á óreglu- og afbrotaforaut. Faðirinn eða móðirin drekka, kannske bæði. Peningaspil eða sukk- samir saumaklúbbar halda vöiku fyrir barninu, þótt reynt sé að þvinga það í svefn meg harðri hendi. Það kemur of seint í skólann og kennarinn, sem þekkir ekki til orsakanna veitir barninu ákúrur fyrir sakir, sem raun- verulega hvíla á foreldrum þess. í annan tíma reynir barnið að fá leiðsögn for- eldra sinna við heimaverk- efni sín, en faðirinn reynir að „setla málið“ með því að henda í son sinn hazarblöðum sem hafa að sjálfsögðu hæpin uppeldisáhrif. Átakanleg mynd er dregin fram af fráiskilinni konu, sem á tvær dætur. Ekkjan er lífs- glöð og vanrækir uppeldi dætra sinna. Fyrst dregst eldri dóttirin út í drykkju og svall, þótt á barnsaldri sé. Eftir einn gleðifund út í skipi vig höfnina, uppgvötar hún þó hlutskipti sitt, er hún raknar úr vímu með „afl þeirra hluta, sem gera skal“ í höndum sér, og reynir hún að kasta sér í sjóinn, en er forðað frá bana á síðustu stundu. Ynigri dóttirin reynir enn að þráast við lexíurnar sínar úr skólanum, en fær hvergi næði, gefst loks upp og gefur sig svallinu á vald. Þannig er brugðið upp mörg- um átakanlegum skyndimynd um, sem eru sarmar, margar meira ag segja skjalfestar. Einna eftirminnilegasta myndin er af ungbarni, sem hefur ekki annað sér til viður væris á heknili sínu annan jóladag en hráa rjúpu, sem það reynir að nasla upp í sig. Faðirinn liggur dauðadrukk- inn fram á borg í herbergino. Hér verður efni myndarinnar ekki rakið frekar. Mörgum mun þykja hún hroldvekjandi, og óneitanlega grípur hún harkalega á félagslegri mein- semd, sem vonandi er þó ekki mjög útbreidd í sinni illkynj- uðustu mynd, en er nógu slæm fyrir því. Myndin verður sýnd I Tjarnarbæ kl. 9 á laugardag- inn og kl. 5 á sunnudag. Að- göngumiðasala ag báðum þeim sýningum verður kl. 4-6 á föstudag á sama stað. Síðar á að sýna myndina víða út um landsbyggðina. Börn inn- an 16 ára fá ekki aðgang. Eldri dóÚirin á gleðifundi Xífsglóð móðir Nýjur bækur frú Schönberg MORGUNBLAÐINU hafa - Utan úr heimi Framh. ai bls. 12 kynning um að Barghoorn hefði verið látinn laus vegna „ persónulegra áhyggna “ Kennedys Bandaríkjaforseta af máli hans. Barghoorn var ekið til flugvallar við Mosk- vu og þaðan fór hann með brezkri flugvél til London. Prófessorinn kvaddi lög- reglumanninn, sem fylgdi honum á flugvöllinn og lög- reglumaðurinn sagði: „Verið þér sælir herra Barghoorn, góða ferð.“ • Glöð móðir Prófessorinn vildi lítið tala við fréttamenn í London. Það eina, sem hann sagði var: „Það er auðvitað gott að vera laus.“ Kennedy Bandaríkjaforseti lét í ljós ánægju sína yfir að fangan- um hefði verið sleppt og móðir prófessorsins sagði: „Þetta er dásamlegt, Rússarn ir segja, að þeir hafi vísað honum úr landi. Þeir halda að hann sé njósnari, en ég læt mér það vel líka, fyrst að hann fékk að fara heim.“ í Bandaríkjunum er talið að það sem fyrst og fremst gerði Barghoorn tortryggi- legan í augum Rússa, hafi verið forvitni hans og sú venja hans að skrifa niður sér til minnis margt sem hann heyrði. Einn fréttarit- ari bandaríska tímaritsins Newsweek skrifar m.a.: „Vas ar Barghoorns voru alltaf fullir af minnisblöðum sem hann skrifaði er hann ræddi við fólk og stundum dreifði hann blöðunum í kringum sig. Prófessorinn var sífellt að spyrja menn og skrifa hjá sér það sem honum var sagt. í Leningard var sovezkur verkfræðingur fastur fylgdar maður hans. Þegar Barg- hoorn dvaldist í Tiflis, varð hann veikur, lá viku í sjúkra húsi þar og þeir sem voru í sömu stofu urðu vinir hans. En það verður sennilega ald- rei ljóst hver hinna mörgu „vina“ prófessorsins í Sovét- ríkjunum tilkynnti lögregl- unni að hann væri grunsam- legur. HILMAR FOSS lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4 Sími 19333 borizt þrjár bækur, sem ný- lega komu út hjá Schþnberg- forlaginu í Kaupmannahöfn. Þær eru: „Spion i Rom“ eftir Bandaríkjamanninn Peter. Tompkins, „Nu er det Forár“ eftir Hans Jörgen Lemourn og „Ishavets Hemmelighed“ eftir Geoffrey Jenkins. • f bókinni „Spion i Rom“ segir Peter Tompkins frá dvöl sinni í Róm á árum síðari heims styrjaldarinnar, þegar borgin var hersetin af Þjóðverjum. Tompkins var aðeins 23 ára, þegar banda- ríska leyniþjónustan gaf honum fyrirskipun að fara til Rómar og ■ skipuleggja njósnarstarfsemi þar. Bókin er rúmar 300 blaðsíður. • „Nu er det Forár“, er þriðji hluti skáldverks Hans Jörgens Lembourn um hernámsárin i Danmörku. Fjallar bókin um dvöl söguhetjunnar, Andan* Sejrs, í fangelsi Þjóðverja. Bókin er rituð í dagbókarformi og er 146 blaðsíður. • „Ishavets Hemmeligheder" eftir Geoffrey Jenkins er rúmar 200 blaðsíður og fjallar um grimmilega baráttu tveggja manna um eyju í Suðuríshafinu. SIGRtN SVEINSSON MIR löggillur dómtúlkur og skjalaþýðandi í þýzku. Sími 1-11-71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.