Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. nov. 1963 Körfuboltamenn til Qlympíuleika? Bogi Þorsteinsson endurkjörinn form. KKÍ ÁRSÞING Körfuknattleikssam- bands Islands var haldið sl. sunnu dag. Var þar flutt skýrsla stjórn- arinnar og af henni kom í ljós að KKÍ vann að mörgum og merki- legum málum á liðnu ári. Bogi Þorsteinsson var endurkjörinn formaður sambandsins, en með honum í stjórn Magnús Björns- MOLAR England vann Norður-frland í knattspyrnulandsleik á Wembley á miðvikudag með 8 mörkum gegn 3. í hálfleik stóð 4-1. Skotland vann Wáles með 2-1 í knattspyrnulandsleik, sem fram fór á Hampden Park leikvangin- um í Glasgow. í hálfleik stóð 1-0 fyrir Skota. — • — Knattspyrnulandslið Rússa fer í mikla keppnisför til Afríku og Evrópu í vor. Leikur liðið í mörg- um Afríkuríkjum áður en það þræðir Norður-Evrópu. son, Einar Ólafsson, Gunnar Ás- geirsson, Gunnar Petersen, Hall- dór Sigurðsson og Ingi Þór Stefánsson. Af framtíðarverkefnum KKÍ er merkast mála undirbúningur að þátttöku í Ólympíuleikunum. — Undanrásir fyrir Evrópulið verða í Sviss. KKÍ hefur leitað hóf- anna hjá Ólympíunefnd um það hvort hún vilji styrkja þátttöku íslenzkra körfuknattleiksmanna í undankeppnina. Svar Ólympíu- nefndarinnar var jákvætt, en óskaði frekari upplýsinga, sem nú er beðið. Endanleg ákvörðun er ekki fyrir hendi en líklegt að úr þessu geti orðið. Þá er og undirbúningur hafinn að þátttöku íslands í Polar Cup keppninni, sem er einskonar Norðurlandameistaramót í körfu- knattleik. Keppnin verður í Finn landi 20.—22. marz nk. Nánar verður ekki farið út í skýrslu KKÍ að sinni, en þar kemur fram að f jármálin eru sam bandinu erfiðust og reyndar stendur erfiður fjárhagur í vegi fyrir framkvæmd margra hug- sjóna til ■ eflingar körfuknattleik hér á landi. Allt tilbúið í Innsbruck NÚ er allt tilbúið til þess að halda Vetrar-Ólympíuleikana í Innsbriick, sem ákveðnir eru eftir 2 mánuði. Eitt mikilvægt atriði vantar þó ennþá — snjó inn. Af og til í haust og vetur hefur komið snjóföl á aðal- keppnissvæðið, en nú sem stendur er þar alauð jörð. En Austurríkismenn eru ekki svartsýnir, þeir búast við hörð um vetri og snjóþungum. Fimm 10 hæða hús standa og bíða þátttakendanna. Síðar verða þau almenn skíðahótel. Stærsta vandamálið verður, segja forsvarsmenn, að flytja fólk milli keppnisstaða í alpa- greinum. Verða 200 50-sæta bílar settir til þess, auk þeirra venjulegu samgangna sem eru milli staðanna. Nýja skautahöllin í Innsbrúek. Op/ð bréf frá mesta af- reksmamni frjálsíþrótta ÞEGÁR núverandi stjórn Frjáls- iþróttasambands Islands tók við stjórn sambandsins á sl. hausti, var það eitt fyrsta verk stjórn- arinnar að gefa út skrá yfir þau mót er fram skyldu fara á kom- andi starfsári. Þetta var skemmti leg nýbreytni, og vel þegin af frjálsíþróttamönnum, því með því að vita hvað væri framund- an, gátu flestir hagað æfingum sínum eftir þessari mótaskrá. Eitt af þeim nýmælum sem var að finna í áðurnefndri skrá, var unglinga og kvennakeppni, sem haldin skyldi í Reykjavík í ágústmánuði, og yrði þar um úrslitakeppni að ræða, því þátt- takendur þeir er skyldu keppa í Reykjavík, áttu að vera fjórir beztu í hverri grein í hinum ýmsu aldursflokkum. Mót þetta fór fram á Laugardalsvellinum á tilskyldum tíma og voru mörg frábær afrek unnin og var árang- ur yfirleitt góður og fengu marg- ir efnilegir unglingar utan af landi keppni við viðunandi að- stæður í fyrsta sinn. Eitt af því sem varð til þess að utanbæjar- fólk fjölmennti á mótið, var það að stjórn Frjálsíþróttasambands íslands tók þátt í greiðslu ferða- kostnaðar, þó misjafnlega mikið eftir þar til gerðum reglum. Að móti loknu var keppendum, starfsmönnum og forráðamönn- íþróttamála boðið til kaffi- drykkju og mótsslita í húsi S.V. F.í. við Grandagarð og var ætl- unin að þar yrðu afhentir verð- launapeningar til þeirra er höfðu til þeirra unnið með frábærum afrekum og þar með sýnt að von er á því að merki frjálsra íþrótta verði borið hærra á kom- andi árum en hinum eldri tókst á sl. ári. Er líða tók á fundinn kvað form. FRÍ sér hljóðs og kvað því miður ekki unnt að afhenda verð launapeninga þá er til stóð að afhenda, þar sem sá stjórnar- meðlimur sambandsins, er hefði undir höndum verðlaunapening- ana væri erlendis um þessar mundir, en er hann kæmi heim, sem yrði innan fárra daga, yrðu verðlaunapeningarnir sendir með það sama. Þetta var að kvöldi 24. ágúst, og nú er þetta bréf er ritað, 17. nóvember, næstum þrem mánuðum seinna, hafa þessir unglingar, frjálsíþrótta- fólk framtíðarinnar, ekki feng- ið þau verðlaun er þeim bar fyr- ir frábæra frammistöðu á um- ræddu móti. Þó skal það tekið fram að einhvernveginn tókst að tína saman nokkra verðlauna- peninga og voru þeir afhentir ásamt nokkrum bókum, en flest- ir fengu ekkert. Þetta eru fyrstu kynni hins unga afreksfólks af frjálsíþróttaforustunni, sem þess- um málum ráða í dag. Er leitt til þess að vita, að á svo gott mót sem þetta mót var, hafi fallið þessi skuggi, og er það von mín að stjórn FRÍ sendi þau verð- laun til þeirra unglinga er þau hafa ekki fengið. Þar sem ég hefi tekið mér penna í hönd, er ekki úr vegi að drepa á önnur atriði skyld þeim er að ofan greinir. Árið 1954 gaf forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, bikar til keppni á þjóðhátíðarmótinu 17. júní, og skyldi keppt um bikar þennan árlega og sá er ynni bezta afrekið á landinu samkv. stiga- töflu 17. júní skyldi hljóta bikar þennan til varðveizlu, þar til aftur yrði keppt um hann að ári. Innan raða frjálsíþróttamanna er bikar þessi talinn sá virðuleg- asti af þeim bikurum, sem í um- ferð eru og er oft hörð keppni um bikarinn. Að venju var keppt um þennan bikar 17. júní sl. .og samkv. íþróttasíðum dagblaða daginn eftir var ég sagður hafa fengið hann. En það verður að segja söguna eins og hún er, að ég hef ekki séð tangur né tetur af bikarnum og hafi fréttir dag- blaðanna verið rangar á sínum tíma, hefur það algerlega farið fram hjá forráðamönnum ÍSÍ að leiðrétta misskilninginn. Á sínum tíma var bikarinn afhentur ÍSÍ til varðveizlu, svo og til að af- henda bikarinn þeim, er hann ynni hverju sinni, en svo_ virð- ist sem forráðamenn ÍSÍ hafi gleymt því síðarnefnda, þ.e.a.s. að afhenda bikarinn. Nú eru senn liðnir fimm mánuðir síðan um i ikarinn var keppt síðast og brátt verður keppt um hann aft- ur. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að um bikarinn var keppt, hefur ÍSÍ gefizt góður tími til að afhenda bikarinn og geta þeir sjálfum sér um kennt að þetta er orðið að blaðamáli, því að þrátt fyrir það að ég hafi aðvar- að þá fjórum sinnum um það a8 ég skyldi fara með þetta í blöð- in, ef þeir vöknuðu ekki, hafa þeir ekki rumskað. Nánar ætla ég mér ekki að ræða um bikarinn, en hver veit nema að ÍSÍ hafi einhverjar af- sakanir og hverjar skyldu þær vera? Kannski kemur eitthvað í ljós. Hvað viðvíkur ÍSÍ, væri einn- ig fróðlegt að vita hvað líður af- hendingu merkja þeirra er af- hent eru íþróttamönnum þeim er setja 10 ísl. met á sama árinu? Á sl. ári unnu tveir iþróttamenn til merkisins og settu samtals 24 ísl. met árið 1962, og þriðji mað- urinn setti níu met, þannig að þrír menn settu alls 33 ísl. met í sundi og frjálsum íþróttum samtals. Á sl. vori gekk það meðal íþróttamanna að búið væri að fella merkið niður, en svo mikið er víst, að innan við 10 ísl. met hafa verið sett í frjálsum íþróttum og sundi í karlagrein- um það sem af er af þessu ári. Af hverju hafa ekki verið sett fleiri met? Hver veit nema það liggi í þessari bannfæringu á merkinu? Er þetta leiðin til þess að auka áhugann hjá íþróttafólki fyrir bættum afrekum? Er Ben. G. Waage, fyrrv. forseti ÍSÍ réði þessum málum var það venja hans að afhenda þetta merki 29. janúar ár hvert. Ef til vill á að slá öllum verð- launapeninga- og verðlaunabik- ara-afhendingum saman, og af- henda öll þau kynstur ásamt þeim verðlaunabikurum, sem fyrrver- andi frjálsíþróttamenn, methaf- ar og meistarar, gáfu til keppni á árlegu meistaramóti íslands i frjálsum íþróttum, en bikarar þessir, sem gefnir voru með góð- um hug til eflingar frjálsra í- þrótta í landinu, hafa legið frá því í ágústbyrjun á Laugardals- vellinum og að því er ég bezt veit eru þeir þar enn. Þessir bikarar voru afhentir til þeirra er þá áttu að varðveita Framhald á bls. 23. í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera Blað- blaðið til kaupenda þess. Laugaveg, milli Bankastrætis og Vatnsstígs burðar- Herskólahverlii við Suóurlandsbraut börn og Karlagata Gjörið svo vel að tala við atgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. óskast Jttwgpiiitðjflfrfr Sími 2 2 4 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.