Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 23
1 Föstudagur 22. növ. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Enginn árekstur í fyrradag, en 12 árekstrar í snjónum í gær S V O brá við fyrsta daginn, og skildu því bíla sína eftir sem snjór huldi götur Reykja- heima og tóku leigubíla eða víkur, þ.e. í fyrradag, að eng- fóru með strætisvögnum til inn bifreiðaárekstur var eftir vinnu. Var umferðin því hádegi þann dag, og þótti það talsverðum tíðindum sæta. En nú hefur brugðið til hins verra í þessum efnum, og kl. 18 í gær höfðu 12 bifreiðaárekstr- ar orðið á götum höfuðborg- arinnar. Lögreglan telur, að á fyrsta degi hafi ökumönnum verið Iljós hættan og hafi þeir því farið mjög gætilega. Þá mun það einnig hafa átt sinn þátt í hve umferðin gekk vel í fyrra- dag, að á fyrsta snjódegi nenntu margir ekki að bogra við keðjur í morgunkuldanum — Kafhrlð Framh. af bls. 24 ingabraut er ófær hjá Sauðanesi, en bíll framan að kom að Tind- um í dag. Hér á Blönduósi bíða tveir bílar, sem komu að norðan í gær og hafa ekki komizt lengra i dag. Veður hefur verið betra til dalanna en hér úti við sjó- inn og batnaði þar um hádegi. Jeppi kom framan úr Vatnsdal um 3 leytið, en búast má við að þar sé nú orðið ófærL — Björn G0-70 sm. snjór á einum degi SAUÐ'ÁRKRÓKI — Mikill snjór er hér i Skagafirði og snjóaði 60-70 sm. í gær. Kl. 4 hafði enginn vöruflutningabíll j komið með mjólk til bæjarins. i Er ætlunin að reyna að greiða eitthvað úr síðdegis, því lítið hef- i ur hríðað um miðjan daginn. Snjóinn hefur sett niðUr hérum- bil í logni, en í dag er frostlaust, - íþróttir Framh. af bls. 22 þar til keppt yrði um þá að ári, og fór sú afhending fram á mót- inu, en bikararnir voru samstund is teknir aftur og að sagt var til ágreftrunar. Nú eru liðnir þrír mánuðir og að ég bezt veit eru bikararnir í vanhirðu og fá að rispast og skemmast í friði. Var ekki tilgangurinn með því að gefa bikarana að efla frjálsar íþróttir? Það er bezt að hafa ekki fleiri orð að sinni um þessi mál, þó að fleira megi nefna. Segja má að „oft megi satt kyrrt liggja", en það verður á- byggilega ekki til eflingar frjálsra íþrótta á íslandi ef alltaf verður þagað yfir þessu og hverra er það að gagnrýna íþrótta forustuna ef ekki íþróttamann- anna sjálfra? — Hvemig stend- ur á því að fslendingar eiga ekki lengur frjálsíþróttamenn á heims mælikvarða? Liggur það i því að byrjendur snúa fljótlega bak- inu við íþróttunum vegna þess að þeim er ekki sýnt nóg tillit og þeir sviknir um það, sem þeir hafa unnið til? Stjóm Frjálsíþróttasambands fslands hefur margt á prjónunum viðvíkjandi komandi ár og ósk- andi er að áform stjórnarinnar megi ná fram að ganga og er þá vel. En það er ekki leiðin til efl- ingar frjálsra íþrótta í landinu að láta smáatriði, sem þó geta verið stór, eyðileggja góð áform sem mikla vinnu er búið að leggja L Að lokum hvet ég frjálsíþrótta- menn til aukinna æfinga, svo þeir verði sem bezt undirbúnir fyrir komandi sumar. L Reykjavík, 17. nóv. 1963 Jón Þ. Ólafsson. venju fremur lítiL í gær voru akstursskilyrði í borginni slæm, ofanhríð og skafrenningur byrgðu sýn. — Umferðin mun þá og hafa ver- ið sýnu meiri en í fyrradag, og afleiðingarnar létu sem sagt ekki á sér standa: 12 árekstrar. Enginn þeirra var þó stórvægilegur, og ekki urðu meiðsli á fólki. Þeirri áskorun er beint til ökumanna að þeir gæti fyllstu varúðar, og taki fullt tillit til hinna erfiðu akstursskilyrða, sem snjórinn veldur. svo ekki er mikil hætta á blind- byl þó hvessi hér um miðbik Skagafjarðar. Seinni hluta dags £ gær mun bílum hafa gengið sæmilega yfir Vatnsskarð, en langferðabílarn- ir að norðan kornu í Varmahlíð kl. 4 í stað 11. Hafa stórir bflar eitthvað verið að brjótast áfram í dag, en gengið illa. í Skagafirði er alveg orðið jarðlaust, en umhleyping hefur samt verið að undanförnu, svo flestir munu hafa haft skepnur sínar vísar. — Jón Engir mjólkurflutningar þessa viku BÆ á Höfðaströnd. — Allt er komið á kaf í fönn og sam- göngur að teppast. Ekki hefur verið hægt að komast með mjólk í samlag síðan fyrir síðustu helgi og snjóar á hverjum degi. Eru erfiðleikarnir á mjólkurflutning- um mjög bagalegir, því víða er orðið svo, að ekki er hægt’ að gera sér neitt gagn af mjólkinni. Allar skepnur eru á húsi hér um slóðir. — Björn Snjólag röskur meter á Akureyri AKUREYRI, 21. nóv. — Hér hefur sett niður fyrsta flokks skíðasnjó. Úrkomumagnið frá kl. 17 í gær til jafnlengdar í dag mældist 25 mm. og snjólag á jörðu miðað við jafnfallinn snjó er röskur metri á dýpt. Ófærð er orðin mikil á götum bæjar- ins og eru sumar götur með öllu ófærar bílum. Logn hélzt þangað til síðdegis í dag, að tók að kula af norðri. Jafnframt dró úr frosti. Og nú er frostlaust orðið. í dag hefur víða mátt sjá menn vera að moka af þökum húsa sinna, til að létta af þeim snjófarginu. Bærinn er allur í vetrarham. Mjólk barst til bæjarins í dag úr öllum sveitum, nema Fnjóska- dal og eru 10 hjóla trukkar not- aðir til flutninganna. Aðrir bfl- ar komast ekki leiðar sinnar. Nokkuð hefur verið skafið sums staðar síðustu daga, en yfirmað- býst við að flestir vegir í ná- ur vegagerðarinnar á Akureyri grenninu lokist algerlega í kvöld og nótt. — Sverrir Ganganði maður fylgir varla vegi GRÍMSSTÖÐUM í Mývatns- sveit. — Mikil snjóhríð hefur verið hér í dag og nú er farið að storma. Svo mikið er kófið að gangandi maður getur varla fylgt veginurm. Mikið af fé er á fjöllunum vestan við Jökulsá. En mikið af fé er komið heim og er á húsL Borholan við Námafjall gýs gufu af feikna krafti og heyrast Deiluaðilar á sáttafundum TORFI Hjartarson, sáttasemjari, boðaði í fyrrakvöld fund með fulltrúum verkamanna og verka- kvennafélaga annars vegar og fulltrúum þeirra atvinnurekenda, sem beina samningsaðild hafa að þeim félögum. Voru meðfylgj- andi myndir þá teknar. Sú efri sýnir hluta af fulltrúum atvinnu- rekenda, og sú neðri hluta af full trúum verkamanna og kvenna á- samt Torfa HjartarsynL Fulltrúar atvinnurekenda sem sátu fundinn eru: Kjartan Thors, Ingvar Vil- hjálmsson, Benedikt Gröndal, Björgvin Sigurðsson, Barði Frið- riksson, Jón Jónsson, Huxley Ól- afsson, Gunnar Guðjónsson, Mar- geir Jónsson, Þorgrímur St. Eyjólfsson, Einar Árnason, Jón E. Bergs, Hjörtur Hjartar og Gústaf E. Pálsson, sem er áheyrnarfull- trúi Reykjavíkurborgar. Fulltrúar verkalýðs- og verka- kvennafélaganna eru: Frá Verkamannafélaginu Dags- brún Eðvarð Sigurðsson og Guð- mundur J. Guðmundsson, Verka- kvennafélaginu Framsókn Jóna Guðjónsdóttir, Þórunn Valdimars dóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir, Verkalýðsfélagi Akraness Herdís Ólafsdóttir og Kristinn Ólafsson, Verkakvennafélaginu Framtíðin Sigurrós Sveinsdóttir, Guðríður Elíasdóttir og Guðbjörg Guðjóns- dóttir, Verkalýðsfélagi Borgar- ness Sigurður B. Guðbrandsson, Alþýðusambandi Austurlands Sigfinnur Karlsson og Alfreð Guðnason, Verkamannafélaginu Hlif Hallgrímur Pétursson, Ragn- ar Sigurðsson, írá ASB Birgitta Guðmundsdóttir, Verkalýðsfélag- inu Eining Björn Jónsson og Þór- ir Daníelsson og forseti Alþýðu- sambandsins, Hannibal Valdi- marsson. Síðdegis í gær átti sáttasemjari svo fund með fulltrúum járniðn- aðarmanna og bókbindara. drunur um alla sveit, jafnvel þó gluggar séu lokaðir. — Jóhannes Autt á Egilsstöðum, en hríð á fjallvegum EGILSSTÖÐUM. — Ekki er farið að hríða hérna ennþá og er flugvöllurinn auður. Vegirnir á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð hafa ekki verið opnaðir að und- anförnu, enda gengur með éljum á fjallvegum og erfitt að halda þeim opnum. Ætlunin var að reyna að opna þessa vegi í dag. Oddskarð er alveg lokað. — Ari — Sovétþotur Framhald af bls. 1. an er sagt, að flugvélin hafi ver- ið á könnunarflugi yfir fjallahér- uðunum í norðaustur íran, vegna fyrirhugaðra jarðabóta og jarða- skiptinga þar, en á þessum slóð- um búa rúmlega tvær milljónir manna. Hafi flugmaðurinn óvilj- andi villzt yfir í sovézka loft- helgi, sovézku orrustuþoturnar þrjár þegar orðið hennar varar og skipað flugmanninum að fyigja sér eftir til lendingar á rússnesku landi. Flugmaðurinn hafi hinsvegar séð, að flugvélin væri að verða eldsneytislaus og flogið aftur í átt til írans. Hafi sovézku þoturnar fylgt á eftir og skotið á vélina, er hún var kom- in inn yfir íranskt land. Að sögn sjónarvotta varð sprenging í vél- inni áður en hún steyptist til jarðar. Kortagerðarmennirnir tveir, sem fórust voru báðir starfandi hjá framkvæmdanefnd jarðabóta í íran. » Atburður þessi hefur vakið megna óánægju í íran, ekki sízt fyrir það, að forseti Sovétríkj- anna er þar í opinberri heimsókn og hefur farið mörgum fögrum orðum um bætta sambúð ríkj- anna. Er á það bent, að atburður þessi hafi orðið kl. 9.30 (staðar- tími) í gærmorgun, i sama mund sem Brezhnev hélt hjartnæma ræðu í Teheran. Þegar forsetinn frétti um at- burðinn í dag kvaðst hann mjög harma hann og hét því að síma til Moskvu og krefjast skýringa. Síðdegis í dag var sovézka ut- anríkisráðuneytinu afhent harð- orð mótmælaorðsending írans- stjórnar vegna þessa atviks. — Visthelmili Framh. af bls. 24 ingunni þannig úr garði gerð að hver deild verður heimili út af fyrir sig, hefur setustofu og jafn vel borðstofu ,en þess er þó gætt að samgangur sé á milli, svo þarna myndist ein heild. Er gert ráð fyrir að þarna verði miðstöð fyrir önnur vistheimili. Ekki er ætlast til að starfsfólk búi í hús inu, nema hvað ein gæzlukona býr í hverri deild. Húsið er allt á einni hæð, nema aðalbyggingin, þar sem er sameiginleg borðstofa og eldhús. Undir henni er kjallari með geymslum og tómstundaherbergi fyrir grófari vinnu, svo sem smíðar o. fl. Mjög rúmgóð lóð fylgir heimilinu og gott leik- rými. í herbergi verða 2—3 af yngri börnunum saman og 1—2 af eldri börnunum, sem eru í skóla. f hverri álmu er herbergi fyrir gæzlustúlku, hreinlætisherbergi, böð o. fl. Eins og nú standa sakir rekur Reykjavíkurborg heimili fyrir börn á þessum aldri á Silunga- polli, en þar er gamalt hús og erf itt í notkun og er ætlast til að þetta nýja vistheimili leysi það af hólmi að miklu leyti. Lítil síldveiði Aðfaranótt fimmtudags fengu 14 síldarbátar 3370 tuinnur af síid. Grótta hafði mest 700 bun.n- ur, Stapafell 600 og Hafrún 300. Fréttaritari blaðsins á Akra- nesi símaði að þaingað hefðu kom ið Sólfaxi og Höfrungur H með 200 tunnur hvor. LokaB til ki. 2 í dag vegna jarðarfarar Sveins M. Ólafssonar. Viðtækjaverzlun Ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.