Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. nóv. 1963 STAKSTEIMAR Hreppur til sölu Árni G. Eylands ritar athyglis- verða grein undir þessari fyrir- sögn hér í blaðið fyrir nokkrnm dögum. Gerir hann þar að um- taLsefni þá staðreynd, að svo sé nú komið á íslandi að einstakar jarðir séu keyptar og þeim hald- ið í eyði vegna þess að eigendur þeirra hafi aðeins áhuga á að nytja hlunnindin, sem jörðunum íylffja. sem oftast séu lax eða 1 silungsveiði. Telur Árni Eylands að gera verði ráðstafanir til þess að hindra slikt í framtíðinni. Skýrir hann frá þvi, að sam- kvaemt norskum búnaðarlögum frá 1955 séu mjög hörð ákvæði, sem miði að því að tryggja það að jarðir séu nytjaðar, en ekki látnar vera í eyði árum saman, en aðeins tiltekin hlunnindi þeirra nytjuð. Skilyrði norskra laga Árni Eylands segir síðan frá smáklausu sem birtist um þessi efni i norska bændablaðinu „Nationen", 16. okt. s.l. En þar segir svo: „Konsúll Thor Treider hefur fengið stjórnarleyfi til þess að kaupa fjailabýlið Loseterhögda í Hedal. Býlið er 600 ha. að land vídd og er nú í leiguábúð. Verð- ið er 110 þús. kr. Skilyrði (land búnaðarráðuneytisins) fyrir kaupunum eru m.a., að kaup- andi láti hið allra bráðasta gera reksraráætlun (driftsplan) um notkun jarðarinnar, og að skóg- plöntun og framræsla verði haf- in á jörðinni. Að öðrum kosti verður kaupandi að skuldbinda sig til innan 5 ára að setjast að á jörðinni sem fastbúandi bóndi þar.“ Þessi stutta frásögn segir mikið. Að hér getur ekki hver sem vill og peningaráð hefir vaðið fram og keypt jarðir til að leggja þær í eyði nema með því að skuldbinda sig tii þess að gera þeim til góða í miklum mæii. Til dæmis með því að rækta þar skóg til framtíðar- nytja. — Ella er búseta og bú- skapur á jörðinni það sem verð- ur að vera.“ Þingsályktunartillaga á Alþingi Það vandamái sem hér um ræðir mun koma til umræðu á Alþingi því sem nú situr. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Sigurður Ágústsson og Jón Ámason og tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Hail- dór E. Sigurðsson og Ásgeir Bjarnason hafa flutt þingsálykt unartillögu um ráðstafanir til þess að tryggja að hlunninda- jarðir haidist í ábúð og athugun fari fram á því, hvers vegna góðar bújarðir fari í eyði. f greinargerð sinni segja flutn- ingsmenn, að á síðari árum „hafi verið mikii brögð að því að góðar bújarðir hafi verið keypt- ar eingöngu vegna hlunninda, fyrst og fremst vegna laxveiði. Jarðir þessar hafa oft og tíðum lagzt í eyði vegna þess. Þessi þróun er hættuleg og er þegar farin að segja til sín, jafnvel í blómlegum sveitum. Hér verður að spyrna við fótum og leita eftir úrræðum er að gagni megi koma til þess að spoma við þess ari þróun. Tillaga þessi er flutt í þeim tilgangi. Henni er einnig ætlað það hlutverk að rann- saka það yfirleitt, hver er á- stæðan til þess að jarðir sem eðlilegt er að séu í byggð fari í eyði, og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það.“ Hér er vissulega um athyglis- vert mál að ræða sem æskilegt er að hið íslenzka löggjafarvaid sinni, ekki síður en frændur okkar í Noregi. „Hann barðist fyrir jafnrétti og sáttum milli þjóða77 segir forseti íslands um Kennedy Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem staddur er í Bretlandi eins og kunnugt er, hefur leyft Mbl. að hafa eftirfarandi eftir sér um hið sviplega fráfall Kennedys Banda- ríkjaforseta: „Þetta er hræðileg fregn Ungur og þróttmikill for- seti, sem átti við marga erfiðleika að stríða, er myrtur. Hann barðist fyr- ir jafnrétti og sáttinn milli þjóða og kynþátta, og mikl ar vonir voru bundnar við hann og hans starf. Þetta er mikill sorgaratburður en við vonum að píslar- vætti hans verði til styrkt- ar baráttu hans fyrir friði og jafnræði. Þannig koma í hug örlög Abrahams Lin- colns, ofstækið og skot- vopnið bjarga aldrei neinu. Við óskum hinni ágætu þjóð Bandaríkjanna og hin um nýja forseta allra heilla á þessum örðugu tímamót- um.“ Kennedy var ofbnrðamaður — segir Emil Jónsson, sem gegnir störfum utanríkisrdðherra Leiðtogi allra frjálsra þjóða Forsætisrdðherra dr. Bjami Benediktsson minnist Kennedys 1 GÆRKVÖLDI flutti dr. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, eftirfarandi núnn- ingarorð í ríkisútvarpið nm John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna. Mér varð vissulega orða vant, þegar ég heyrði hina hryllilegu og hörmulegu fregn um morð Kennedys Banda- ríkjaforseta, glæsimennis í blóma lífsins, æðsta manns mesta stórveldis heims og leið toga allra frjálsra þjóða. Ég tek mér því í munn orð Matt- híasar Jochumssonar, sem mælti óviðbúinn, þegar hon- honum barst andlátsfregn merkismanns: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins snögglega org nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa tni. Allir vita, að trú Kennedys hafði næstum þvi kostað hann 7 forsetadæmið. Til þess var i hann samt kjörinn og hefur t gengt því með þeim ágætum, i sem lengi munu í mir.ni höfð. / Morð hans sýnir, að öllum j likaði ekki jafnvel við hann. j En þó mun hann hljóta mesta i frægð af því, sem sennilega hefur kostað hann lífið, bar- áttunni fyrir jafnrétti svartra manna og hvítra. í alþjóða- 1 málum reyndist Kennedy trúr | þeim orðum, sem hann mælti, er hann tók við embætti, að 1 menn ættu aldrei að semja af I hræðslu en heldur ekki að i vera hræddir við að semja. Kennedy var í senn mikill baráttumaður og mikill i mannasættir. Þess vegna er , lans nú saknað um alla heimsbyggðina — á íslandi ekki síður en annarsstaðar. Is lendingar sameinast um að l votta konu hans og f jölskyldu, \ hinum nýja forseta og allri \ Bandaríkjaþjóðinni innilega í samúð. / MORGUNRLAÐIÐ átti í gær- kvöldi stutt símtal við Emil Jóns son, formann Allþýðuflokksins, sem nú gegnir störfum utan- ríkisráðlherra í fjarveru Guð- mundar í. Guðmundssonar, og spurði hann ihvað hann vildi segja um þá hörmulegu atburði, sem gerzt hafa í Bandaríkjunum. Emil Jónsson sagði: „Ég (hef lítið um þetta að segja. Ég hef alltaf dáð Kennedy Banda ríkjaforseta því hann hefur á- valt verið talsmaður mannrétt- inda og mannasættir á alþjóð- legum vettvangi. Eg hef engj« skilyrði til að dæma hvað vald- ið hefur þessum ósköpum, en segja mætti mér að Kennedy hafi goldið síns umþurðarlynd- is vig litaða menn í Banda- ríkjunum. Ég tel að Kennedy hafi verið frá allþjóða sjónarmiði séð af- burða maður á þeim vettvangi. Hann lagði sig í framkróka til að koma á sættum, en var þó harður þegar á þurfti að halda.” John Fitzgerald Kennedy. Fimm dögum eftir að borg- arastyrjöldinni lauk, að kvöldi hins 14. apríl 1865, var Lincoln viðstaddur leiksýn- ingu í Ford leikhúsinu í Washington. Þar skaut öfga- maðurinn John Wilkes Booth forsetann og særði hann því sári er varð Lincoln að bana daginn eftir. JAMES ABRAM GAR- FIELD var kjörinn 20. forseti Bandaríkjanna 1880, og tók við embætti í ársbyrjun 1881. Ekki átti það fyrir honum að liggja að sitja lengi í Hvíta húsinu, því 2. júli þetta ár réðst Charles J. Guiteau að forsetanum og skaut hann. Lézt Garfield 19. september þá um haustið. Ástæðan, sem morðinginn gaf, var sú að hann hafi ekki fengið embætti í nýju stjórninni. WILLIAM McKINI.EY var kjörinn 25. forseti Bandaríkj- anna haustið 1896 og endur- kjörinn árið 1900. Helzti at- burðurinn í stjórnartíð hans var styrjöld Bandaríkjanna og Spánar, sem hófst eftir að sprengju var komið fyrir í bandaríska orustuskipinu Maine þegar það lá í höfn í Havana á Kúbu í febrúar 1898. Styrjöldinni lauk í des- ember sama ár, og í sigurlaun hlutu Bandaríkin Fillipseyj- ar. Á fyrsta ári annars kjör- tímabils síns var McKinley skotinn til bana. Árásarmað- urinn var stjórnleysingi (an- arkisti), Leon F. Czolgosz að Abraham Lincoln. nafni. Skaut hann forsetann í borginni Buffalo í New York hinn 6. september 1901, og lézt McKinley átta dögum síðar. MISHEPPNAÐAR TILRAUNIR. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar á þessari- öld til að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum. Reyndu tilræðis- menn að myrða bæði Frank- lin D. Roosevelt og Harry S. Truman. Tilræðið við Roosevelt var gert skömmu áður en hann tók við embætti í fyrsta sinn. Var það hinn 15. febrúar 1933 1 borginni Miami í Florida. Anarkisti einn, Joseph Zan- gara, skaut að forsetanum, sem var á ferð með Anton J. Cermak borgarstjóra í Chicago. Kona, sem var við- stödd, sá til morðingjans og tókst að grípa í handlegg hans með þeim afleiðingum að skotið haefði Cermak, sem lézt af sárinu hinn 6. marz. Hinn 1. nóvember 1950 reyndu tveir þjóðernissinnar frá Fuerto Rico að ryðjast inn í Blair House í Washing- ton, þar sem Harry S. Truman bjó þá. Var ætlun þeirra að ráða forsetann af dögum. — Mennirnir tveir, Griselio Torresola og Oscar Collazo, skiptust á skotum við lífverði forsetans, og féll Torresola í kúlnahríðinni, en Collazo særðist og var handtekinn. — Einn lífvarða forsetans, Leslie Coffelt, féll í viðureigninnL Spáin ræctist ÞEGAR John F. Kennedy var kosinn 35. forseti Bandaríkj- anna í nóvember 1960, spáðu margir því að hann héldi embæltinu til æfiloka. Var þessi kenning byggð á þeirri einkennilegu staðreynd að frá 1840 höfðu allir forsetar kosnir á 20 ára fresti andazt í embætti, þrír þeirra myrtir. Forsetarnir voru þessir: Harrison (kosinn 1840), — Lincoln (1860), Garfield (1880), McKinley (1900), — Harding (1920) og Franklin D. Roosevelt (kosinn 1940 í þriðja sinn). Spáin rættist, en fregnin nm morðið á Kennedy kom samt eins og reiðarslag. Kennedy er fjórði forset- inn, sem myrtur er í Banda- ríkjunum frá því fullveldis- yfirlýsingin var undirrituð þar 4. júlí 1786. Friðsamlegt var þó fyrstu árin eftir Frels- William McKiniey. isstríðið og allt fram undir þrælastríðið. ABRAHAM LINCOLN var kjörin 16. forseti Bandaríkj- anna 1860 þegar deilur Norð- ur og Suðurríkjanna um þrælahald og stöðu hvers rík- is innan Bandaríkjanna stóðu sem hæst Skömmu eftir valdatöku hans hófst borg- arastyrjöld og bræðravíg, sem lauk ekki fyrr en 9. apríl 1865, er Suðurríkin gáfúst upp við Appomattox. Haustið 1864 hafði Lincoln verið end- urkosinn forseti til næstu fjögurra ára með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. f ræðu, sem hann flutti er hann var settur inn í embætti, hvatti hann þjóðina til sam- stöðu, bera ekki hefnigirni í hjarta en rækta umburðar- lyndi og bróðurkærleik. „Við skulum reyna að ljúka við- fangsefni okkar og binda um sár þjóðarinnar . . .“ James Abram Garficld. Jl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.