Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 5
Laugardagui 23. nóv. 1963 MORGUNBLADIÐ 5 HINN mikli primitivisti, ísleifur Konráðsson, sem Kjarval kallaði nýlega í Vikunni: ísleif Konráðs- son seni, hefur opna sýningu sína í Bogasalnum um þessa lielgi, laugardag og sunnudag kl. 2—10 báða dagana Fólk er hvatt til að fjölmenna. Sýningin er einstök í sinni röð. Myndin, sem hér birtist er frá Selatöngum á biskupatímunum, og máluð 1963. Hljómleikar HAUKUR Guðlaugsson held- ur orgelhljómleika í Akra- neskirkju næstkomandi sunnu dag 24. nóvember og hefjast þeir kl. 4 síðdegis. Á efnis- skránni eru verk eftir Pazhelbel, Buxteihude, Bach og Reger. H.f. Jöklar: Drangajökull fór 15. nóv. frá Camden tll Reykjavíkur. Langjökull fór frá Keflavík 21. nóv. til Riga, Rotterdam og London. Vatna jökull fór 19. nóv. frá Hamborg til Rvíkur. Joika fór 18. nóv. frá Rott- erdam til Reykjavíkur. Hafskip h.f.: Laxá er í Rvík. Rangá er væntanleg til Piraeus í dag. Selá fer í dag frá Hamborg til Hull. Fran- cois Buisman hleður í Gdynia. Vassi- liki fór 16. þm. frá Gdansk til Akra- uess. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er á leið til Kaupmannahafnar, Flekkefjord og Rvíkur. Askja er á leið til Bridgewater. Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl, 07.30. Fer til Luxemborgar kl. 09.00. Snorri Sturluson er væntanlegur frá Luxumborg kl. 23.00. — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Kaup- mannahöfn, Gautaborg og Oslo kl. 23.00. Fer til New York kl. 00.30. Frá H.f. Eimskipafélagi íslands. — Föstudaginn 22. nóvember 1963: — Bakkafoss fór frá Lysekil 21. 11. til Raufarhafnar og Seyðisfjarðar. — Brúarfoss fer frá Rotterdam 23. 11. til Hamborgar og Reykjavíkur. — Detttfoss fer frá New York 22. 11. til Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Rvík- ur 20. 11. frá Kaupmannahöfn. Goða- foss fer frá Kotka 22. 11. til Len- ingrad og Reykjavikur. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöld til Hamborgar og Kaupmannahafnar, og Leith. Lagarfoss fór frá New York 14. 11. væntanlégur til Vestmanna- eyja i fyrramálið fer þaðan um há- degið 23. 11. til Reykjavikur. Mána- foss fór frá Raufarhöfn 20. 11. til Lysekil og Fuhr. Reykjafoss fer frá Rotterdam 24. 11. til Hull og Reykja- víkur. Selfoss fór frá Dublin 22. 11. tii N. Y. Tröllafoss kom til Rvíkur 22. 11. frá Antwerpen. Tungufoss fór frá Patreksfirði í morgun 22. 11. til sá NÆST bezti Magnúí Torlason átt.’. eut sinn í sennu við andstæðinga sina á ísafirði Einn andstæðinga hans brá honum um, að hann hefði oft haft pólitísk fataskipti. Þá gellur við Sigurður Kristjánsson þáverandi alþingismaður: „Það þýðir ekki að vera að tala um fataskipti í því sambandi, um mann, sem er pólitískt nakinn!“ Bolungarvíkur, Akureyrar, Raufar- hafnar og Siglufjarðar. Hamen er á Siglufirði fer þaðan til Ólafsfjarðar. Andy fer frá Bergen 22. 11. til Reyðarfjarðar og Austfjarðahafna. Fiægl iólk Rithöfunðurinn G. K. Chester- ton átti einu sinni í opinberum kappræðum við skáldjöfurinn og háðfuglinn George Bernard Shaw. Chesterton: Menn skyldu ekki gleyma því, að þeir eru skapaðir í Guðs mynd . . . Bernard Shaw reisir sig upp og segir snöggt: Og þetta ætti Chesterton að segja með mikilli varúð! Flugfélag íslands h.f.: Millilanda flugvélin „Gullfaxi” fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:15 I dag, Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur á morgun kl. 15:15. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Húsavíkur, Vestmanna- eyja, Ísafjarðar og Egiisstaða. Á morg un: er áætlað að fljúga til Akur- eyrar og Vestmannaeyja. Skipaútgerð rikisins: Hekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum í dag til Reykjavíkur. Þyrill fór frá Reykjavík 19. þ.m. áleiðis til Rotter- dam. Skjaldbreið er á Vestfjörðum. Herðubreið er í Reykjavík. Baldur fer frá Reykjavík á mánud. til Hvamms- fjarðar- og Gilsfjarðarhafna. Óska eftir skrifstofustarfi 3—4 tíma á daig og eftir samkomulagi. Góð mennt- un. Vön íslenzkum, ensk- um og dönskum bréfaskrift um. Uppl. í síma 22999. TILi SÖLU Notað en vel með farið: Þvottapottur (Burco). — þvottavél (Maytaq) og dívan. Uppl. í síma 22528 eftir kl. 7. Tómas Sæmundsson Dáinn! Horfinn! - Harmafregn! Hvílikt orö mig dynur yfir. En ég veit aö látinn lifir. Þaö er huggun harmi gegn. Hvaö vœri annars guöleg gjöf, Geimur heims og lífiö þjóöa? Hvaö vœri sigur sonarins góöa? Illur draumur, opin gröf. Jónas Hallgrímsson Frá Grænlandi. Komir þú á Grænlandsgrund, ef gerir ferð svo langa, þér vil ég kenna að þekkja sprund, sem þar í buxum ganga. Allar hafa þær hárið nett, af hvirfli í topp umsnúið, vafið fast, svo fari slétt, fallega um er búið. Konur silki-bera bönd blá um toppinn fríða. Láttu þær fyrir líf og önd, lagsi, kyrrar bíða. Ef krakka hafa vífin væn veitt að lausum hætti, hafa bönd um hárið græn. Horfa á þessar mætti. Þær, sem eftir liðinn leik lengi ekkjur búa, böndin hafa um hárið bleik, heiminum frá sér snúa. Háirauð bönd um hár á sér hreinar vefja píkur. En þessi litur, því er ver, þráfaldlega svíkur. Sigurður Breiðfjörð. ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunbiaðinu en öðrum blöðum. TIL SÖLU Thacher olíubrennari og hitadunkur. Uppl. í síma 22528 eftir kl. 7. Laxveiði Til leigu er laxveiði Ölvaldsstaða í Hvítá (neta- veiði). Nánari upplýsingar árið 1964. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. febrúar 1964. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Einar Runólfsson Ölvaldsstöðum II, Mýrarsýslu. Skifstofustarf Stúlka óskast til símavörzlu og vélritunar, sem fyrst. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. H úsbyggjendur Byggingameistari getur bætt við sig verkum í Hafnarfirði, Garðahreppi eða Kópavogi. Hef einnig verkstæði og get smíðað innréttingar. Upplýsingar í síma 51831 eftir kl. 7. Keflavík — SuBurnes Tek að mér vinnu við veggfóðrun dúka- og flísa- lagningu og fleira. — Uppl. í Hátúni 8 (uppi), Keflavík eða í síma 23923 og 32793. TÓMAS S. WAAGE veggfóðrara- og dúkalagningameistari. Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku til vélritunar og skýrslugerðar. Verzlunarskóla- eða kvennaskóla- menntun nauðsynleg. Upplýsingar er tilgreini menntun, fyrri störf o. fl. sendist Morgunblaðinu fyrir 26. þ.m. merkt: „3279“. Iðoaðarmenn Suðurnesjum Kosning fulltrúa í Iðnráð Keflavíkur fer fram í Aðalveri mánud. 25. nóv. kl. 8,30. — Kosningarétt hafa allir sveinar og meistarar búsettir í Keflavík og nágrenni. — Hver í sinni iðngrein. Iðnráð Keflavíkur. Mosaik — Mosaik Nýkomið fjölbreytt úrval af Japönsku mosaik. MÁLARABÚÐIN Vesturgötu 21 — Sími 21600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.