Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 23. nóv. 1963 1 I , efnahagsmál sjávarútvegsins, vinnulöggjöfin, starfsmat, Græn- landsmál, fræðslumál. skip- stjórnar- og vélstjórnarmanna, sjómannaskólinn, veðurþjónusta öryggismál. Fundum þingsins var haldið áfram þriðjudag og miðvikudag 19. og 20. nóv. Lokið var fyrstu umræðu mála, sem fyrir þing- inu lágu og þeim vísað til nefnda. Á þriðjudagskvöld sátu þing- fulltrúar rausnarlegt kvöldverð- arboð stjórnar sjómannadagsráðs í Hrafnistu og var á eftir boðið á kvikmyndasýningu í Laugarás bíói. Á miðvikudag þágu þing- fulltrúar boð forráðamanna Kassagerðar Reykjavíkur að skoða starfsemi fyrirtækisins, en Kassagerðin framleiðir meginhluta þeirra umbúða sem notaðar eru til frystra og niður- soðinna sjávarafurða og hefur fjölbreyttan og nýtízkulegan vélakost m.a. til litprentunar. Á eftir þágu fulltrúar kaffiboð í Kassagerðinni. Ásgeirs Sigurðssonar minnzt Sambandsfélög FSÍ hafa gefið veglegan áletraðan stein á leiði Ásgeirs Sigurðssonar, skipstjóra er var forseti sambandsins frá upphafi til dánardags. Hann lézt 20. sept. 1961. Andlitsmynd úr gipsi, mótuð af Ríkharði Jóns- syni, hefur verið gerð. Skildir af þessari mynd verða settir upp í Sjómannaskólanum og i húsakynnum Farmanna- og fiskimannasambandsins að Báru götu 11. Legsteinnjnn verður af- hjúpaður á afmælisdegi Ásgeirs hinn 28. nóv. n.k 21. þing FFSf ræðir hagsmuni samtakanna og velferðarmál þjóðarheildarinnar ÞING Farmanna- og fiskimanna sambands íslands, hið 21., var sett mánudaginn 18. nóv. kl. 14. í>að sitja 53 fulltrúar. Forseti sambandssins Kristján Aðal- steinsson, skipstjóri, setti þingið með ræðu. Gat hann þess m.a. að enda þótt markmið þingsins væri að ræða og gera ályktanir um hagsmuni eigin samtaka, væri þó höfuðmarkmiðið að vinna að velferðarmálum þjóð- arheildarinnar. Hann mælti m.a. á þessa leið: „Við lifum á tímum hraðrar þróunnar bæði til lands og sjáv- ar. Fjárfesting í atvinnutækjum hér á landi er gífurlega mikil og lítið má út af bera í sjávarút- veginum svo að ekki hljótist af ýms vandkvæði á efnahagssvið- inu. Svo er þó fyrir að þakka hinum auðugu fiskimiðum ásamt dugnaði og aflasæld ís- lenzkra sjómanna, að við búum við almenna velmegun. Vanda- málið hvernig skipta skuli tekj- um þjóðarbúsins milli okkar ágætu þegna eftir afköstum og verðleikum er ávallt fyrir hendi og allt virðist benda til að í þeim efnum verði ærnar deilur um ófyrirsjáanlega framtíð, því miður.“ Forsetinn hvatti þingfulltrúa til að taka málefnin föstum tök- um og sýna fulla ábyrgðartil- finningu í störfum. 73 sjómenn fórust á árinu Hann vottaði Slysavarnarfé- agi Islands þakkir fyrir mikil- væg störf í öryggisstörfum til lands og sjávar. Skammt væri þess að minnast að tveim áhöfn- um af brezkum togurum hefði verið bjargað, annari af varð- skipi en hinni af björgunarsveit úr landi. Frá 20. nóv. 1962 til þessa dags hefðu drukknað 73 íslendingar og væri það há tala með svo fámennri þjóð. Þingfull trúar minntust hinna látnu með því að rísa úr sætum. Að ávarpi loknu tilnefndi for- seti Þorstein Árnason, vélstjóra, sem er heiðursforseti sambands- þings, sem fundarstjóra, en hann hefir haft fundarstjórn sam- bandsþinga á hendi frá upphafi og stýrt fundum af mikilli rögg- semi. Varafundarstjórar voru kosnir Hallfreður Guðmundsson hafnsögum. og Guðm. H. Odds- son, skipstjóri. Ritarar þingsins voru kjörnir Geir Ólafsson, • Morguiiblaðið sunnan miðbaugs Á skrá yfir kaupendur Morg- unblaðsins erlendis er að finna nöfn manna í öllum heimsálf- unum fimm, þó mjög misjafn- lega mörg í hverri. Við athugun komst Velvakandi að því, að kaupendur Morgunblaðsins sunnan miðbaugs eru fimm að tölu. Farið var að athuga þetta, er blaðið fékk nýjan kaupanda í hinu nýstofnaða ríki á austur- strönd Afríku, Tanganyika, sem laut einu sinni Þjóðverj- um en síðar Bretum. Áskrifand inn er búsettur í höfuðborginni, Dar-es-Salaam, sem þýðir Frið arhöfn. Á borgin því nöfnu í Veistmannaeyjum. Dar-es-Sal- aam er sunnan miðbaugs. Hinn nýi Morgunblaðs-les- andi þar, sem er jafnframt hinn fyrsti sunnan miðbaugs í Af- ríku, er fær blaðið sent beint frá afgreiðslunni í Reykjavík, er ung kona héðan úr Reykja- vík, sem búsett er þar syðra, loftskm., Henry Hálfdánarson, skrifstofustj. og Þorkell Sigurðs son, vélstj. Þá voru kosnar fasta nefndir þingsins: kjörbréfa- nefnd, nefndanefnd, dagskrár- nefnd, fjárhagsnefnd, öryggis og samgöngumálanefnd, sjávarút- vegsnefnd, allsherjarnefnd og launamálanefnd, laga- og menntamálanefnd. Eftirfarandi mál lágu fyrir þinginu til um- ræðu: Kjarasamningar sam- bandsfélaganna, verðlag sjávar- afurða, fiskverkun og almennt fiskmat, landhelgismál, skipu- lag fiskveiða innan landhelgi fiskiklak o.fl„ hafna- og vita- mál, tryggingamál sjómanna, frú Hrafnhildur Kvaran Esm- ail. Hún er dóttir Jóns Kvar- ans, ritsíma-varðstjóra, og Þor- bjargar konu hans, en þau hafa verið búsett um langt árabil á Brú í Hrútafirði, hinni mikil- vægu póst- og simamiðstöð. Hrafnhildur dóttir þeirra er gift ungum kaupsýslumanni í Dar-es-Salaam, en þángað suð- ur fluttust þau fyrir nokkrum mánuðum frá Lundúnum. Hrafn hildur vill halda sem beztu sambandi við ættland sitt og gerir það með lestri Morgun- blaðsins, sem hún fær sent suð- ur annan hvern dag. • Hellulitað fólk? Grímur skrifar: „Margt hefir skeð í Bjarna- búð, bæði um daga og nætur.“ Og margir undarlegir hlutir gerast nú. í útvarpinu og blöð- unum úir og grúir af „lituðu“ fólki; aldrei frá því greint, hvers konar litur hafi verið notaður, hellulitur, anilín eða mosi. Það skyldi þó ekki vera, tJM sl. helgi efndi Heimdallur FUS til ráðstefnu um nýja stefnu skrá félagsins, en undirbúningur að gerð hennar var hafinn á sl. vori að tilhlutan þáverandi stjórn ar Heimdallar. Mikili fjöldi félags manna sótti ráðstefnuna og urðu umræður svo miklar um einstaka að þarna væru leiðtogar okkar að sýna snilli sýna og kunnáttu og þýða enska orðið „coloured“ (mislitur)? Hafið þið annars nokkru sinni lesið í ýkkar ensku fregnskeytum um „dyed people"? Ef svo, þá skuluð þið hiklaust segja okkur allt, sem þið vitið um litaða fólkið. Er því fólki annars ekki hætt við að upplitast? Sömu lærdóms- menn segja okkur margt af þel dökkum mönnum. Hér á landi hefir lengi verið allmargt þel- dökkra manna (smáleitra) og svo er enn. En ef átt er við mislita, og endilega þarf að segja — dökkur, er þá ekki unnt að notast við það orð um- búðalaust, eða í hæsta lagi hör- undsdökkur? Grimur." • Jólin og græn- lenzk börn Forni skrifar: „Fátt hefi ég séð það í blöð- unum nú um nokkurra vikna málaflokka að ekki reyndist unnt að ljúka afgreiðslu hinnar nýju stefnuskrár á sunnudag. Verður því efnt til framhalds- fundar nk. laugardag 23. nóv. og verða þá afgreiddir þeir mála- flokkar, sem eftir eru. Á myndinni sést hluti þátttak- enda í helgarráðstefnunni. skeið, er svo hafi glatt mig sem bréf það frá „ÆK“, er Velvakandi birti í fyrri viku. Mér fannst þetta svo fallega hugsað, að héðan (og þá eink- um frá börnum eða fyrir þeirra hönd) yrðu nú sendar jólagjaf- ir til grænlenzkra barna, rétt eins og það var vel hugsað og reyndist öllum til ánægju að bjóða hingað grænlenzka bændafólkinu síðastliðið sum- ar. Ég taldi víst, að nú mundi rigna yfir Velvakanda bréfum til áréttingar tillögunni. En engin hafa birzt. Samt er ég í engum efa um það, að hljóm- grunn hefir hún fundið hjá fjölda fólks. Margt er það, sem segja má þjóð okkar til lýta, en ekki þó það, að góðgirni skorti hana, þar sem smælingjar eiga í hlut. Hér ætla ég, að það muni forustan ein, sem vant- ar. Og um hana verðum við í þessu efni að líta til kven- þjóðarinnar. Fallegt væri það, ef eitthvert kvenfélagið vildi taka þetta mál að sér. Það er ætlun min, að því mundi þá vel tekið, og það er vissa mín, að þeir sem gefa, þeir munu komast að raun xim, að þeir gáfu sjálfum sér — gáfu sér jólagleði. Forni.“ lífeyrissjóðir, skipabyggingar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.