Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. nóv. 1963 „EF DROTTINN VERNDAR EIGE BORG- ■■ INA, VAKIR VORÐURINN TIL 0NYTIS“ John F. Kennedy, líf hans og starf „EF Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis“ (Sálmar Davíðs, 127, 1), voru niðurlagsorð ræðu Kennedys Banda- ríkjaforseta, sem hann hugðist flytja í Dallas í gær. — Boðskapurinn í þessari ræðu hins unga forseta átti að vera sá að Bandaríkin hefðu aldrei verið öflugri en einmitt nú, en hann hugðist jafnframt fullvissa landsmenn sína um að máttur þeirra yrði aldrei notaður til annars en að efla friðinn í heimin- um. En forsetanum entist ekki líf til þess að flytja þennan boðskap; hann féll fyrir kúlum launmorðingj- ans á leið til vörusýningar í Dallas, Texas, þar sem ræðan skyldi flutt. „Hver maður gerir skyldu sína — þótt að hon- um steðji persónulegir erf- iðleikar, hættur og ögranir — og þetta er undirstaða alls mannlegs siðgæðis“. Þannig lýsti John F. Kenne dy lífsviðhorfi sínu og þetta einkenndi líf hans allt, frammistöðu hans á styrj- aldarárunum, framkomu hans í innanríkis- jafnt sem utanríkismálum, og jafnvel dauðdaga hans. John Fitzgerald Kennedy var fæddur 29. maí 1917 í einni af útborgum Boston, Brook- line, Massachusetts, og var því 46 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru Joseph og Rose Fitzgerald Kennedy, og eru þau bæði á lífi. Kennedy var annað barn foreldra sinna, en alls eru systkinin níu tals- ins. Kennedyættin er af írskum uppruna eins og nafnið ber með sér, og flúðu forfeður for- setans írland er hungursneyð ■ varð í landinu vegna upp- skerubrests á kartöflum á ár- unum 1840—1850. Móðurafi hans var John F. „Honey Fitz“ Fitzgerald, þekktur og litríkur stjórnmálamaður, sem var borgarstjóri í Boston all- mörg kjörtímabil. Föðurafi Kenndys, Patri c.k J. Kennedy, hafði einnig verið öldungadeildarþingmaður fyr- ir Massachusetts. Faðir Kenne dys, Joseph Kennedy, varð milljónamæringur af eigin ramleik og var sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi 1937—1940. John F. Kennedy, eða „Jack“, eins og hann var jafn- an nefndur í fjölskyldunni, ólst upp í Brookline, og síðar í Riverdale og Bronxville í New York, en þangað fluttist faðir hans til þess að geta ver- ið nær fyrirtækjum sínum þar í borg. Jafnvel þó að Joseph Kenne dy væri milljónamæringur, lét hann börn sín hafa tak- mörkuð fjárráð. Umræður al- varlegs eðlis voru jafnan hafð- ar í hávegum á heimili Kenne- dys og er börnin uxu úr grasi voru stjórnmál oft ofarlega á baugi. Eftir að hafa gengið í barna skóla í Brookline og River- dale, var John Kennedy send- ur í Canterbury-skólann í New Milford í ' Connecticut. Var hann þá 13 ára gamall. Næsta ár settist hann í Choate Aca- demy í Wallingford í sama fylki, og þaðan útskrifaðist hann 18 ára gamall árið 1935. Kennedy innritaðist síðan í Princetonháskóla 1936, nokkr- um vikum of seint vegna gulu sóttar. Neyddist hann til þess að hverfa frá námi um jóla- leytið vegna veikinnar. 1936 settist hann í Harvard- háskóla og voru aðalnámsgrein ar hans stjórnvísindi og al- þjóðastjórnmál. Síðasta skóla- ár sitt þar skrifaði hann rit- gerð, þar sem hann reyndi að brjóta til mergjar ástæðurnar til þess að England vígbjóst ekki sem skyldi gegn Hitler. Hét ritgerðin „Why England ....SHMHBÍv 2 f Hér sjást forsetahjónin leika við litlu dóttur sína, Caroline, sem verður sex ára í viku. John Kennedy jr. á einnig afmæli í næstu viku. Hann verður þriggja ára. næstu Slept“ — „Hversvegna Eng- land svaf“ — og var síðar gef- in út í bókarformi. Vakti bók- in mikla athygli og varð met- sölubók bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Kennedy útskrifaðist með láði frá Harvard 1940. Ráð- gerði hann að setjast í laga- deild Yale-háskóla, en breytti áætlun sinni og settist í við- skiptadeild Stanfordfsháskóla. Kennedy gekk mjög vasklega fram í styrjöldinni við Japani á Kyrrahafi, og hlaut fyrir það mörg heiðursmerki. llér sézt Kennedy (lengst tii hægri) ásamt áhöfn tiuidurskeytabátsins PT-109. Myndin er tekin í Kyrrahafi á stríðsárunum. — Kvikmynd hefur verið gerð fyrir nokkru um styrjaldarafrek Kennedys. Þar hætti hann námi sex mán- uðum síðar sökum þess að honum líkaði ekki námsgrein- in. Fór hann síðan í ferðalag til S-Ameríku, en kom síðan heim og gekk í sjóherinn. STYRJALDARHETJA Fyrstu mánuði sína 1 sjo- hernum var Kennedy staðsett- ur í Washington D.C. Eftir árás Japana á Pearl Harbor 7. des 1941, sótti hann um að komast á vígstöðvarnar í Kyrrahafi. Var hann þá flutt- ur til tundurskeytabátadeildar og varði sex mánuðum til þess að læra stjórn slíkra báta til hlítar. Var hann síðan gerður að liðsforingja og fenginn bát- ur til stjórnar. Tundurskeytabátur Kenne- dys var síðan sendur til þess að taka þátt í bardögunum um Salomonseyjar. Nótt eina í ágúst 1943 sigldi japanskur tundurspillir á bát Kennedys miðjan og kubbaði hann í tvennt. Tveir af áhöfninni fór- ust þegar. Kennedy og þeir 11, sem eftir lifðu, héngu á brak- inu alla nóttina, en er dagaði skipaði Kennedy áhöfninni að synda til næstu eyjar. Þrátt fyrir að hann hefði særzt í baki, synti Kennedy í fimm klukkustundir og dró á eftir sér særðan félaga sinn. Næstu fjórum dögum eyddi Kennedy að mestu á sundi, leitaði að bandarískum skipum til að bjarga áhöfninni. Á fimmta degi synti hann ásamt öðrum manni til Nauru-eyjar, þar sem honum tókst að fá inn- fædda menn til þess að sækja hjálp til annarrar eyjar, þar sem Bandaríkjamenn voru staðsettir. Fyrir þessar hetju- dáðir var Kennedy sæmdur margvíslegum heiðursmerkj- um. í desember 1943 sendi sjó- herinn Kennedy aftur til Bandaríkjanna. Þjáðist hann þá af malaríu og kvölum í baki. STJÓRNMÁLAFERILL John Kennedy hóf afskipti sín af stjórnmálum 1946. — Bauð hann sig þá fram til setu í fulltrúadeild Bandaríkja- þings fyrir Massachusetts. — Barðist Kennedy við átta aðra frambjóðendur demókrata um hver hljóta skyldi framboðs- sæti flokksins. Kosningabaráttan 1946 setti það fordæmi, sem síðan varð einkennandi fyrir stjórnmála- baráttu John F. Kennedys, og átti e.t.v. mestan þátt í því, hversu honum varð ágengt. Bræður hans og systur, sem jafnan höfðu fylgzt vel með stjórnmálum, gengu nú fram fyrir skjöldu. Sömuleiðis móð- ir hans, Rose. Að Kennedy Framihald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.