Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. nðv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 9 LOFTRÆSAR fyrir stór og smá húsakynni skapa hreinlæti og vellíðan heima og á vinnustað. — Margar stærðir, m. a. SBAHCO SÍLENT með innbyggðum rofa og lokunarbúnaði úr ryðfríu stáii. Hentar mjög víða og er auð- veld í uppsetningu: lóðrétt, lárétt, í horn, i rúðv o. s. frv. BAHCO 'bankett - Sími 12606 - Suðungötu 10 - Reykjavik Ein myndanna í hinn! nýju Blöndalsbók — ,,Við spilaborðið". — Frummyndin verður til sýnis ásamt nokkrum öðrum myndum Gunnlaugs Blöndals í Morgunblaðsglugganum á næstunni. Helgafell gefur út bók um IMauðungaruppboð sem auglýst var í 100., 102. og 104. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1963 á hluta x húseigninni nr. 27 við Reykja- víkurveg, hér í borg, eign Birgis Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri mið vikudaginn 27. nóvember 1963, kl. 2y2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Keykjavík. IMauðungaruppboð sem auglýst vai* í 28., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á húseigninni nr. 100 við Tunguveg, hér í borg, talin eign Jóns Magnússonar, fer fram eftir kröfu Guð- jóns Steingrímssonar hrl. og Ragnars Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. nóvember 1963, kl. 3V2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85, 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963, á húseigninni nr. 35 við Háagerði, hér í borg, eign Óskars Agnars Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Útvegs- banka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. nóv- ember 1963, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 71. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963, á hluta í húseigninni nr. 60 við Grensásveg, hér í borg, eign Magnúsar Árnasonar, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðju- daginn 26. nóvember 1963, kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AIJGLYSIIMGATEIKNISTOFA SELIViU JÓNSDÓTTLR Hverfisgötu 82. Opið frá kl. 10—12 og 1—4. SÍIWI 12277 Enn ein ný hljómplata með hinum óviðjafnanlega Ómari er komin í hljómplötuverzlanir. Eins og áður er hér ósvikið líf og fjör, sem hér er sérstaklega sniðið fyrir barnahæfi. FALKINN kf. Hljómplötudeild. Gunnl. Blöndal RAGNAR JÓNSSON í Smára, forstjóri Helgafells, boðaði blaða menn á sinn fund í gær og greindi frá nýrri málverkabók, sem Helgafell hefur nú gefið út. Að þessi sinni fjallar bókin um Gunnlaug Blöndal, listmálara, og verk hans. Eru í þessari bók fleiri málverkaprentanir í litum en í nokkurri annarri af fyrri bók um forlagsins, m.a. vegna þess að listamaðurinn lézt á meðan bók- in var í smíðum, og þótti þá nauð Bynlegt að bæta við hana nokkr- um myndum til þess að hún gæfi betri heildarmynd af list hans. Eru í bókinni alls 48 litmynda- BÍður auk svartra mynda. Blönd- alsbók er prentuð í Víkings- prenti, myndamót gerð af Prent- mótum h.f., en Bókfell h.f. batt í snyrtilegt band, sams konar og prýtt hefur fyrri listaverkabæk- ur Helgafells. Verð bókarinnar er 865 krónur. Það .var fyrir ósk listamanns- ins að Eggert Stefánsson, vinur hans, skrifáði texta bókarinnar, en eftir að listamaðurinn lézt, var ákveðið að birta einnig með myndunum frábæra grein eftir Tómas Guðmundsson, og fara jafnframt fram á það við Rík- arð Jónsson, vin Gunnlaugs og skólafélaga, að hann skrifaði nokkur kveðjuorð til birtingar í bókinni. Að öðru leyti gerir Kristján Karlsson í fáum orðum grein fyrir útgáfunni fyrir hönd útgefanda. f formálsorðum sínum segir Kristján. „Gunnlaugur Blöndal og Egg- ert Stefánsson heyrðu báðir til þeirri kynslóð listamanna, sem fyrst tók að leita menntunar og frama út fyrir Norðurlönd. Báð- ir urðu þeir víðförlir ferðamenn, þó þeir væru of miklir íslend- ingar til að festa rætur erlend- is. En báðum var einstaklega ljóst, það sem sumum löndum þeirra virðist hulið, að heims- borgari og íslendingur þurfa ekki eð vera andstæður. Um það ber grein Eggerts vitni að því leyti sem hún lýsir þeim báðum. Gunníaugur Blöndal var hvorki natúralisti né raunsæismaður í list sinni. Hann beitti fyrst og fremst pensli sínum til áð láta í ljós persónulega, ljóðræna til- finningu, sem er einstök í ís- lenzkri málaralist og gerir mynd- ir hans auðkennilegar frá öllum öðrum, svo fjölbreytilegt sem æviverk hans er þó að formi og viðfangsefnum...... Ef til vill mætti kalla þessa tilfinningu tregablandna gleði yfir stundar- fegurð lífsins. Enginn íslenzkur málari vekur meiri sársauka- kennd fyrir hverfulleik þess, sem fagurt er, kvenlegri æsku eða ís- lenzkum hásumardegi. Frammi fyrir myndum hans verður manni sífellt hugsað, að svona kunni þetta að vísu að hafa verið, en aðeins andartak, sem kemur aldrei aftur.“ Grein Eggerts er allítarleg, og kemst hann meðal annars að oi’ði á þessa leið: „Gunnlaugur Blöndal skilur eftir huga manns uppljómaðan af þeirri fegurðarnautn og heið- skíra yndi, sem hans beztu mál- verk af íslandi veita. f verkum sínum er hann raunhæfur túlk- ari hinnar íslenzku fegurðar — til fullnustu. Með því er ekki lítið sagt, ef við höfum í huga hina ofsafullu fegurð og þann himneska blæ, sem leggst yfir landið, er við sjáum það við sól- setur — sameinast himninum. Öllu þessu nær Gunnlaugur með næmni, já viðkvæmni, í hinni innilegu túlkun mótíva sinna, sem aldrei bregst og sanna manni vel, að hann hefir líka skáld- anna hugarfar. Á Parísarárunum tók Gunn- laugur Blöndal stöðugt þátt í haustsýningum Salon d’Automne og í Tuilleries. Þar að auki var hann með í ýmsum öðrum sýn- ingum, t. d. með frönsku mál- urunum í Tókíó, þ. á. m. Braque, Picasso, Dufy, Millet, Lhote. Það er í konumyndum Gunn- laugs Blöndals, sem hið sér- kennilega, tilfinningarnæma og persónulega listbragð hans rís hæst og gerir hann einn af beztu portrettmálurum Evrópu. Það er sama hvort konan er „hefðar- frú“ eða síldarstúlka, klædd eða nakin. Konumyndir Gunnlaugs eru ætíð tjáning um gyðjuna, hina hreinu uppsprettu, sem inn- blæs mönnum háleitar hugsjón- ir og stendur undir öllu fögru í lífi og iistum mannanna." Um listamanninn segir Tómas Guðmundsson: „í myndum Gunnlaugs Blönd- als hafa þeir (þ.e. útlendingar) aftur á móti kynnst „átthögum norðursins" frá þeirri hlið, er þeir áttu sízt von á, hinni björtu heillandi dýrð sumarsins, móðu vorlagsins, sem brotnar í þúsund ævintýralegum speglunum yfir ströndinni og sjónum, umhverfi, sem raunar er eitt verðugt hinni sindrandi reisn tiginborins ynd- isþokka, hinu „ljósa mani“, sem list hans hefir gert að persónu- gervingi kvenlegrar æsku ís- lands. Það er sama einlægni hjartans, sama saklausa hrifning- in, sem talar til vor í máli Jónas- ar og hinum björtu, heillandi lit- um Gunnlaugs Blöndals.“ í kveðjuorðum sínum segir Ríkarður Jónsson: „Gunnlaugur Blöndal gjörðist mikill lærdómsmaður í list sinni. Hann notfærði sér þann hress- andi andvara, sem finna má í hinum nýju stefnum, en hann lét aldrei binda sér dúk fyrir auga né þurrka út persónuleika sinn. Modelmyndir hans bera af öllu, sem sézt hefir hérlendis á því sviði, og þó víðar væri leitað, að kunnáttu og smekk og óum- deilanlegri snilli. Gunnlaúgur Blöndal var hlédrægur maður, fáskiptinn, seintekinn og orðfár, samt glettinn, gamansamur og snarfyndinn í sinn hóp.“ Texti Blöndalsbókar er á fimm tungumálum. ELDHIJSVIFTA með skermi, fitusíum, inn- byggðum rofa, stilli og ljósi. BAHCO er sænsk gæðavara. BAHCO ER BEZTI Sendum um allt land. RACNAR JÓNSSQN hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörí og eignaumsýsxa Vonarstræti 4 VR núsið BAHCO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.