Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 20
20 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 23. nóv. 1963 GAVIN HQLT: IZKUSYNING -— Hr. Tyler? endurtók M’sieu’ Clibaud taugaóstyrkur. — Auðvitað . . auðvitað. Já, það var dálítill hlutur, sem . . . . Ég talaði við félaga yðar, hr. Joel Saber, í síma. Þér lítið ekki út eins og spæjari. Það er ágætt! Mikill kostur! — Þér þekkið kannski ekki marga spæjara? sagði ég. — Hvernig ættu þeir að líta út? — Fyrirgefið þér, sagði hann. — Það gleður mig að sjá yður. Meira en það. Þér verðið ágætur í þetta. Enginn grunar yður, og það er einmitt eins og það á að vera. Þér komið til að líta á vörurnar mínar. Þér hafið áhuga á þeim sem innkaupamaður. Ég ætla að segja, að þér séuð frá útflutningsfirma, n’est ce pas? Hann var ákafur og það skein út úr röddinni, en ég hafði á til- finningunni, að hann væri að hugsa um allt annað. Ég sagði honum, að ég hefði ekki hunds- vit á útflutningi eða neinu öðru í sambandi við kjóla. — Bíðið andartak, sagði hann. — Ég ætla að fara upp með yður. Ég reyndi ekki einu sinni að skilja, hvað hann átti við með þessu. Ég beið bara. Hann fór bak við stigann, en ég labbaði yfir gólfið til þess að líta betur á málverkin. Gólfábreiðan var eins og mjúkur, fjaðurmagnaður mosi og meira en það. Þetta var eins og að ganga á öryggisnetí loftfimleikamanns. Eða næstum eins. Myndin var ekki eftir lista- manninn, sem ég hélt hana vera eftir. Snögglega datt mér í hug, að þetta væri allt saman skripa- leikur og ekki annað, en sú hug- mynd kom mér bara ekkert áleið is. Jafnvel þótt listaverkin væru svikin, voru húsgögnin og allur útbúnaður þarna margra pen- inga virði, og mér datt í hug, að það væri alveg óþarfi fyrir Joel félaga minn, að fara neitt að stilla reikningnum í hóf. Það var greinilegt, að hér var nógur auður fyrir hendi. Ég færði mig að stiganum og tók mér stöðu þar, fyrir framan eina höggmyndina. Rétt að baki mér voru bogadyr bak við stig- ann og lágu út í bakherbergi. Ég færði mig að annarri högg- mynd og heyrði mannamál bak- sviðs. önnur röddin var Clibaud, en hina átti búðarstúlkan, sem ég var nú búinn að heyra, að var kölluð Gussie. Þó að ekki væri hægt að kalla það neinn hávaða, þá var það greinilegt, að stúlkan var eitthvað áköf og talaði frönsku, og eitt eða tvö orð, sem ég gat heyrt, fengu mig til að hlusta betur. Hún var reið út af einhverri ávísun, sem Ciibaud hafði gefið ein- hverri Sally, og mér skildist, að sama Sally væri býsna langt frá því að vera fín dama. Eða, bein- um orðum sagt, þá var Sally ekki annað en dræsa, að því er Gussie taldi, og ef Clibaud hefði manns hug en ekki merar, væri hann búinn að losa fyrirtækið við hana fyrir löngu. Svar Clibalds var eitthvað á þá leið, að Gussie skildi alls ekki, hvernig ástatt væri. Ef til vill hefði hann hagað sér heimskulega, en hefði hann efnj á að láta þetta verða að hneyksli? Nei, nei, nei, fyrir alla muni yrði að forðast hneyksli! En Gussie var hin versta Þetta er til skammar, sagði hún. — Stelpan er skepna! Fjárkúg- ari! Einhvern daginn skal ég klóra úr henni glyrnurn'ar. — Nóg af þessu! Röddin í CUbaud hækkaði um heila átt- und. — Haltu þér saman og hugs aðu um þitt eigið verk! Svo heyrði ég, að fortjalds- hringir voru dregnir snöggt eftir stönginni, og ég varð þess var, að M’sieu’ Clibaud var kominn til mín. Ég varð þess einnig var, að nokkurt hik kom á hann, er hann sá mig, og hann vaggaði sér á hælunum, hræddur um, að ég hefði heyrt það, sem fram fór. En ég varð niðurstokkinn í höggmyndina, sem fyrir framan mig var, eða lét sem ég væri niðursokkinn í listaverkið — og vonandi hefur mér tekizt það. Clibaud jafnaði sig og kom til mín. Hann vantreysti mér þá, en var að reyna að átta sig. Ef út í það var farið, hafði þessi senna með Gussie farið fram á frönsku , og þessi þefari, sem hann var að leigja, var sennilega ekki mjög frönskulærður. Hann ákvað að prófa það. Hann sagði, taugaóstyrkur: — La sculpture vous intéresse, m'sieu’? Stundum getur verið gott að kunna ekki tungumál — það er aldrei að vita. — Hvað eigið þér við? sagði ég. — Afsakið, sagði hann, og það var eins og honum létti stórum. - Ég var að spyrja, hvort þér hefðuð áhuga á höggmyndum. Þér eruð kannski listfræðingur? — Lítið um það, sagði ég. Ég var bara að líta á þessar fallegu Hann lýsti sund-samkomunni í Cliveden. Hann sagðist hafa komið heim til Wards í Wimpole Mews, nokkrum sinnum, aðal- lega er þar voru samkvæmí, en einu sinni eða tvisvar hafði hann hitt Christine þar eina. Hann hafði skrifað henni nokkrar stuttar orðsendingar, en þær hefðu verið alveg meinlausar. Hann minntist á skohríðarmálið og sagðist hafa grun um, að Christine væri í eiturlyfjum. Hann sagðist hafa fengið að- vörun um, að blöðin hefðu náð í sögu, þar sem hún skýrði frá sambandi sínu við hann, og kynni einnig að nefna þar Ivanov, að því viðbættu, að hann væri rússneskur njósnari. Profumo sagðist muna, að þegar Sir Norman Brook hefði varað hann við Ward (9. ágúst 1961) hefði hann gefið í skyn, að öryggisþjónustan mundi reyna að fá Ivanov í þjónustu sína. (Yfirmanninum datt í hug, að Profumo væri að vona, að öryggisþjónustan hefði Ivanov þegar í þjónustu sinni, og kynni, öryggisins vegna, að biðja blöð- in að birta ekki söguna). Yfir- maðurinn tjáði Profumo, að þjón ustan hefði ekki ráðið Ivanov til starfa, og minntist Profumo þá ekki frekar á þetta atriði. En yfirmaðurinn þóttist geta skilið, að tilgangur Profumos með þessu væri að fá fram „D-bann“ eða eitthvað annað til að stöðva birtinguna, en sú von varð að engu. (III) Skýrslur berast öryggis- þjónustunni fyrst um samband Profumos við Christine. Dagana 28. og 29. janúar 1963, voru fleiri skýrslur að berast öryggisþjónustunni frá leyni- legri heimild, sem talin var áreið anleg um Ward og starfsemi höggmyndir. Mjög skrautlegt. — Það er nauðsynlegt vegna viðskiptavinanna skiljið þér, sagði hann. — Sjálfur hef ég nú meiri smekk fyrir öðru. Ef þér eruð tilbúinn, hr. Tyler, ætla ég að fara Ineð yður upp. Við tölum þar við vinkonu mína, og hún mun segja yður, hvað við viljum fá gert. Hann beiti mér á framdyrnar, opnaði þær fyrir mig og við gengum út á gangstéttina í Dallysstræti, út í bjart sólskinið. Hann var berhöfðaður og bar tvo kjóla á handleggnum. II. Við fórum ekki langt. Aðeins út úr búðinni.og inn um næstu dyr á húsinu. í forstofunni var stór leigjendaskrá, svört með hvítum stöfum. Clibaud fór með mig að lyftu, sem var lengst inni í ganginum, og ýtti á hnapp. Ekkert skeði, svo að hann reyndi aftur. Þarna var uppgangur með lágum stigum, sem lágu kring um lyftuna. Ég gaf í skyn, að ég gæti vel gengið, en Cli- baud vildi ekki láta undan. Hann hallaði á sér hnappinn, rétt eins og þungi hans hefði meiri áhrif. Hann var reiður. — Einhver fábjáninn hefur skilið hurðina eftir opna- æpti hann. — Ég vil ekki ganga: Ég skal ekki ganga! Loksins glumdi í hurðinni ein hversstaðar fyrir ofan okkur, og lyftan kom niður, hægt og hægt. Svo stanzaði hún þannig, að það minnti mest á árekstur bíla, og hávaxinn maður kom út. Reiðin blossaði upp í Clibaud. — Nú, svo það ert þú! öskraði hann. — Þú hefur víst ekkert á móti því, að allir aðrir fái að bíða þinna hentugleika. Þú skil ur alltaf lyftuna eftir opna, þeg- hans. Nú heyrði þjónustan það í fyrsta sinn, að Profumo var sagður að hafa átt mök við Christine Keeler. Henni var til- kynnt, að Ward hefði sagt, að stúlkan hefði fengið margar heimsóknir af Profumo og af rússneska ráðunautinum, Ivanov 37 höfuðsmanni. : að Profumo hefði siðar átt langvarandi kunnings- skap við Christine Keeler og tvö eldheit ástarbréf til hennar, af honum hefði hún afhent Sun- day Pictorial; að Rússarnir væru svo vissir um, að hneykslismál væri í uppsiglingu, að Ivanov hefði verið skipað að fara, 29. jan. 1963. (öryggisþjónustan vissi þegar, að Ivanov ætlaði að fara þennan dag). Þess ber að gæta, að Ward sagði oftar en einu sinni að hann hefði sagt öryggisþjónustunni frá samband inu, fyrir svo löngu sem 12. júlí 1961, en ég er sannfærður um, að hann hefur ekkert sagt um það, og að hún hafi nú fyrst heyrt þess getið. (IV) 1. febrúar 1963 — Mikilvæg ákvörðun. Að morgni 1. febrúar 1963 at- hugaði yfirmaður þjónustunnar þessar skýrslur, og nokkrir æðii undirmenn hans með honum, og hann gerði þessa mikilvægu ályktun: Það er ekki í verka- hring öryggisþjónustunnar að rannsaka þessi mál. Ástæður hans voru þessar: (1) Hann taldi það hugsan- legt, að Christine Keeler hefði verið hjákona Profum- ar þú ferð inn í skrifstofuna að taka póstinn þinn. Ef þetta kemur oftar fyrir, skal ég klaga þing! Hávaxna manninum virtist vera skemmt. Höfuðið á honum var þunglamalegt á velvöxnum líkamanum. Hann var laglegur maður, enda þótt hann væri þunglamalegur. Hann glotti til Clibauds, en svaraði engu — gekk aðeins út. Clibaud varð náfölur í framan. Þegar við vorum komnir inn í lyftuna, skellti hann hurðinni aftur og rak fingurinn í hnapp- inn fyrir fyrstu hæð, Við hefð- um getað gengið þetta á sex sek- úndum. Lyftan skalf og vagganði og stanzaði aftur með miklu glamri. Hann opnaði innri hurðina og dvaldi fyrir mér andartak. Hann os, en taldi það ekki hlutverk öryggisþjónustunnar að kom- ast að því, hvort svo væri eða ekkL Þetta væri persónulegt mál, sem öryggisþjónustan ætti ekki að láta til sín taka (2) Það kæmi öryggisþjón ustunni við, ef Profumo væri í félagi um hjákonu við rúss- neskan flotaráðunaut — ef það þýddi sama sem að upp- lýsingar gengju þeirra á milli fyrir milligöngu henn- ar. En nú var Ivanov farinn úr landi, svo að engin hætta var á ferðum í bili. Og það var engin ástæða til að halda, að neinar upplýsingar hefðu farið á milli, fyrir atbeina stúlkunnar. Hvernig sem einkalíf Pro- fumos kynni að vera, þá var hann trúverðugur hermála- ráðherra, og engin ástæða til að halda, að hann hefði gefið neinar leynilegar upplýsing- ar. Eina öryggisatriðið var það, að eitthvað hefði borizt frá Ward til Ivanovs. Og hvað þetta snerti þá hafði Sir Nor- man Brook aðvarað Profumo og það var engin ástæða til að halda, að hann hefði ekki sinnt þeirra aðvörun. Því var það, að 1. febrúar 1963 gaf yfirmaður öryggisþjónust- unnar út þessa mikilvægu fyrir- skipun: „Þar til öðruvísi verður fyrirskipað, skal ekkert sam- band hafa við hóp Wards, eða neinn annan utan hans um þetta mál. Ef aðrir leita sam- bands við okkur, gerum við ekki annað en hlusta". (V) Heimsókn í forsætis- ráðuneytið. Að kvöldi 1. febrúar 1963 kom mikilvæg símahringing frá for- sætisráðuneytinu til öryggisþjón ©PIB canmwcEN sagði: — Ég vil, að þér gerið yður ljóst, að þetta er stranglega okkar í milli. Það má ekkert hneyksli verða og ekkert má komast í hámæli. *— Við fáumst ekki við annað en trúnaðarmál, sagði ég. — En þetta verður að vera heiðarlegt. Við vinnum ekki í trássi við lög regluna. — Lögreglan kemur þarna hvergi nærri, fullvissaði hann mig og hleypti brúnum. — Yðar hlutverk er að finna sannanir. Það er allt og sumt. Ef einhverra framkvæmda verður þörf, sjáum við um það. Lögreglan fær áreið anlega ekkert með þetta að gera. Hann leit á kjólana, sem voru á handleggnum á honum og hleypti aftur brúnum. ustunnar. Yfirmaðurinn var farinn, og því fór næsti undir- maður hans á vettvang. Einka- ritari forsætisráðherrans sagði honum frá hringingu frá hátt- settum manni við blað eitt, sem tjáði honum, að stúlka nokkur hefði selt blaði sögu, þar sem meðal annars væri getið um Profumo og rússneskan sendi- ráðsmann. Einkaritarinn sagðþ að hér væri augsýnilega sama sagan, sem þeim hefði áður bor- izt og þeir komu sér saman um, að fyrsta skrefið ætti að vera það að ná í Profumo og fá að vita, hvort nokkuð væri satt i sögunni. Einkaritarinn kvaðst mundu tilkynna það forsætisráð herranum og svo siðameistaran- um (Nánar um þetta í 8. kafla). Þess ber að gæta, að tilgangur einkaritarans var einfaldlega að segja öryggisþjónustunni af þesa ari hringingu frá blaðinu og fá hverjar þær upplýsingar, sem honum (einkaritaranum) væru nauðsynlegar til að tjá forsætis- ráðherranum. Tilgangur hanf var ekki sá að biðja öryggis- þjónustuna um skýrslu, eins og sumir gætu ráðið af orðum for- sætisráðherrans í neðri málstof- unni 17. júní 1963. Öryggisþjón- ustunni skildist ekki, að hún ætti að gefa neina skýrslu, né heldur, að neins frekar væri af henni krafizt í bili. (VI) 4. febrúar 1963. önnur mikilvæg ákvörðun. í millitíðinni hafði einn starff maður öryggisþjónustunnar út- búið skýrslu, og hún kom fyrir yfirmanninn 4. febrúar 1963, og hann sagði sjálfur, að þessi skýrsla væri full spámannlegr- ar skyggni. Hún er mikilvæg og birtist því hér í heild: Skyrsla Dennings um Profumo-máliö COSPER_________________________________________________ios*. — Þegar ég var áttræður haf'ði blaðamaður viðtal við mig og þá sagði ég frá öllu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.