Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 23. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 — Harmur Framh. af bls. 24 áhrif á Georgres Pompidon for- sætisráðherra Frakka. Hann tautaði aðeins: — Þetta er hræðilegt, skelfilegt! • Vestur-þýzkir stjórnmála- menn urðu skelfingu lostnir, er fregnin um fráfall Bandaríkja- forseta barst þangað, segir i frétt um frá Bonn. Ludwig Erha-rd, kanzlari, var á leið frá París. Staðgengill hans heima, Erich Mende, lýsti því yfir, að allir þeir, sem hefðu átt því láni að fagna að hitta Kennedy persónu- lega, er hann heimsótti Vestur- Berlín, væru harmi lostnir. — Adenauer sendi Lyndon John- son og frú Kennedy samúðar- skeyti. Hann sagði að Kennedys yrði minnst í sögunni sem píslar votts, er barðist fyrir friði og frelsi mannkynsins. Einnig lýsti formaður Kristilega demokrata- flokksins, von Brentano, harmi við fráfall Kennedys, sem hann kallaði pólitískan harmleik. • Bandarísku útvarpstöðvarn- ar í Þýzkalandi stöðvuðu út- sendingar með orðunum: Herrar mínir og frúr, Bandaríkjaforseti er látinn. í Vestur-Berlín var fregnunum tekið sem persónu- legu áfalli. Og víða um borgina loguðu kerti í gluggum. Willy Brant, borgarstjóri gat ekki tal- að í síma fyrir gráti. — Blysför var farin í V-Berlín. • Moskvuútvarpið hætti út- sendingum til að tilkynna lát Kennedys forseta, og á eftir var leikið sorgarlag á orgel. Blað- ið Pravda fór heilli klukkustund of seint í pressuna til að geta komið inn fréttinni um morðið á forsetanum, í smáatriðum. — Tass fréttastofan lét í ljós að afturhaldsöfl hlytu að standa á bak við morðið á forsetanum. • Tilkynnt er að er fregnin barst hafi sovétstúdentar far ið samúðargöngu til bandaríska sendiráðsins. — Hann var annar Lincoln, sagði einn stúdentinn og röddin skalf. Um 100 manns höfðu safnazt saman fyrir utan sendiráðið. Sumir höfðu heyrt fréttirnar í útvarpinu og aðrir höfðu hlustað á Voice of America. Andrei Gromyko hringdi til Kohlens, sendiherra Bandaríkj- anna, og lét í ljós samúð sína og hryggð. — Opinberar samúðar- kveðjur munu bornar fram síð- ar, sagði hann við sendiherrann. • í Haag var kirkjukukkum hringt vegna fáfalls Kenne dys Bandaríkjaforseta. Og for- sætisráðherra Hollands, Victor Marijnen, sagði, að út frá al- þjóðlegu sjónarmiði væri morð- ið á Kennedy reiðarslag. • í Bruxelles, höfuðstað Efna- hagsbandalagsins, voru áhrif in af fregninni um morðið á Kennedy ákaflega sterk. Kennedy var orðinn þekktur sem sá forseti, sem skildi 'nauð- syn á náinni samvinnu milli Bandaríkjanna og Efnahags- bandalagsins. • Belgíski utanríkisráðherr- ann, Paul-Henri Spaak, virt ist gráta, er fréttaritari Reulers talaði við hann í síma. — Ég get ekkert sagt annað, en að ég er sem þrumu lostinn, og ég get ekki talað um það í kvöld. • Útvarpið I Budapest stöðv- aði útsendingu sína, til að segja þessar „skelfilegu fréttir". • Tito JúgósIavíuforSeti sagði: — Fregnin um þessa rudda- legu árás á Kennedy forseta og hörmulegur dauði hans hefur fyllt okkur öll skelfingu. Sjón- varpið í Júgóslavíu stöðvaði út- sendingar til að skýra frá frétt- inni. Og Tito sendi sendifull- trúa Bandaríkjanna samúðar- kveðjur. • Antcnio Segni forseti ítalíu, sagði að dauði Kennedys væri mikill missir fyrir allt mannkyn. • Þinggienn sátu hljóðir á þingi Kanada og hlustuðu á Lester B. Pearson tilkynna með grátstafinn í kverkunum. — Mér hefur verið tilkynnt að Kennedy forseti sé látinn. • Prinsessa Lee Radciwill, systir forsetafrúarinnar, kvaðst of harmi slegin til að geta haft tal af nokkrum manni. Hún kvaðst mundu fara sam- stundis til Bandaríkjanna frá London, þar sem hún dvelst. • De Valera forseti írlands, og forsætisráðherrann Sean Lemass sendu samúðarkveðjur til Kennedy fjölskyldunnar frá landi forfeðra Kennedys. • Hirohito, keisari í Japan, og Hayato Ikete, forsætisráð- herra, sendu báðir samúðar- kveðjur. Masayoshi Ohira, utan- ríkisráðherra, lýsti hryggð sinni og sagði að opinberar samúðar- kveðjur bærust síðar. • Heima í Bandaríkjunum lýstu fyrri forsetar harrni sinum: Herbert Hoover, Dwight D. Eisenhower og Harry S. Trumann Eisenhower sagði: — Ég er sann- færður um að allir bandarískir borgarar eni harm/þrungnir og hneykslaðir yfir því sem gerzt hefur. Hoover sagði: — Hann elskaði Bandaríkin og hefur gefið lif sitt fyrir land sitt. Ég tek þátt í hluttekningu þjóðarinnar við frú Kennedy og börn hennar tvö. Nixon, fyrrverandi varaforseti sem beið ósigur í kosningunum fyrir Kennedy sagði: — Morðið á Kennedy forseta er hræðilegur harmleikur fyrir þjóðina. Ég og kona mín höfum sent persónu- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar, sem sorgin hefur nú slegið. Nelson A. Rockefeller Itvhti dauða mannsins, sem hann hafði vonazt til að mæta sem andstæð- ingi í baráttunni fyrir framboðs- sæti við forsetakosningarnar, sem „hræðilegum og skelfilegum harmleik fyrir bandarísku þjóð- ina og alla veröldina”. Barry Goldwater, öldunga- deildarþingmaður og persónu- legur vinur Kennedy, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir sagði: — Það er hræðilegt, að slíkt skuli geta komið fyrir í frjlásu landi. Fráfall forsetans er mikill missir fyrir þjóðina, og allan hinn frjálsa heim,” Karacfhi, Pakistna, AP • Innan skamrns verður und- irritaðux samningur milli stjórna Pakistan og Indónesiu, sem veit- ir flugfélaginu Garuda í Indó- nesiu lendingarleyfi í Pakistan. Flugfélagið mun hafa í hyggju að færa rojög út starfsemi sína á næstunni. pólitiskar skoðanir. — Kermedy Framh. af bls. 3 Talsverðan tíma tók að fá úr því skorið, hvort forsetinn væri lífs eða liðinn, eftir að fréttin um skotárásina hafði verið flutt. í fyrstu var aðeins sagt, að hann hefði verið fluttur í sjúkrahús, lífshættulega særður, með kúlu í höfði. Síðan var tilkynnt, að hann væri liðinn, síðar aftur að hann væri enn lífs. Þeir, sem fyrstir munu hafa flutt fréttina um andlát hans, voru kaþólsku prestarnir tveir, sem til voru kvaddir, er ljóst var hvert stefndi. Þeir gengu út úr varð- stofunni, og sögðu, að forsetinn hefði látizt af skotsárum. í fyrstu var sagt, að um eitt sár hefði verið að ræða, en síðar kom sú fregn, að forsetinn hefði einnig særzt á hálsi. Sjónarvottar að hryðjuverk- inu segja, að óhugnanlegt hafi verið að fylgjast með atburðin- um, og þegar, eftir að skotun- um hafði verið hleypt af, hafi verið ljóst, að meiriháttar harm- leikur var hafinn. Einn sjónar- vottur, Ralph Yarborough, öld- ungadeildarmaður, demókrati frá Texas, segir: „Það var ljóst, að eitthvað hryllilegt og sorg- legt hafði komið fyrir. Ég sá öryggislögreglumann halla sér upp að hurð forsetabifreiðarinn- ar, og andlit hans bar merki ótta og skelfingar. Þá vissi ég, að eitthvað hörmulegt hafði komið fyrir." Yarorough bætti við: „Ég taldi þrjú riffilskot, áður en for- setabifreiðin lagði af stað með ofsahraða. Ég gerði mér grein fyrir því, að skotin komu ein- hvers staðar ofan frá.“ Annað vitni, sjónvarpsfrétta- maður að nafni Mal Couch, seg- ir svo frá: Ég sá byssu koma í ljós í glugga á stóru vöruhúsi, en þaðan blasti bifreið forset- ans við.“ Kostningaferð í Texas. Kennedyhjónin voru í kosn- inga ferð um Texas, en Jo(hn- son, sem nú hefur tekið við forsetaembætti, er þaðan ættað- ur. Ætlunin var, að ferðin tæki þrjá daga, og var föstudagurinn 22. nóvember, sá örlagaríki dag- ur, annar dagur ferðarinnar. — Kennedy hafði samið ræðu, sem hann hugðist flytja skömmu síðar, að ökuferðinni lokinni, og segir í fréttum, að þar hafi hann ætlað að svara gagnrýnend um sínum í hópi öfgafullra Jolin B. Connolly. íhaldsmanna. (sjá grein annars- staðar í blaðinu). — Ekki er laust við, að sumar fréttastofur andi köldu til þeirra manna, sem valdið hafa forsetanum og stjórn Bandaríkjanna erfiðleik- um, vegna kynþáttamálanna. í einni fréttastofufregn segir: — „Dallas er talin vera háborg fjár- mála og íhaldssamra skoðana . . . það var hér, sem hrækt var á Adlai E. Stevenson, 24. október, er hann flutti ræðu um Samein- uðu þjóðirnar.“ Fyrstu fregnirnar um viðbrögð austan járntjalds bárust um það bil hálfri stundu eftir að kunn- ugt var um lát forsetans. — „TASS“-fréttastofan skýrði frá því, að John F. Kennedy, for- seti Bandaríkjanna, hefði verið myrtur, sennilega af mönnum „yzt til hægri“. Sex ráðherrar Kennedys voru utan Bandaríkjanna, er árásina á hann bar að höndum. Höfðu þeir verið í Honolulu fyrr um daginn, en höfðu lagt af stað til Japan um hálfri annarri klukku- stund áður en þeim barst til eyrna, hvernig komið væri. Vár flugvél þeirra þegar snúið við, og munu þeir hafa haldið til Washington, án tafar. í þeirra hópi voru Dean Rusk, utanríkis- ráðherra, atvinnumálaráðherra, Willard Witz, innanríkisráð- herra, Stewart Udall, og land- búnaðarráðherra, Orville Free- man. í för með ráðherrunum voru yfirmaður efnahagsráðs forsetans, Walter Heller, og Pierre Salinger, blaðafulltrúi forsetans. Það er haft til marks um áhrif þau, sem fregnin um frá- fall forsetans hefur haft vestra, að stundarkorni eftir að um and- látið varð kunnugt í Washing- ton, var kirkjuklukkum í nágrenni Hvíta hússins hringt. Skömmu síðar tóku fótgangandi að streyma að Hvíta húsinu, og stóð fólkið þar þögult, eins og til að votta góðum leiðtoga virðingu sína. Frú Jaqueline Kennedy, sem var við hlið manns síns, er morð- ið bar að höndum, er sögð hafa haldið stillingu sinni, þótt hún hafi virzt vera í nokkurs konar leiðslu. Sjónarvottar segja, að hún hafi reynt að lyfta höfði manns síns, eftir að það féll í kjöltu hennar. Rann blóð hans í kjöltu hennar, sem var alblóðug ur, er komið var til sjúkrahúss- ins. Er lík Kennedys var flutt á brott, stóð hún við útgang sjúkra hússins, hæglát, en starandi. Fá vitni voru þó að því, er líkið var flutt brott, enda hafði lögreglan vísað fólki burt. „Vissum, að lífi hans yrði ekki. bjargað". Dr. Malcolm Perry, skurðlækn ir við sjúkrahús það í Dallas, sem forsetinn var fluttur í, sagði við fréttamenn í kvöld: „Við vissum strax, að lífi forsetans yrði ekki bjargað. Það var Ijóst, að hann var mjög alvarlega særður, er komið var með hann hingað. Hann var bæði með sár á hálsi og höfði.“ Læknirinn gat þó ekki gefið fréttamönnum nánari skýringar á því, hvort um hafi verið að ræða eina eða tvær kúlur, sem sárunum hafi valdið. Perry skýrði nokkuð frá því, hvernig reynt hafði verið að bjarga lífi forsetans. Hann sagði, að eitt af því fyrsta, ef frá er talin blóðgjöf, sem gert hefði verið, hefði verið að opna barka hans, til að auðvelda öndun. — Síðan var honum gefið súrefni, en allt kom fyrir ekki. Það kom í Ijós, skömmu eftir að farið var að rita um morðið á forsetanum, að börn hans tvö, Caroline og John, eiga afmæli næstu daga. Hún verður sex ára nk. miðvikudag, hann þriggja ára á mánudag. í nótt höfðu þau enn eigi fengið vit- neskju um lát föður síns. Jaqueline Kennedy hefur ekki komið opinberlega fram með manni sínum undanfarna mán- uði, enda hefur hún notið hvild- ar eftir barnsburð. Sú för, sem forsetinn hafði nú farið í, var að nokkru leyti farin í þeim tilgangi að efla og styðja demó- krataflokkinn, fyrir næstu for- setakosningar. Hafði frúin ekki farið með manni sínum í slíkt ferðalag síðan 1960, er Kennedy sóttist eftir að komast í framboð fyrir flokk sinn. Flestum mun kunnugt, að þau hjónin misstu son sinn nýfæddan í sumar, en hann hafði fæðzt með skemmd öndunarfæri. Fráfall forsetans er því annað dauðsfallið í fjölskyld unni á skömmum tíma. Er Johnson sór embættiseið sinn, var Jaqueline Kennedy viðstödd, ásamt flestum þeim, sem voru í fylgdarliði forsetans. Að þeirri athöfn lokinni héldu Johnson forseti og frú Kennedy beint til Washington. Er Johnson kom til flugvallar- ins í Washington, ræddi hann við fréttamenn. Var hann mjög sorgmæddur á svip, og hélt þéttingsfast um konu sína, er hann sagði: „Þétta er sorgíegur tími. Þjóð vor hefur orðið fyrir miklu áfalli, og svo hef ég. . . Ég mun reyna að gera mitt bezta, með ykkar hjálp og Guðs.“ Síðan steig hann í þyrlu þá, er flutti hann tii Hvíla hússins. Forsetaheimsókninni er lokiö — forsetahjónin halda nú norður d bóginn, og koma heim 3. des. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins, London, 22. nóv. — AP — HERRA Ásgeir Ásgeirsson, forseti, og frú hans, Dóra Þór- hallsdóttir, eru nú í þann veg- inn að ljúka opinberri heim- sókn sinni á Bretlandi. Nugent lávarður, fulltrúi Elizabetar II, Bretadrottning- ar, kvaddi í dag forsetahjón- in, en á Bretlandseyjum munu þau dveljast til 3. desember. Forsetahjónin halda nú norð ur á bóginn frá London, og munu heimsækja háskóla, m. a. háskólana í Leeds og Edin- borg. Samferðamenn forsetahjón- anna halda heim á næstunni, og flestir, þ.á.m. utanríkisráð- herra, Guðmundur í. Guð- mundsson, og frú hans, munu koma til íslands nokkru á und an forsetahjónunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.