Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 24
Valt með ! 7000 lítra I mjólkur Afcureyri, 22. nóv. t GÆR valt mjólkurbifreið vestur á Þelamörk fullhlaðin mjólkurbrúsum. Orsók þessa atburðar var snjóblinda ogl mikil ófærð af völdum snjóa á veginum. Um 7 þúsund lítrar mjólkur voru á bílnum, sem var trukk Tur með drifi á öllum hjólum. Fór öll mjólkin niður. Hrutu brúsarnir út um þak geymslu- skýlisins. Slys varð ekki á mönnum Kastaði sér út um glugga TJM KL. 16.30 í gærdag var slökk'viliðið kvatt að Melbraut 59, en þar var eldur í rishæð steinhúss með timburéttingu. Á sama tíma var beðið um sjúkra- bifreið til að flytja konu, Sól- veigu Andersen, er slasast hafði í brunanum. Konan var stödd í risinu er eldurinn kom upp og bjargaði sér út um glugga. Var hún brunnin á höndin og fót- um og talin hafa fótbrotnað við fallið er hún kastaði sér nið- ur. Eldsupptökin eru ókunn, en að staða til slökkvistarfs var góð og tók um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir á hújsinu urðu miklar. Lyndon B. Johnson sver embættiseið sinn, tæpum tveimur klukkustundum eftir að Kennedy lézt af skotsárum. Frú Kennedy, til hægri, var viðstödd. Angist hennar má greinilega sjá á svip hennar. Harmur um heim allan Æðstu þjóðhöfðingjar jafnt sem fólkið á götunni láta ■ Ijós hryggð sina NTB. — 22. nóvembtr: — Fregnin um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta barst eins og eldur í sinu um víða veröld, um Bandaríkin, Evrópulöndin, Af- ríku, Suður-Ameríku, Austur- lönd og Ástralíu. Fólk trúði vart sínum eigin eyrum, er útvörp og sjónvörp stöðvuðu útsendingar sínar til að segja þessi hörniu- legu tíðindi. Æðstu þjóðhöfðingj ar jafnt sem fólkið á götunni, Árshátíð í Hafnarfirði ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldin í kvöld í samkomuhúsinu að Garðaholti og hefst kl. 9 e. h. Ræðu flytur Bjarni Bene- diktsson, forsæt- isráðherra. Þá skemmtir Ómar Ragnarsson, en auk þess verð- ur dans. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnaríirði í dag kl. 3—5 e.h. Bifreiðar verða frá Sjálfstæð- ishúsinu kl. 8.30 e.h. að sam- komuhúsinu, og að lokinni skemmtuninni til Hafnarfjarðar. lét í ljós hryggð sina og samúð með fjölskyldu forsetans og bandarísku þjóðinni. • Forsætisráðherrar Norður- landa lýstu yfir hryggð sinni. Friðrik Danakonungur sendi sendiherra Bandaríkjanna sam- úðarskeyti og Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í ávarpi, að Kennedy, for- seti, hefði staðið sem hinn sterki ungi fonustumaður hins vestræna heims, og að það væri óskiljanlegt, að hann skyldi þurfa að deyja á þennan hátt. Árásin á Kennedy setti svartan blett á vora tíma. Með Kennedy hefði bandaríska þjóðin misst sinn mesta stjórnmálamann. • Einar Gerhardsen, forsætis- ráðherra Noregs, lýsti sam- úð sinni og norsku þjóðarinnar með frú Kennedy, börnum henn ar og allri bandarísku þjóðinni. Við bárum traust til hans í því háa og mikilvæga embætti, sem hann gegndi. Við trúðum á vilja hans til að halda réttlæti og frið, og á hæfileika hans til að jafna ágreining í heiminum, sagði Gerhardsen. • Tage Erlander, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði: — Fráfall Kennedys er hræðilegt áfall, ekki aðeins fyrir banda- rísku þjóðina, heldur einnig fyr ir okkur öll sem trúum á þær hugsjónir, sem Kennedy fylgdi. og samúð • Urho Kekkonen, Finnlands- forseti, sendi strax samúðar- skeyti til frú Kennedy. Og þing- menn finnska þingsins risu úr sætum sínum og vottuðu Kenne dy virðingu sína með mínútu þögn. • Fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna stóðu kringum útvarp- ið og margir höfðu tárin í augun um. Á allsherjarþinginu risu full trúar frá 111 þjóðum á fætur í virðingarskyni við hinn látna forseta. Carlos Sosa-Roderiques, forseti þingsins, og U. Thant, framkvæmdastjóri samtakanna, lýstu hryggð sinni við fráfall forsetans. öllum fundum alls- herjarþingsins var frestað, og fánar aðildarríkjanna dregnir í hálfa stöng. • Páli páfa VI varð mikið um er honum barst fregnin um fráfall Kennedys forseta, og hann dró sig í hlé til að biðja í ein- rúmi fyrir forsetanum. Skömmu seinna tilkynnti Vatikan útvarp ið, að páfinn hefði lofað mjög störf Kennedys fyrir gjörvalt mannkyn, störf þessa fyrsta rómversk kaþólska forseta Banda ríkjanna. Þá sagði útvarpið, að páfinn myndi láta syngja sálu- messu í fyrramálið. • Elísabet drottning og Sir Alec Douglas-Home sendu fjölskyldu Kennedys forseta samúðarskeyti. Forsætisráðherr- ann var staddur í Arundelhöll, er honum barst fréttin og hélt hann strax til London. Þar minntist hann m.a. í sjónvarpsviðtali hins látna forseta, sem hann lofaði mjög, sagði, að Kennedy hefði verið ungur, glaður og hugrakk ur stjórnmálamaður, sem hefði borið á herðum sér vonir alls heimsins. Hann kallaði hann mann friðar og mikillar trúar og sagði, að þeir, sem eftir lifðu ættu að taka hann sér til fyrir- myndar vegna vonar hans og trú ar. Fregnir frá æðri stöðum í Bretlandi telja, að fráfall Kenne dys sé mikið áfall fyrir vestræna samvinnu og allan hinn frjálsa heim, og segja, að dauði hans geti skapað Sir Alec Douglas- Home mikla erfiðleika, en hann átti að hitta forsetann innan skamms, og er sagt, að hinn nýi forsætisráðherra byggi utanrikis stefnu sína á hinu bætta sam- bandi við kommúnistalöndin. • Churchill, fyrrverandi for- sætisráðherra, sagði, er hann heyrði fregnina: — Bandaríkin hafa misst mikinn stjórnmála- mann og vitran og hugrakkan mann. Að honum er óendanlegur missir fyrir Bandaríkin og allan heiminn. Einnig létu leiðtogar verkamannaflokksins, þeir Har old Wilson og Denis Healy í ljós hryggð sína við fráfall forsetans. • Forseti Frakklands, Charles de Gaulle, flutti stutt ávarp, þar sem hann sagði m.a. — Ken- nedy forseti dó eins og hermað- ur, í skothríð, að skyldustörfum og í þjónustu lands síns. í nafni frönsku þjóðarinnar, sem ávallt er í vinfengi við bandarísku þjóð ina, votta ég fordæmi hans og minningu virðingu. Fregnin um dauða Kennedys hafði mikil Framh. á bls. 23. Somúðarkveðjur iorseto íslonds 09 ntonríkisrdðheirn FORSETI íslamds. hr. Ásgeir Ásgeirsson, sem staddur er í London, að lokinni opinberri heimsókm til Bretlands, sendi í kvöld Lyndon B. Johnson, forseta Bandariikjanna, sam- úðarkveðjur, pegna fráfalls Kennedys, Bandaríkjaforseta, og bað hamn votta frú Kennedy og bandarísku þjóð- inni dýpstu hluttekningu. Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðharra, sem er með forsetahjónunum, hefur einnig sent Dean Rusk, utamríkisráðherra Bandarikj- anna, samúðarkveðjur, vegna hins skyndilaga fráfalis Kenne dys, forsete.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.