Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 1
24 siðu? 50 Líkfylgd Kennedys Bandaríkja forseta heldur frá þinghúsinu í Washington. Fleiri myndir frá útför forsetans eru á bls. 10. Johnson hvetur Bandaríkjaþing til að heiðra minningu Kennedys með samþykkt mannréttindafrumvarps hans Washington, 27. nóv. NTB-AP * LYNDON B. JOHNSON, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag þingið til þess að heiðra minningu Johns F. Kennedys, forseta, með því að sam- þykkja frumvarp hans um jafnrétti allra borgara Banda- ríkjanna. ■Jc Johnson hélt í dag fyrstu þingræðu sína sem forseti Bandaríkjanna og á hana hlýddu fulltrúar heggja þing- deilda. Forsetinn lagði á- Dallas 27. nóv. (NTB-AP). EINN lögfræðinga Texasrxkis, Wiliiam Alexander, skýrð'i frá því í dag, að á heimili Lees H. Oswalds, sem ákærður var fyrir morðið á Kennedy Bandaríkja- forseta, hafi fundizt bréf, sem sönnuðu starfsemi hans í þágu kommúnista. Ekkert í bréfum þessum benti þó til þess að sam- særi hefði verið gert gegn Kennedy. Starfsmenn bandarísku ríkis- lögreglunnar (F.BJ.) vinna nú að rannsókn morðs Kennedys og Lees H. Oswalds. í dag sendi ríkislögreglan dómsmálaráðu- herzlu á, að Bandaríkin myndu halda áfram á þeirri braut, sem Kennedy markaði. Bandaríkjamenn myndu ekki gera hlé á baráttu sinni í þágu friðarins og standa við allar skuldbindingar sínar við bandamenn sína. Forsetinn sagði að haldið yrði áfram aðstoð við vanþró- uð ríki og rniðað , að því að auka utanríkisverzlunina. — Hann skoraði á þingið að samþykkja frumvarp Kenn- neyti Bandarikjanna skýrslu um rannsóknirnar. Gert er ráð fyrir, að dómsmálanefnd Öldungadeild ar Bandaríkjaþings hefji yfir- heyrslur vegna morðanna í byrj- un næsta mánaðar. Fregnir herma, að í skýrslunni, sem dómsmálaráðuneytinu hefur borizt, séu upplýst ýmis atriði varðandi vopnið, sem morðingi forsetans notaði og haft er eftir óreiðanlegum heimiidum, að þar sé fullyrt, að enginn vafi leiki á því að Oswald hafi myrt foxset- ann. Lögreglan í Dallas lét í dag í ljós undrun yfir fregn, sem birt- edys um skattalækkanir, kennslumál og aukna atvinnu möguleika. Þingmenn fögnuðu ræðu Johnsons, en fulltrúar Suður- ríkjanna tóku ekki þátt í lófa- takinu, sem glumdi, er forsetinn skoraði á þingheim að samþykkja frumvarpið um jafnrétti hvítra manna og þeldökkra. Forsetinn var 27 mínútur að flytja ræðu sína, var henni útvarpað og sjón- varpað í mörgum löndum heims. Tass-fréttastofan flutti úrdrátt úr ræðu forsetans og hafði langa kafla orðrétt eftir honum. ist í gær í franska blaðinu Paris- Presse, en þar stóð, að blaðið hefði undir höndum kvikmynd, sem sýndi, að skotið hefði verið úr tveimur byssum á Kennedy forseta. Ríkislögreglan sagði einnig, að henni hefði ekki bor- izt vitneskja um að slík kvik- mynd hefði verið tekin. Talsmenn lögreglunnar í Dail- as fullyrða, að unnt hafi verið að skjóta þremur skotum á nokkr um sekúndum úr byssunni, sem talið er að Kennedy hafi verið myrtur með, en aðrir sérfræð- ingar hafa látið í ljós þá skoð- un, að slíkt sé ókleift. Talsmaður ríkislögreglunnar sagði í dag, að rannsóknin í Dall- Framhald á bls. 23. Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gerðu góð- an róm að ræðu Johnsons og margir þeirra voru sammála um, að hún hefði verið uppörvandi. Hér á eftir fer ræða Johnsons: • KENNEDY LIFIR I HUGUM ALLRA MANNA Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, hóf ræðu sína á eftirfarandi orðum: „Ég gæfi glaður allt, sem ég á, til þess að þurfa ekki að standa hér í dag. Viðurstyggilegasti verknaður vorra tíma hefur svipt mesta leið toga vorra tíma lífi. En John Fitzgerald Kennedy mun lifa í hinum ódauðlegu orðum sínum og verkum. Hann lifir í hugum allra manna og hjörtum þjóðar sinnar. Tjón okkar hryggir okk- ur meir en orð fá lýst, en við get- um ekki fundið nægilega sterk orð til þess að lýsa þeim ásetn- ingi okkar, að Bandaríkin haldi Framh. á bls. 2. Washington 27. nóv. (AP-NTB) TALSMAÐUR bandarísku ríkis- lögreglunnar (F.B.I.) skýrði frá því í dag, að hún hefði verið vöruð við því, að tilraunir yrðu gerðar til þess að ráða de Gaulle Frakklandsforseta, og Cabell, Börn í Kína fögnuðu morðinu á Kennedy VIÐBRÖGÐ manna í Alþýðu- Iýðveldinu Kína við fráfall Kennedys, forseta, og embætt- istöku Johnsons, eru yfirleitt á einn veg. Hefur kommúniska frétta- stofan „Hsinhua“ lýst því yfir, að Johnson muni halda áfram „blekkingarstefnu Kennedys". I»á herma fregnir frá höfuð- borginni Peking, að skólabörn hafi fagnað ákaflega, er þeim barst fréttin um morð forset- ans. Hefur hann árum sajnan verið lýstur fjandmaður friðar og mannkyns í Alþýðulýðveld inu. Blöð í Kína, þar á með- al helztu málgögn kommún- istaflokks landsins, sögðu frá morðinu á forsetanum í 300 orða langri fréttaklausu á inn síðum. Á forsíðum birtu þau hins vegar 600 orða útdrátt úr ævi forsetans, og var sú frá- sögn skreytt teiknimyndum af forsetanum, þar sem hann er sýndur ljótur og þungbúinn. Ummæli „Hsinhua“-frétta- stofunnar um Johnson forseta, eru á þann veg, að hann muni halda áfram „blekkingastefn- unni“, og segir hann trúa á ,tvöfeldnislega andbyltinga- stefnu“, og ætli sér að styðj- ast við hana. Lögð er áherzla á stefnu Johnson gegn'Kúbu, og sagt, að sé að marka orð Johnsons, muni hann ekki hætta fyrr en „kommúnisminn hafi verið rekinn frá Kúbu og Suður- Ameríku". í>á er vikið að fjandskap Johnsons við Alþýðulýðveldið Kína, og sagt, að hann komi bezt fram í stuðningi hans við þjóðernissinna á Formósu. Sumar frásagnir og mynd- ir, sem birzt hafa í blöðum á meginlandi Kína, þykja með fádæmum ósmekklegar og við bjóðslegar. Verkalýðsblaðið „Kungjen Jih Pao“ birtir t.d. teiknimynd af Kennedy, þar sem hann liggur skotinn, með andlitið við jörðu. Um John- son sagði í því blaði, að hann sé „milljónamæringur, full- trúi ríkra olíubraskara í Suð- urríkjunum og stórkapitalista í Norðurríkjunum.“ Sendimaður hlutlauss ríkis i Peking hermir, að Kínverji í starfsliði sínu hefði sagt, þeg- ar hann frétti um lát Kenn- edys: „Þetta eru góðar fréttir. Hann var sannarlega vondur maður“. borgarstjóra í Dallas, af dögum við útför Kennedys forseta. Lögreglan sagðist hafa gert sérstakar öryggisráðstafanir : vegna þessara upplýsinga, en - ekkert hefði komið fyrir, sem j benti til þess að myrða ætti de Gaulle og CabelL Bréf frá þekktum kommúnistum finnast hjá Oswald Atti að myrða de Gaulle?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.