Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID Fimmtudagur 28. nóv. 1963 Jón Sigurðsson Sigfús. KOMMÚNISTAR hafa nú, eins og undanfarin ár, lagt fram lista við stjórnarkjör í Sjómanna félagi Reykjavíkur, en kosning hófst s.l. mánudag. Lýðræðissinn ar munu nú sem fyrr koma í veg fyrir valdatöku kommúnista í félaginu. Listi trúnaðarmannaráðs félagrs ins er A-listi og er hann skipað- ur þessum mönnum: Formaður: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1. Varaformaður: Sigfús Bjarna- son, Sjafnargötu 1. Ritari: Pétur Sigurðsson, Tóm- asarhaga 19. Gjaldkeri: Hilmar Jónsson, Nesvegi 37. Varagjaídkeri: Kristján Jó- hannsson, Njálsgötu 59. Meðstjórnandi: Karl E. Karls- son, Skipholti 6. — Johnson Framhald af bls. 1. áfram á framfarabrautinni, sem hann markaði. Draumurinn um að sigra óend- anleika himingeimsins, draumur- inn um samstarf þjóða beggja vegna Atlantshafs og beggja vegna Kyrrahafs, draumurinn um friðarsveitir í vanþróuðum löndum, draumurinn um mennt- un okkar eigin ungviðis, draum- urinn um starf Jianda öllum, daumurinn um aðhlynningu hinna öldruðu, draumurinn inn baráttu gegn geðsjúkdómum og síðast en ekki sízt draumurinn um jafnrétti allra Bandaríkja- manna án tillits til kynþátta eða litarháttar, hefir færzt nær veru- leikanum, vegna elju og festu Kennedys forseta." • HUGREKKI f FRIÐI, ÞREK Á HÆTTUSTUND Hinn nýi Bandaríkjaforseti sagði, að undir forystu Johns Kennedys hefði þjóðin sýnt hug- rekki í leit að friði og þrek til þess að horfast í augu við styrjaldarhættu — Hún hefði sýnt, að hún væri traustur og góður vinur þeirra er frið og frelsis leituðu, en gæti verið hættulegur óvinur þeim, sem ekki vildu ganga veg friðarins en leggja ok á aðra menn. Þjóðin myndi standa við skuld bindingar sínar frá Vestur-Berlín til Suður-Vietnam og halda á- fram að vinna að varðveizlu frið- arins, standa föst fyrir gegn and- stæðingum sínum, en örlát og trygg samherjum sínum. Forsetinn sagði, að á þessari öld gæti enginn tapað á friði og enginn sigrað í styrjöld. Banda- ríkin yrðu að viðurkenna nauð- syn þess að samræma afl sitt og þolgæði, og þjóðin yrði að vera reiðubúin að sýna á sömu stundu staðfestu og tilslökun, þegar hagsmunir hennar krefðust þess. • BERJUMST GEGN FÁTÆKT OG EYMD. „Þessa braut munum við ganga“, sagði forsetinn, og hélt áfram: „Þeir, sem ögra okkur munu finna styrkleika okkar og Fétur. Hilmar. Meðstjórnandi: Pétur H. Thor- arensen, Laugalæk 6. Varamenn: Óli Bárðdal, Rauðalæk 59. Jón Helgason, Hörpu- götu 7. Sigurður Sigurðsson, Gnoðarvogi 6. Allir þessir menn eru nú í stjórn félagsins, nema Pétur H. Thorarensen, háseti á m.s. Gull- fossi. Pétur er ungur maður og efni- legur, vel látinn af félögum sín- um og hefur traust þeirra, eins og í ljós kom, þegar hann var sérstaklega valinn úr hópi far- manna til þess að vera, ásamt stjórn félagsins, í samninganefnd. Aðra á A-listanum er óþarft að kynna, þar sem í hlut eiga menn er um fjölda ára hafa staðið í sannfærast um einlægni hennar. Við munum sýna að hinn sterki getur verið réttlátur þó hahn sýni styrkleika sinn og hinn réttláti getur venð sterkur í vörn málstaðar síns. Við munum halda áfram baráttunni gegn fátækt og eymd í heiminum og þjóna landi okkar sem einn rnaður." Johnson sagði, að Bandaríkja- menn yrðu að standa samein- aðir, þó að þeir hefðu ólíkar skoðanir og styðja aðgerðir, sem væru réttlátar og miðuðu í fram faraátt. „Kúla úr byssu morðingja lagði hinar þungu byrðar for- setaembættisins á herðar mér. Ég er hingað kominn í dag til þess að biðja yður um aðstoð. Ég get ekki borið þessar byrð- ar einn. Ég þarfnast aðstoðar allra Bandaríkjamanna. Þjóðin hefur orðið fyrir miklu áfalli og á þessu augnabliki er það skylda okkar, stjórnar Banda- ríkjanna, að bægja frá óviss- unni og sýna, að við getiun starfað af festu. Hið skelfilega fráfall leiðtoga okkar mun ekki veikja okkur heldur auka styrk okkar.“ • „VIÐ SKULUM HALDA ÁFRAM“. Forsetinn sagðist siðan vilja gera öllum heimi kunnugt, að stjórn hans myndi styðja Sam- einuðu þjóðimar af heilum hug, halda skuldbindingarnar við bandamenn sína, standa vörð um hermátt Bandaríkjanna, auka utanríkisverzlun og halda áfram aðstoð við ríki Afríku, Asíu og Suður-Ameriku.“ Johnson vitnaði í ræðuna, sem Kennedy flutti er hann tók við forsetaembætti 1961, en þá hvatti hann þjóð sína og sagði: „Við skulum hefjast handcf". En í dag sagði Johnson: „Við skul- um halda áfram. Þetta er okk- ar hvatning. Við megum ekki hika, ekki hægja ferðina, ekki snúa við og halda til baka á þessu örlagaríka augnabliki. — Við verðum að halda áfram.“ „Engin minningarorð eða lof- ræða gæti heiðrað minningu Johns Kennedy á verðugri hátt en samþykkt írumvarps hans Kristján. Karl. Pétur Th. Óli Bárffdal. Jón Helgason. Sigurður. baráttu fyrir málefnum sjó- manna. Sjómenn eiga ekki erfitt val, þegar litið er til þess, að þeir, sem mest ber á, á B-listanum, eru þeir Árni J. Jóhannsson, sem flestir sjómenn þekkja, svo og Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson. Kosið er alla virka daga kl. 3—6 e.h. í skrifstofu félagsins. Sjómenn: Sláið skjaldborg um félag ykkar! Kjósið A-listann! X A um jafnrétti allra borgara Banda ríkjanna," sagði Johnson. — „Það hefur verið rætt nóg um jafnrétti í þessu landi. Við höf- um talað í hundrað ár og jafn- vel lengur, og nú er tíminn kom- inn til þess að hefja nýan kafla, sem ritaður verður í lagabæk- urnar.“ Johnson hvatti þingheim einn- ig til þess að samþykkja frum- varp hins látna forseta um skattalækkanir. Hann lagði áherzlu á, að nú mætti ekki hika. Hefja yrði framkvæmdir, sem miðuðu t.d. að bættri mennt un Bandaríkjamanna, aukningu atvinnumöguleika þeirra, að- stoð við erlend ríki og gera yrði lýðum ljóst að Bandaríkja- menn hygðust standa við skuld- bindingar sínar við allar þjóðir og slaka hvergi á í stjórn utan- ríkismála sinna. Ynni þingið í þessum anda ætti það vissan stuðning framkvæmdavaldsins. • „BINDUM ENDA Á HATUR . . . Síðan sagði Johnson: „Dauði Johns Kennedys krefst þess, sem líf hans var helgað, fram- sækni Bandaríkjanna. Tími er kominn til þess að Bandaríkja- menn af öllum kynþáttum, trú- arbrögðum og stjórnmálaskoð- unum skilji og virði hver ann- an. Bindum enda á hatur, ill- vilja og ofbeldi, snúum baki við öfgastefnum hvort sem þær eru yzt til vinstri eða yzt ti! hægri, snúum baki við mönnum, sem ala á biturleik og kreddum, þeim, sem brjóta lögin og þeim, sem hella eitri í æðar þjóðar vorrar. Ég vona af heilum hug að sársauki og kvöl þessara hræðilegu daga tengi okkur alla vináttuböndum og þjóðin sam- einist í sorg sinni. Við skulum sanna, að hvorki líf Johns Fitz- geralds Kennedys né dauði hans hafi verið til einskis." Johnson bað þingheim að sam- einast í bæn til guðs og endaði ræðu sína á erindi úr banda- ríska þjóðsöngnum. Amelita Callicurci látin Kalifomíu 27. nóv. AP. HIN heimsfræga óperusöng- kona Amelita Callicurci lézt i dag á heimili sinu í Kali- fomíu 81 árs aff aldri. Amelita fæddist í Milanó á Ítalíu. Hún fékk snemma áhuga á tónlist og tók að læra píanóleik affeins fimm ára gömul. Fjölskylda hennar var fátæk og gat ekki styrkt hana til söngnáms. Fram til 1909 vann hún fyrir sér meff píanókennslu og meff því aff líkja eftir frægum söngvur- um. Þaff var á heimili Piertos Mascagni, höfundar „Cava- leria Rustikana", sem söng- hæfileikar Amelitu voru upp- götvaffir, en þar söng hún fvr ir fámennan gestahóp lög úr hlutverki Gildu í Rígólettó. Meffal gestanna var ráffning- arstjóri óperuhúss, sem ætl- affi aff setja Rigólettu á svið, en vantaffi góffa söngkonu, sem ekki krafffist of hárra launa. Hann réffi Amelitu til þess aff syngja hlutverk Gildu. Frá þvi aff Amelita kom fyrst fram i hlutverki Gildu jókst frægff hennar mjög og hún söng í óperuhúsum víða um heim. Hún söng viff Metropolitan-óperuna í New York frá 1924 til 1930, en þá tók hún aff kenna meinsemd- ar í hálsi. Þó fór hún nokkr- ar söngferffir eftir þaff, en 1934 hætti hún alveg aff syngja. Amelita var búsett í Banda ríkjunum frá 1916 og í Kali- forníu hefur hún búiff frá 1948. Kona verður íyrir bíl og fótbrotnar í GÆRMORGUN varð slys á vegamótum Nóatúns og Lauga- vegar. Það skeði með þeim hætti að lítil fólksbifreið kom suður Nóatún og inn á gatnamótin á réttu Ijósi og beygði vestur Laugarveginn. Ökumaður sagðist ekki hafa tekið eftir konu, sem var á gangbrautinni suður yfir Laugaveginn vestan gatnamót- anna, fyrr en á því auignabliki að konan varff fyrir bifreiðinni. Bíllinn dældaðist lítið eitt. Konan var fluitt á Slysavarð- stofuna en síðan á Landakots- spítala. Var bún fótbrotin. UM hádegi í gær var djúp lægð (um 965 millibar) norð- an íslands. Grænlandsloft streymir nú hingað vestan yfir Blaðafulltrúi Johnsons þel- dökkur Helsingfors, 27. nóv. (NTB) SENDIHERRA Bandaríkjanna i Helsingfors, Carl T. Rowan, var í dag útnefndur blaffafulltrúi Lyndons B. Johnsons, forseta Bandarikjanna. Rowan sagffi, aff útnefningin hefffi komið mjög á óvart. Ilann hefffi rætt viff Johnson í siira fyrir tveimur dögum og þá hefffi ekki veriff á þetta minnzt. Row- an er þeldökkur. Amerískur píanóleikari á vegum Tónlistar félagsins AMERÍSKI píanóleikarinn Dani- el Pollack er kominn til lands- ins á vegum Tónlistarfélagsins og heldur hér tvenna píanótónleika, í kvöld kl. 7 og á laugardag kL 3 e.h. í Austurbæjarbíói, fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Daníel Pollack er í þeim hópi yngstu tónlistarsnillinga Banda- ríkjanna, sem einna mest lof hafa fengið, hvar sem þeir hafa kom- ið fram. Á það jafnt við um Moskvu og Varsjá og ýmsar borgir Vesturheims. Á tónleikunum hér leikur Poll- ack verk eftir Schubert, Menotti, Brahms, Schriabin, Szyman- owsky og Samuel Barber. Grænlandshaf og var hitinn á veðurskipinu Alfa -í-3 stig. Er búizt við útsynningsveðri og hita um frostmark hér vestan lands. /( Stjómarkosning í Sjómannafélagi Reykjavíkur Listi lýðræðissinna A-listi r/* NA rSlnófoA* Sn/Umt I y SV SQhnútan * ÚH ***" 17 Skúrír í Þrumur KukhokH HiUshH H Hmt 1 LjLsíIJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.