Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. nóv. 1Í63 MORGUNBLAÐIO 3 SIGURÐUR Benediktsson heldur listmunauppboð, Ann- álsbrot í myndum eftir Jóhannes S. Kjarval, kl. 5. í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Verða eingöngu seldar mynd ir eftir Kjarval, 35 talsins. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins heimsótti Sigurð í gær í Súlnasalinn, þar sem myndirnax hafa verið til sýn- is undanfarna daga, var held- ur kuldalegt útsýni út um bogadregna gluggana. Hríðar veður var og kaldL — Ég vona, að það verði pelsaveður á morgun, segir Sigurður. Uppboðin ganga allaf bezt, þegar kalt er, og konurnar geta sýnt pelsana sína. Við lítum nú á myndirnar, en þær eru frá ýmsum ævi- skeiðum. meistarans, málaðar allt frá 1916 til 1963. — Hér sérðu Kjarval af öllum áttum, segir Sigurður. T.d. eru hér tvær blóma- myndir og þarna er stór túss- Hiuti af „Eflir stórrignmgu". (Vatnslitir og gull, 49x61) Annálsbrot í myn eflir Jóhannes 8. Kjarval blekteikning af Hraundranga í Öxnadal, þar næst er stærsta tíglamynd, sem ég hef selt eftir Kjarval, hún heitir Eks- panótisk artifisjón af lands- lagL Þarna eru nokkrar fanta- síur, — eiginlega vantar ekk- ert annað en stóru landlags- myndirnar. — Þessa skulum við skoða svolítið nánar, heldur Sigurð- ur áfram. Hún heitir Systra- stapL Þarna sitja systurnar þrjár undir klettinum^ tvær klæddar og ein nakin. í hamr inum sjáum við fjölda fólks, verkamann, fyrirsætu, íþrótta mann, eldabusku o.m.fl. Á himninum eru mannverur og einnig í blómaskrúðinu neðst á myndinni. Ég skal segja þér eitt, Kjarval teiknar ekki þess ar verur, þær verða til af sjálfu sér, þær koma óvart Það er alltaf svona með Kjar- val, mannverurnar safnast að honum á einhvern óskiljan- legan hátt. Ég geri mér grein fyrir því, að ég er að boða andatrú, en svona er þetta samt. — Það er engin tilviljun, að Kjarval skuli vera vinsæl- asti málari þjóðarinnar. Hann er betur undir búinn en aðr- ir, hann er óvenju vel mennt aður málari, — og óvenju vel menntaður maður. Myndirn- ar, sem hér eru, sýna mjög vel fjölbreytnina í vinnubrögð um Kjarvals, og hvernig hann tekur á verkefnunum. Sumir perferktionistar eiga eflaust eftir að kalla þessar myndir „sketehes', en betur væri um mörg málverk, að þau hefðu aldrei orðið annað. Ein myndanna, Vængbrot- inn már, er ómerkt, svo að Sigurður fer með hana til Kjarvals til að fá úr þessu bætt. Slæst ég í för með hon- um. Við hittum meistarann í vinnustofu sinni. — Eruð þið ekki gáfaðir í dag? Jú, þið hljótið að vera gáfaðir í dag. En mikið eru nú annars margir gáfaðir úti í heimi Mér finnst þessu allt of ójafnt skipt. Mér finnst of mikill munur á gáfum manna. Listamenn verða að vera óskaplega gáfaðir. En taoHnmwBBMWMW það er líka púl að vera gáf- aður, alveg eins og að vera bóndi. Það' er góð mynd í Mogganum í dag eftir vin minn Ferró. Af hverju heitir myndin „Vængbrotinn már“, en ekki máfur, Sigurður? — Segir ekki í vísunni: Fugl inn i fjörunni, hann heitir már. — Jú, það getur verið, en illa lízt mér á fleirtöluna, mér finnst máfar sterkara en már- ar. Sástu Pantheon? Ef arki- tektax teiknuðu hana upp, þá væru strikin beinni og skýr- ari. Málningin rann svolítið út hjá mér. — Þeir hafa nú líka blýant og reglustiku, segir Sigurð- iu-. — Hér hefur flagnað upp úr máfamyndinnL segir Kjar- val og tekur til við að mála með ljósbláum lit svolitla hvíta skellu í myndinnL — Þetta er orðið alveg nóg, segir Sigurður. — Svo standið þið þarna og segið mér fyxir verkum, segir Kjarval hlæjandi. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem það kemur fyrir mig. Þegar ég var að mála englamynd- irnar í ævintýrabókina hans Sigurbjörns Sveinssonar, þá stóð hann yfir mér og sagði mér, hvenær honum fannst komið nóg. Af hverju ætti ekki að vera til samvinna í list eins og öðru. Stendur ekki skrifað: Betur sjá augu en auga. — Hvað vilt þú segja um myndirnar, sem Sigurður ætl- ar að selja á morgun? spyr ég- — Hann gróf þær upp úr þessu rusli, segir Kjarval og bendir yfir fjölda stranga, kassa, dívana, málverka og teikninga. Það kom til mín for vitinn maður, skyggn á eig- indir sálarinnar og dró 15 myndir upp úr þessum .köss- um, sem eru á hjólum. Hann lét strengja þær upp og inn- ramma og kom svo og sótti meira. Þetta var farið að líta prýðilega út, og vildi ég gefa Sigurði þetta, en hann tók það ekki í mál. Hann er alltaf meira fyrir að gefa en þiggja. Og svo býður hann þetta bara upp fyrir mig. Pantheon“, sem máluð var í Róm 1920. (Vatnslitir 42x59 cm). „Minni íslands“, máluð í Kaupmannahöfn 1916-17. (Olía á léreft 41x50). Magnús Jonsson tekur sæti ■ storiðjunefnd HINN 5. maí 1961 skipaði þáv. iðnaðarmálaráðherra nefnd til að kanna möguleika á því að reist yrði aluminiumverksmiðja hér á landi en ljóst var, að frum •kilyrði þess að svo gæti orðið var, að byggð yrðu ný stór raf- ojkuver, sem gætu látið í té xtæga raforku. Nefndin hefir því unnið í nánu sambandi við yfir- •tjórn raforkumála hér á landL Siðar hafa nefndinni verið fal- in ýmis önnur störf, svo sem at- hugun á byggingu kísilgúrverk- smiðju við Mývatn og markaðs- rannsóknir fyrir framleiðslu slíkrar verksmiðju og athugun á tillögum, sem fi-am hafa komið um byggingu olíuhreinsunarstöðv ar á íslandi. í nefndinni voru upphaflega skipaðir: Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sem er formað- ur nefndarinnar, Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri, Jóhann Haf stein, nú dómsmála- og iðnaðar máiaráðherra, Pétur Pétursson, forstjóri, og Sveinn Valfells, for- stjóri og Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. Er Jóhann Hafstein tók við embætti iðnaðarmálaráðherra vék hann úr nefndinni og skip- aði ráðuneytið hinn 20. þ.m. Magnús Jónsson, alþingismann, í nefndina í hans stað. (Frá Iðnaðarmálaráðu- neytinu). Grein Hall- bergs í Studia Islandica FRÉTTIN um nýjar rann- sóknir Peters Hallbergs á ís- lendingasögum og Konunga- sögum, sem birtist hér í blað- inu sl. sunnudag, vakti at- hygli. Því má bæta við að grein Ilallbergs birtist í Stud- ia Islandica, íslenzk fræði, 20. hefti 1962, en ritstjóri þess er Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor. STAKSTÍIM.U! Goð hallast á stalli Helgi Sæmundsson ritar í gær I Alþýðublaðið grein undir þess- ari fyrirsögn. Gerir hann þar að umtalsefni árásir kommúnista á Halldór Laxness fyrir síðustu bók hans, Skáldatíma. Minnir Helgi Sæmundsson á, að kommú- nistar hafi áður dáð Halldór Lax ness ákaflega. „Þeir hafa tignað sérhvert orð hans í ræðu og riti sem helgan dóm, og talið jafnvel smávægilegustu aðfinnslur í an kemst hann ið hallast á stall inum. og virðist riða til falls. Hvað kemur til? Hvaða stórviðri ,er hér á ferðinni? Svarið við þessum spurning- um leikur varla á tveim tungum. Halldór Laxness leyfir sér í ný- útkominni bók sinni, „Skálda- tíma“, að gagnrýna kommúnism- ann og stjórnarfar hans, játar sem sannleik allt það, er hann taldi lygi í hálfan fjórða ára- tug, og kveðst vitandi vits hafa þagað við öllu röngu. Og þá er kommúnistununr. auðvitað nóg boðið. Átrúnaðargoðið hafði brugðizt þeim og þá er ekki aff sökum að spyrja. Halldór Lax- ness verður á svipstundu um- deilanlegur rithöfundur, ekki aff eins þessi nýja bók hans, heldur gervallt ævistarf Nóbelsská.lds- ins.“ Reiðir vöndinn á loft Helgi Sæmundsson heldur á- fram: „Kommúnistar rifja upp þær aðfinnslur, sem áður voru þeim eitur í beinum eins og guðlast og föffurlandssvik öðru fólki, og kveða nú miklu fastar að orði en svo, aff rögstudd gagnrýni geti talizt. Gunnar Benediktsson velst síðan til þess að reiða vönd inn á Joft í Þjóðviljanunr* Hann efar skáldgáfu og stílsnilld Lax- ness og segir, að íslenzk alþýffa sé langþreytt á tilgerð hans og sérvizku. Fer sannarlega ekki á milli mála, hvað Gunnar hefur í huga: „Alþýðunni“ finnst tími til þess kominn að snúa baki viff Halldóri Laxness, ef hann heldur ekki áfram að vera kommúnism- anum þægur og góður." Þetta voru orð Helga Sæ- mundssonar. Er það í þágu bænda? Þessa stundina þykist Timinn vera einlasgur vinur íslenzkra bænda. En mundi það vera í þágu bændanna á íslandi, aff Framsóknarflokkurinn hefur undanfarin r-é'sseri stutt kommú nista af alefli í bará.ttu þeirra fyrir vaxandi dýrtíð og verð- bólgu í landinu? Mundi það vera í þágu bænda, að Tíminn hefur gert allt sem hann hefur getaff til þess aff draga úr sparifjár- myndun, og bar með möguleik- um lánastofnana til þess aff styffja nauðsynlegar framkvæmd ir í sveitum landsins? Mundi það ennfremur vera bændastétt- inni í hag, að Framsóknarmenn á Alþingi hafa s.l. 5 ár barizt gegn hverskonar viðleitni Við- reisnarstjórnarinnar til þess aff tryggja lánastofnunum landbún- aðarins fjárn-.agn og skapa bænd j um þar með möguleika til þess að byggja upp á jörðum sinum, kaupa nauðsynleg tæki og vinna ' aðrar umbætur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.