Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. nóv. 1963 Mikil framleiðni í land- búnaii síðustu árin Á FUNDI SameinaSs Alþingi í gær var framlialdið umræðu um samningu nýrrar þjóðhagsáætl- unar fyrir árin 1964—68 flutt af nokkrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Til máls tók við umræðuna Ingólfur Jónsson landbúnaðaráðherra. Að lokinni ræðu landbúnaðarráðherra var umræðu enn frestað, til næsta fundar. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði að það væri und- arleg afstað af hálfu Framsókn- armanna að halda því fram, að hægt væri að auka hagvöxt Þjóð arinnar einungis með því aftS skipa þingkjörna nefnda. En mál ið væri ekki svo auðvelt sagði ráðherrann m.a. vegna þess að í þeirri þjóðhags áætlun sem sam þykkt hefði ver ið á s.l. vori væri gert ráð fyrir að nýta alla hugsanlega möguleika til þess að auka framleiðsluna og framleiðnina. Það kæmi þjóðinni ekki að gagni að gera áætlun, sem væri ekki raunhæf. Það væri afar óhyggi- legt af einhverjum aðilda t. d. bónda eða forstjóra fyrirtækis að gera ráð fyrir meiri tekjum en sá aðili væri öruggur með að fá og gæti svo farið, að af því stafaði hreinn háski. Það væri miklu hyggilegra að gera ráð fyrir lægri tekjum, því að auknar tekjur fram yfir áætlun, kæmu að sjálfsögðu að sama gagni, þótt ekki hafi verið reikn- að að öllu leyti með þeim. Landbúnaðarráðherra sagði, að einmitt þessairi stefnu hefði verið fylgt við samningu þjóð- hagsáætlunarinnar á sínum tíma. Áætlunin gerir ráð fyrir, að í sjávarútveginum verði eins mikil aukning í skipakosti, vinnslustöðvum og öðru slíku, sem hugsanlegt væri að þjóðin hefði mannafla til að ráða við. Þjóðhagsáætlunin gerir einnig ráð fyrir að auka framleiðina með því að fullkomna vélakost frystihúsanna og fiskvinmslu- stöðva, endurbæta afkastagetu þeirra þannig, að þeim yrði auð- veldara að greiða hærra kaup en áður. Þannig væri einnig gert ráð fyrir, að iðnaður og landbún aður yrði efldur á sama hátt. Bændum vantaði 10% í tíð vinstri stjórnarinnar Landibúnaðarráðherra vék síð- an að landbúnaðarmálum, þar eð nokkrar umræður hefðu átt sér stað um framleiðni þessarar atvinnugreinar í s.l. viku. Rakti hann þróun landbúnaðarmála á síðustu árum og hvemig ástand- ið hefði verið á dögum Vinstn stjómarinmar. Þá hefði ástandið verið það alvarlegt, að bændur hefðu stundum vantað 10% af grundvallarverði mjólkur, þar eð þeir þurftu að bera hallan af þeim mjólkurvörum, er flutt- ar voru út vegna umframfram- leiðslu. Niðurstaðan, sagði ráð- herrann, hefði orðið sú, að bændur hefu byrjað að draga úr framleiðslunni og það mikið, að í ársbyrjun 1960 hefði þurft að flytja inn smjör til landsins í fyrsta sinn í mörg ár. Þessi stefna, sem réði ríkjum á árunum 1957 og 1958, hefði verið röng, sagði landbún- aðarráðherra, því að þjóðinni ber að framleiða matvæli ekki aðeins fyrir innanlamdsneyzlu heldur eininig fyrir erlendan markað til að afla gjaldeyris. Breytt hefði verið um stefnu í þessum málum, þegar núverandi stjórn kom til valda og hefði landbúnaðarframleiðslan farið stöðugt vaxandi. Nú væri ekki lengur þörf að flytja inn smjör og nú væri flutt út mjólkurduft og ostar án þess að bændur þyrftu að bera hallann af þvL Mikil framleiðni Ráðherrann sagði að fram- leiðni í landbúnaði hefðd verið gífurlega mikil síðustu árin og það væri enn athyglisverðara ef miðað væri við þann fólksfjölda sem að landbúnaði vinnur. Nefndi ráðherrann nokkrar töl- ur í því sambandi. Árið 19úl hefðu 73%af þjóðinni stundað landbúnað, en árið 1960 væri þéssi tala komin niður í aðeins 18,8%. En þrátt fyrir þessa fækk un hefði framleiðsla landbún- aðarvara stöðugt haldið áfram að aukast. Sú aukning hefði orðið vegna þess að fólkið, sem ynni við landbúnað hefði unnið vel og oft langan vinnudag og svo það að landbúnaðurimn hefði tekið í þjónustu sína fullkomina tækni. Sagði ráðherrann, að þannig væri komið í dag, að íslenzkur landbúnaður væri bet- ur vélvæddur en lamdbúnaður hjá ýmsum nágrammaþjóðum okkar. Landbúnaðarráðheira sagði, að ræktun hefði stöðugt haldið áfram að aukast. Árin 1955—56 hefðu verið 5176 býli í landinu en árin 1960—61 væri fjöldi I eyði, sagði ráðherrann, en í þeirra stað kæmu nýbýlin, þannig að bændum fækkaði ekki þrátt fyrir það að eimstök býli færu í eyði. Miklir mögu- leikar væru á að auka ræktun- ina, þegar haft væri í huga að tæplega fimmtugasti hluti af því landi, sem ræktanlegt væri, hefði verið ræktað. M j ólkurf ramleiðslan stór aukizt. Ráðherrann sagði, að síðan tek ið hefði verið upp hin nýja stefna að tryggja bændum fullt verð fyrir allt sem þeir fram- leiða, hefði mjólkurframleiðslan farið stöðugt vaxandi. Árið 1959 hefði mjólkurframleiðslan num- ið rúmlega 93 millj. lítrum en á s.l. ári 1962 hafði framleiðslam numið 113 millj. Iítrum og mundi vera enn meira árið 1963, enda þótt árfeæðið hafi ekki verdð sem bezt. Kjötframleiðslam hefði væri nú, að heildarframleiðsla landbúnaðarvara væri nú um 1500 millj. kr. og það sagði ráð- herrann væri vissulega mikið miðað við þann fjölda, sem, að landbúnaðarstörfum vinnur. Fullvinna gærur og ull hér á landi. Ingólfur Jónsson skýrði svo frá að framleiðsla landbúnaðar- ins gæti orðið miklu verðmæt- ari á margan hátt með því að vinna meira úr vörunni en nú væri gerL Árið 1961 hefðu verið fluttar út saltaðar gærur fyrir rúmlega 95 millj. kr. og sagði ráðherrann að ef allt það magn, sem þá hefði verið flutt út, hefði verið loðsútað þá hefði verðmæti gær anna tvöfaldast og numið 192 millj. Svipað væri að segja með ullina. Fullvinnzla ísl. ullar- innar hér á landi mundi marg- falda verðmæti hennar. Hingað til hefði það þó dulist öðrum en einnig vaxið vegna hinnar nýju stefnu í landbúnaðarmálum þar I sérfræðingum hvaða möguleik- býla á landinu 5266. Það væri I sem nú væri engin hætta á, að | ar liggja í þeim verðmætasköp- talsvert um það, að jarðir færu I framleitt væri of mikið. Áætlað Frh. á bls. 23 Efling byggdar á Reykhólum Tillaga Vestfjarðaþingmanna á Alþingi FJÓRIR Vestfjarðaþingmenn, þeir Sigurður Bjarnason, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Birg ir Finnsson og Matthías Bjarna- son, hafa nýlega lagt fram á Al- þingi tillögur til þingsályktunar um ráðstafanir til eflingar byggð ar á Reykhólum. Tillaga þessi er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara nýjar athwganir á því, hvernig hagnýta megi hið forna höfuðból, Keykhóla á Reykjanesi, þannig, að hyggð þar eflist og verði jafnframt nálægum sveitum til stuðn- ings. í þessu sambandi skal sérstak- lega athuga möguleika á eftirfar- andi: 1) Auknum stuðningi við hag- nýtingu jarðhita á staðnum til gróðurhúsaræktunar. 2) Upphyggingu iðnaðar, t. d. mjólkuriðnaðar og þangvinnslu. 3) Umbótum í skólamálum, t. d. með bættri aðstöðu til ungl- ingafræðslu og stofnun héraðs- skóla. 4) Lendingarbótum á Stað á Reykjanesi eða á öðrum þeim stað, sem hentugur yrði talinn. Ríkisstjórnin skal skipa fimm manna nefnd til þess að gera til- lögur um framkvæmdir á Reyk- hólmn og hvernig stuðla megi að aukinni byggð þar. Skal einn nefndarmannanna tilnefndur af hreppsnefnd Reykhólahrepps, annar af sýslunefnd Austur- Barðastrandarsýslu, en þrír skip- aðir án tilnefningar. Skal nefnd- in hafa lokið athugun sinni og skilað tillögum sínum fyrir 1. okt. 1964.“ Það er ekki óeðlilegt að nokkurs uggs gæti hjá Vest- mannaeyingum í sambandi við gosið þar við eyjamar. Að þessu tilefni skrifar Vest- mannaeyingur okkur þessar línur: • Hættan í Vest- mannaeyjum í sambandi við sjávargos það sem nú stendur hór við Vest- mannaeyjar, langar mig að benda Vestmannaeyingum á grein Svend Aage Malmberg haffræðings, sem birt var í Mbl. 19. þ.m. Er það mjög sterk aðvörun til okkar Vest- mannaeyinga og ábending um hvað fyrir gæti komið af völd um gossins. Dæmi utan úi- heimi geta sýnt okkur hvað fyrir hefir komið og einnig gæti hent hér. Ber okkur skylda til að gera varúðarráðstafanir og það tfarlaust áður en skaðinn er skeður. Gott er að vera við öllu búinn þótt ekkert verði fullyrt um hvað fyrir kann að koma. Ég er aðeins húsmóðir sem á börnin mín hér og þegar ég horfi á þau og önnur börn hér í Vestmannaeyjum finnst mér ófyrirgefanlegt hugsunarleysi af okkur fullorðna fólkinu að hugsa ekki um hvað þau gæti hent af völdum gossins. Hingað hefir komið maður frá almannavörnum, að því er ég hef heyrt, til skrafs og ráða- gerða við bæjarstjórnina. Haft er eftir honum, að ef flóðbylgja kæmi þá yrði hún ca. 2 m. á hæð. Við brosum að þessu hér I Vestmannaeyjum, því við höf- um séð hér stórkostlegri ham- farir. En þorir þessi maður að bera ábyrgð á því sem kann að ske og enginn veit fyrir? Heyrzt hefir einnig að fólk hér hafi dreymt stórmerka drauma í sambandi við gosið. í draumunum á það að hafa séð gosið byrja, eyju rísa úr hafi og flóðbylgju koma æð- andi, sem svipti hálfum Vest- mannaeyjakaupstað út á sjó. Þeir sem trúa á drauma myndu segja að þama væri við vörun, sem taka bæri fyllsta tillit til. Við höfum dæmi þess að fólk hefir fengið vitrun í draumi, sem hefir orðið til að bjarga bæði þeim og þeirra. Skyldi enginn óheimskur hlæja að því. Svend Aage Malmberg haf- fræðingur er eini maðurinn, sem þorað hefir að benda okk- ur á hvað skeð getur og hvað sé til bragðs að taka og kann ég honum þökk fyrir. Vörð þarf að hafa sem fylg- ist nákvæmlega með gosinu og gerir viðvart ef hætta er á ferð, svo aðeins litið dæmi sé nefnt af því, sem gera þarf. Og þessar ráðstafanir þarf að gera strax. Vonandi er að ráðamenn hér bregði fljótt við. Ekki væri úr vegi að hafa samráð við Slysavarnafélagið í þessu efnl Virðingarfyllst V estmannaey ingur. • Athugasemd Út af ummælum „ nokkurra fjórðubekkinga" og Velvak- anda í dálkum hins síðar- nefnda langar mig til að taka þetta fram: Vegna hins sorglega atburð- ar, hins hörmulega fráfalls Bandaríkjaforseta, þótti mér sjálfsagt, að Menntaskólinn sýndi samúð sína með því að flagga í hálfa stöng báða dag- ana, laugardag og mánudag. Þá sendi ég á útfarardaginn sendiráði Bandaríkjanna í nafni skólans samúðarkveðju. Hins vegar taldi ég naumast framkvæmanlegt að „kalla á Sal“, þar sem ég efaðist um, að athöfnin yrði nógu hátíð- leg í þeim miklu þrengslum, sem skólinn býr við, enda var mér kunnugit um, að fjöldi nem enda hefði skráð nöfn sín i minningarbók þá, er lá frammi í sendiráði Bandarikjanna. Er aðstaða Menntaskólans í Reykjavík talsvert önnur en ýmissa skóla úti um land, sem eru meira og minna einangr- aðir, en margir nemendur okk- ar skóla hafa haft betri aðstöðu til að fylgjast með minningar- athöfnum, þar sem ágætir full trúar þjóðarinnar hafa talað fyrir hönd hennar allrar. Þá eru ummæli Velvakanda sjálfs, sem eru ofðuð á þann hátt eins og hann hefði sjálf- ur hlustað á orð kennarans. Kennarinn telur þetta algera rangfærslu og útúrsnúning á sínum orðum. Kennarinn kveðst hafa sagt eitthvað á þá leið, að ef hann í vinnutíma sínum ætlaði að minnast ein- hvers mesta mikilmennis vorra tíma, mundi hann gera það með því að rækja starf sitt sem bezt og samvizkusamleg- ast. Út úr þessu er snúið og kennaranum vægast talað brigzlað um mjög ósæmilega framkomu. Loks verð ég að láta hryggð mína í ljós yfir þeim hugsun- arhætti nemenda, sem eru ekki betri skólaþegnar en svo að hlaupa í blöðin með svo við- kvæmt mál í stað þess að ræða það við forstöðumamn skólana. Kxistinn Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.