Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. nóv. 1963 Guörún Pétursdóttir Fædd 9. nóvember 1878. Dáin 23. nóvember 1963 Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst. Matth. Jochumsson. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld lézt í Landakotsspítala, frú Guð- rún Pétursdóttir frá Engey, ekkja Benedikts Sveinssonar, fyrrv. alþingismanns og þingforseta, 85 ára að aldri. Með frú Guðrúnu er horfinn einn hinn stærsti og glæstasti persónuleiki meðal ís- lenzkra kvenna á þessari öld, og starfa hennar, mannkosta og miklu hygginda mun enn gæta um langt skeið í íslenzku þjóð- lífi, því það er nærri því ótrúlegt, hve mikið hún afrekaði. Að frú Guðrúnu stóðu sterkir stofnar í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Pétur Kristinsson, bóndi í Engey og kona hans, Ragn hildur Ólafsdóttir frá Lundum í Stafholtstungum. Hefur föðurætt Guðrúnar búið í Engey mann fram af manni frá því um alda- mótin 1700, en faðir hennar var dótturdóttursonur Snorra Sig- urðssonar hins ríka, sem lengi bjó í Engey við mikla rausn. Móðir Guðrúnar, Ragnhildur frá Lundum, var hin ágætasta bú- kona, virðist hún hafa verið jafn- vel að sér í öllum greinum heimilishalds þeirra tíma, hvort heldur var um að ræða fatasaum, eða fínar baldýringar, ullarvinnu, matargerð, mjólkurmeðferð eða garðrækt. Á þessu stórmerka, mannmarga heimili, þar sem venjulega var um 20 manns í Heimili, ólst frú Guðrún upp, lærði öll venjuleg störf af móð- ur sinni, en fékk líka bóklega menntun hjá ágætum heimilis- kennurum, eins og Ólafíu Jó- hannsdóttur. Eftir fermingu lærðu þær Engeyjarsystur svo í Reykjavík saumaskap, tungumál og prjón. Ég man eftir, þegar ég kynntist frú Guðrúnu fyrst, að mig furðaði á því, hversu óskap- lega marghliða gáfur hennar voru, mér fannst hún eiginlega kunna skil á öllum hlutum. Hér mun bernskuheimili hennar, auk ágæts efnis sem í henni bjó, hafa átt mikinn hlut að máli. En ég veit, að sjálf mundi hún hafa viljað bæta við; ég heyrði hana svo oft segja eitthvað í þessa átt: „Ég var gift mennta- og áhuga- manni, ég var allt af að mennt- ast í sambúðinni við hann“, en í öllu vildi hún gera veg Bene- dikts sem mestan. 5. júni 1904 giftist Guðrún Benedikt Sveinssyni, sem síðar varð alþingismaður og forseti neðri deildar Alþingis. Ungu hjónin fluttu þá þegar inn í hús- ið á Skólavörðustíg 11 í Reykja- vík, þar sem þau bjuggu allt þar til Benedikt lézt 16. nóv. 1954, svo sambúð þeirra stóð í rúm 50 ár. Eins og kunnugt er var Bene- dikt einn hinn ákveðnasti og ör- uggasti baráttumaður fyrir sjálf- stæði íslands, enda átti hann til þeirra að telja, sem höfðu látið stjórnmálin til sín taka, því þrír afabræður hans höfðu verið al- þingismenn og tveir þeirra setið þjóðfundinn fræga 1854. Bene- dikt var ennfremur hið mesta glæsimenni og mælskur með af- brigðum. Heimili ungu hjónanna varð brátt miðstöð frelsis- og mennta- hreyfinga þess tíma. Þar söfnuð- ust saman ungir menntamenn og konur, sem dreymdi um nýtt, frjálst ísland og framfarir á öll- um sviðum og þá ekki sízt um aukna menntun þjóðarinnar, þar sem konan væri jafnrétthá mann- inum og alislenzkur háskóli væri orkugjafi. Nú fóru í hönd óróa- tímar, þar sem meðal annars ís- lenzkur fáni var heimtaður og bláhvíti fáninn varð fyrir val- inu. Frú Guðrún tók fullan þátt í baráttu manns síns, vakti við að sauma fána vorið 1907, þegar Þingvallafundurinn var haldinn. Hafði þó jafnan erilsama daga með miklum gestagangi og mörg- um börnum um að hugsa. Já, það voru gerðar miklar kröfur til ungu húsfreyjunnar, því efni voru aldrei mikil, en alla átti að seðja og gefa kaffi, sem í húsið komu. Þó var slíkur ljómi yfir þessum tíma við hlið hins heitt- elskaða maka og í nánu samstarfi við hann, að jafnvel á elliárunum lifnaði frú Guðrún öll við, þegar hún minntist þeirra. Þau hjón eignuðust 7 börn og voru þau þessi: Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, kv. Helgu Ingi- mundardóttur. Pétur Benediktsson, banka- stjóri, kv. Mörtu Thors. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, kv. fyrst Valgerði Tómasdóttur, en missti hana 1935, síðari kona hans er Sigríður Björnsdóttir. Kristjana Benediktsdóttir, dó 1955 frá 5 börnum, gift Lárusi Blöndal, bókaverði. Ragnhildur Benediktsdóttir, dá- in 1933, rétt tvítug, hafði nýlokið stúdentsprófi. Guðrún Benediktsdóttir, gift Jóhannesi Zöega, hitaveitustjóra, og Ólöf Benediktsdóttir, en þær Guðrún eru tvíburar, gift Páli Björnssyni, hafnsögumanni. Mikill harmur var kveðinn að þeim hjónum við veikindi og dauða dætranna tveggja, sem báð ar voru hinar mannvænlegustu, önnur burtkölluð í æskublóman- um, vinsæl og elskuð af öllum sínum félögum, hin tekin frá 5 börnum og eiginmanni, sem syrgði hana sárt. Um Kristjönu dóttur sína sagði Guðrún einu sinni við mig: „Það liður öllum vel nálægt henni Kristjönu", og hygg ég að það hafi verið mál allra, sem til þekktu. Frú Guð- rún var mikil tilfinningakona, en hún bar allt vel, sem lífið lagði á hana, hygg ég að hörmum sín- um hafi hún aldrei flíkað, og sór hún sig þar í kyn hinna gömlu íslendinga. Mikla áherzlu lögðu þau hjón á það að mennta börn sín, og gefa þeim á þann hátt vopn í lífs- baráttunni. Frú Guðrún lét það oft í ljós við mig, að henni fynd- ist að stúdentsmenntun ættu helzt allir að hafa, sem geta lært, hvað sem þeir tækju svo fyrir á eftir, en nú er orðið um svo margt að velja, að viðhorfin eru nokkuð breytt. Frú Guðrún var hamhleypa í störfum. að hverju sem hún gekk og það var margt sem hún fékkst við á langri ævi, auk heimilis- haldsins. Þó mat hún heimilið og fjölskylduna svo mikils að hún fór ekki af alvöru að taka þátt í opinberum málum, fyrr en börn- in voru uppkomin og um hægðist á heimilinu. Frú Guðrún var í eðli sínu mikil kvenréttindakona og vildi láta konuna njóta alls til jafns við karlmanninn, en hún gerði að hinu leytinu til hennar miklar kröfur og vildi láta kven- réttindin hækka og göfga mann- lífið allt. Hún taldi heimilið og börnin allt af hljóta að vera það fyrsta í lífi hverrar giftrar konu, enda þótt það ætti ekki að þýða það, að konan mætti ekki leita sér atvinnu utan heimilisins. Frú Guðrún var þá líka ein af stofnendum fyrsta kvenréttinda- félagsins hér á landi, en það var Hið íslenzka kvenfélag, sem upp- haflega hafði kvenréttindi sem aðalmál á stefnuskrá sinni. Þeg- ar svo „Kvenréttindafélag ís- Iands“ var stofnað 1907 var hún einnig ein af stofnendum þess og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Hún sagði mér sjálf, að hún hefði horfið frá störfum þar vegna þess hversu miklar kröfur hennar eigið heimili hefði gert til henn- ar á því tímabili og hún gerði aldrei neitt með hálfvelgju. En ötull forsvarsmaður kvenréttinda var hún alla tíð. Eitt atriði langar mig til að draga fram í sambandi við starf frú Guðrúnar í Kvenréttindafé- laginu. Á einhverjum fyrsta fundi þar, kom fram tillaga frá frú Guðrúnu Pétursdóttur, eftir því sem fundargerð hermir, um að félagið beiti sér fyrir því að bæta hag óskilgetinna barna og mæðra þeirra, fyrst og fremst sjálfsagt með löggjöf. Þetta var samþykkt og félagið tók málið upp og vann að hinni mjög svo bættu fjölskyldulöggjöf frá 1921. Geta þeir sem ungir eru víst tæp- lega gert sér í hugarlund, hvernig hagur þessa fólks var, áður en löggjöfin fór að segja til sín. Löngu seinna tók frú Guðrún upp merkið, þar sem hún hafði sleppt því í Kvenréttindafélag- inu. Hún varð formaður Mæðra- styrksnefndar árið 1945, en hafði þá starfað í nefndinni allmörg ár áður. Mæðrastyrksnefnd hefur, eins og kunnugt er, helgað sig því starfi að vinna fyrir einstæð- ar mæður og börn þeirra, bæði með aðstoð lagasetninga og lika með peningaframlögum o. fl. Nefndin var stofnuð af Kvenrétt- indafélaginu 1928, og var Laufey Valdemarsdóttir formaður henn- ar á meðan hún lifði, en síðan tók Guðrún við. Undir stjórn Guð- rúnar óx verksvið MæðraStyrks- nefndar mjög, enda fékkst stór- lega bætt aðstaða, þegar Mæðra- styrksnefnd byggði myndarlegt hús uppi í Mosfellssveit, þar sem rekið var hvíldarheimili fyrir mæður og börn á hverju sumri. Mæðrastyrksnefnd hefur orðið á- kaflega yinsæl og viðurkenna víst flestir hið mikla gagn, sem hún hefur unnið. Heimilisiðnaður hefur ævin- lega verið eitt af aðaláhugamál- um frú Guðrúnar Pétursdóttur. Hún var formaður Heimilisiðnað- arfélags íslands frá 1927—1949 og vann þar hið þarfasta starf. Mér eru í þessu sambandi sérstaklega minnisstæð saumanámskeiðin, áem félagið hélt hér í Reykjavík í mörg ár fyrir ungar stúlkur og frú Guðrún veitti forstöðu. Fjöldi ungra stúlkna og húsmæðra fékk þar haldgóðar leiðbeiningar og kennslu í að sauma hversdagsföt fyrir heimilisfólkið og notfæra sér niðurlögð föt í barnafatnað. Öll vinna þarna leit með afbrigð- um vel út, því Guðrún leit þar sjálf eftir öllu og henni tókst jafnan að fá hinar færustu kennslukonur til starfa. Þetta var á kreppuárunum og auk lærdóms ins, sem þarna var að fá, varð þetta mörgu heimilinu drjúgur sparnaður, því hér var allt byggt á hagsýni og verkhyggindum og konurnar lærðu að ekki var allt undir því komið að flíkin væri sem dýrust. En ekki sízt gætti þó áhrifa Guðrúnar í hinum stóru kvenna- samtökum íslands. Hún var þátt- takandi í Bandalagi kvenna í Reykjavík allt frá því að það var stofnað 1917 og lengi í stjórn þess. Þar kynntist ég henni fyrst að ráði og tókst strax hin bezta samvinna með okkur. Dáðist ég að hinum yfirgripsmiklu hæfi- leikum frú Guðrúnar og þoli hennar og úrræðamiklum dugn- aði á hverju sem gekk, enda eiga mörg mál þeirra samtaka ekki sízt henni að þakka framgang sinn á þeim tíma, sem hennar naut þar við. Þó tel ég að mesta og áhrifa- ríkasta starf hennar út á við hafi verið unnið í Kvenfélagasam- bandi íslands, enda átti hún drjúg an þátt í uppbyggingu þess frá því fyrsta. Kvenfélagasamband íslands var stofnað 1930 og var frú Guðrún í stjórn þess frá upp- hafi, ásamt systur sinni, Ragn- hildi Pétursdóttur, sem var for- maður, og frú Guðrúnu Briem. Kvenfélagasambandið var endur- skipulagt 1943 og fæiði þá mjög út starfssvið sitt og með mjög nánari tengslum á milli hinna ýmsu kvennasambanda landsins, auknum námskeiðum og fræðslu og meiri afskiptum af ýmsum almennum málum þjóðarinnar. Er nú Kvenfélagasambandið löngu orðið stórveldi í kvenna- samtökum fslands og þátttakandi i Húsmæðrasambandi Norður- landa. Ragnhildur Pétursdóttir lagði niður formennsku í K. f. 1947 og tók þá Guðrún systir hennar við og veitti því for- stöðu til 1959 og var hún þá orð- in áttræð. Ég sat í stjórn K. f. öll árin, sem Guðrún var þar formaður, og varð því samstarf okkar og kynni mikil, enda urðum við bráðlega mjög nánir persónulegir vinir. Ég hef starfað með mjög mörg- um ágætum konum um dagana, en að öllu samanlögðu tek ég Guðrúnu fram yfir þær allar. í henni sameinuðust svo óendan- lega margir eiginleikar forustu- konunnar, þeir allra beztu. Dugn- aður hennar, vit og hyggindi, verklægni og skipulagsgáfa, auk harðrar málafylgju, þegar því var að skipta, gerðu hana eigin- lega að sjálfkjörnum forustu- manni, hvar sem -hún starfaði í félögum og þau voru mörg. En auk þessa varð hún svo tryggur félagi og vinur, þegar tekizt hafði að vinna traust hennar, að um flest hefði ég fyrr efast en um heilindi hennar í vináttu og sam- starfi. Við áttum um langán ald- ur ekki samstöðu í stjórnmála- skoðunum, en það kom aldrei að sök í samstarfi okkar. Við treyst- um hvor annarri og virtum skoð- anir hvor annarrar, en deildum ekki um neitt, þó leiðir lægju ekki saman. Mér liggur við að segja, svo ættu fleki góðir menn að gera, sem vilja vinna þjóð sinni til heilla. Þegar ég nú að kvöldi lít yfir liðinn dag og rifja upp öll sam- skipti okkar frú Guðrúnar, þá verða mér sérstaklega minnis- stæð ferðalög okkar út um land- ið, er við heimsóttum kvenna- samböndin. Það voru skemmti- legir dagar. Við nutum íslenzkr- ar náttúru og gestrisni íslenzkra húsmæðra, eins og hún er bezt, töluðum við þær um sameigin- leg áhugamál og gerðum áætl- anir um framtíðina. Á þessum stundum naut frú Guðrún sín sérstaklega vel, hún var hress í máli, oft beinlínis kát og gat ver- ið ákaflega hnittin í ræðum sín- um og tilsvörum. En ævinlega vakti alvaran undir og hinn járn- harði vilji að koma málefnum samtakanna áfram og í höfn með einhverjum ráðum. Við fórum aldrei seinustu ferðina norður í land, sem við höfðum áætlað saman, ég hygg að við höfum harmað það báðar. Fyrir allmörgum árum kom hingað hópur norrænna kvenna í kynnisferð. K. í. stóð að því með öðrum samtökum að taka á móti þeim og skipuleggja dvöl þeirra og för um landið. Þarna voru margar framákonur á ferðinni. Frú Guðrún var þá forseti K. í. Konurnar voru ekki lengi að finna henni sess eftir útliti og framkomu. Þær gáfu henni drottn ingarheiti og sögðu hana vera í- mynd þess, sem þær hefðu hugs- að sér um fornnorrænar hefðar- konur. Frú Guðrún gekk jafnan í íslenzkum búningi og bar hann með mikilli reisn og prýði. Tvisv- ar sótti hún samnorræna hús- mæðrafundi, annan í Noregi, hinn í Danmörku, alls staðar vakti hún athygli og var landi sínu til sóma, en annars betri vitnisburð- ar mundi hún aldrei hafa óskað sér. Megi ísland eignast sem flest- ar konur henni líkar í óeigin- gjörnu starfi og markmiðum. — Blessuð. veri minning hennar. Aðalbjörg Sigurðardóttir. „f sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna." ENN einu sinni er stórt skarð hoggið í raðir okkar kvenna hér á landi. Guðrún Pétursdóttir frá Engey er dáin. Hún var mikil- hæf forgöngukona og fulltrúi okkar kvenna hér heima og er- lendis. Þegar ég nú hugsa um öll þau mörgu og fjölþættu mál- efni, er vinkona mín lagði lið með sínum meðfædda skörungs- skap og festu, skil ég vel, hvað nær allt vék fyrir hennar miklu vitsmunum, persónuleika og ein- lægri sannfæringu, að svon* væri það réttast. Heilsteyptari kona en frú Guðrún var ekki tiL Frelsisþráin, einlæg trú á rétt þjóðarinnar til sjálfstæðis, ásamt virðingu fyrir öllu því, sem ís- lenzkt var, auðkenndi heimilið á Skólavörðustíg 11. Ég þekkti ekki mannkostl Guðrúnar til fulls, fyrr en é£ fór að starfa með henni náið I Mæðrastyrksnefndinni, eftir að hún tók við formennsku, að frk. Laufeyju Valdimarsdóttur látinni 1945. Hafði frú Guðrún þá um árabil verið varaformað- ur nefndarinnar og hennar góði andi birzt út á við. Starf Mæðra- styrksnefndarinnar er margþætt og tímafrekt, og mætti oft segja að það sé sálarlegs eðlis, ekki síður en peningalega og lögfræði- lega. Vandinn er mestur að taka mjúklega á meinunum, og það kunni Guðrún, þó sérstaklega er mikinn vanda bar að. Hreinskil- in og heil tók hún hvert mál til yfirvegunar, svo að sjaldan þurftu aumir frá að hverfa. — Kæmi það fyrir, að nefndinni yfirsást, leið Guðrúnu illa, þar til greitt var úr beiðninni eftir beztu upplýsingum, og þurfti sá, er hjálpar fékk, ekki að kvarta. Undir forsjón Guðrúnar varð nefndin samstillt og sterk. —• Mörg vandamál voru leyst á giftu samlegan hátt, þar á meðal bygg- ing sumarheimilis fyrir þreyttar mæður og börn. Held ég það hafl verið helzta ósk frú Guðrúnar, að þetta heimili mættá blessast og sem flestum að gagni koma. Fyrir þetta eru henni fluttar Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.