Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 12
12 morcunblaðid Fímmtudagur 28. nóv. 1963 ✓ fltagttitfcltöifr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Crtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. SKIPTING ÞJÓÐARTEKNANNA 17 appsamlega er nú unnið að _ því að reyna að finna grundvöll fyrir almennum kjarasamningum, enda keppt að því að ljúka samningsgerð fyrir 10. desember nk. Hér er um að ræða erfitt verk, því að hverri einstakri stétt finnst að hennar kjör séu hlutfalls- lega lakari en annarra og hver reynir að ota sínum tota. Eitt eru menn þó sammála um, þ.e.a.s. að bæta verði kjör hinna lægst launuðu, því að þeir hafi dregizt aftur úr í kapphlaupinu um kjörin. — Ástæðan til þess er sem kunn- ugt er sú, að verkamenn hafa æ ofan í æ verið knúðir út í verkföll, sem síðan hafa orðið til þess að aðrar stéttir hafa fengið meiri hækkanir en þeir og þessar aðgerðir því "bein- línis verið í andstöðu við hags muni verkamanna. fræðilegur grundvöllur virð- ist vera fyrir því að auka heildarsóknina í íslenzka þorskstofninn um 16%, áður en óæskilegri dánartölu yrði náð, en vekur jafnframt at- hygli á því, að með aukinni sókn mundi verða dýrara að veiða síðustu þúsund tonnin. Jón Jónsson segir einnig í grein sinni: „Eftir því seni þjóðinni fjölgar verða óvæntar sveifl- ur í aflabrögðum mjög til- finnanlegar fyrir allt þjóðar- búið. Það er því augljóst mál að við verðum að kosta kapps um að fullnýta öll verðmæti sjávarins og auka þau og efla, þar sem því verður við komið. Ræktun á þorski og síld er þó ennþá óframkvæmanleg, en hinsvegar eru miklar von- ir bundnar við lax- og sil- ungarækt“. Nú á að gera tilraun til að snúa þessari þróun við. Það á að reyna til hins ítrasta að ná heildarsamningum fyrir alla launþega innan Alþýðusam- bandsins og tryggja á þann hátt, að verkamenn, verzlun- armenn og yfirleitt þeir, sem lægst hafi launin, fái raun- hæfar kjarabætur, sem ekki verði af þeim teknar með sam bærilegum hækkunum til allra annarra. Hér er í rauninni um að ræða átök um skiptingu þjóð- arteknanna milli hinna ein- stöku starfshópa. Það er ljóst, að enginn ber raunverulega meira úr býtum, ef allir fá sömu krónuhækkun, því að þá eru aðeins fleiri ávísanir á sömu verðmætin, m.ö.o. minni króna. Þetta gera menn sér nú ljóst og þess vegna er ástæða til að ætla að farsæl lausn finnist í launamálum. FRAMTÍÐ FISKVEIÐANNA FH þjóðinni fjölgar eðlilega ”*J á næstu áratugum mun hún verða orðin rúmlega tvisvar sinnum fjölmennari um næstu aldamót en nú. Það er því fyrirsjáanlegt að þorsk veiðin mun þá ekki geta'stað- ið undir lífsafkomu þjóðarinn ar í jafn ríkum mæli og hún gerir nú“. Þannig farast Jóni Jónssyni, fiskifræðingi, orð í afmælis- grein, sem hann ritaði fyrir Morgunblaðið um friðun ís- lenzku fiskistofnanna og fram tíð þeirra. Hann bendir á, að Eins og ummæli þessa vís- indamanns bera með sér, er ljóst, að ekki er hægt að auka mikið fiskveiðarnar hér við land frá því, sem nú er. Það hlýtur að leiða hugann að nauðsyn meiri fjölbreytni í vinnslu aflans í landi til að gera hann verðmætari. Auðvitað er ánægjulegt, að ný °g glæsileg fiskiskip streyma nú til landsins, en það er ekki nægilegt, þegar við nálgumst það hámark, sem eðlilegt er að fiska. Afl- ann verður að nýta betur í framtíðinni en hingað til. FLEIRI ATVINNU- FYRIRTÆKI jlleginhluti gjaldeyristekna okkar íslendinga er af sjávarútvegi, sem kunnugt er. Þær tekjur má væntanlega eitthvað auka með meiri afla en þó fyrst og fremst með því að hagnýta fiskinn og sjávar- afurðir betur en gert er. Takmörk eru þó fyrir því, hve mikið er hægt að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar á þennan hátt, og þess vegna er augljóst mál að renna verð ur fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf, eftir því sem þjóð- inni fjölgar og menn krefjast betri lífskjara. Það er með hliðsjón af þess um staðreyndum, sem kapp- samlega hefur að undanförnu verið unnið að því að athuga hvaða greinar stóriðju helzt kæmi til álita að hér risu upp. Nú er svo komið, að útlit er fyrir að a.m.k. þrjú slík fyrir- tæki eigi fullan rétt á sér hér Kenningar ÞEGAR Lyndon B. Johnson tók við forsetaembætti rifj- aði bandariska vikuritið U. S. News & World Report upp viðtal, sem það átti við John- son fyrir skömmu um skoð- anir hans varðandi ýms inn- an- og utanrikismál. Fer hér á eftir útdráttur úr viðtalinu: Stefna Johnsons forseta — Hér, með eigin orðum, vegur hr. Johnson og met- ur hið umfangsmikla em- bætti forsetans — starfs, sem nú hefur verið lagt á hans herðar. Forsetinn lýsir hér grundvellinum að stefnu sinni í innan- og utanríkis- málum og vandamálum. — Ég leita ætíð beztu lausnarinnar og geri það sem unnt er. Skoðanir eru skiptar um svo til öll mál, og um hvert sé aðalatriði þeirra. Bandarísku ríkin eru 50 með ólíka forsögu, ólík skilyrði, landfræði- og fjárhagslegir hagsmunir þeirra ólíkir. í flokk mínum eru Harry Byrd Russel og Hubert Humphrey, og Wayne Morse, Dick Jim Eastland og Paul Doug- las, Bill Proxmire og Strom Thurmond — allir þeirra demókratar, allir sendir frá ríkjum sínum til að tala máli ríkja sinna. En þessir menn líta ekki alltaf málin sömu augum. Ég hef einn mælikvarða, sem ég reyni að meta málin eftir: Eru þau til hagsbóta fyrir þjóðina? Álít ég þetta vera til mestra heilla fyrir land mitt? Og ef svo er, reyn- um við að útskýra þau fyrir þessum félögum, sem eru svo ólíkir — og það á einnig við um repúblíkana, Dirksen og Javits, Case Öldungadeildar- þingmann frá New Jersey. Þá greinir einnig á. Ég býst við að flestir óski eftir „Varkárri framfara- stefnu“. Þeir vilja að sótt verði fram, stöðugar fram- farir, en að eldrei verði báðir fætur á lofti í einu. Þjóð okk- ar er varkár þjóð. Hún vill ekki ganga fram af hengiflug inu. Hún óttast reynsluleysi og fljótfærni, en vill hinsveg- ar ekki búa við aðgerðarleys isstjórn. Ég er bóndi, og ég er bankamaður, og ég er opin- ber starfsmaður og faðir, og ég er ekki eins og ég eitt sinn var og ég er eldri en ég vildi vera. Ég vona að ég sé fram- farasinnaður án þess að vera ____ á landi og gætu orðið mjög arðvænleg og til þess fallin að styrkja allan efnahag lands- ins. Nokkrir einstaklingar hafa í samvinnu við íslenzku olíu- félögin gert athuganir, sem leitt hafa í ljós, að olíuhreins- unarstöð hér á landi gæti ver- ið mjög hagkvæmt fyrirtæki. Tillögur þessara aðila eru nú til athugunar hjá stjórnar- völdum. Þá virðist vera möguleiki á stofnsetningu aluminíumverk Lyndon B. Lyndon B. Johnson róttækur. Ég vil vera varkár án þess að vera afturhalds- samur. Ég fellst á að aðrir séu jafn miklir föðurlandsvinir og ég. Ég álít að flestir þeirra hafi reynslu og dómgreind, annars hefðu þeir ekki hlotið kosningu til að koma hingað. Ég veit að ég get haft á röngu að standa. Ég held að það, sem ég geri, sé rétt, annars gerði ég það ekki. En skoð- anir hinna verður einnig að taka til greina. Ég hef mikla trú á heims- speki spámannsins Isaiah, „Komið nú, við skulum rök- ræðast við“. Krúsjeff þarf ekki að rök- ræða við menn; hann getur skotið þá. Hitler þurfti ekki að rökræða við menn, hann réði örlögum þeirra. F.n okk- ar stjórnskipulag er ríkis- stjórn sanngirninnar, eða dómgreindar, þar sem mann- réttindi eru virt og sérhver getur látið álit sitt í Ijós. Hæstiréttur getur dæmt gjörðir Fulltrúadeildarinnar, og forsetinn getur dæmt gjörð ir Fulltrúadeildarinnar, og Fulltrúadeildin getur dæmt gjörðir beggja þessara aðila. Þetta eru þrjár aðskildar, smiðju hér í sambandi við nýja stórvirkjun, og loks er þess að geta, að kísilgúrverk- smiðja við Mývatn á einnig að geta orðið gott fyrirtækL Allt eru þetta stórmál, sem ástæða er til að ætla að unnt verði að hrinda í framkvæmd á næstunni. Og meginkostur- inn við slíkar framkvæmdir er auðvitað sá, að tiltölulega lítið vinnuafl þarf til að fram- leiða geysimikil verðmæti, sem ýmist spara íslendingum gjaldeyri eða afla hans. Johnsons sjálfstæðar greinar ríkis- stjórnarinnar — sem virða hver aðra. Og árangurinn er ríkisstjórn með hámarks mannfrelsi. Stundum verður þetta kerfi seinvirkt. Það veldur stundum töfum. Það er fjárfrekt, og ber stundum ekki tilætlaðan árangur. En það gengur, og við búum við frelsi og beztu lífskjör, sem þekkzt hafa í heiminum — mun betri en í einvaldsríkj unum, sem eiga að vera svo öflug. Það er aldrei unnt að fram kvæma neitt með því einu að tala um persónuleika. Ég trúi ekki á það að skylda stjórn- arandstöðunnar sé aðeins að vera í andstöðu. Ég álít það skyldu andstöðunnar að vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Ef stjórnarandstaðan er ósam mála málflutningi forsetans, ætti hún að leggja fram til- lögur um raunhæfa lausn. En hún á að gera það með virð- ingu og sóma, aldrei að eyða tímanum í að ræða um fjöl- skyldumál mannsins, hunda hans, einkalíf og siði. Við ætlumst til fullkomn- unar frá hendi forsetans, og þegar einhverrar ófullkomn- unar gætir, eins og hlýtur að gerast hjá öllum einstakling- um, komum við fram við hann með hörkif. Forsetastarf ið er hið erfiðasta starf í heimi. Þegar ég fer flugleið- is yfir borgir og hugsa um alla þá, sem sitja heima hjá sér og reiða sig á að forsetinn taki ákvarðanir sem eru vitur legar og réttlátar fjárhags- lega, er varða störf þeirra og starfslaun, og syni þeirra og heimili, hvort Ijósin muni loga þar annað kvold eða hvort kjarnorkusprenging af mái þau öll, þá er hugsunin ógnvekjandi. Það bitnar ekki á forsetan- um, ef vandræði verða. Það bitnar á landinu. Það eru ekki forsetinn og utanríkis- ráðherrann, sem lenda í vand ræðum. Það er öll þjóðin, all- ur hinn frjálsi heimur. Svo ég álít að ef við gerum rangt, eins og kemur fyrir, ættum við með stillingu og a rósemi að meta ástandið og segja: „Við viljum ekki að skyssa þessi endurtaki sig. Við skulum vinna að því að efla landið okkar. Á næstu ráðstefnu, sem við sitjum, skulum við vera öflugri“, Ef við gerum ekki annað en að kvarta, gerum við það sem Krúsjeff vill að við gerum: við sköpum sundrungu meðal þjóðarinnar. Jólakort Barna- hjálpar S. Þ. UNDA'nfARIN ár hefur Kven- stúdentafélag íslands annazt sölu á jólakortum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðahna. Þau verða nú til sölu hjá flestum ritfanga- og bókaverzlunum bæjarins. Kortin eru gerð eftir listaverk um frægra listamanna alls stað- ar að úr heiminum. Barnahjálpin annast bólusetn- ingu gegn ýmsum sjúkdómum og kaup á matvælum og lyfjum í þeim löndum, þar sem börn búa enn við hungur og sjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.