Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. nóv. 1963 MORGU N BLAÐID 13 Hvernig fara forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum 1964 Ricliard NLxon • VIÐ fráfall John F. Kennedy hefur sú spurning vaknað víða um heim, hverjir verði frambjóðendur demo- krata og republikana við for- setakosningarnar í Bandaríkj unum næsta haust. Allar að- stæður hafa hreytzt við lát forsetans, einkum að því, er snýr af republikönum. Sú skoðun kemur víða fram, að möguleikar Goldwaters hljóti að teljast harla litlir úr því, sem komið er, væntanlegra sé til sigurs fyrir republikana að bjóða fram Rockefeller — eða jafnvel Nixon. • Demókratar höfðu þegar að Kennedy föllnum dregið upp i stórum dráttum áætlanir um það, hvemig haga skyldi kosningabarátt- unni fyrir næstu kosningar. En þær áætlanir voru við það miðaðar, að John F. Kennedy yrði frambjóðandi flokksins. Nú horfir málið allt öðru vísi við. • Stjómmálasérfræðingar telja, að við þessar breyttu aðstæður kunni republikan- ar að haga kosningabaráttu sinni með allt öðrum hætti en fyrirhugað hafði verið. Þeir muni ef til viil leggja meiri áherzlu á að afla flokkunum fylgis í stærstu borgunum, sem voru höfuðvígi Kennedys. Þeir telja ólíklegt annað en, að Johnson verði frambjóðandi demokrata, staða hans í flokknum sé slík, að erfitt sé fyrir nokkum mann að berj- ast gegn honum. Og þar sem Jolinson gegnir forsetaem- bættinu aðeins fjótán mán- uði af yfirstandandi kjörtíma hili, mun ekkert því til fyrir stöðu, að hann geti gegnt því tvö kjörtímabil til viðbótar, nái hann kosningu. Hér fer á eftir stuttur út- dráttur úr bollaleggingum bandaríska tímaritsins U. S. News & World report, um þessi mál: • Þegar fymist-------- Þegar fyrnast tekur yfir hina skelfilegu atburði síð- Barry Goldwater ustu daga og líf og starf bandarískra stjórnmálamanna kemst í eðlilegt horf, má vænta þess, að Johnson, for- seti, verði fyrir harðri gagn- rýni, — jafnvel árásum — og andróðri ýmissa flokks- bræðra sinna, einkum þeirra, sem standa yzt til hægri og Vinstri. í prófkosningunum þegar Johnson bauð sig fram til framboðs gegn Kennedy, hafði hann stuðning margra kjörmanna frá Suðuirríkjun- um. Hann var þá talinn til hinna íhaldssamari meðal frambjóðenda. I heimaríki hans, Texas, höfðu margir frjálslyndari demokratar bar izt gegn honum, árum sam- an. Og bæði þeir og frjáls- Iyndir demokratar frá Norð- urríkjunum voru því mjög andvígir, er Kennedy kaus að Johnson yrði varaforsetaefni flokksins. En þegar á reyndi, er Kennedy var orðinn forseti og Johnson varaforseti Banda ríkjanna, reyndist hann hinn trúasti og dyggasti aðstoðar- maður forsetans. Hann gerð- ist ötull talsmaður stefnu Kennedys, meðal annars vann hann sleitulaust að því að afla mannréttindafrumvarpi Kennedys fylgis, síðast á ráð- stefnu ríkisstjóra Bandaríkj- anna í Miami í júlí sl. Þessi afstaða Johnsons hef- ur aflað honum nokkurs fylg isauka meðal frjálslyndra í Norðurríkjunum, meðal ann- ars í New York ríki, þar sem honum var nýlega vel fagn- að. Á hinri bóginn hefur hún í litlu bætt í haginn fyrir hann meðal frjálslyndra í Texas, — og nú er talið, að hann hafi tapað verulegu fylgi meðal þeirra Suðurríkja manna, er studdu hann í kosn ingunum 1960. ★ . ★ ★ Kosningabarátta republik- ana verður að öllum líkind- um sniðin mjög eftir þeim breyttu aðstæðum er lát Kennedys hefur skapað demo krötum. Stuðningsmenn Gold waters hafa á undanförnum mánuðum lagt eindregið til, ri 4 Nelson Rockefeller að republikanar legðu alla áherzlu á að auka fylgi sitt í Suðurríkjunum, Miðríkj- unum og vestustu ríkjunum. Á þessum slóðum var fylgi Kennedys hvað veikast. Fylgi Goldwaters hefur verið mest í landbúnaðairhéruðunum — hann hefur t. d. átt miklu fylgi að fagna í Texas, heima ríki Johnsons. Hinsvegar er nú á það bent, að Texasbúar kunni að líta öðrum augum á málin nú, eft ir að Kennedy forseti hefur verið myrtur í þeirra heima- högirm og einnig ef þeirra Framhald á bls. 23. ÞESSI yfirskrift var letruð á húðarglugga í Vestmannaeyjum í fyrradag. Þar mátti skrifa, eins og á alla aðra slétta fleti í öskurykið frá gosinu suðvestur af Geirfuglaskeri. Fram að þeim tíma hafði gosið ekki verið Eyja- búum til annars en augnayndis, en nú fengu þeir að kenna á þessum nágranna. Myndirnar sem birtast hér á siðunni tók Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum í fyrradag, en nokkur rigning fylgdi öskufall- inu af V-SV. Var því allt annað en þrifalegt um að litast í bæn- um. í gær var vindáttin vest- læg, og kom stöku sinnum í hryðjunum gosaska yfir bæinn, en þar sem gekk á með éljum var miklu þrifalegra, enda mun minna öskumagn sem kom. — Bæjaryfirvöldin voru áð byrja að láta spúla göturnar í Vest- mannaeyjabæ. Allir bílar voru í fyrradag þaktir fíngerðum, svörtum salla, svo ekki sást út um rúð- urnar, eins og ein myndin sýnir vel. Flestir ruku til að þvo bíla sína, svo biðröð varð við þvotta- stöðvamar. Fólk, sem skrapp út á götu, kom aftur svartkrímað í framan. Drengurinn á myndinni, sem ber út Mbl., skrapp í sendiferð, um 500 m vegalengd og kom svona til baka. Eggert N. Bjarnason lögregluþjónn, sem fór út með hvítan, hreinan koll á húfunni sinni þurfti að skreppa úr lög- reglubílnum inn í tvær skrifstof- ur, og þá var ekki sjón að sjá hann. Svona leit kollurinn út, þegar hann hengdi húfuna upp. I fyrradag var heimalandið í Heimaey smalað, því fé var hætt að taka niður. f gær var verið að smala Heimaklett og menn höfðu fullan hug á að reyna að brjótast í úteyjar, þeg- ar færi gefst, til að sækja fé, sem áformað hafði verið að láta ganga þar í allan vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.