Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐÍD Flmmtudagur 28. nóv. 1963 GOOD^EAR SHIÓDE 520 x 15 560 x 15 600 x 15 P. STEFÁNSSON HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. ,t, Móðir mín, ÓLÖF ÞORKELSDÓTTIR andaðist að heimili mínu, Kambsvegi 24, þriðjudag- inn 26. þ. m. Hallfríður Tómasdóttir. Konan mín GUÐRÚN PÁLMADÓTTIR sem andaðist 21. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstud. 29. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Sveinn Halldórsson. Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR ÁGÚSTAR GUÐMUNDSSONAR Klöpp, Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Margrét Andrésdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður, stjúpföður og afa ÁRNA MAGNÚSSONAR frá Nýja-bæ. Jóhanna Jóhannsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar og móður SIGRÍÐAR SVÖVU ÁRNADÓTTUR Þorkell Ingvarsson, Árni Þorkelsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SIGURJÓNS GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR frá Húsavík. Elísabet Guðmundsdóttir, Hjörtur Bjarnason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu í veik- indum og við andlát SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Fáskrúðsfirði. Sérstaklega þökkum við Fáskrúðsfirðingum fyrir trausta og ógleymanlega vináttu við þau hjón, til margra tuga ára. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar JÓNS ÞÓRARINS TÓMASSONAR frá Nýhöfn, Eyrarbakka. Guðríður Guðjónsdóttir og böm. Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær fyrir auð- sýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNS VAGNSSONAR frá Hjaltastöðum. Sérstaklega þökkum við Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir auðsýnda virðingu og vinsemd við útförina. Helga Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. — Guðrún Framh. af bls. 8 þakkir hinna mörgu, er notið 'hafa og öll önnur líknarstörf, er nefndin hefur með höndum. Við samstarfskonur hennar í nefndinni þökkum handleiðslu og samstarf og munum aldrei gleyma hinum fallna foringja. — Persónulega hef ég í gegnum 25 ára starf með vinkonu minni svo mikið og margt að þakka, að það verður aldrei talið. Bið ég því góðan guð sem öllu ræður og allt sér að launa þér á þann hátt, er bezt hentár. Ég sé þig í anda á hinni gulinu strönd, al- sæla með ástvininum við hlið þér, íturvaxinn og bjartan yfir- litum. Við í Mæðrastyrksnefndinni hjáipumst við að halda merkinu hátt. Megi máttur kærleikans styrkja okkur og leiðbeina til þess. Guðs friður fylgi þér og hafðu enn einu sinni þökk fyrir allt og allt. Jónina Guðmundsdóttir form. Mæðrastyrksnefndar. FRÚ Guðrún Pétursdóttir, fyrrv. formaður Kvenfélagasambands íslands, er í dag kvödd hinstu kveðju, og hlýhugur þeirra kvenna, sem hún starfaði með í félagssamtökum víðs vegar um landið, fylgir henni yfir til fyrir- heitna landsins. Þegar Kvenfélagasamband ís- lands var stofnað árið 1930, hafði frú Guðrún lagt svo drjúgan skerf til félagsmála kvenna að hún var sjálfsögð í stjóm þeirra samtaka. Árið 1947 var hún kjör- in formaður K. í. og hélt því starfi til ársins 1959 er hún á landsþingi baðst eindregið und- an endurkosningu, þá áttræð að aldri. Frú Guðrún var frábær stjórnandi, sem allir, er nokkuð þekktu til, virtu og dáðu. Mál sitt flutti hún af sérstakri festu og djörfung, hver sem í hlut átti, en um leið af einlægni og sann- girni. Undirferli, rógur og tvö- feldni var ekki til í hennar sál. Okkur sambandsformönnum um land allt, var hún ávallt hinn trausti leiðbeinandi í félagsmál- um og sannur vinur. Eitt af mestu áhugamálum hennar var hús- mæðrafræðslan og heill og hag- ur íslenzkrá heimila, heimilanna, sem eru og verða ávallt hornstein ar þjóðfélagsins. Sem formaður Kvenfélagasam- bands íslands var hún einnig í stjórn Húsmæðrasambands Norð urlanda og sat þing þess bæði í Noregi og Danmörku. Þar mátti segja að frú Guðrún „kom og sá og sigraði“, því að hún bar svo frábæran persónuleika í sínum fagra íslenzka búningi, að hún var sem drottning, hvar sem hún fór. Við konur getum bezt heiðrað minningu hennar með því að vinna af alhug að þeim málum sem henni voru kærust. Kvenfélagasamband íslands og kvenfélög víðs vegar um landið, þakka henni ómetanlegt starf í þágu lands og þjóðar, og út til stranda og inn til dala mun minn ing hennar lifa í þakklátum huga íslenzkra húsmæðra. Börnum hennar, tengdabörn- um og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Helga Magnúsdóttir. Kveðjiaorð frá Sjálfstœðis- kvennafélaginu Hvöt MEÐ hvarfi Guðrúnar Péturs- dóttur úr hópi okkar er brost- inn sterkur hlekkur. Hún var ein af stofnendum Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar 1937, átti sæti í stjórn félagsins um margra ára hil og gegndi for- mennsku um skeið. Kjörin var hún heiðursfélagi Hvatar. — Frá því í æsku átti hún mörg hugðarefni á sviði þjóðfélags- mála. Voru henni efst í liuga sjálfstæðismál, réttindamál kvenna og velferðarmál heimila vann hún með óbilandi dugn- aði og kjarki, jafnframt því, sem hún stóð fyrir myndarlegu heim ili, studdi umsvifamikinn mann og ól upp 7 mannkostabörn. Hún var heil og sterk í bar- attumálum. Hún var hörð og traust í örðugleikum. Hún naut þess að sjá glæsilegan árangur lifsstarfs síns. Hún sá sín hug- stæðustu mál leidd fram til sig- urs hvert af öðru. Á efri árum í langvinnum veikindum naut hún ástar og •“nhyggju barna og tengdabarna. hún var hamingjukona. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt vottar ástvinum hennar inni- Iega samúð og minnist Guðrúnar Pétursdóttur með þakklæti, — virðingu og söknuðL Skípoð í Vetr- orhjdlpina BORGARSTJÓRI skýrði frá þvl á borgarráðsfundi sl. föstudag að eftirtaldir menn heifðu verið skip aðiir í forstöðoinefnd Vetrarthjálp- arinnar: Skúli Tómasson, yfir- framfærslufulltrúi, Sr. óekar J. Þorláksson og Kristján Þorvarðs- son, læknir. Framkvæmdastjóri nefndarinnair var skipaður Magn- ús Þorsteinsson. Tökum að okkur allskonar prentun Hagprenf^ Bergþórugötu 3 — Síml 2 16 50 HINIR VINSÆLU SPARIBAUKAR með. talnalás eru komnir aftur og verða seldir viðskiptamönnum bankans, nýjum sem eltlri. Síðasta sending seldist upp á nokkrum dögum. Tilvalin jólagjöf BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Austurstræti 5, Laugavegi 3, Lauga vegi 114, Vesturgötu 52, Reykjavík. AKIJREYRI - BLÖIMDUÓSI - EGILSSTÖDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.