Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 28. nov. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra styður á linappinn, og setur af stað nýju vélasamstæð- nna. Ljósm. Gisli Gestsson. Góður fjárhagur Sogsvirkj- unarinnar | - aíí^í Hfargar nývirkjanir í athugun VIÐ VÍGSTjU nýju vélasamstæð- tinnar að írafossi flutti fjánmála ráðlherra, Gunnar Thoroddsen, formaður stjórnar Sogsvirkjunar innar, ávarp, þar sem hann ræddi m. a. virkjunarmál al- mennt. Kvað hann raforkuþörf- ina aukast um 7% árlega og því mikilsvert að aithuga sem vúðast möguleika til virkjana og áætla bostnag við þær. Sogsvirkjunin mundi sennilega taka einhvern þátt í öðrum nývirkjunum, enda mundi fjárhagur hennar mjög euka á lántökumöguleika til slíkra framkvæmda. Fjármála- ráðherra sagði, að bókfærðar eignir Sogsvirkjunarinnar, sem gerð var nær eingöngu fyrir Kristmann stefnir fyrir ærumeið- ingar KRISTMANN Guðmundsson hef ir stefnt Thor Vilhjálmssyni fyr- ir ærumeiðandi ummæli, er hinn eíðarnefndi birti í grein í Birt- ingi á þessu ári. Hefir Kristmann krafizt 200 þús. króna bóta fyrir ummælin. innlend og erlend lán, væru nú um 660 mi'llj. kr. og skuldir um 590 millj, Raunverulegar eignir virkjunarinnar væru hins vegar a.m.k. eitt þúsund millj. króna, svo að raunverulegar eignir um- fram skuldir næmu um 400 millj. kr. Þá kvað fjármálaráðherra það gefa auga leið, hve gífurleg- ir vatnsvirkjunarmöguleikar væru fyrir hendi á íslandi, þegar haft er í buga að Sogið, sem er aðeins tiltölulega stutt á, skilar nú 68, 500 kílóvatta orku. Rafdrkumálaráðherra, Ingólf- ur Jónsson, skýrði frá niðuxstöð- um ýmissa athugana, sem gerð- ar hafa verið. Kvað hann mega koma upp 30 þús. kw. rafstöð í Hveragerði fyrir um 420 millj. kr. Athuganir við Brúará hefðu leitt í ljós svipaðan kostnað. Við Búrfell væri hægt að virkja 210 þús. kw. Heppilegt væri að reisa 'þá aflstöð í fjórum áföngum, fyrst 105 þús. kw. sem mundi kosta um 1075 þús. kr. og stækka síðan um 35 þús. kw. í hivert sinn en þær viðbætur yrðu tiltölulega miklu ódýrari. Sagði ráðherra, að taka mætti til atíhugunar, einkuim þegar haft er í hiuga að smáar virkjanir eru miklu dýr- ari en þær stærri, að frá Búr- felli norður í sveitir er aðeins um 200 km. Þó yrðu virkjanir við Búrefll sennilega látnar bíða uim hríg og fyrst ráðizt í að bæta síðustu vélinni við Ljósa- fossvirkjunina. - Frh. af bls. 6 unum ef unnt yrði að finna að- ferð til að skilja þelið frá tog- inu. Sagði ráðherrann að laus- lega áætlað þá mundi verk- smiðja til þess að framkvæma þennan aðskilnað kosta um 150 millj. kr. eftir að lokið væri við að finna aðferðina. Ef miðað væri við 850 tonn af óunninni og óaðskildri ull að verðmæti 51 millj. kr. þá mætti, sagði ráð- herrann, fullvinna ullina þannig að hún yrði að verðmæti 408 millj. kr. eftir að lokið væri við að aðskilja hana og hún væri orðin vefnaður. Ríkisstj. hefði þetta mál til ath. og væntanlega yrði á næstu fjárlögum veittar 500 þús. kr. til rannsókna í þessu skyni. Minntist ráðherrann einn- ig á skinnaframleiðslu og kinda- garnir og þá verðmætisaukn- ingu sem væri fólgin í að vinna úr þessum landbúnaðarvörum hér á landi. Ríkisstjórnin hefði gert sér grein fyrir öllum þess- um möguleikum um að auka framleiðni landbúnaðarins og væri byrjað að rannsaka og at- huga leiðir í þessu sambandi. Ingólfur Jónsson sagði land- búnaðinn hafa skilað miklu í þjóðarbúið á undanförnum árum en hins vegar mundi landbúnað- urinn á næstu árum skila enn meiri framleiðslu en hann hefði gert fram að þessu m. a. þar sem framleiðslan hefði ekki verið eins vel nýtt eins og möguleikar væru fyrir hendL li..111 í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fóík til að bera ■ I blaðið til kaupenda þess. I IMorðurmýri: Flókagötu — Gunnarsbraut Snorrabraut og Laugaveg milli Bankastrætis og Vatnsstígs Gjörið svo vel að tala við atgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 224 80 — Hvernig fara Framh. af bls. 13 eigin ,,sonur“ er forsetaefni en ekki aðeins varaforseta- efni, — auk þess, sem hann er fyrsti Suðurríkjamaðurinn í forsetaembætti í nærfellt heilia öld. St j órnmálasérf ræðingar hafa eftir mörgum republik- önum, að möguleikair Gold- waters hafi minnkað til mik- illa muna og sé Rockefeller nú öllu líklegri frambjóðandi flokksins, — eða jafnvel Nixon. Rockefeller segja þeir, að mundi fara vel af stað með 43 kjörmannaatkvæði frá heimarík i sínu, New York. Hann væri einnig líklegur til að vinna verulega fylgi blökkumanna í mörgum stór borgum Norðuxríkjanina. Sumir hafa einnig nefnt William W. Scranton, ríkis- stjóra Pennsylvaniu, og George J. Romney, ríkisstjóra Michigan, sem áður hafa ver-' ið nefndir sem Mklegir, eink um eftir skilnað Rockefellers. Frá Pennsylvaniu koma 29 kjörmenn og frá Michigan 21. Og þá er það Nixon, sem reyndar hefur verið tilnefnd- ur áður með einskonar mála- miðlun milli fylgjenda Rocke fellers og Goldwaters. En sú hugmynd hefur lítinn byr fengið, til þessa. Mönnum er það 'í minni hversu litlu mun aði á þeim Kennedy og Nixon í kosningunum 1960. Fylgi Nixons í ríkjunum þar sem stærstu borgirnar eru, er þeg- ar að nokkru ljóst, hann fór t. d. með sigur af hólmi í Kalifomíu, Ohio og Indiana. í fjórum slíkum ríkjum vann Kennedy með aðeins um 1% meirihluta: Illinois, Michig- an, Missouri og Pennsylvaniu. Og menn benda á það nú, að aðeins fáeinum dögum áður en Kennedy var myrtur í Dallas í Texas, var Nixon þar á ferð. Hann sagði þá á fundi með blaðamönnum um Lyn- don B. Johnson, þá varafor- seta, að hann hefði verið kjör inn varaforsetaefni 1960 til þess að afla fylgis í Suður- ríkjunum, — en nú væri hann orðinn „pólitískur baggi“ bæði í Suðri og Norðri. Þá hefa þær raddir komið fram, að för Kennedy til Texas hafi meðal annars ver- ið farin nú í því skyni að at- huga hvern hug Texasbúar bæru til Johnsons. ★ ★ ★ í kosningunum 1960 var fylgi Kennedys, sem fyrr seg- ir byggt á stórborga-ríkjun- um, New York, Massaschus- ettes, Illionis og Michigan. Hann hafði mikið fylgi meðal verkamanna, negra og kaþólskra, sem var talið hafa úrslitaþýðingu. 409 kjörmannaatkvæðum, er John son hlaut við kosningu fram- bjóðanda flokksins voru að- eins 7y2 frá stórborgaríkjun- um, — 4 voru frá Pennsyl- vania og 3 y2 frá New York. Aðalfylgið var frá Suðurríkj- unum, og þær voru ekki farn ar til fjár, ferðirnar sem hann fór til að reyna að afla sér fylgis í Norðurríkjunum. Aðaláhyggjuefni demokrata varðandi framboð Johnsons yrði því væntanlega hvernig honum gangi á þessum slóð- um nú, og það munu republik anar án efa færa sér í nyt — Oswald Framhald af bls. 1. as miðaði fyrst og fremst að þv1 að upplýsa hver hefði verið á- stæðan til þess, að Oswald skaut Kennedy forseta og rannsaka for tíð Jacks Ruby, mannsins, sem myrti Oswald. Reynt verður, að upplýsa hvort Oswald hafi verið þátttakandi í skipulögðu sam- særi eða hvort hann hafi einn undirbúið og framið ódæðisverk- ið. Einnig verður reynt að graf- ast fyrir um hvort lögreglan í Dallas hafi varpað sökinni á Os- wald til þess að koma í veg fyrir að í ljós komi, að morðið hefði verið framið af andstæð- ingi Kennedys í kynþáttamálum. Einn af lögfræðingum Texas- ríkis, William Alexander, sagði í dag, að fundizt hafi á heim'ili Oswalds sannanir fyrir því, að hann hafi starfað ötullega í þágu málstaðar kommúnismans. Þar hafi t.d. fundizt bréf frá þekkt- um kommúnistum, þar sem þeir þakka Oswald starf í þágu flokks ins. Nokkur bréfanna eru rituð á bréfsefni bandaríska kommún- istaflokksins og nefndarinnar „Fair Play for Cuba.“ Það kemur ekki fram af bréfum þessum, að samsæri hafi verið gert um að ráða Kennedy af dögum. Bandaríska blaðið „New York Herald Tribune1 hefur skýrt frá því, að Oswald hafi fyrir nokkru heimsótt sendiráð Sovétríkjanna í Mexíkó og á Kúbu. Tom Howard, verjandi Jacks Ruby, sagði í dag, að í næstu viku hygðist hann fara fram á að Rúby yrði látinn laus gegn tryggingu, en talið er fullvíst að yfirvöldin muni ekki sleppa fang anum. Howard lögfræðingur starfrækir nú næturklúbb Ru- bys. Leiðrétting í myndatexta á 3. síðu blaðs- ins í gær er talað um grandvara- leysi lögreglumanna, en á að vera andvaraleysi, eins og flestir munu sennilega hafa getið sér til um. ETERNR • • Það er mikilsvert að eiga gangvisst úr sem hægt er að treysta við dagleg störf til sjávar og sveita. Eterna verksmiðjurnar í Sviss, hafa jafnan verið brautryðjendur í framleiðslu sterkra og gangvissra úra enda eru Eterna úrin þekkt fyrir gæði. Með því að kaupa Eterna úr getið þér verið viss um að eignast úr, sem þér getið treyst, enda fylgir þeim árs ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.