Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 3
< Laugardagur 30. rtóv. 1963 MCRGUNBLAÐIÐ 3 EITT af verkefnum yfirmanna á varðskipunum er að þjálfa varðskipsmenn til þeirra, starfa, sem þeir þurfa oft að amnast. t. d. björgtmarstarf- semi. Það er mjög nauðsyn- legt að vera snar í snúning- um, er skjóta þarf út björgum- arbáti í flýti, og kom það mjög greinilega fram, þegar óðinn kom á strandstað brezka tog- arans Lord Stanihope fyrir skömmu. Brezka herskipið Duncan sendi út menn í gúmmíbát, og lentu þeir í fjörunni, til þess að hafa tal af fulltrúa tryggingarfélags- ins, sem þar var staddur. Tals- vert brim var við ströndina, eins og reyndar alltaf þarna við sandana. Tveir skipverjar með eina kvenmanninn um borð. Þjálfun varðskipsmanna Duncansmönnum tókst að komast út fyrix brimgarðinn aftur, en fengu skömmu sáðar yfir sig brotsjó og stöðvaðist þá vél bátsins. Áhafnir Óðins og Duncans fylgdust með þess um atburði og brugðu hvorir tveggja þegar við og settu út báta til hjálpar. Urðu varð- skipsmenn mun fljótari á vett- vang til aðstoðar bátnum, sem bráðlega komst úr allri hættu. Flutti skipherra Duncans Þór- ami Björnssyni kollega sínum þakkir fyrir aðstoðina. Mjög mikilsvert er að þjálfa varðskipsmenn í því, að slökkva eld. Er þeim kennd meðferð slökkvitækja og út- skýrður greinarmunur sá, sem er á ýmsum tegundum, bruna, svo sem eldi í tré. olíu og aif völdum rafmagns, og á hvern hátt sé bezt að ráða niðurlög- um hans. Þeim er jafinframt kennd meðferð hinna ýmsu eldvannartækja, sem höfð eru um borð í varðskipunum. enn fremur lífgun úr dauðadái með blástursaðferðinni, en við þá kennslu er notuð kven- brúða, og eykur það mjög áhuga skipsmanna á náminu. Margar brunaslöngur eru um borð í varðskipunum og au^ þess vatnsbyssa, sem beitt er þegar ekki er hægt að komast um boirð í brenn- andi skip. Reykgrímur eru og notaðar við sérstök tækifæri. Eru þær þannig gerðar, að eftir að hún hefuir verið sett á andlit björgunarmanns, er löng slanga með sigti tengd við hana og hinn endinn leidd ur út fyrir reykjarmökkinn. Þessar grímiur komu að gcð- um notum s. 1. sumar, er óðinn lá fyrir akkeri á Seyðis firði. Kveiknaði í lúkarnum á norskum síldarbáti, er lá skammt umdan. Norðmenn gátu ekki ráðið niðurlögum eldsins af eigin rammleik, þar sem þeir komust ekki niður í lúkarinn fyrir reyk svo að varðskipsmeran skutu út báti, höfðu meðferðis slökkvitæki og grímu, sem einn varðskips- manna, Andrés Bertelsson. setti á sig, fór niður í lúkar- inn með sjóslöngu og slökkti eldinn. HásetJ æfir meðferð vatnsbys sunnar. II . .. Andrés með reykgrhr.una. Spánverji sýnir í Bogasal SPÆNSKI listmálarinn, Eladio Calleja Valles, sem dvalizt hef- ur á íslandi síðastliðið ár, opnar málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í dag. Calleja sæk- ir við fangsefni sin nær ein- göngu í eldfjöll og hraun og beitir mjög sérstakri tækni. Sýningin verður opin almenn- ingi frá kl. 6 til lö i kvöld og síðan daglega frá kl. 2—10 fram til 8. október, að honum með- töldum. SjrJkslæðisfólkí Varðarkaffi í Valhöll kl. 3—5 í dag | NA /5 hnúfor \y SVSöhnúfor X Snjóioma f úéi \7 Skúrír K Þrumur W’Z, KuUttki/ ^ HitttkH H Hml L Latl Siglunesi. Rigndi talsvert SUKSTtlM Fundur með forstjórum SÍS Morgunblaðinu er kunnugt m» það, að skömmu fyrir Alþingis- koningamar í surr.ir voru fram- kvæmdastjórar hinna fjölmörgu fyrirtækja SÍS í Reykjavík og nágrenni, kallaðir saman til fund ar, þar sem rík áherzla var á það lögð, að þeir hver um sig beittu áhrifum sínum við starfs- fólk sitt, þannig að það greiddi Framsóknarflokknum atkvæði. Var sagt að það væru lífshags- munir SÍS að koma ríkisstjórn- inni frá og nú átti sem sagt að beita peningavaldi þessa hrings til þess að hafa áhrif á Alþings- kosningamar. Er það út af fyrir sig ekkert nýtt af nálinni, því að skrifstofur þeirra Sam.vinnufél- aga, sem heyra undir SÍS, hafa um allt land verið áróðursmið- stöðvar fyrir Framsúknarflokk- inn. Hinsvegar mun ekki áður hafa beinlínis verið boðað til fundar forstjóranna í Reykjavík til að skipuleggja áróffurssókn og hagnýtingn peningavaldsins til að hafa áhrif á Alþingiskosning- arnar. Famsókn og SÍS Alþýffublaffið ræffir um mis- notkun á samvinnufélögunum í gær og segir m.a.: „Framsóknarflokkurinn á fylgi sitt fyrst og fremst sanv vinnuhreyfingunni aff þakka. En hvernig hafa framsóknarráff- herrarnir haldiff á spöðunum þar? Hafa þeir unnið stórvirki fyrir hinn almenna neytanda á seinni árum? Hafa þeir beitt sér fyrir lækkuðu vöruverffi og bættri þjónustu? Svariff er nei og aftur nei. Samband íslenzkra samvinnu- félaga er stórkapitalið í íslenzku þjóðfélagi. Á síðustu ámm hefur SÍS gert æ roeira aff því aff keppa viff affra affila á sviffi fjárfest- ingar og útþenslu. Ofurkapp hefur veriff lagt á aff koma á fót peningastofnunum þar sem Fratrcóknarvaldiff gæti skammtað og gefiff á jötuna eftir flokkslegum verffleikum manna. Af framangreindu ætti aff vera fullkomlega ljóst, hvilík ósvífni þaff er í rauninni af fram sóknarmönnum, afturhaldsöflun- un*. í íslenzka þjóðfélaginp, aff leggja sig aff jöfnu viff jafnaffar- menn á Norffurlöndum, sem ætíff hafa veriff umbótamenn í félags- málum en ekki barizt gegn um- bótum á því sviði, eins oe Fram- sóknarmenn hafa gert á íslandi." Hafifur SÍS Á fundi SÍS-forstjóranna var Iögff á þaff áherzla aff kon?.a yrffi Viffreisnarstjórninni frá, vegna þess aff annars gætu fyrirtæki SÍS ekki dafnaff. Þar var meff öffrum orffum óbeinlínis þaff sagt sem ætíff vakir fyrir Framsókn- armönnunum, þ.e.a.s. aff koma á stjómarfari, þar sem SÍS er látiff njóta algerrar forréttinda- affstöffu, því aff annars gæti þaff ekki þrifizt. Þannig er því í rauninni lýst yfir, aff samvinnufélögin geti ekki stað- izt, ef þau eiga aff húa viff sömu lög og affrir. Framsóknarforingj- unum virffist sem sagt aldrei hugkvæmast aff leita erfiðleika samvinnufélaganna í því, aff þeim er sýknt og heilagt beitt fyrir pólitískan vagn Framsókn- arflokksins. Fjármunir félaganna eru ekki notaffir til aff styrkja þau effa bæta hag félagsmanna, heldur til þess aff hafa pólitisk áhrif í þágu Fraircóknarflokks- ins. Til þess aff þetta geti tekizt meff nógu miklum árangri, telja leifftogar Framsóknarflokksins nauffsynlegt aff hafa affstöðu í ríkisstjóm til þess aff í' ;lpa sam- vinnufélögunum SÍS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.