Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAZnÐ 1 Laugardagur, 30. nóv. 1963 Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra ílytur ræðu sína á aðalfundi L.Í.Ú. Brezkir sjónvarps- menn kvikmynda atburðinn. — Ljósm. Sv. Þ. Skipabyggingar stórvaxa Emil Jónsson dvarpar aðalfund L. í. Ú. EINS og skýrt var frá í frétt- um í fyrradag hófst þá hér í Reykjavík aðalfundur Lands- sambands ísl. útvegsmanna. í fyrrakvöld lýstu fulltrú- ar frá hinum ýmsu samhands- félögum tillögum félaga sinna og reifuðu þær. Var þeim vísað til nefnda. Fundurinn stóð til kl. tæplega 1 í fyrri- nótt. í gærmorgun störfuðu nefndir og hófst fundurinn síðan á ný kl. 14 og skiluðu nefndir þá álitum og voru nokkrar tillögur samþykktar. Kl. 17.00 ávarpaði sjávar- útvegsmálaráðherra fundinn. Þegar sjávarútvegsmálaráð- herra, Emil Jónsson, hóf ræðu sína tóku kvikmyndavélar brezkra sjónvarpsmanna að suða. Þeir voru þar til að taka kvifcmyndir af forystumönnum íslenzkra útvagsmanna og sýna hana nú eftir helgina í Bret- landi, en þar hefst þá fiskimála- ráðstefna er Bretar hafa boðið tiL Ráðherrann hóf mál sitt með því að segja að sjávarútvegur okkar Islendinga færi stöðugt vaxandi með aukinni tækni og vaxandi skipastóli. Hann sagði að frá 1. janúar þessa árs til 25. nóv. hefðu verið flutt inn 26 stór fiskiskip og hér á landi smíðuð 17, en flest þeirra minni. Þá hefðu á sama tíma verið flutt inn 4 flutningas'kip og 1 farþega- skip. Um síðustu áramót hefðu verið 34 skip í smíðum erlendis, en hinsvegar væru nú 49 skip þar í smíðum. Nú eru 15 skip í smíðurn innanlands og stálskipa- smíði færi hér ört í vöxt. Næst drap ráðherrann á Fiski- málasjóð og hina miklu starf- semi hans. Sjóðurinn yrði að lána 75% af kostnaðarverði skips, er það væri fullbyggt, en erlend lán, sem jaínan fylgja ný- smíði skipa þar, létta undir með sjóðnum. Hann væri nú orðinn langstærsti fjárfestingarlánasjóð urinn á landi hér og næmi eigið fé hans 400 milljonum króna. Næst rakti ráðherrann dæmi, sem reiknað hefði verið út í sum ar varðandi kaup á austur-þýzk- um skipum. í því hefði kaup- verð 6 skipa 220—250 tonna numið 63 milljónum, þar af um helmingur austur-þýzkur gjald- eyrir, en vélar og tæki skyldu annars staðar keypt. Athugað hefði verið um sölu á frosinni og saltaðri síld til greiðslu skip- anna. Ef hægt hetfði verið að selja 5000 smálestir atf freðsíld og sama magn af saltsíld hefði það gefið að fob-verðmæti 66 milljónir króna, eða rúmlega heildarverð skipanna. Bf sarna fersksíldarmagn hefði farið til bræðslu hefði fob-verð mjöls og lýsis gefið 20 millj. kr. Mismun- urinn hefði verið 46 milljónir í gjaldeyri reiknað, eða allmiklu meiri en austur-þýzkur kostnað- ur við skipin. Á þetta vildi ráð- herrann laggja áherzlu til að sýna fram á nauðsyn þess að við íslendingar ynnum sjálfir sem mest okkar vöru. Næst drap ráðherrann á hafn- arbyggingar og hina miklu þýð- ingu þeirra. í ár hefði kostnaður við framkvæmdir við hafnargerð ir komizt yfir 100 milljónir og hefði aldrei fyrr kömizit svo hábt í sögu þjóðarinnar. Hefði verið lögð höfuðáherzla á að stækka hafnirnar við fengsælustu miðin, enda væru þær marg yfirsetnar. Á næsta ári er fyrirbugað að verja 150 milljónum til hafnar- framkvæmda. Hann kvað ríkis- • Eyjan nefnist Barrey Velvakandi hefir fengið bréf frá „Kópavogsbúa" og er hann með tillögu um nafngift á hina nýju eyju við Vest- mannaeyjar. Bréf hans hljóðar svo: „Herra Velvakandi. Ég legg til að nýja eyjan fái nafnið Barrey. Það er staður sá er Gerður Gymisdóttir og Freyr áttu stefnumót og stað- festu þar að bindst hvort öðru. Um þetta segir svo í Gylfa- ginningu: „Gymir hét maðr, en kona hans Aurboða. Hon var bergrisa ættar. Dóttir þeira var Gerðr, er allra kvinna var fegrst. Þat stjómina líta svo á að hafnar- framkvæmdir væru einhverjar hinar nauðsynlegustu með þjóð vorri. Hann taldi lausn þessara mála eitt hið merkasta. sem unn- ið væri að nú fyrir íslenzkan sjávarútveg. Þá ræddi ráðherrann talsvert um tryggintgarmál útvegsins, Ráðherrann kvaðst ekki myndi ræða afkomu útvegsins. Hins vegair kvað hann hina geysi- miklu eftirspurn eftir nýjum skipum benda til þess að mönn- um þætti fýsilegt að eignast skip og gera þau út. Undantekning væri þó þar sem togaraflotinn væri. Enginn vildi kaupa togara og ómögulegt væri að selja þá. Væri með ein- dæmum hve útgerð þeirra gengi illa. Komið væri fram nefndar- álit er unnið hefði verið að til- hlutan ríkisstjórnarinnar og fjall aði um afkomu togaraútgerðar- innar. Þetta nefndarálit yrði von bráðar tekið til athugunar hjá ríkisistjórninni og til ákvörðunar hennar. Þá drap ráðherrann á verðlag sjávarafurða, sem farið hefði hækkaði á erlendum markaði. Einkum saltifiskur, sem hetfði hækkað allt að 15—20% og síld- arlýsi, sem hækkað hetfði um 20%. Næst ræddi Emil Jónsson um væntanlega fiskimálaráðstefnu, var einn dag at, Freyr hafði gengit í Hliðskjálf ok sá of heima alla. En er hann leit norðrætt, þá sá hanm á einum bæ mikit hús ok fagrt, ok til þess húss gekk kona, ok er hon tók upp höndum ok lauk hurð fyrir sér, þá lýsti af höndum hennar bæði í loft ok á lög, ok allir heimar birtust af henni. Ok svá hefnði honum þat mikillæti, er hann hafði setzt í þat it helga sæti, at hann gekk í braut fullr af harmi. Ok er hann kom heim, mælti hann ekki. Ekki svaf hann, ekki drakk hann. Engi þorði ok at krefja hann orða. Þá lét Njörðr kalla til sín sem hæfist í London nú í næstu viku. Hann kvað Breta hafa boð- að til ráðstefnu þessarar og efni dagskrár hefði verið: 1. Um aðgang að fiskimiðum, 2. Um verzlun með fisk, 3. Um önnur atriði, er snertu fiskveið- ar og 4. Um stefnur í fiskveiði- málum. íslendingar hefðu sent bráða- byrgðasvar svohljóðandi. 1. ísland getur fallizt á að taka þátt í fyrirhuigaðfT ráð- stefnu, en þábttaka þess er háð fyrirvara um dagskrá og þátt- töku annarra. 2. íslendingar geta ekki geng ið til neinna samninga eða við- ræðna um breytingar á ísl. fisk- veiðilögsögu, eða ívilnanir um aðstöðu á Islandi í fiskveiðimál- um til handa erlendum aðilum. Að dómi íslendinga er rangt að tengja saman viðskiptamál og íramleiðslumál í sjávarútvegi eða fiskveiðitakmörfc. Slíkt væri að fara inn á nýjar brautir, sem ekki eiru fyrirhugaðar í neinni annarri atvinnugrein og geta íslendingar efcki tekið þábt í slíku. 3. Islendingar telja óhjá- kvæmilegt að öll aðildarríki EFTA og Efnahagsbandalagsins verði meðal þátttakenda. í FYBBADAG var afhjúpað- ur í Fossvogskirkjugarði leg- steinn á leiði Ágseirs heitins Sigurðssonar skipstjóra á Heklu. Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hefir gefiff stein þennan. Auk þess gaf það 3 lágmyndir af Ásgeiri steyptar í brons. Ein mynd- anna verður afhent ekkju Ás- geirs, önnur afhent Stýri- mannaskólanum og hin þriðja Skírni, skósvein Freys, ok bað hanin ganga til Freys ok beiða hann orða ok spyrja, hverjum hann væri svá reiðr, at hann mælti ekki við menn. En Skírn ir lézt ganga mundu ok eigi fúss ok kvað illra svara vera ván af honum. En er hann kom til Freys, þá spurði hann, hví Freyr var sá hnipinn ok mælti ekki við menn. Þá svarar Freyr ok sagði, at hann hefði sét konu fagra ok fyrir hennar sakar var hann svá harmfullr, at eigi myndi hann lengi lifa, ef hann skyldi eigi ná henni, — „ok nú skaltu fara ok biðja hennar mér til handa, ofc hafa hana heim 4. Nauðsynlegt er að verzlun með sjávarafurðir verði á dag- skrá ráðstefnunnar. 5. ísland getur fallizt á fyrir- hugaðan dag, 3. des. 1963. 6. Endanleg afstaða til þátt- töku íslendinga í ráðstefnunni verður tekin, þegar nánair er vit- að uirn þátttöfcu annarra otg dag- skrá. Emil Jónsson kvað ekki lífc- legt að mikils árangurs væri að vænta af þessari ráðsbefnu, en hann hefði viljað skýra frá þessu hér til að fyrirbyggja allan mis- skilning er gætt hefði í blöðum um þebta mál. Þá drap hann á launamál og umræður þær, sem nú standa yf- ir um þau mál. Vinnufriður væri þó á bátaflotanum og væri það veL Að lokum óskaði Emil Jóns- son, sjávarútvegsmálaráðherra, fundarmönnum góðs gengis og þess að vertíð mætti verða gjöfuil svo sjómenn og útvegsmena mættu una glaðir við sitt, þjóð- inni til heilla oig farsældar. Að ræðu ráðherrans lokinnl var haldið áfram umræðum uim nefndarálit. í gærkvölði störfuðu nefndir áfram og í dag verður umræð- um haldið áfram. verður í skrifstofu F.F.S.Í. Legsteinninn var afhentur við hátíðlega athöfn í Foss- vogskirkjugarði. Steininn af- henti Örn Steinsson vélstjórl f.h. F.F.S.Í., en Þorkell Sig- nrðsson bróðir hins látna veitti steininum viðtöku f.h. ættingja og afhjúpaði hann. Viðstaddir athöfnina voru nákomnir ættingjar Ásgeira heitins Sigurðssonar, stjórn F.F.S.Í. og nokkrir forystu- menn sjómannasamtakanna. hingat, hvárt er faðir hennar vill eða eigi, ok skal ek þat vel launa þér.“ Þá svarar Skírnir, sagði svá, at hann skal fara sendiferð, ea Freyr skal fá honum sverð sitt. Þat var svá gott sverð, at'sjálft vást. En Frey lét eigi þat til skorta ok gaf honum sverðit. Þá fór Skírnir ok bað honura konunnar ok fekk heit hennar, og níu nóttum síðar skyldi hon þar koma, er Barrey heitir, ok ganga þá at brullaupinu með Frey.“ Nú er það með þessa nýju eyju að hún hefir með tilkomu sinni lokið upp hurð fyrir eld- fjallafræðingum og öðrum fræðimönnum og hún hefir einnig lýst upp loft og lög og land og má þainnig segja að heimur okkar birtist í henni er við sjáum nýtt land mynd- ast. Kópavogsibúi.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.