Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 8
8 MOPGUNBLAÐIÐ ' !Laugardagur 30. nóv. 1963 Sigríður Sveinsdótti F. 2. des. 1882. D. 21. nóv. 1963. í DAG verður Sigríður S. Sveins- dóttir, Túngötu 167 Keflavík, til moldar borin frá Keflavíkur- kirkju. Sigríður var fædd Grind- víkingur, dóttir hjónanna Sveins Einarssonar og Ástríðar Gunnars- dóttur. Hún var elzt 5 systkina, og eru þrjú þeirra nú á lífi. Sigríður ólst upp hjá foreldr- um sínum. Þegar hún var 17 ára réðist hún í vinnumennsku að Járngerðarstöðum í Grindavík og þar var hún til 22 ára aldurs. Árið 1905 stofnaði hún heimili með Júlíusi Björnssyni frá Hafn- arfirði. í>au settust að í Kefla- vík og bjuggu þar allan sinn búskap. Júlíus var sjómaður mestan hluta ævi sinnar, en heimilið var vettvangur Sigríðar. Og vissu- lega má um hana með sanni segja: „Henni var heimilið dýrmætt, því helgaði hún líf sitt í kærleika og trú.“ Þau hjónin eignuðust 6 börn, og eru þau öll á lífi. Elztur er Elentínus, skipstjóri í Keflavík, Georg, hefir verið sjúklingur um árabil, Ástríður, húsfrú í Keflavík, Sverrir, alþingismaður, bús. í Reykjavík, Lára, húsfrú í Keflavík og Einar, bifreiðarstjóri í Keflavík. Ennfremur ólu þau upp Maríu, dóttur Júlíusar, og reyndist Sigríður henni ekki síð- ur en sínum eigin börnum. — María er nú húsfrú í Keflavík. Þau voru samhent í lífsbar- áttunni, Sigríður og Júlíus, og Samkomur Sunnudagaskóli í Mjóuhlið 16 er hvem sunnudag kl. 10,30. Öll börn eru velkomin. — Almenn samkoma er hvern sunnudag kl. 20. Allir eru vel- komnir. Sunnudagaskólinn Mjóuhlíð 16. Kristileg samkoma verður haldin á morgun (sunnudag) kl. 5.30 e.h. í skólanum, Sandgerði. Allir velkomnir. C. Casselman og H. Leiohsenring tala. Samkomuhúsið Zion Óðinsgötu 6 A Á morgun almenn sam- koma kl. 20.30. Allir vel- komnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Uniglingasamkoma í kvöld kl. 8 (ath. ekki kl. 8.30). Allir unglingar velkomnir. Á morgun er barnadagur hjá Fíladelfíusöfnuðinum, brauðið brotið kl. 4. Almenn sam- koma kl. 8.30. Hovard Ander- son talar þá í síðasta skipti hér. Tekin fóm vegna kirkju- byggingarinnar. K.F.U.M. — Á morgun: Kl. 0,30 e.h. Sunnudagaskól inn við Amtmannsstíg. Barna- samkoma í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi. Drengjadeildin við Langagerði. Kl. 1.30 e.h. Drengjadeild- irnar Amtmannsstíg, Holta- vegi og Kirkjuteigi. Kl. 8.30 e.h. Kristilegt stúd entafélag hefir 1. desember 9amkomu sína. Svandís Pét- ursdóttir og Sverrir Sverris- - 9on tala. Allir velkomnir. Af sérstökum ástæðum höfum við verið beðnir að selja Daf 750 model 1963. — Bíllinn er ljósgrár að lit og lítið ekinn. Góðir greiðsluskilmálar. Hagstætt verð. EB . J0HNS0N & KAABER há Sætúni 8. — Sími 24-000. Umboðsmaður eða fyrirtæki vel kynnt hjá benzín og olíuffélögum óskast til að selja fyrir danska verksmiðju, handdælur og mæli- tanka fyrir benzín og brennsluolíu. Tilboð sendist í Box 602, Polack’s Annoncebureau Ved Glypto- teket 6, Kpbenhavn V. ^ Vitið þér Hvernig þér getið losnað við hvítu saltflekkina úr skóm yðar? Látið vatnsþétta skóna hjá okkur. — Látið okkur setja ósýnilegu skóhlífarnar á leðurskóna yðar. Sprautum með Silecone. Haldið fótum yðar ávalt þurrum. Skdvinnustofa Gísla Ferdinandssonar Lækjargata 6 Álfheimar 6. í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. HÁTEIGSVEG TÓMASARHAGÁ KVISTHAGA Gjörið svo vel að tala við argreiðslu blaðsins eða skrifstofu. heimilið var hamingjusamt, þótt snautt væri að þeim þægindum og gæðum, sem nú þykja sjálf- sögð og ómissandi. En þó að hvorki væri hátt til lofts eða vítt til veggja í gamla Hábæ, — en svo hét bærinn þeirra, — þá var jafnan bjart í sinni og sál, — og fagrar eru minningarnar, sem börnin eiga bundnar við bernskuheimilið sitt. - Júlíus lézt hinn 5. sept. árið 1928, þá 74 ára að aldri. En hann var fullum 30 árum eldri en Sigríður. Eftir lát hans hélt Sigríður áfram heimili með börn um sínum. Og eftir að Elentínus sonur hennar missti fyrri konu sína, tók hún að sér eldri dóttur hans, Júlíönnu Sigríði og ól hana upp að öllu leyti. Sigríður var mikil gæðakona, — fágæt, hvað fórnarlund og hjálpfýsi snerti. Ekkert aumt mátti hún sjá svo að hún hrærð- ist ekki til meðaumkunnar og legði sig fram til að hjálpa og líkna. Hún gerði það ekki til þess að hljóta lofstír eða laun, - held- ur aðeins af einlægri löngun til þess að verða öðrum til bless- unnar. Þetta fundu börnin henn- ar öllum öðrum fremur. Enginn studdi þau og styrkti betur í þungbærum raunum og reynslu, er á vegum þeirra urðu, en móð- ir þeirra. — Þannig var hún alla tíð, vakin og sofin í því að hjálpa, hugga og græða. Eitt sérstakt hugðarefni átti Sigríður utan vébanda heimilis- ins. En það var bindindishugsjón- in. Hún var ein af stofnendum stúkunnar Víkur í Keflavík — og einn af ötulustu og fórnfús- ustu starfsmönnum hennar á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Á áttræðisafmæli hennar á sl. ári gerði stúkan hana"að heið- ursfélaga sínum í þakklætis skyni fyrir vel og drenailega unnin störf í stúkunnar þágu. Sigríðar Sveinsdóttur verður jafnan minnzt sem mikilhæfrar konu, sem gædd var sterku trú- arþreki og mikilli sálargöfgi. En í hugum barnanna og ástvin- anna rís minningin um móður- ina og kærleika hennar allra hæst. Þau hafa sannreynt þetta, sem eitt sinn var um góða móð- ur sagt: „Hún er engill, sem Guð oss gefur.“ Ég bið hinni látnu merkiskonu farsællar landtöku á ljóssins ströndu, votta ástvinum hennar öllum mína dýpstu og innileg- ustu samúð og bið þeim af al- •hug blessunar Guðs. Bj. J. Halldóra Andrésdóttir ÞANN 26. nóv. lézt á St. Jóseps- spítala í Hafnarfirði, vinkona mín Halldóra Katrín Andrésdótt- ir. Hún var ung og fögur stúlka, í blóma lífsins, þegar ég sá hana fyrst fyrir 31 ári en þá kom hún á heimili foreldra minna og með okkur tókst sú vinátta, sem aldrei slitnaði. Hún kom vestan úr Arnardal frá húsi fósturforeldra sinna elskulegra, sem hún ætíð minntist með sérstakri virðingu og aðdáun. Dóra, eins og hún var æfinlega kölluð, var þá strax einstaklega barngóð og blíð og nutum við systkinin þess í ríkum mæli, enda var svo alla tíð að hún kunni sérstaklega að um- gangast börn. Hún hafði frá fyrstu tíð sterka hæfileika til að umgangast fólk á öllum aldri og það var gott til hennar að leita, því hún fann alltaf það bezta í öllum manns- sálum. Hún ílengdist svo hér í Hafnarfirði og'giftist eftirlifandi manni sínum, Illuga Guðmunds- syni, skipstjóra og var þeim 4 efnilegra barna auðið. Hér undi hún hag sínum vel, enda þótt hugur hennar dveldi oft á æsku- stöðvunum fyrir vestan. Hafn- arfjörður tók hana sterkum tök- um, hún var snortin af hinni sér- kennilegu fegurð bæjarins og þegar velja átti húsi þeirra hjóna stað, kaus hún að byggja í hraun inu nálægt sjó, svo hún sæi haf- ið. Á fögrum vor- og haustkvöld- um stóð hún oft við gluggann sinn og fylltist angurværð og blíðu yfir þeirri fegurð er hún leit og lét þau orð falla að hvergi væri kvöldfegurð eins og í bless- uðum firðinum. Hún var vinur vina sinna, trygglynd og þægileg í viðmóti, skoðanaföst og vel gefin en held- ur hlédræg. Samt gat hún verið duglegur félagsmaður í félags- málum, ef hún vildi það viðhafa, en það var einkum kvennadeild- in Hraunprýði sem hún helgaði krafta sína og veit ég að ég má Guðlaugur Þoriaksson Einar B. Guðmundsson Guðmundur Péturssot Aðalstræti 6. — 3. hæð í nafni Hraunprýðiskvenna þakka henni samveruna sem við hefðum kosið að hefði orðið lengri. Hún átti um langt skeið við mikið heilsuleysi að stríða en sýndi afburða þrek og viljastyrk og aldrei heyrðist æðruorð, vit- andi vits að hverju dró, því hún vildi svo gjarnan fá að fylgjast með manni sínum og börnum enn um skeið. Hún var þakklát fyrir þann tíma, sem hún fékk að dvelja meðal sinna vina og vandamanna og bað um að þeim yrði flutt sitt þakklæti fyrir það er þeir voru henni í hennar veikindum. Vinkonur hennar kveðja hana nú með trega og þökk. Ég sakna þín, Dóra mín, nú þegar þú ert kvödd. Það munu allir vinir þín- ir gera. Ég þakka þér allt og allt og flyt þér þakkir og kveðjur frá allri fjölskyldunni, sem að þú dvaldir fyrst með eftir að þú komst i Hafnarfjörð og hélzt alltaf tryggð við upp frá því. Eiginmanni þínum, börnum og aldraðri móður votta ég dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ilulda Sigurjónsdóttir. L JOSMYND ASTOFAN LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tima í sima 1-47-72 íbúð — Taiuilæknastofa Sími 22 4 80 2ja—4ra herb. íbúð, helzt sem næst Miðbænum, óskast nú þegar undir tannlæknastofu. Tilboð, merkt: „Tannlæknastofa — 3357“ sendist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.