Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 23
1 Laugardagur 30 nóv. 1963 MORGU N RIAÐID 23 Flóa klcttur í f jörunni í Hafnarfirði. Bát rekur upp í fjöru VÉLBÁTURINN Flóaklettur, sem er 100 tonn og eign Jóns Gíslasonar, slitnaði í rokinu í fyrrinótt frá gömlu bryggjunni í Hafnarfirði og rak upp í fjörunna fyrir framan Svendborgarhúsin. Skemmdir urðu litlar á bátnum, en þó hafði stýrishælinn tekið niðri. Á flóðinu um kl. 2 e. h. í gær náðist Flóaklettur á flot, og var honum siglt suður að hafn argarðinum. Flóaklettur er einn Svíþjóðar- bátanna og var nýkominn úr slipp. Báturinn var mannlaus, er hann losnaði frá bryggjunni, og er ekki vitað hvenær það skeði, en hann mun hafa rekizt á 50 tonna bát, Málmey, og brotið lunningu hans og skammdekk. — Tónleikar Framh. af bls. 12 TÓNLEIKAR TÓNLISTAR- FÉLAGSINS ÞAÐ vair óvenjuleg efnisskrá, eem ameríski píanóleikarinn Daniel Pollack flutti styrktarfé- lögum Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói í fyrrakvöld. Beet- Ihoven, Chopin, Sehumann og Liszt voru allir fjarstaddir, en Sohubert (Wandeirer-fantasían), é efnisskránni voru verk eftir Brahms (Capriccio í fís-moll, tvö intermezzi, rapsódía í Es- dúr), Skrjabín (Noktúma og etýða) og Szymanowski (Etýða), auk tveggja verka eftir banda- risk tónskáld, sem hvorugt mun Ihafa heyrzt hér fyrr. >að er sízt óstæða til að láta það fæla siig frá tónleikasókn. þótt nokkuð sé vikið af alfaraleið um verkefna- val, og svo mjög eru píanóleikar- ar yfirleitt vanaifastir í því efni, að ástæða er til að fagna undan- itekningunum sérstaklega, að ólöstuðum þeim fjórum höfuð- tónskáldíutm, sem fyrr voru nefnd. Ef dæma má eftir að- aókninni í fyrrakvöld, virðist-þó forvitni um ný verk eða fáheyrð ekki ýkja rík með reykvískum áheyrendium, og hefir þess raun- ar fyrr orðið vart. Furðu margir þeirra virðast heldur vilja láta segja sér „söguna aftur, söguna t>á í gær.“ Og kannske er það ekki að öllu leyti láandi. Daniel Pollack er mikill hvirtúós“ og skilaði öllum verk- efnum sínum af röggsemi og með glæsibrag. Hin undurfagra fant- asía Schuberts var skýrt mótuð og fluitt með mikilli reisn. Lögin eftir Brahms náðu hinsvegar ekki sama flugi, enda líklega tals vert „þyngra í þeim pundið,“ ef bvo óhátíðlega mætti komast að ©rði. Lögin eftir Skrjabín og Szymanowski hlutu ágseta með- ferð, ekki sízt noktúrna fyrir Vinstri hönd eftir hinn fyrr- nefnda. Sama mun mega segja um amerísku verkin tvö. Ricer- care og tokkata eftir hið fræga óperuskáld Gian-Carlo Menötti virðist vera heldur hversdagslegt vark og mun ekki sitja djúpt í fninningunni. Miklu svipmeiri er sónata op. 26 eftir Samuel Barb- er. í henni eru mjög fagrir kafl- ar, og þótt annað sýnist lítt inn- iblásið, ekki sízt fyrsti þátturinn, er hún þó tvímælalaiust verk, eem fengur er að fá að kynnast. Þessir tónleikar verða endur- teknir í dag kl. 3 síðdegis. Jón Þórarinsson. Bifreið stolið í FYRRINÓTT var bifreiðinni R 13235 stolið af bílastæðinu við Laugaveg 90. Bifreiðin er 6 manna Chevrolet, smíðaár 1950, 6vört að ofan og grá að neðan. Hver, sem orðið hefur var við R 13235, er beðinn að gera lög- reglunni aðvart. Johnson ræoir kyn- þáttavandamálin Washington 29. nóv. NTB-AP. LYNDON B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við ýmsa ráðherra stjórnar sinnar, ráðgjafa um varnar- mál og framkvæmdastjóra landssambandsins, sem herst fyrir auknum réttindum Síðari tónl^ikar Pollaeks DANÍEL Pollack bandaríski píanóleikarinn endurtekur tón- leika sína fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í dag kl. 3 í Austurbæj arbíói. Efnisskráin er breytt frá því á tónleikunum í fyrrakvöld. Á tónleikunum í dag leikur Pollack þessi verk: Wanderer-fantasíu eftir Schu- bert, fjórar prelúdíur eftir De- bussy, Rondo eftir Kabalevsky, Ballötu nr. 2 í F-dúr, Noktúrnu í cissmoll og Scherzo nr. 3 í ciss-moll eftir Chopin, Etýðu í b-moll eftir Szymanowski og Noktúmu fyrir vinstri hönd og Etýðu í diss-moll eftir Skrjabin. Daníel Pollack fer í kvöld heim til Bandaríkjanna. „Spartakus" skáldsaga Howard Fast, komin 1 ísl þýðingu KOMIN er út skáldsaga How- ard Fast, „Spartakus", byggð á sögulegum heimildum um þræla uppreisn þá, sem frægust varð á dögum Rómverja hinna fornu, sem byggðu þjóðfélag sitt að meira eða minna leyti á þrælum og striti þeirra. Þrælauppreisnir voru tíðar á þessum tíma, en uppreisn sú, sem Spartakus stjórnaði, var þó þeirra langmest og hættulegust Rómverjum og skaut valdhöfun- um í Róm skelk í bringu. Bókin er yfir 200 bls. að stærð prýdd fjölda mynda úr kvik- myndinni, sem sýnd var hér fyr ir nokkru. Útgefandi er Stjörnuútgáfan, þýðandi Hersteinn Pálsson. hlökkumanna, Roy Wilkis. Talið er að viðræður John- sons við Wilkis bendi til þess, að hinn nýi forseti muni þegar í stað hefja baráttuna fyrir því að þingið samþykki mannrétt- indafrumvarp Kennedys. Að undanförnu hefur frumvarpið verið til umræðu í þingnefnd undir forsæti demókrata frá Suðurríkjunum. Að loknum viðræðunum við Johnson sagðist Wilkis vera þess fullviss, að forsetinn myndi gera allt, sem í hans valdí stæði til þess að takast mætti að koma á jafnrétti allra borgara Banda- ríkjanna. Þeir hefðu rætt kyn- þáttamálin á breiðum grund- velli og forsetinn hefði sýnt góð- an skilning á málefnum blökku- manna. Meðal ráðherranna, sem John- son ræddi við í dag, eru Robert McNamara, varnarmáiaráðherra og Dean Rusk, utanríkisráð- herra. Einnig ræddi forsetinn við John McCone vt'irmann leyni þjónustunnar, C.I.A. og Bundy, yfirmann öryggismáia í Banda- ríkjunum. Aðventutónleikar í Dómkirkjunni AÐ VENJU efnir Kirkjunefnd til helgistundar í Dómkirkjunni fyrsta sunnudag í"' aðventu — sem nú er 1. des. — kl. 8.30 síðd. Með aðventunni fæðist helgiblær jólanna með þeim sem í kirkjuna koma, enda beinist samkoman að því: Lúðrasveit drengja, undir stjórn Páls Pampichlers Páls- sonar, leikur barna- og jólalög. Páll Kolka læknir flytur stutt erindi. Söngflokkur barna syng- ur jólalög undir stjórn frk. Margrét Eggertsdóttir syngur einsöng með undirleik dr. Páls ísólfssonar, sem einnig flytur einleik á orgel. Loks syngur Dómkirk j ukórinn. Eins og áður verður vistfólk í Elliheimilinu og blint fólk sér- stakir gestir kirkjunefndarinn- ar, en auk þess hafa Reykvík- ingar ungir og gamlir, fjölmennt til þessarar hugnæmu helgistund ar og jafnan troðfyllt gömlu Dómkirkjuna, og verður svo vafalaust enn að þessu sinni sunnudagskvöldið 1. sept kl. 8.30 Allur eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Eitrun fyrir refi og minka falli niður í 5 ár * Vernda þarf Islandsörn TVEIR þingmenn, þeir Bjartmar Guðmundsson og Alfreð Gísla- son hafa lagt fram í Efri deild, frumvarp til laga um breyting á lögum um eyðingu refa og minka. Er lagt til í frumvarp- inu, annars vegar að verðlaun fyrir unnin hlaupadýr hækki í kr. 550.00 og kr. 350.00 og hins vegar að eitrun fyrir refi og minka, sem nú er lögboðin, falli niður í 5 ár og verði bönnuð um jafn langan tíma. í greirvargerð með frumvarp- inu er bent á þá hættu sem ís- lenzka erninum stafar af eitr- unarskyldunni sem samþykkt var árið 1957 og var þá lögboð- in á hverju ári. Síðan segir í greinargerðinni: „Um áhrif eitrunar til fækkun- ar refum eru skiptar skoðanir. Ýmsir glöggir menn og nákunn- ugir háttum refa telja, að eitr- unin ali beinlínis upp dýrbíti, en svo eru þau dýr nefnd, er leggjast á sauðfé. Samkvæmt áliti þeirra er því eitrunin til ills eins og kennir vitrustu dýrun- um að leggja sér einungis til munns það, sem þau veiða sjálf. en aðalfæða refa er annars hræ, sem þau finna á fjörum eða öðr- um víðavangi, og svo fuglar, sem þeir veiða. Eitthvað á þessa leið mun og hafa vakað fyrir löggjafanum 1949, þegar fyrir var lagt að eitra aðeins þriðja hvert ár. í frumv. þessu er gert ráð fyrir að gera hlé á eitrun í 5 ár. Það hlé er hugsað sem reynslutími, sem allir eiga að geta sætt sig við, hyerja skoð- un sem þeir annars hafa á þess- um málum. En framlenging eða ekki framlenging að 5 árum liðn- um á að geta farið eftir því, hvernig til tekst þennan reynslu tíma. Að áliti margra, sem ann- ars aðhyllast þá skoðun, að refaeitrun sé ill nauðsyn, er þvi skynsamlegt að eitra ekki nema ár og ár, segja þeir. Sé ekkert að gert nú þegar í þessu efni, er það jafnvist og 2 og 2 eru 4, að innan fárra U.S.A. gagnrýnir Kúbustjórn. Washington, 29. nóv. (NTB) Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna gagnrýndi í dag Kúbu- stjóm fyrir afstöðu hennar til landanna í Suður - Ameríku. Sagði talsmaður utanrikisráðu- neytisins, að Kúbustjórn miðaði að því að æsa til hefndarverka í löndum þessunv og ala á innan landsófriði Talsmaðurinn sagði, að Banda ríkin væru reiðubúin að styðja ríki í Suður-Ameríku í barátt- unni gegn vopnasmygli frá Kúbu og mönnum sem þaðan væru sendir til tmdirróðursstarf semi. Minnti talsmaðurinn á, að þrjú tonn vopna frá Kúíbu hefðu fundizt á stirönd Paraguanaisikaga í Venezuela 3. nóv. sJ, ' Ný ,,SÚL\“ Sandefjord, 29. nóv. — (NTB) KOMINN er á flot þriðji íslenzki báturinn, sem byggður er í Sandefjord. Báturinn hlaut nafn- ið Súlan. Eigandi er Leó Sig- urðsson, útgerðarmaður á Akur- eyri, og skírði dóttir hans, Anna, bátinn. Samið hefur verið um smíði fjórða bátsins, sem verður stærri en hinir fyrrL ára verður svo komið. að síðasti íslandsörn „flögrar á vinstri hlið“. Mætti það þá einnig verða, að það væri um leið hinzti haf- örn í veröldinni, líkt og gerð- ist um geirfuglinn okkar sæilar minningar. Þessi fuglategund er að hverfa úr nágrannaióndum okkar — eða er horfm — af svipuðum ástæðum og hér. Þeg- ar svo illa er komið er um seinan að iðrast. Þess skal að lokum getið, að bannað er í fuglafriðunai lögum frá 1954 að eitra fynr fugia. Er sú undanþága staðfest í reglu- gerð við þau lög og heyrir i.nd- ir menntamálaráðuneytið. Vilj- um við í tengslum við þetta frumv. benda menntamálaráð- herra og fuglafriðurarnefnd á, að naúðsynlegt er að endur- skoða þá reglugerð, að því er varðar meðferð eiturs, afnema hana eða breyta. Til þess þarf ekki lagabreytingu.“ Kvikmynd frá gosinu í Laugar- r | r r m asbioi KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Gevsir sendi starfsfólk sitt á vettvang, þegar gosið varð við Vestmanna eyjar á dögunuom — 3ja manna hóp undir stjórn Þorgeirs Þor- geirsisonar. Tóku þeir þremenn- ingar myndir' af gosinu, annars vegar til sýninga í sjónvarpi, og var það efni strax sent utan og hefur nú verið sýnt í 59 sjón- varp®stöðvum víðsvegar um heirn. Þá voru einnig teknar myndir á litfilmiu Oig Cinemascope, og fór Þorgeir utan til að vinna úr því efni hjá Nordisk Films Tek- nik í Kaupmannahöfn, og eru fullgerð, hljómsett eintök kom- in hingað. Verður myndin þegar tekin til sýninga sem aukamynd í Laugarásbíói. Þessi stutta skyndiútgáfa af gosmynd félagsins mun vera fyrsta islenzka breiðtjaldsmynd- in, sem sýnd er, en félagið hefur nú í smiðum, eins og kunnugt er, íslandsmynd í litum og Ci- nemascope ,sem Reynir Oddsson stjórnar, og fór hann til Stokk- hólrns þeirra erinda að Mippa þá mynd og ganga frá henni end- anlega til sýninga. Mun hún verða tilbúin í byrjun næsta árs og hefur Austurbæjarbíó tryggt sér sýningarrétt á henni Nýkomið Max Foctor C R E IVI E P UF F fyllingar og skrautdósir. ★ Laust púður, 6 litir ★ Hreinsunarkrem Næringar- og dagkrem ★ Pancake — Panstick ★ AUt til augn- tsnyrtingar þar á meðal roll-on mascara ^ Wand augnskuggar mjóir skrúfblýantar Lækjartorgi. 1 -th * k- J opu.Ku.SLd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.