Morgunblaðið - 07.12.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.1963, Qupperneq 1
24 síður og Leshök 50 árgangur 263. tbl. — Laug'ard'agur 7. desember 1963 Prentsmiðja MorgunblaSsins Frakkarnir þrir, sem íyrstir stigu á land á nýju eyjunni. Tveir þeirra koma þar fvrir íranska fánanum, fáni blaðs þeirra, Paris Match, blaktir í fjörunni, og einn er ai ganga frá bátnum. Myndlna tók Ijósmyndari Mbl., Sigurgeir Jónasson, frá báti skammt frá. Gengið á land i nýju eyjunni Ljósmyndari Mbl. tók myndir af atburðinum er 3 Frakkar gengu á land Frásögn Sigurgeirs Jónassonar 1 GÆR kl. 12.25 á hádegi gengu 3 Frakkar á land í hinni nýju Syðstuey, sem myndazt hefur sunnan við Vestmannaeyjar. Voru' það starfsmenn franska vikublaðs ins Paris Mateh, ljósmyndari og blaðamaður frá blaðinu, og með honum tveir fjallgöngu- garpar og ævintýramenn. Ljósmyndari Mbl. i Vest- mannaeyjum, Sigurgeir Jón- asson, var staddur skammt frá eyjunni er þetta skeði í för með kvikmyndamönnum og tók hann myndir af at- burðinum. Eru það einu ljós- myndirnar, sem teknar voru af þessum sögulega atburði fyrir utan þær myndir er Frakkarnir sjálfir tóku hver af öðrum við landgönguna. — I Hér fer á eftir frásögn Sigur- geirs Jónassonar, en á baksíðu er samtal við hina frönsku ofurhuga. Við hittuim Sigurgeir Jónasson fréttaritara blaðsins og ljós- Brezki íholdsflokkurinn topnr fylgi í þremur kjördæmum Hailsham ldvarðui tekur sæti í Neðri málstofunni Sudbury, London, 6. des. — NTB — í GÆR fóru fram í Bretlandi aukakosningar í þremur kjör- dæmum og í öllum kosningun um tapaði Ihaldsflokkurinn fylgi. • f hverfinu Marylebone í London, þar sem íhaldsflokkur- inn hefur löngum notið mikils stuðnings, var Quintin Hogg (Hailsham lávarður, fyrrv. vís- indamálaráðherra, sem nú hefur afsalað sér aðalstign) í fram- boði. Hann náði kosningu, en Framhald á bls. 23 myndara í Vestmannaeyjum um leið og hann kom úr ferð sinni út að’ hinni nýju eyju„ sem Frakkarnir, sem þar gengu fyrst- ir á land vilja nú nefna Paris Match-eyju. Sigurgeir sagði að hann hetfði slagist í för með kvikmyndagerð armönnum frá kvikmyndafélag- inu Geysi, þeim Gesti Þorgríms- syni og Þeirgeiri Þorgeirssyni, sem í morgun komu með flug- vél til Vestmannaeyja til þess að halda áfram kvikmyndatöku af eyjunni og gosinu. Hann kvaðst hafa vitað um að Frakkar. væru staddir þar í Eyjum, en ekiki hafa hugmynd um fyrirætlanir þeirra, enda hefði einkaflugvél komið í gær með utanborðsmót- or þann, sem þeir notuðu til far- arinnar. Það var um kl. l i í gærmorg- un, sem þeir Sigurgeir og kvik- myndaigerðarmennirnir héldu út að gosstaðnum á vélbátnum Har- aldi, en sá bátur hefir frá því er gosið hófst verið í mörgum fetrS- um á gosstöðvarnar með leið- angra og jarðfræðinga. Er þeir á Haraldi komu suður fyrir Eyjar sáu þeir í allmikilli fjarlægð lítinn bát, sem þeir töldu vera trillubát frá Eyjum á Framh. á bls. 3 Fiskimálaráðstefnunni frestaö fram í janúar Ekkert samkomulag náðist, en margax tillögur komu fram Einkaskeyti London 6. des. frá AP. Fiskimálaráðstefnunni, sem staðið hefur yfír í London í fjóra daga var í dag frestað til 8. janúar n.k. og talið er að ráðstefnan verði því í viku. Ráðstefnuna sóttu full- trúar 16 þjóða og þar var m.a. rædd fiskveiðilögsaga fiskmarkaðir og verndun fiskistofna. Ekkert samkomulag náðist á ráðstefnunni, og því var ákveðið, að fulltrúar kæmu aftur saman til fundar 8. jan- úar næst komandi. Fram að þeim tima munu þeir athuga nánar hinar ýmsu tillögur, sem fram komu á ráðstefn- unni og ræða við ríkisstjórn- ir landa sinna. í tilkynningu, sem gefín var út að ráðstefunni lokinni, sagði m.a., að fulltrúar hefðu verið sammála um nauðsyn þess að endurskoða Norðursjávarsamn- inginn frá 1882 og segja nýjar reglur um fiskveiðar á Norður- sjó. Einnig segir, að ýmsar til- lögur hafi komið fram á ráð- stefnunni, varðandi fiskveiðilög- sögu og fiskmarkaði. Tillögunum, sem fram komu á ráðstefnunni er vendilega hald ið leyndum og einn brezku full- trúanna sagði: „Við getum ekki rætt þær nú, sumar þeirra voru Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.