Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 8
MORGUNBLADIÐ 8 Laugardagur 7. des. 1963 Rúmlega 100 millj. kr. aukið framlag til vegaframkvæmda Samgöngumdlardðherra gerði grein íyrir nýju vegalagaírumvarpi d Alþingi í gær Á FUNDI neðri deildar í gær gerði samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, grein fyrir frumvarpi til vegalaga. í frum.varpinu eru ýmsar veiga mikiar breytingar frá núgildandi löggjöf, m. a. hvað snertir nýja skipan vegamála, gert er ráð fyr VERZLUNIN GRETTISGATA 32 Nælonúlpur, rauðar og bláar a 6—8 10 ara. Sokkabuxur — Stretchbuxur Peysur í miklu úrvali. Unglingakjólar og skokkar nr. 36—38. Köflóttar húfur og treflar. Fyrir dömur: Undirkjólar nr. 40—50. Náttkjólar. Enskir jerscy kjólar nr. 38—46. Slæður og skinnhanzkar. HERRAFÖT ir framkvæmdaáætlunum til fimm ára, þjóðvegir eru flokk- aðir eftir þörfinni á hverjum stað í fjóra mismunandi flokka. I»á felur fruir.varpið i sér rúm- lega 100 millj. kr. aukaframlag til vegamála, en það fæst með hækkun á bensíngjaldi, gúmmi- gjaldi og þungaskatti bila, er ganga fyrir hráoiíu. Er talið, að bifreiðaeigendur fái þessa hækkun að fullu bætta upp i minnkandi rekstri og við- haldskostnaði, er lögin eru farin að hafa áhrif í auknum fram- kvæmdum og bættum vegum, Vel undirbúin löggjöf Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra sagði í upphafi má'ls síns, að frumvarpið væri samið af nefnd, sem skipuð hefði verið samikvætmt þingsályktunar- tillögu, sem samþykkt var 1961. f henni áttu sæti Brynjólfur Ingólfsson form., Sigurður Jó- hannsson vegamálastjóri, Arni Snævarr verkfræðingur, Bjart- mar Guðmundsson alþm. og Benedikt Gröndal alþm. Veglaga nefndin hefur unnið mikið starf og gott, sagði ráðherr- ann. Fruimvarpið felur í sér ýmis mikilsverð ný- mæli, sem skipt ar skoðanir geta verið um, og er þá sjálfsagt að taka það til ræki- legrar þinglegrar meðferðar og leitast við að sameinast um það, sem að betur athuguðu máli yrði talið betur fara. Er vegalaganefndin skilaði áliti í okt. 1962 var það sent til athugunar hjá Efnahagsstofnun- inni, þar sem frumvarpið snertir mjög gerð almennra fram- kvæimdaáætlana og fjáröflun til þeirra. í febr. sl. tók vegalaga- nefndin síðan frumvarpið til nýrra athugana með hliðsjón af ýmsum ábendingum og hefur síð an haft málið til meðferðar i samráði við ríkisstjórn sína. Unnið eftir 5 ára áætiun. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að breyta skipan vegaframkv. í veigamikluim atriðum í því skyni að hagnýta sem bezt það fé, sem til þess er veitt og tryggja sem hagkvæmust vinnubrögð. Er sú breyting helzt, að gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði unn- ið eftir vegagerðaráætlunum til fimm ára í senn, sem endurskoð- aðar yrðu á þriðja ári, en sá háttur hefur verið upp tekinn í ýmsum nágrannalöndum okkar. En með því er talið, að fjár- magnið muni notast betur, vinnu brögðin verði hagkvæmari og að heppilegt sé fyrir viðkomandi 'héruð að vita, hvenær fram- kvæmdanna sé von o. s. frv. Kvaðst ráðherra ætla, að með- al þingmanna væru nokkuð skipt ar skoðanir um þann hátt, sem í frumvarpinu væri stungið upp á, og sér finnist því eðlilegt, að þetta atriði verði ahugað ofan í kjölinn. T. d. mætti hugsa sér, að áæt'lunin yrði oftar tekin til endurskoðunar en þriðja hvert ár o. s. frv. Ný flokkun vega. Lagt er til, að miklar breyt- ingar verði gerðar á flokkun vega, þannig verði fjórar gerðir þjóðvega, allt eftir þörfinni á hverjum stað. Hins vegar er eklki gert ráð fyrir, að þjóðvegir verði taldir upp í lögunum, svo sem verið hefur. Sýslusjóðir verða efldir til muna, svo að til sýslu- vega rennur stóraukið framlag bæði úr héraði og frá ríkissjóði, þannig að heildarfjárráð sjóð- anna þrefaldast. Hreppavegir verða lagðir niður. Þjóðvegir sem liggja í gegnum kaupstaði og kauptún, verða taldir með þjóðvegum, en ekki slitnir frá þjóðvegakerfinu, svo sem verið hefur, en það er gert ti.l að eðli- legt samhengi vegakerfisins rofni ekki. Kvaðst ráðherrann ætla, að Alþingi tæki þennan kafla frum- varpsins til sérstakrar athugunar með hliðsjón af því, að á undan- förnum þingum hafa verið flutt- ar ýmsar tillögur um, að tiltekn- ir sýsluvegir yrðu teknir í þjóð- vegatölu. Sumum dytti jafnvel í hug, að sýsluvegi bæri að af- nema, aðrir vildu hafa þá styttri. Það væri því eðlilegt, að nefndin tæki þetta atriði til rækilegar ahugunar. Fjáröflunin. Ger er ráð fyrir að greitt sé sérstakt innflutningsgjald af bensíni og skal gjaldið nema kr. 2.77 af hverj'um lítra eða hæ'kki um kr. 1.30. Þá er gert ráð fyrir sérstöku innflutningsgja.ldi af hjól'börðum og gúmmíslöngum á bifreiðar, er nemi kr. 9 á kg, en það naim áður 6 kr. Þá hækk- ar þungaskattur á þeim bifreið- um, sem nota díselolíu að með- altali um 50%. Af bensúngjaldi renna nú í ríkissjóð 114 kr. af lítra en 0.33 kr. í brúasjóð. Er gert ráð fyrir að á þessu ári nem; það, sem í ríkissjóð rennur, 64,5 millj. en til vega og brúar- sjóðs 18,5 millj. Áætlaðar tekjur af hækkúninni nema 73,5 millj. gú'mmígj. nýtt og eldra 10 millj. þungaskattur nýr og eldri 31 millj. eða alls 197,5 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir samikvæmt fjár- lagafrumvarpinu 47,1 millj. eða alls 244,6 millj. kr. Útgjöld til vegamiála samkvæmt fjárlögum yfir- standandi árs nema 128,7 millj., þegar með eru talin fram- lög til brúarsjóðs og millibyggða vega. En samkvæmt frumvarp- inu er gert ráð fyrir, að til sömu framkvæmda renni 244,5 millj. kr. eða 108,5 millj. meira en á j yfirstandandi ári. Sagði ráðherra að mikið riði á, að frumvarpið yrði samþykkt sem fyrst, svo að unnt yrðí að innheimta gjöldin þegar frá næstu áramótum. Sagði hann, að sér væri Ijóst, að skiptar skoðanir hlytu ag verá um ýmis atriði, en kvaðst hins vegar vona, að þingmehn yrðu sér sammála um, á hve miklu riði, að tekjuöflunin kæmi sem fyrst ti'l framkVæmda. Loks er gert ráð fyrir, að inn- heimta eigi sérstakt umferðar- gjald af bifreiðum, sem fara um tiltekna vegi eða brýr, en m.a. | hefur verið rætt um að setja vegoll á hinn nýja Keflavíkur- veg til að standa að einhverju 'leyi undir þeim lánum, sem tek- in hafa verið og verða tekin til að ljúka honum. Það gæti e. t. v. einnig orðið víðar, þar sem vegir með varanlegu slitlagi yrði lagð- ir. Bensínhækkunin vinnur sig upp Þá kvað ráðherra ekki óeðli- legt, þótt ýmsum yrði á að spyrja, hvort svo mikil hækkun bensíns hefði verið nauðsynleg. Lagði ráð herrann því áherzlu á, að öllu bensíngjaldinu væri ætlað að fara til vegagerðar. Það mundi því verða til að bæta vegina, fækka holunum og minnka báru- járnið, svo að ætla mætti að hækk unin ynni sig upp í minnkandi rekstrar- og viðhaldskostnaði að öðru leyti, er til lengdar léti. Þá benti ráðherra á, að bensín- gjöld væru að vísu lægri í Rúss- landi og Bandaríkjunum vegna þess að bensín væri framleitt í þessum löndum sjálfum. hir sem það hins vegar er flutt inn eins og hér á landi væri verð bensíns sem hér segir: í Austurríki kr. 5.44, í Belgíu 6.70, Danmörku 6.42, Finnlandi 6.83, Frakklandi 8.52, Hollandi 5.48, írlandi 5.80 . s. frv. Skipting f járins Þá rakti ráðherra þá skiptingu fjárins, sem vegalaganefnd hefur lauslega áætlað, en hún er á bls. 41 í frumvarpinu. En samkvæmt því yrðu fjárveitingar til brúa og vega samkvæmt frumvarpinu kr. SÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt i Haukur Guðlaugsson sína fyrstu orgelhljómleika í Akraneskirkju. | Á efnisskránni voru verk eftir Paehelbel, Buxtehude, Bach og Reger. Haukur stundaði nám í Þýzka- landi hjá hinum þekkta kennara og orgelleikara, prófessor Förste- man um 5 ára skeið, eftir að hafa lokið prófi á píanóleik við Tón- listarsikólann í Reykjavík. Naut hann mikils álits kennara síns og kom þar opimberlega fram á hljómleikum. Hljómleikar Hauks í Akranes- kirkju, vöktu hrifningu áheyr- enda. Fór þar saman örugg tækni, sérstök leikni og smekk- vísi í hinum breytilegustu blæ- brigðum og einnig skörp tilþrif og þróttur. Má hiklaust ''telja Ilauk Guðlaugsson í röð fremstu orgelleikara hérlendis. Að lokum tónleikum ávarp- aði sóknarpresturinn. sr. Jón Guðjónsson, listamanninn og lét í ljós þá ósk, að Akranessbær 107,6 millj. samkv. frv. til fjár- laga). Viðhald þjóðvega 75 millj. (71.631), framlag til sýsluvega- sjóða 11 millj. (3,3 millj.), fram- lag til vega í kaupstöðum og kauptúnum 27 millj. (ekkert). í sambandi við þennan lið tók ráð- herrann fram, að Samband sveit- arfélaga hefði óskað eftir því í haust, að 50 aurar af hverjum lítra af bensíni rynni til gatna- gerðar í kaupstöðum og kaup- túnum, en það mundi nema 28— 29 millj. kr. En eins og fyrr væri sagt, væri hér aðeins um laus- lega áætlun vegalaganefndar að ræða, sem vitanlega kæmi til greina að breyta eitthvað í sam- ræmi við óskir sveitarstjórnar- þingsins. Ýmsir liðir, vélakaup o. fl. 8 millj. (3.945 millj.) Að lokum þakkaði ráðherra vegalaganefnd vel unnið starf og kvaðst vona, að ný vegalög og ný skipan þeirra mála mættu verða árangursrík og þjóðinni til heilla. Yfirgripsmikið og flókið mál Eysteinn Jónsson (F) kvað hér um mjög yfirgripsmikið og flókið mál að ræða og gagnrýndi hann að milliþinganefnd skyldi ekki hafa verið látin fjalla um það. Sagði hann, að Framsóknar- flokkurinn mundi kynna sér, hvort mögu- legt yrði að fá samþykkt að meira fé rynni úr ríkissjóði til vegaframkvæmd anna án nýrra álagna, og ef ekki yrði hægt að fá það samþykkt, mundi Framsókn- arflokkurinn ljá máls á því að samþykkja nýjar álögur, enda yrði það bundið við, að andvirð- ið rynni allt til vega- og brúa- framkvæmda. Þá taldi hann, að endurskoða bæri þá reglu, sem gilti um þjóð- vegi í frumvarpinu, og gat þesa jafnframt, að hann fagnaði því viðhorfi samgöngumálaráðherra að sjálfsagt væri að athuga slík atriði nánar, er tvímælis orkuðu. T.d. varpaði hann fram til athug- unar, hvort rétt væri að afnema sýsluvegi með öllu o. fl. Þá taldi hann réttara að miða vegaáætlun ina við kjörtímabil en ekki fimm ár, þannig að áætlunin yrði sam- in í upphafi hvers kjörtímabils og síðan endurskoðuð um hver fengi sem lengst notið hinna miklu hæfileika þessa glæsilega tónlistarmanns. Haukur hefir verið skólastjóri Tónlistarskóla Akraness og organisti í Akraness kirkju um þriggja ára keið. eða síðan hann kom heim áð loknu námi. Hann hefir tvívegis dvalið í Þýzkalandi sumarlangt, á þess- uim árum, bæði hjá sínum ágæta kennara, prófessor Försteman, og auk þess, hefir hann í þessum ferðum ínum kynnt sér sérstak- lega kórstjórn. Síðan Haukur kom til Aikra- ness, hefir hann, auk sinna föstu starfa, unnið mikið að tónlistar- málum bæjarins, með þjálfun og stjórn kóra, staðið fyriir og stuðlað að hljómleikum hér. bæði með aðfengnu hljómlistar- fólki og einnig bæjarfólki. Fyrstu tónleikarnir á þessum vetri verða nú n.k. sunnudag kl. 16.30 verður þar auk kirkju- kórsins, orgel, trompet og fiðlu- leikar. Karl Helgason. GLLGGINIM Laugaveg 30 Svissneskar blússur, Italskar peysur Hálsklútar, Skinnhanzkar Framhald á bls. 23. Orgeltónleiktu í flkroneskirkju Hafnarstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.