Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. des. 1963 Kvöldverður frá kl. 6 Fjölbreyttur matseðill Sérréttur kvöldsins Filet Migmon Flambé • Söngkona ELLÝ VILHJÁLMS Tríó Siguröar Þ. Guðmundssonar • Sími 19636. Ferðafélag íslands heldur aðalfund að Café Höll, uppi, fimmtudaginn 12. desember 1963 kl. 20,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar félagsins liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins Túngötu 5 þriðjudagog miðvikudag. STJÓRNIN. Allt fyrir ísland Hafnfirðingar „Efst á baugi" nefnist erindið sem Jón Hj. Jónsson flytur í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld sunnud. 8. des. kl. 20,30. Sýnd verður kvik- mynd er markað hefir tímamót í vísinda og félags- málum. Sérstök athygli unglinga, foreldra og ann- arra uppalenda er vakin á þessu efni. Einsöng og tvísöng syngja frú Anna Johannsen og Jón Hj. Jónsson. — Allir velkomnir. i i n i ii * ¦ -------¦¦¦¦ - ------- Hvítar skyrtur Hvítar herraskyrtur úr prjónanylon. Aðeins kr. 269 Hvítar drengjaskyrtur Frá kr. 66 í 13 jaqkaup Framtíð manns og heims Miklatorgi. Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 2ja herb. íbúð í 1. hyggingarflokki. Þeir félagsmenn sem vilja neyta forkaupsréttar sendi tilboð sín fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. þ.m. á skrifstofu félagsins í Stór- holti 16. STJÓRNIN. Kjöt og nýlenduvöruverzlun Vel staðsett kjöt og nýlenduvöruverzlun til sölu. Leiga eða sala á húsnæði. Tilboð merkt: „Góð kjör — 3530" sendist Mbl. fyrir 15. des. Pierre Rousseau: Framtíð manns og heims. Dr. Broddi Jóhannesson íslenzkaði. Útgefandi: Almenna bókafélagið. Fyrir rösku ári var þessi bók gefin út sem mánaðarbók Al- menna bókafélagsins. Fyrir löngu ætlaði ég að vekja athygli manna á henni, en það hefur dregist lengur en skyldi. Því miður er það alltof sjald- an, að út komi bækur hér á landi um náttúrufræðileg efni og vandamál mannkynsins í glímu þess við náttúruna. Yfirleitt virð ast íslendingar láta sig litlu skipta allt sem við kemur nátt- úrufræðum, þrátt fyrir að allt líf þeirra hangi í veikum þræði sakir duttlunga náttúrunnar. Almenningur á þó ekki sök á þessu, því að allt fræðslukerfi þjóðarinnar er á þann veg, að náttúrufræðum er næsta lítill gaumur gefinn. Og ekki bætir það úr skák, að náttúrugripasafn þjóðarinnar hefur verið harð- læst almenningi um nokkur ár. Fyrir því er það líkt og hress- andi andblær, þegar bók sem þessi berst upp í hendur manns. Bókin veitir monnum sýn inn í nýja heima, sem vel flestum ís- lendingum munu lítt eða alls ekki kunnir. Þýðandinn tekur fram, að hann sé ekki samþykk- ur öllum skoðunum höfundar, en slíkt kemur ekki í veg fyrir að lesendum geti orðið gott af lestri bókarinnar, því að framsetning höfundar gefur oft ærið tilefni til sjálfstæðrar hugsunar. Þessi bók er alls 258 blaðsíður, sett með 10 punkta letri og nokk uð löngum línum, svo að hún er all drjúg lesning. Henni er skipt í 6 aðalkafla auk inngangs og for mála þýðanda. f formála segir þýðandi, að ein af ástæðunum til þess að hann sneri bókinni á íslenzku sé, „að hún fjallar um ýms þau efni og nokkur vandamál, er drengi- legustu hugsuðir samtíðarinnar glíma við af hve mestri alvöru og alúð.' Enn fremur segir hann, „að framsetning höfundar er svo ljós, að hverjum sæmilega greindum leikmanni er vorkunn- Naglabandaeyðing á auoveldan hátt Fljótvirk áfc Fnginn skurðui Úr hinum sjálfvirka Cutipen drýpur einn dropi í senn, til að mýkja og eyða óæskilegum naglaböndum. Cuti- pen er frábær og fallegur penni, sem ekki er hætta á að þú brjótir, en er einmitt framleiddur fyrir naglasnyrt- ingu. Hinn sérstæði oddur og lögun pennans er gerður til fegrunar nagla yðar. Það er hvorki þörf fyrir appel- sínubörk eða bómull. Cutipen lekur ekki og er því hægt að hafa hann 1 veskinu og grípa til hans hvenær sem er. Fæst í snyrtivöruverzlunum Auðveld áfyiling arlaust að skilja hana." Og svo bætir hann við: „En miklu varð- ar, trúi ég, að bilið milli lærðra og Ieikra breikki ekki úr hófi fram, að hlutur alþýðu í mark- verðustu þekkingunni megi verða sem mestur á hverjum tíma, og þá ekki síst á þeirri öld, er „allt er á lofti, sem hend- ur má á festa og mannsvoði má í verða." Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um þróun vísindanna á síðustu öld og þessari, og hvaða afleið- ingar þær hafi fyrir mannkynið. Þar er sagt frá því, hve orkan hafi aukist og með því hraðinn og framleiðsla á flestum sviðum. En þessi framleiðsla nær ekki nema til lítils hluta alls mann- kynsins, og slíkt getur raskað jafnvæginu, þannig að menn grípi til kjarnorkuvopna, en þá er voðinn vís fyrir mikinn hluta alls mannkynsins. Annarr kafli bókarinnar er ekki síður fróðlegur, þar sem saga mannkynsins er rakin frá upphafi, og síðan er frá því skýrt hversu höllum fæti menn standi víða sakir tilræðis við náttúruna. Sá þáttur er hollur lestur fyrir þá, sem trúa því enh að náttúran geti veitt mönn um ótakmarkaðar gjafir án þess að nokkuð komi í staðinn, eða halda að tilbúinn áburður geti verið allra meina bót. Þá er og vikið að því, hvaða hætta mann kyninu geti stafað af of mikilli geislavirkni í loftinu. Þriðji kaflinn heitir: Maður- inn hverfur, veröldin stendur. Þar er rætt um hvaða áhrif veð urfars- og jarðlagabreytingar geti haft fyrir framtíð manns- ins, svo og afleiðingar þess, hve mannkynið hefur víða raskað eðlilegu jafnvægi náttúrunnar. Framtíð jarðar heitir fjórði kaflinn og þar eru ýmsar bolla- leggíngar um landskipun og landafræði eftir milljónir ára. Fimmti kafli er um heimsslitin, og kennir þar margra grasa um stjörnufræði, sem gaman er að lesa. En sá sjötti og síðasti er um framtíð alheimsins ásamt heimspekilegum hugleiðingum um tímann. Þegar lestri bókarinnar er lokið mun flesta furða á» hve víða að höfundur hefur dreg ið sér efni til bókarinnar. Samn- ing hennar hefur krafist mik- illar þekkingar á mörgum fjar- skyldum sviðum, og það eru ekki nema fáir menn, sem geta eða treystast til að semja slíka bók. En bókin er gerð til þess að fá menn til að hugsa ura mörg þau vandamál, sem knýja nú á hvers manns dyr og betra er að vita deili á en vera alls ófróður um. Þýðandi og útgefandi hafa unnið mjög þarft verk með því að koma bók þessari fyrir sjón- ir Islendinga, og bókin verðskuld ar að verða lesin af sem flestum. Þýðing bokarinnar hefur ekki verið áhlaupaverk, en mér virð- ist hún mjög vel af hendi leyst, eins og raunar vænta mátti af dr. Brodda Jóhannessyni. Hákon Bjarnason. RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörí og eignaumsýsia Vonarstræti 4 VRnúsið Bátur til sölu Vélbáturinn Hrefna II á Hólmavík er til sölu. Stærð 7 tonna með 36 ha. Marna-vél og Simrad dýptarmæli. Veiðarfæri geta fylgt. Tilboð séndist Einari Hansen, Hólmavík, sími 31. BILAEIGENDUR Allir bílar, sem til fslands hafa flutat, hafa orðið ryðinu að bráð, fyrr eða seinna, þrátt fyrir upphaflegar ryð- varnir framleiðendanna. Þannig er það einnig með yðar bíl. Ryðvörn þarf að endurtaka með vissu millibili, ef hún á að koma að fullum notum. Ryðvörn er því einn þáttur í almennu viðhaldi bílsins, enginn bíll er of gamall eða svo illa far- inn að ryðvörn sé ekki til mikilla bóta. Pantið ryðvörn á bílinn yðar hjá IIYDVÖKK GRENSASVEGI 18 Sími 19945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.