Morgunblaðið - 07.12.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 07.12.1963, Síða 12
12 f RCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 7. des. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavíb. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigu-rður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. (Jtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. NY VEGALÖG í DEIGLUNNI R Nýfæddum börnu með trékubbum fkisstjórnin hefur nú lagt^ fyrir Alþingi frumvarp til nýrra vegalaga. Er vissulega kominn tími til þess að endur- skoða gildandi lög um þetta efni. Átta ár eru liðin síðan það var gert síðast. Sá háttur hefur jafnan'verið á hafður að endurskoða vegalög á nokk urra ára fresti. Hið nýja vegalagafrum- varp er samið af milliþinga- nefnd, sem Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, skip- aði árið 1961. Hefur nefndin unnið mikið og merkilegt starf, safnað margvíslegum upplýsingum um vegamál og vegaframkvæmdir nágranna- þjóða okkar, og skilað frum- varpi, sem felur í sér ýmsar nýjungar og tillögur til bóta. Kemur nú til kasta Alþingis að fjalla um þetta mál. Er ekkert eðlilegra en að mis- munandi skoðanir komi fram á ýmsum þeim nýmælum, sem í frumvarpifiu felast. En vonandi tekst að samræma sjónarmiðin, þannig að mál- ið fái greiða og góða af- greiðslu í þinginu. Það sem mestu máli skiptir er, að í þessu frumvarpi er lagt til, að nýir tekjustofnar tryggi stóraukið fjármagn til vegabóta og gatnagerðar í landinu. Með aukinni bifreiða eign landsmanna og þar af leiðandi aukinni umferð er vegakerfi þjóðarinnar orðið algerlega ófullnægjandi. Það er líka staðreynd, að heilir landshlutar eru ýmist alveg án akvegasambands, eða búa við mjög ófullkomið samband við meginakvegakerfi lands- ins flesta mánuði ársins. Bifreiðin er eina samgöngu- tæki íslendinga á landi. Þess vegna er ákaflega þýðingar- mikið að vegir um landið séu sæmilega greiðfærir og þann- ig haldið við að þeir verði að fullu gagni, LÍFÆÐ FRAM- LEIÐSLU OG FÉLAGSLÍFS Akfærir þjóðvegir voru í árs- lok 1901 7700 km. Akfær- ir sýsluvegir voru þá um 2000 km., akfærir hreppavegir 660 þá Þdldir um 570 km. í árslok 1961 voru akfærir vegir þann- ig tæplega 11000 kílómetrar. En ástand þessara vega er ákaflega misjafnt. Víðs vegar um land eru vegir vægast sagt í ömurlegu ástandi, þrátt fyr- ir það að auknu fjármagni hefur verið á síðustu árum veitt til nýbygginga þeirra og viðhalds. Er óhætt að full- yrða að vegirnir hafi ekki ver- ið færir um að taka við hinni stórauknu umferð, sem leiddi af vaxandi bifreiðaeign þjóð- arinnar. Árið 1950 áttu íslendingar samtals 10700 bifreiðir, árið 1955 15600, árið 1960 21600 og árið 1965 *er gert ráð fyrir að bifreiðaeign landsmanna verði komin upp í 35500 bif- reiðir. En bifreiðaeignin nú mun vera um eða yfir 30 þús. bifreiðir. Árið 1970 er gert ráð fyrir að bifreiðaeignin verði orðin 44 þúsund bifreiðir. Af þessu sést að nauðsyn á því að bæta vegina er ákaf- lega brýn. Bifreiðin er eina samgöngutæki okkar á landi, eins og áður er sagt, og sam- göngurnar eru beinlínis lífæð framleiðslu og félagslífs í öll- um landshlutum. Það er merkilegt nýmæli í þessu frumvarpi, að nú er lagt til að veittur verði verulegur stuðningur við gatnagerð í kaupstöðum og sjávarþorp- um. Tilgangurinn með hinum nýju vegalögum og nýjum tekjustofnum til þess að standa undir vega- og gatna- gerð í landinu er að sjálf- sögðu að bæta samgöngur þjóðarinnar á landi og stuðla þannig að bættri aðstöðu fyr- ir atvinnu- og félagslíf til sjávar og sveita. Góðar og fullkomnar samgöngur eru eitt af frumskilyrðum blóm- legs athafnalífs og heilbrigðs félags- og menningarlífs þjóð- arinnar. Þess vegna ber að fagna þessu nýja frumvarpi til vegalaga, sem ríkisstjórn- in hefur nú lagt fyrir Alþingi. MIKLAR FRAM- KVÆMDIR - TRAUSTUR FJÁRHAGUR C'járhagur Reykjavíkurborg- * ar er traustur og miklar framkvæmdir standa yfir á vegum borgarinnar. Þessar staðreyndir komu greinilega í Ijós í ræðu þeirri, sem Geir Hállgrímsson, borgarstjóri, flutti við fyrri umræðu fjár- hagsáætlunar borgarinnar í fyrradag. Stórfelldar fram- kvæmdir hafa á þessu ári stað ið yfir við gatnagerð og út- ENGINÍí getur í dag sagt að hann vilji setjast að fyrir fullt og allt í Afríku, sagði 30 ára gömul ensk hjúkrunarkona, j Cara Sehofield nýlega í viðtali i í dönsku blaði. — Við getum að- I eins verið svo lengi, sem þeir ; þurfa á hjálp okkar að halda. Þá verðum við að fara í burtu og skilja þá svörtu eftir eina. Alþjóðlegar vinnubúðir í 18 mánuði hefur Cara Scho- field unnið kauplaust á .vegum „Alþjóðlegra vinnubúða sjálf- boðaliða“ í Ghana. Er hún kom við í Kaupmannahöfn á dögun- um var hún að koma af þingi „Alþjóðlegra vinnubúða sjálf- boðaliða", sem haldið var í Hels ingsfors. Var þingið með vilja halcfið þar á sama tíma og kommúnistamótið. Átti að reyna að ná samböndum fyrir utan pólitískan vettvang. — Þegar við höfðum vinnu- búðir í Rússlandi fannst greini- lega að Rússarnir voru búnir að fá áhuga á hugmynd okkar eftir fjögurra vikna samstarf, og að fólk getur unnið saman og verið vinir, burt séð frá litarhætti, trúarbrögðum og stjórnmála- skoðunum. Líkamleg vinna Þegar Cara Schofield dvaldist í Ghana vann hún að mestu leyti fyrir stjórn landsins. Til- gangurinn var m. a. að kenna íbúunum að fólk getur hæglega unnið líkamlega vinnu jafnvel þótt það hafi hlotið einhverja menntun. víkkun hitaveitukerfisins. í skólamálum og heilbrigðis- málum er einnig unnið að stórframkvæmdum. Áformað er að halda þessum fram- kvæmdum áfram á næsta ári, og er gert ráð fyrir verulegri hækkun á fjárveitingum til verklegra framkvæmda á f jár hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Greinilegt er að þær kaup- hækkanir, sem orðið hafa á árinu, valda borgarsjóði milljónatuga útgjaldaaukn- ingu. Þess. vegna hefur m.a. þurft að hækka taxta hita- veitu og rafmagnsveitu. Hafa fulltrúar allra flokka í bæj- arstjórninni gert sér Ijóst, að slík hækkun er óhjákvæmileg vegna hinna auknu útgjalda. Hafa bæði borgarráð og borg- arstjórn samþykkt hana með samhljóða atkvæðum. Hinn trausti fjárhagur Reykjavíkurborgar hefur gert það mögulegt að halda stöðugt uppi stórfelldum framkvæmdum og umbótum í þágu almennings í bænum. Forysta borgarmálefnanna hefur verið traust og örugg. Þess vegna er Reykjavík blómleg borg, sem býður íbú- um sínum upp á margvísleg þægindi og góða aðstöðu í lífs baráttunni, þótt margt standi að sjálfsögðu enn til bóta, hér eins og annars staðar. — Stór hluti íbúanna telur, eftir að hafa séð hvernig þeir hvítu lifðu, að kunni maður að- eins að lesa og skrifa, þurfti maður aldrei að vinna líkamlega vinriu. Þá er maður orðinn of fínn fyrir þess háttar. Vegna þessa er vinnukrafturinn í hin- um alþjóðlegu vinnubúðum að miklu leyti stúdentar — einfald- lega til þess að sanna fyrir hin- um innfæddu að menntun hindr- ar fólk ekki í því að vinna. Fæðingarnúmskeið Þá var það einnig hlutverk vinnubúðanna að kenna inn- fæddu konunum að gæta barna sinna á réttan hátt, — og fæða á réttan hátt. Þeir, sem ekki þekkja til hafa e. t. v. haldið að fæðing væri hinn einfaldasti og eðlilegasti hlutur fyrir konu frá landi eins og Ghana. En hinar útlendu hjúkrunarkonur urðu hvað eftir annað að halda nám- skeið í fæðingarhjálp fyrir hinar innfæddu konur. . — Við urðum einnig að koma konunum í skilning um að ekki má skera á naflastrenginn með ryðguðum hníf, — og að ávallt eru notuð dauðhreinsuð verk- færi við fæðingu. Algengasta dánarorsök nýfæddra þarna er stífkrampi. — Konurnar þurftu einnig að læra hvernig nýfæddum börnum er þvegið. Við urðum að segja þeim að þau eru áldrei skúruð og skrúbbuð með hörðum og ósléttum trjábút. Ég man eftir einu skipti. er ég aðstoðaði við fæðingu. Þegar barnið var fætt laugaði ég það varlega. Fjöl- skyldan lét óspart óánægju sína í ljós. — Einmitt, já, það er þá vegna þessa sem alltaf er svona vond lykt af ykkur hvítu mönn- unum!, sagði hún einum rómi. Og ég er alveg fullviss um að þau hafa skrúbbað barnið með trékubbnum eins og venjulega um leið og ég var farin. Hreinlegir — — Ghanabúar eru ákaflega hreinlegir. Þeir þvo allan lík- ama sinn a. m. k. einu sinni á dag og fara jafnvel marga kíló- metra leið til þess að ná í bað- vatnið. — En þeir eru aftur á móti ekki eins nákvæmir með að þurrka sér. Fyrir hina fullorðnu skiptir það auðvitað engu máli því sólin þurrkar þá á skömm- um tíma. Þeir reikna með að hún þurrki einnig smábörnin, en á þeim eru alls kyns húðfelling- ar, sem sólin kemst ekki svo vel að. Verða þá litlu skinnin afrif- in og er því nauðsynlegt að kenna innfæddu konunum að þerra börn sín vel. Þrennskonar hjónabönd í Ghana er hægt að ganga í hjónaband á þrjá vegu. Annað hvort er farið í kirkju eða ráð- húsið eða þá að fólk giftir sig samkvæmt innlendum siðvenj- um. Sumar konurnar vilja gift- ast á alla þrjá veguna og halda að með því takist þeim betur að halda í eiginmanninn. — Að- eins innfæddi siðurinn leyfir mönnum að hafa fleiri konur en eina. — Það eru nú orðnir all marg ir kristnir í Ghana, en Múha- meðstrú er nú farin að ryðja sér mjög til rúms. Held ég að þvegið það sé mikið vegna þess að hún leyfir fjölkværii, segir Cara Schofield. Hjónabandið er engin hindr- un fyrir því að Ghanabúi getl átt börn hér og hvar í þörpum og bæjum með öðrum konum en eiginkonunum. Allar ungar stúlkur hafa áhuga á að eignast börn og þess vegna reynum við að koma stúlkunum í skilning um hve heppilegt sé fyrir þær að eiga líka mann. Sumar eigin- konurnar hafa ekkert á móti því að maður þeirra fái sér fleiri konur, — það eru jú þær sem þurfa að sjá um húsverkin og hugsa um matinn, og þykir gott að fá meiri vinnukraft. — Erfðalögin þar eru allt öðru vísi en við eigum að venj- ast, — börnin erfa ekki for- eldra sína, heldur erfa þau móðurbræður sína. Það getur hæglega komið af stað vandræð- um fyrir þá innfæddu sem hafa keypt sér jörð og búa fjölskyldu lífi maður, kona og börn, á jörðinni. Þeim manni er að sjálf- sögðu annt um að börnin eignist jörðina eftir hans dag en ekki börn systur hans. En algengast er að konur og menn búi hver fyrir sig. Maður- inn kemur aðeins í heimsókn af og* til og konan hugsar um þau börn sem þau eignaát. Næringarskortur — Hún sendir honum mat á hverjum degi. Ef hún sýður t. d. grænmeti og svolítið kjöt, — þá fær hann kjötið, en hún og börnin fá það sem eftir er af grænmetinu. Vegna þessa eru margir sem þjást af næringar- skorti og við áttum í miklum erfiðleikum með að kenrta þeim um næringargildi fæðunnar. Vanrækja eldra barnið Annar næringarsjúkdómur er mjög algengur í Ghana, „sjúk- dómurinn sem kemur þegar annað barnið fæðist“. — Þegar kona, sem á barn fyrir, eignast nýtt barn, snýr hún sér óskiptri að nýja barninu. Eldra barnið, sem hingað til hef- ur verið á brjósti, verður að eftir láta þeim litla brjóstið. Verður það að lifa af grænmeti og ávöxt um eingöngu og fær enga mjólk. Þessi börn verða horuð og óhraust af kalkleysi, vítamíns- skorti og umhugsunarleysi. Þesa vegna urðum við að koma kon- unum í skilning um að þótt þær eignuðust nýtt barn hefðu eldri börn þeirra sömu þörfina fyrir mjólk. Við kenndum þeim að nota þurrmjólk og velja það grænineti sem mest vítamín- innihald hefði. Einnig komum við þeim í skilning um að eldri börn hefðu jafn mikla þörf fyrir umhyggju þeirra og nýja barnið. Taka sjálfir við Nú, þegar þessar vinnubúðir með alþjóðlegum vinnukrafti hafa verið leystar upp verða Ghanabúarnir sjálfir að taka við þar sem við hættum. Við höfum kennt innfæddum konum þannig að nú geta þær farið að kenna öðrum. — Þetta var yndislegur tími, sagði Cara Schofield að lokum. — Ég naut þess að vinna með svörtum fyrir svarta yfirboðara og mig fýsir að fara til baka. En Ghana getur nú staðið á eigin fótum. Næsta skipti er ég fer eitthvað verður það að-vera á annan stað, sem befur þörf fyrir hjálp mína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.