Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. des. 1963 1 MORGUNBLAÐIÐ 13 i. AUÐ JÖRÐ. Grjótið eins og þreyttar þjóðsagnaverur í hæðum og slökkum. Jörð dökk af fölum hafskuggum. í austri móar fyrir Hamrahlíð. Kemb- ingur á Esju. Áburðarverksmiðjan yzt á tanganum eins og nýskreytt jólatré. Ljósin kasta frá sér nýjum óvæntum skuggum, sem eru harla vel séðir gestir á þessum slóðum. Laugarnes- ið hinu megin við Elliðaár- voginn einnig með bjartán svip þrátt fyrir hráslaga- myrkrið, sem liggur eins og mara á borginni. Við göngum inn í Gufunes, drepum á dyr og bíðum eftir húsbóndanum, setjum upp kurteisan peysufatasvip til öryggis. En enginn kemur til dyra. Smokrum okkkur þá inn ganginn og berjum fast á hurðina. Enn nokkur bið. Svo er hurðin opnuð og við dyra- stafinn stendur Gunnar Bjarnason og brosir framan í okkur. „Eruð þið loksins komnir, piltar," sagði hann, „gjörið svo vel og gangið inn." Kallar síðan á Þorgeir, sem læðist fram á sokkaleistunum eins og til að trufla ekki Gunnar. „Komið þið inn," segir hann, „gjörið þið svo vel." En Gunnar flissbrosir. „Það hefur orðið bið á því að Með Gnýfara. Illlir bændttr í eöli sínu — Þorgeir í Gufunesi sextugur við kæmum til dyra, það er von. Við heyrðum ekki til ykkar. Ég var að tala við hann Þorgeir." Við göngum inn í stofurnar. Önnur nokkurn veginn tóm, í hinni eru innpökkuð hús- gögn. „Jú elskan, ég er sko búinn að leigja íbúðina," sagði Þorgeir lágum rómi. „Ég ætla bara að búa í einu herbergi, það er nóg fyrir mig eins og komið er." Ég horfði ofan I einn kass- ann. Hann var fullur af dóti. Ofan á þvi lá* stór brúða með dökkt hrokkið hár og brún augu, alvarleg á svip og horf- ir út í loftið. Einhvern tíma hefur hún brosað þessi brúða, hugsaði ég. Einhvern tíma hef- ur hún mátt muna fífil sinn fegri. Það. versta sem fyrir eina brúðu getur komið er það, að eigandinn vaxi úr grasi og komist á fermingar- aldur. Þá lendir hún innan um dót og tuskur. og hættir að vera sá fasti punktur tilver- unnar, sem á öll atlot, allt ást- ríki. Þannig lendum við líka einn góðan veðurdag innan um tuskur og dót þeirrar ver- aldar, sem vex okkur upp fyr- ir höfuð, hugsaði ég enn, og gekk í stofu. Þeir höfðu komið sér fyrir og kona Gunnars sagði að það væri yndislegt að búa á Hvanneyri. „Sést þaðan til Reykjavíkur?" spurði ég var- færnislega. „Nei, fjallið skygg- ir á," svaraði hún. „Þið verðið að láta saga af fjallinu," sagði ég. Þá stóð Gunnar upp, fórn- aði höndum. „Nei," sagði hann, „Reykjavík er ekki allt." Og svo fórnaði hann aftur hönd- um og fór að tala um Keldna- holt, þar ætti ekki að byggja "rannsóknarstöð. Og ég sem var kominn til Þorgeirs í Gufunesi í þeim til- gangi að eiga við hann sam- tal, varð að hlusta á ræðu Gunnars um ókosti Keldna- holts. Hún var svo mögnuð að það hefði verið hægt að flytja hana á næturfundi í Efri deild, án þess nokkrum dytti í hug að dotta með öðru auga hvað þá meir. Og þegar við nokkru síðar kvöddum þetta hernaðarástand sagði Þorgeir: „Þú kemur aftur, en eins og þú sérð verður ekk- ert samtal í kvöld, góði." Ekki komst ég nær hjarta Þorgeirs í Gufunesi eins og á stóð, en ég var ákveðinn í að láta verða af því að hitta hann aft- ur einhvern tíma þegar Gunn- ar væri kominn upp í Borgar- fjörð. Svo kvöddum við Þorgeir bónda og gengum tiltölulega hamingjusöm út í skuggana og grjótið. II. Þegar ég kom aftur að Gufunesi sl. sunnudag voru steinarnir horfnir og hvítt hjarn lá eins og lín yfir deyj- andi jörð, kominn fyrsti des- ember með fullveldismyrkri kvíða og ábyrgðar á þessum viðsjálu tímum. Ég barði að dyrum en enginn var heima. Ég fór út, kveikti Ijósin á bíln- um og lýsti heim að fjárhús- inu. Súrheysturninn reis til himins eins og tröllslegur drangur, bak við hann ljósin í Áburðarverksmiðjunni. Esja og Hamrahlíðin heldur bjart- ari í Ijósaskiptunum en þegar ég sá þær síðast frá þessum stað, sundin með fölu tungls- ljósi, sem minnti á gamla daga og rómantíska birtu fögru veraldar. Ég kallaði „hó, hó" út í kvöldmyrkrið, hlustaði, heyrði krafsið í hrossunum og létt fótatak kindanna, þar sem þær stóðu í hnapp hinum meg- in við lækinn og horfðu á mig spyrjandi augum. „Hæ, hæ, ég er hér." Það grillti í svarta þúst, sem kom út úr fjárhúsinu, gekk hratt gegnum hnappinn upp Fyrrí hluti að veginum. Ég gekk á móti þessari þjóðsagnapersónu, alls óhræddur og kvíðalaus, því ég vissi að þar var enginn draug- ur á ferð, heldur Þorgeir bóndi í Gufunesi, þrekinn og þybbu- legur en léttur á fæti og fjaðurmagnaður, og það rann upp fyrir mér að þarna var ungur maður á ferð en enginn fornaldarskröggur. Ég rifjaði upp hvað mér hafði brugðið, þegar ég sá hann fyrst í dyr- unum í ganginum heima í Gufunesi, hafði búizt við að hitta gamlan, farlama mann, því ég mundi ekki eftir að hannyæri aðeins sextugur eða vildi ekki trúa því, svo langt var síðan ég hafði heyrt hans fyrst getið. Ætli það séu ekki meira en sextíu ár, jú ætli það ekki. „Komdu sæll, Þorgeir." „Sæll vertu elskan," svar- aði hann. „Ég er í gegningum. Ég ætlaði að fara að gefa lömbunum þegar ég heyrði í þér. Þetta er yndislegt líf. Hún er skrítin tilveran. Það er hlýtt að vera hjá kindunum, og hestarnir góðir vinir. Og þarna er tunglið. Það er ekki langt til tunglsins núna, sérðu hvað það er stórt. Einhvern tíma förum við þangað, það verður skemmtilegt. Ég ætla að fara á honum Gnýfara mín- um, hann hefur engum spretti tapað nema fyrir minn klaufa- skap. Og svo efni ég til kapp- reiða á tunglinu og Gnýfari sigrar alla tunglhestana og við ríðum hnarrreistir heim, og fáum friðarverðlaunin. Þá verður Tröllafoss úr tízku. Sko, þarna er klárinn, ég ætla að gefa honum tuggu." Hann gekk til hestsins og ég í humátt á eftir: Fol, fol, fol,- sagði hann. Gnýfari þekkti húsbónda sinn og rétti honurn snoppuna, svipmikill klár, ein- beittur í andliti og þybbinn eins og eigandinn. Kindurnar góndu á mig, þennan ókunna gest, sumar færðu sig nær, notkkrar stukku upp á brjóst- ið á mér, þefuðu af mér, hnusuðu, andardráttur þeirra hlýr eins og sumarþeyr, og ég skildi allt í einu þetta fólk sem hefur unnað fénu sínu og látið sér líða vel í návist þess. „Við skulum koma inn í fjárhús, áður en kindurnar éta þig," sagði Þorgeir. Og þangað gengum við með. tík- ina Sally á eftir okkur, hross og kindur og kannski ein- hverjar hagamýs undir spýtnabraki eða þúfnabörðum, og ég fór að velta því fyrix mér, að -nu" fyrst vissi ég hvernig Nóa gamlavar innan brjósts, þegar hann stóð við landganginn í Örkinni sinni og opnaði hana og hjarta sitt fyrir öllum skepnum verald- ar. „Ég er búinn að gefa kind- unum úti," sagði Þorgeir. „Það er lítið fyrir þær að krafsa núna, það er klammi. En hrossin bjarga sér. Ég er fljótari að gefa úti en inni, og það verður gott veður í nótt. Það liggja lognkembur á Esj- unni." Þegar við vorum komnir inn í fjárhúsið, fór Þorgeir að gefa á garðana. Lömbin röð- uðu sér á jötuna. „Elztu roll- urnar fá líka að vera inni," sagði hann, „þáð eru forrétt- indi að vera .gömul rolla, þú skilur það. Ég .ætla að mála fjárhúsin á næsta ári og þá verður bjartara hér. En maður verður að fara sér hægt. Ég hef aldrei fengið lán úr bönk- unum og ég er of gamaldags til að falsa ávísanir. Þetta er nú bara svona, góði. Ég fékk aldrei neitt kreppulán né eyri úr jarðabótasjóði. Sjáðu til, maður verður að vera svo- lítið grobbinn á þessu sviði. Þetta hefur verið mikið puð. Lífið er puð og ég ætla að puða fram í rauðan dauðann og kannski reyni ég að vinna- mig inn í himnaríki, hver veit? En hvað allir hlutir hafa breytzt! f gamla daga gat eng- irin komizt áfram nema helzt með því að vinna á við tvo eða þrjá klára, nú er þetta bara svolítið dútl, góði. Fólkið hef- ur ekki nóg að gera, hvað heldurðu um það? "ÖU þessi innbrot. Og nú eru þeir byrj- aðir að berja gamlar konur með flöskum. En hauskúpan er sterk í íslendingum, ætli það bjargi okkur ekki? Nei, ég segi ekki að hún sé full af góðmennsku, sáttfýsi og viti, þó dálitlu viti, en hún er níðsterk, og nú er heimur- inn aftur orðinn þannig lagað- ur að sá hefur mesta mögu- leika, sem hefur sterkasta hauskúpuna. Ég skildi þessa menn, þegar þeir voru að stela sér til matar í gamla daga, svona rétt eins og hagamýs eða hundsbelgir, en nú — nei, guð almáttugur, þetta er að verða dundur, dútl eða dægra- stytting. Og aðalatvinna hjá sumum." Hann tók hvert fangið af öðru og dreifði því í jöturnar. Þau stækkuðu eftir því sem hann hugsaði meira um vonzku veraldar. Ég sagði: „Þú átt 300 kindur, Þor- geir?" „Ætli þær séu ekki á fimmta hundrað," hvíslaði hann. „Nú, og svo áttu eina tíu hesta?" „Gott betur, þeir eru fjöru- tíu." „Þú ert stórríkur?" „Ég veit >>að ekki. En ég hef Framhald á bls. 17 l jgMin* oréuw sagtr A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.