Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 17
,r Laugardagur 7. des. 1963 MOPGUNBLAÐID 17 , — / fáum orbum Framh. af bls. 13 aldrei fengið neitt kreppulán. Ég hef bara unnið. Vinnan hefur verið mitt kreppulán." I „Andskotans dugnaður er þetta í þér, maður.“ 1 „Já, kannski dugnaður," muldraði hann í barm sér, og ég fann hann leit á dugnað- inn svipuðum augum og trú- aður maður á átrúnað sinn. „En ég hef ekki erft neitt,“ sagði hann. „Þú hefur erft landið,“ sagði ég. „Já, landið, alveg rétt,“ sagði hann. „Við höfum öll erft landið og ósamlyndið. Það er ekkert land betra. Þú sást hvernig tunglið speglaðist í lóninu, þetta er rómantískt land og það hefur stóra og góða sál. Sál eins og nýfall- inn snjór. En — ojæja, á ég að fara að minnast á það, elskan? í gamla daga erfðu þeir fátæktina, nú erfum við ósamlyndið. Ég veit ekki hvort er verra. Ósamlyndið er eins og vorkuldarnir, það leggst á sálina. En er ekki gaman að sjá kindurnar við jötuna? Er ' nokkuð vinalegra? Líttu bara á. Þetta eru vinir mínir. Og hrossin. Samt þótti ég alltaf betri kúabóndi en sauðfjár- bóndi. Ég hef aldrei verið fljótur að hlaupa, en ég hafði eyra fyrir mjólkinni, þegar hún rann í fötuna eins og læk- ur. Eins og lækur á stein- um.“ „Áttu alltaf nóg hey?“ spurði ég. Þorgeir stanzaði á miðri leið, horfði spyrjandi á mig yfir fangið og sagði: „Þetta var gott hjá þér, alveg rétt. Maður er nefnilega ekkert of góður til að eiga nóg hey. Sá sem á skepnur á að eiga hey. Sá sem á ekki hey á að eiga hunda og ketti. En Sally mín, þú ert ágæt.“ Horfði svo aftur á mig og bætti við: „Hún Sally er stórfínn hundur. Hún er vel aettuð og af stoltu kyni. Hún er einstök í sinni röð. Hún nær hvaða rollu sem er <*g getur haldið henni eins lengi og hún vill.“ „En við vorum að tala um heyið,“ skaut ég inn í. „Já, alveg rétt. Heyið væri ágætt, ef maður þyrfti ekki að slá það. Ég er að mestu hætt- ur að fara í útreiðatúra, ég er sípuðandi við heyið á sumrin og þessar fáu stundir sem ég hef frí góni ég upp í loftið og skoða veðrið og reyni að spá fyrir sól eða regni. Það verð- ur að vera stíll yfir þessu, ef vel á að vera. En viltu nú ekki koma inn, elskan? Ég get gef- ið þér volka eða hvað það nú heitir vodka? — og eitthvað út í. Ég er lítill vínmaður, en maður á að reyna að skola úr sér helvítis krabbanum, áður en hann festir rætur.“ „Nei, þakka þér fyrir Þor- geir, nú þurfum við að tala mikið og helzt af sæmilegu viti.“ „Nú,“ sagði Þorgeir og hristi höfuðið. „Er þá ekki betri að fara inn í volkið? En þó vil ég segja eitt: ég kappkosta að eiga nóg hey og helzt fyrning- ar. Það er svívirðing, hvað margir setja illa á. Það er gott meðan þeir þurfa ekki að upp- lifa þessa gömlu daga, þegar vorið var vetur. Ég er snarp- ur eins og áður, en það er far- ið að draga af manni. Samt kemst ég alltaf í stuð þegar ég á að fara að rækta landið og enn er nóg af öræktuðu landi. Og ekki veit ég hvað yrði um líf mitt, ef ég hefði ekki skepnur.“ „Þér líður bezt innan um þær.“ „Ef ég hefði þær ekki væri allt búið, ekkert líf meira. Eða Þorgeir í Gufunesi Þorgeir Jónsson, íþrótta ogHugann gistir Hörður næst glímukappi, sextugur 7. des.hörku gæddur þori minningin er glæsi glæst glymur enn í spori. finnst þér ekki alveg eins gam- an að líta hér inn í fjárhúsin og horfa á vitleysuna í Klúbbn um. Nú leita allir þangað. En kindurnar eru gáfaðri, þær leita þangað sem þær fæddust og ólust upp og jörðin angar af lyngi og grösum. Þangað rása þær, um leið og þeim er sleppt að vori. Eða hestarnir? Hvert strjúka þeir? Þeir fara auð- vitað í heimahagana." „Ég þekkti einu sinni brúna meri sem var sístrjúkandi nið- ur að Þverárkoti. Þar hafði hún komizt í kunningsskap við stoltan fola sem var henni meira virði en heimahagarn- ir.“ „Já ,svona er það,“ sagði Þorgeir. „Þarna komstu með það. Það þarf víst ekki að setja upp neinar nefndir til að rannsaka, af hverju skepn- an leitar á skröllin. Brúna merin hefði kunnað vel við sig í Reykjavík. En segðu mér, hver átti hana?“ „Hann Jónas í Stardal.“ „Jónas. Jahá. Nú er hann líka kominn suður. En það er meira strokið í klárunum. Ég missti einu sinni hest, sem var vanur að synda hérna í lón- unum. Svo geymdi ég hann í Engey og þá ætlaði hann að synda í land, en villtist þang- að til hann sprakk á sundinu. Þetta var foli, þrevetur, og af góðu kyni. Hann rak upp í Laugarnesi. Þar missti ég góð- an vin. Ég bar mikið tilhug- unarlíf fyrir honum. En hvern- ig líður Gunnari núna, veiztu það? Það er ekkert strok í honum, nei? Jæja, við skul- um koma inn. Það hlaupa all- ir af sér hornin. Gnýfari, þessi stolti og reisulegi hestur, er löngu búinn að hlaupa af sér hornin. Ég hef stundum séð hryssurnar gefa honum áuga, en aðeins rétt sem snöggvast. Líklega sjá þær á honum að hann kann bezt við sig í heimahögum.“ Ég gekk til hrútanna. Tveir þeirra voru kollóttir og ég fór auðvitað strax að hugsa með sjálfum mér að illt væri 'að vera kollóttur hrútur, minnti helzt á karlmann með passíu- hár, rifjaði síðan upp ummæli gamla prestsins sem sagði: „Það er ekki spauglaust að halda heilög jól hrútlaus.“ Jöturnar leiddu hugann að jólunum. Hrútarnir horfðu á mig. Ég hlustaði á kumrið í kindunum. Og eins og undir- spil lágur, hlýr rómur Þor- geirs, þar sem hann stóð í hlöðudyrunum og muldraði: „Allir eru bændur í eðli sínu .... ekkert er skemmtilegra en standa í svona húsi með kindur og eitt ljós í lofti. .. .“ Svo kallaði hann til mín og sagði: „Bezta tilfinning sem ég þekki er sú að vita af fénu í húsi í ofveðrum. En nú skul- um við fara út. Ég hefði ekki látið þig koma svona að mér í gegningum, ef mig hefði grun- að hvað þú ert mikill bóndi.“ „Heldurðu að það sé gaman að vera hrútur?“ spurði ég eins og út á þekju. „Stundum," svaraði Þorgeir og hnippti í mig. „En kollóttur hrútur?" spurði ég enn. „Já,“ svaraði hann. „Það er gaman fyrir allar skepnur, hvort sem þær eru kollóttar eða ekki, að vera lifandi og leita eftir grasi, ævintýrum og tilbreytingu." Nú gelti Sally. Kindurnar styggðust eins og snjóstroka færi um fjárhúsið, og hænurn- ar hlupu við fót og börðu vængjum. Þorgeir hrópaði: „Svona Sally, hættu að gelta.“ Hún lagði niður rófuna og það komst aftur á kyrrð í fjárhúsi Þorgeirs bónda í Gufunesi. Hann sótti eina tuggu í við- bót og það kom rykmökkur út úr stálinu. „Þú hefur ekki of- næmi fyrir heyi?“ spurði ég. „Nei, þá væri ég dauður. Karlmenn þola ekkert. I þau fáu skipti sem ég hef meitt mig eitthvað hefur alltaf liðið yfir mig. Guð almáttugur ef karlmenn ættu að ganga með börn og fæða þau, þá lægju þeir í yfirliði níu mánuði sam- fleytt." Við gengum út í myrkrið. Þorgeir benti á Áburðarverk- smiðjuna. „Hún er ágæt,“ sagði hann. „Hún lýsir upp myrkrið á veturna. Þykir þér ekki rómantískt að sjá hana í tunglskininu? Hún er góður nágranni, en mér þótti leiðin- legt að þeir skyldu endilega þurfa að byggja hana á grænu túninu. Við höfum ekki efni á svoleiðis bruðli. ísland er að mestu leyti óræktað land, við eigum að byggja í óræktinni. Við vorum ekki alin upp í neinum flottræfilsskap í mínu ungdæmi.“ Svo gengum við inn í bæ og Þorgeir bóndi ætlaði að segja mér eitthvað frá sínu ungdæmi. En aðeins nokkur orð. M. 1963. Aðdáun og innra kall öll mín lofsorð sanni hér skal litið ljóðaspjall lýsa frægum manni. Vaskur sveinn í Varmadal vann sér ungur hylli um hann telja upp nú skal iþróttanna snilli. Þorgeir Jónsson heitir hann há er metorðs trappa þekkja allir þennan mann Þorgeir glímukappa. Bóndason tók búmanns-störf bóndi varð til þarfa hefur kappans hendi djörf haft þar margt að starfa. Lék hann sér að listum þó lærði margt og kendi seinna gerði bú og bjó byggðu eigin hendi. Syndur eins og selur var sinn vel nýtti tíma ungur hann af öðrum bar æfðist við að glíma. Snjallastann þar snilling tel snarast dóminn felli glímuleikinn lista vel lagði tröll að velli. Kunni fleira köst og stökk kostum búin hreinum hafði metin hetjan rökk hér í sumum greinum. Sína hæð í loft upp ’létt lyftist hátt og meira marga þrauta þreytti sprett það má lesa og heyra. Hestamennsku háður varð hann á seinni árum enn sinn frægan gerði garð góðum sat á klárum. Hann án .vægðar tauma tók tamdi villingana enn við frægðar orðið jók umskóp snillingana. Gnýfari þar gnæfir hæst gnægð er af fleiri nöfnum aldrei slíkur fákur fæst og fáa við hann jöfnum. Hann gegn mórgum hesti rann háan frama bar hann beint af fjörgum bar og vann best því taminn var hann. Þorgeir fráan fákinn mat fljótt við náin kynni kosta háa klárinn sat kátur þá í sinni. Gæðing mestum gaf ei frest gjörð var hresst og reiði margan hestinn hefur sést hetjan festa á skeiði. Hetjan snjalla, heill þér bið haltu kalli og velli Glímupallinn vaskur við verstu falli af Elli. I Þú gekkst til leiks með geiglaust skap og hjarta af gildum köppum barstu sigur orð og tókst i hönd þér orku blysið bjarta og birtan skein um vora kæru storð. Þá henti Esjan þykkum þoku slæðum skein þið á svip við nýjan frægðar dag, þá birti yfir öllum heima hæðum og háir sungu tindar gleðibrag. Já þetta var á þinum fyrri dögum og þroskans ljómi einatt hærra sté, þitt nafn er geymt hjá þjóðar sál í sögum, þín sæmd og orðstir metin dýrri en fé. Nú heilla óskir þúsund munnar þylja og þakka allt, sem liðin timi ber. Fluga og Drottning fyrstar þá Hver ósk og bæn er vald frá fara um hugans veldi mannsins vilja aldrei þeirra minning má °f virðing hreina allir sýna þér. mást af sögu speldi. Lárus Salómonsson. Mikill kókfnenntaviSkurSur Ný skáldsaga eftir IndríSa G. Þorsteinsson Land og synir Menn hikuðu ekki við að fullyrða, að Sjjötíu ogr níu af sföðinni væri bezta íslenzka skáldsagan, sem út kom á sjötta áratug aldarinnar. Og ekki orkar tvímælis, að Y>and ogf synir er langfremst þeirra íslenzku skáldsagna, sem komið hafa út á sjöunda áratugnum. Land oé synir er enn betur skrifuð en Sjötíu og níu af stöðinni og er þannig fullnaðarsönnun þess, að Indriði G. Þorsteins- son er mikilhæfastur þeirra rithöfunda, sem kvatt hafa sér hljóðs á íslandi eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. IÐUNN Skeggjagötu 1 — Sími 12923.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.