Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. des. 1963^ GAVIN HQLT: 14 IIKUSYNING — Sjáið þér til, sagði ég. — Þetta gæti eins vel verið drottn- ingin af Saba eða Helena fagra, en ég segi yður bara ekki hver það er. — Ef þér hafið komizt að ein- hverju um þessa bannsetta .... Hún komst ekki lengra, held- ur lokaði munninum svo snögg- lega, að hún hlýtur að hafa skemmt í sér fölsku tennumar. — Já, haldið þér bara áfram, sagði ég. — Ég er ekki svo sér- staklega viðkvæmuir. — Mér líkar ekki við yður, Tyler! Nú blossaði reiðin aftur upp í henni. — Þér getið farið. Þér getið haft þessa bölvaða ávís ua — Æ, eigum við nú að fara að tyggja þetta allt upp aftur sagði ég. — En við hvað eruð þér nú hrædd? Viljið þér láta mig halda, að þér séuð sjálf með i svindlinu? Það gæti vel hugsazt, ef þér vilduð hafa prósenturnar af honum Clibaud. Hún svaraði engu en glápti bara. Ég stakk upp á að koma aftur að stúlkunum. Ég vildi fá réttu nöfnin þeirra, ásamt heimilisföngum. Og öll nöfnin, svo að ekki yrði sagt, að ég væri að hlífa neinni þeirra. Hún hafði bersýnilega Josette Lacoste á heilanum en það var mér sama um. Það var jafngott, að hún hefði eitthvert villuspor að elta. Ég skrifaði niður. Claudine hét Sally Dutton, Adrienne var Myrtle Lynch, Cinette var Jenny Howard. Hún gaf mér •heimilis- föng Josette og Sally, en vissi ekki, hvar hinar áttu heima. — Svo er eitt enn, sagði ég. — Ég verð að svipast um í búð- inni í kvöld. Ég þarf að leggja nokkur smáatriði á minnið og geta farið þar um allt, meðan enginn annar er þar. Ég þarf að fá lykil að skrifstofunni yðar, því að ég ætla að nota hann strax. — Ég skal koma með yður, sagði Selina. — Nei, svaraði ég. — Ég fer einn eða þá alls ekki. Og ég þarf líka að hafa lykil fyrir morgun- daginn, svo að ég geti komizt inn eftir að þér eruð farin í tehúsið. — Ég ætla að koma með yður, nauðaði hún. — Ég vil ekki láta yður snuðra í skrifborðinu mínu og einkaskjölum. — Mér er fjandans sama um einkaskjölin yðar, sagði ég. — Og ég ætla ekki að 9nuðra í neinu skrifborði í kvöld. Þegar ég þarf að gera það, skal ég láta yður vita. Hún hikaði enn, en loksins fékk hún mér þó tvo lykla, ann- an að útidyrunum á húsinu og hinn að skrifstofunni. Hún vildi láta mig skila útidyralyklinum, en hinn mátti ég hafa til morg- uns. — Bílstjórinn minn ekur yður, sagði hún. — Það er ágætt, sagði ég. — Hann getur þá gætt þess, að ég lceland Review Ódýrasta jólagjöfin til vina og viðskiptaaðila erlendis er nýja landkynningarritið ICELAND REVIEW. Kostar aðeins 40 krónur. — Fæst í öllum bókaverzlunum. hafi engar vörur á burt með mér. Hún lét sem hún heyrði þetta ekki. — Já, en bílstjórinn verður kyrr í bílnum, sagði ég. — Ég er ekkert fíkinn í félagsiskap í kvöld. — Ég skal segja honum það, sagði hún. VIII. Bílstjórinn var Charley. Ég var ekkert hrifinn af honum. Hins vegar kunni ég vel við Rolls Royoe-bílinn. Ég hefði nú nú getað flatt mig út í aftur- sætinu eiins og fínn maður, en mér datt í hug að sitja heldur frammi í hjá Charley og kynn- ast áliti hans á heiminum og frii Thelby. En að veiða nokkuð upp úr Charley, var álíka verk og að skera ullarflóka með borðhníf. Fyrsta skiptið sem hann gaf til kynna, að ég væri ekki bara að tala við sjálfan mig, var pegar við komum að horniinu á Dally- stræti og ég bað hann að stanza í Ögnstræti, svo sem fimmtiu skref frá Clibaud, hinumegin aðalgötunnar. Svo sagði ég Cbarley: „í lagi". Sem mælsku- maður var hann dálítið einhæí- ur, og ég var feginn að losna við hann. Ég opnaði framdyrnar á skrif- stofuhúsinu og lokaði þeim hljóð lega aftur. Ég kveikti á vasa- ljási og leit yfir skrána yfir leigjendur. í einni línunm stóð, að í kjallaranum væri húsvörður en ég bjóst ekki við, að hann væri neitt á stjái um þetta leyti sólarhringsins. Þarna var ekkert, sem gaf til kynna, að Selina hefði skrifstofu á fyrstu hæð, og ég hafði heldur ekki búizt við því. Ég var að gá að öðrum Thelby, en nafnið kom þarna alls ekki fyrir. Þegar ég kom að lyftunni, dok aði ég ofurlítið við. Ekkert hljóð heyrðist, hvorki að ofan né neð- an og allt húsið virtist vera í myrkri. Ég gekk upp stigann upp á fyrstu hæð og hlustaði enn. Mér var forvitni á að vita, hvar Benny hefði skrifstofuna sína, svo að ég hélt áfram, alla leið upp, til að vita, hvort ég fyndi hana ekki. Ég var eikkert hræddur, þó að ég kynni að hitta einhvern, sem væri að vinna eftirvinnu. Ég var sjálfur í eftir vinnu, og viðleitni mín bar ár- angur í fyrsta ganginum, sem ég kom inn í. Á sumum burðum voru nöfn, sumum ekki. Nöfnin höfðu enga þýðingu fyrir mig, og frekari lýsingar, sem þeim fylgdu voru þokukenndar. Ég sá þarna um- boðsmann, auglýsingateiknara, annan umboðsmann og sérfrreð- ing í auglýsingum. Ég var farinn að halda, að ég væri á skakkri hæð, þegar ljósið mitt féll á nokkuð, sem fékk til að stanza. Skiltið var með smáum stöfum og undir nafninu á fyrirtækinu var með ennþá smærri stöfum: B. Thelby, forstjóri. Nelbina, sem var nafnið á fyrirtækinu, leystist fljótt upp í huga mínum í Ben og Lina. En ég fór ekki neitt að rannsaka fyrirtækið, enda datt mér strax í hug, að það yrði ekki gert á einni svipstundu, og _ég hafði líka fyrst og fremst áhuga á hinu fyrirtækinu, og þarna var forvitni minni svalað nægilega í bili. Ég flýtti mér því niður aftur og í skrifstofu Selinu. Um kvöldið og síðari hluta dags hafði ég hugsað talsvert míkið um þetta, sem ég hafði þegar komizt að, og nú voru aðal atriði samsærisins ofarlega í huga mínum. Sally Dutton átti að koma með einn kjól og lík- lega einnig eitthvert loðfat inn Eruð þið viss um að við gleymum engu? í þessa stofu. Hún átti að hengja þetta í skápinn þeirrar gömlu, og stundu síðar, þegar enginn sæi til, átti hinn hugdjarf; Benton að læðast niður stigann og síðan burt með fötin. Miðdepillinn í þessum hug- ieiðingum mínum var skápur- inn. Þegar ég hafði komið þarna, hafði ég alls ekki tekið eftir neinum skáp. Jafnvel nú, þegar ég lét vasaljósið leika um alla stofuna, var hann ekki augsýni- legur, en samt fann ég hann fljótt. Þetta var innbyggður klefi eða fataskápur, og fyrir hurðinni var fortjald, alveg eins og fyrir hinni, sem vissi út í búðina. Ég leit inn í hann. Þarna voru þrír dökkleitir loðfrakkar, einn þeirra úr minkaskinni, tveir ný- tízkulegir regnfrakkar, tveir konulegir kvöldkjólar, og ein úti föt, og ég ályktaði sem svo, að þetta væri allt einkaklæðnaður Seliriu, sem hún hefði þarna við höndina, ef hún þyrfti að hafa fataskipti á staðnum. Og dálítið úrval af skófatnaði staðfesti þá tilgátu mína. Þessi skápur var hentugur til að fela eitthvað í. Meðal annara var hann ágætur til að fela þar snuðrara, en nánar athugað fannst mér ekki, að hann mundi duga mér. Ég hafði enga lönguti til að koma hlaupandi út til að grípa Sally, heldur vildi ég hafa einhvern felustað, þaðan sem ek gæti horft á allt, sem fram færi. En svo, þegar hún opnaði skáp- inn, ætlaði ég að ganga fram og tala við hana með fullum virðu- leik. — Andartak, ungfrú Dutton! Hvert ætlið þér með kjólinn þann arna? Ég leitaði að stað, sem mér gæti dugað til þess arna, og þarna í horninu var einimitt það, sem ég þurfti: stór skermur úr fjórum flekum, þakinn ein- hverju ofnu efni. Hann var þarna notaður til að hylja hand laug með heitu og köldu vatni, handklæðagrind og hillu með allskonar fegrunarmeðölum á og . hafði verið sagt, var ósatt. Ef í því, sem eftir var, lægi nokkur hætta fyrir öryggið, myndi ég auðvitað skýra frá því. En éftir nákvæma rannsókn er ég sann- færður um, að í hvorugu tilvik- inu hefur verið um að ræða neina hættu fyrir öryggi ríkis- ins. Hér verð ég að skilja við mál ið, án þess að rekja smáatriði, því að ég er sannfærður um, að ef ég gerði það væri ég að gefa þessum slefberum undir fótinn. Þeir mundu vafalaust fara i blöð in og selja sögur sínar dýru verði. Og með því mundu þeir gera rannsókn mína, ekki ein- ungis að galdranornaveiðum, heldur og að óheiðarlegri fé- þúfu. Þessi útkoma væri svo ógeðsleg, að ég verð að biðja mig afsakaðan frá að stuðla að henni. (IV) Aðrar sögusagnir. Aðrar sögusagnir voru á ferð- inni, sem stöfuðu óbeint af Pro- fumomálinu, og komst ekki á loft nema beinlínis vegna þess (eins og sú, að háttsettur maður heimsækti stúlku á hverri viku, þar og þar, eða einhver annar héldi við skrifstofustúlkuna sína). En þessar sögur voru svo þokukenndar, að mér fannst erfitt að fást nokkuð við þær. Engu að síður rannsakaði ég þær og verð að taka fram, að ekki er nokkur snefill af sönnunum til að styðja þær. Því mótmæli ég þeim sem gjörsamlega tilhæfu- lausuna. 27. kafli. ÁLYKTANIR AF EFNI FJÓRÐA HLUTA. Mér er kunnugt um, að ráð- hennar og aðrir hafa orðið svo gramir yfir sögusögnunum um þá, að þeir haft haft í hyggju að fara í meiðyrðamál út af þeim. Ég veit einnig, að þeir hafa beðið með það meðan á rann- sókn minni stóð. En ég vona, að þeim muni ekki þykja heiður 48 sinn krefjast þess, héðan af, að þeir láti málin ganga lengra. Ég treysti því, að það, sem ég hef komizt að muni fullnægja þeim sem nægileg vernd þeirra góðu nafna. Það er að minni hyggju heppilegra fyrir þjóðina, að þessar sögusagnir séu gleymdar o-g grafnar og þessu leiðindamáli lokið. Jafnframt treysti ég því, að allir aðrir hætti að endurtaka þessar sögusagnir, sem hafa reynzt ógrundaðar og ósannar, og að blöð og aðrir fari ekki að reyna að leita nafna í þeim, sem ég hef látið hér getið ónafn- greindra, af ásettu ráði. Því að ég er hræddur um, að ef nöín væru neínd — og menn eru nú eins og þeir eru — þá muni fólk halda áfram að segja, að „eitt- hvað hljóti nú að vera til í þessu", en það er í bewu tilviki i sannanlega ósatt. Þá er ég kominn að leiðarlok- um. Það mætti hugsa sér — og hefur verið — að svona sögu- sagnir séu merki urn hnignun í opinberu lífi þjóðar vorrar. Þar er ég ekki á sama máli. Það hefur ekki verið slegið af nein- um kröfum. En það er bara þessi mismunur nú á tímum, að menn í opinberum stöðum eru varnarlausari en þeir hafa áður verið og þeim því nauðsynlegt, meir en nokkru sinni áður, að gefa ekkert tilefni til hneyksl- unar. Því að ef þeir gera það, verða þeir að vera viðbúnir auk- inni áhættu, eins og komið hef- ur fram í öllum þeim framburð- um, sem ég hef hlustað á. Upplýsingar um ávirðingar þekkts fólks eru orðnar útgengi- legar markaðsvörur. Sannar eða lognar, raunverulegar eða tilbún ar: þær eru seljanlegar. Því meira hneyksli, því hærri fjár- upphæð fæst fyrir það. Styðjist það við ljósmyndir eða bréf, raun veruleg eða ímynduð, þeim mun betra. Alloft segjast seljendurn- ir sjálfir hafa átt þátt í hinni ósæmilegu hegðun, sem þeir reyna að græða á. Meðalgöngu- menn kom fram á sjónarsviðið, reiðubúnir að veita aðstoð við söluna og tryggja hæsta verð. Sagan hleður utan á sig við hverja frásögn. Hún er boðin þeim blöðum, sem verzla með þessa vöru, en þau eru ekki mörig Þau keppa hvert við annað um kaup á sögunni. Hvert um sig óttast, að hin verði á undan að kaupa. Sagan er svo keypt í þeirri von, að hún eigi eftir að geia af sér arð. Stundum e«r sagan ónothæf fyrir blöðin. Hún er bersýnilega fölsuð. í önnur skipti er hún trúleg, en jafnvel þá þora blöðin ekki að birta all« ar upplýsingarnar. Meiðyrðalög- gjöfin og refsingin fyrir að sýna dómstólunum fyrirlitningu hafa tilætluð áhrif í því S'kyni að halda aftur af blöðunum. Þau birta það, sem þau geta, en eftir verður verulegur hluti, sem ekki er birtingarhæfur. Þessi óbirti hluti sögunnar flyzt munnlega frá manni til manns. Hann stöðv aist ekki í Fleet Street. Hann kemst til Westminster. Hann fer yf'ir Ermarsund, jafnvel yfir Atl anthafið og til baka aftur, og bóignar á leiðinni. Án hinna upp haflegu kaupa, hefði þessi sögix burður aldrei þurft að hefjast. Þegar svona hryggilegar af- leiðingar sjást verða, er það fyrst og fremst greinilegt, að eitthvað verður að gera til að hindra, að fólk geti verzlað með hneykslissögur gegn gjaldi. Stofnun til þess arna er þegar fyrir hendi. Við höfum fengið nýtt „Blaðaráð". Enda þótt ég hafi fundið nauð synlegt að draga athyglina að þessu máli, vil ég engu að síður taka fram, að ég hef fengið hina beztu samvinnu og aðstoð hjá blöðunum og öllum aðstandend- um þeirra — ekki sízt þeirra, sem ég tel þó að gætu þó helzt verið aðfminsluverð uan efnisvai sitt 16. september 1963. ' DENNING.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.