Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. des. 1963 Framarar Ármann sigraði Val í jöfnum úrslitaleik kvenna þrjá bikaranna Handknattleiksmóti Reykjavík ur lauk í gærkvöldi. Fram varð sigurvegari í m. flokki karla en Ármann sigraði í m.fl. kvenna eftir skemmtilegan og góðan úr- slitaleik við Val. í öðrum flokk- um urðu sigurvegarar þessir: 1. fl. kvenna Valur 2. fl. kvenna Ármann 1. fl. karla Fram 2. fl. karla Fram 3. fl. karla Víkingur Blómakveðja ' Fram hafði þegar unnið mótið áður en liðið mætti ÍR í síðasta leik mótsins í gærkvöldi. Gunn- laugur Hjálmarsson fyrirliði ÍR færði Fram blóm í leiksbyrjun og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. Fram og ÍR áttu síðan skemmti legan og á köflum mjög vel leik- inn leik en Fram hafði algera yfirburði og vann með 16 mörk- um gegn 6. Jöfn baráttá kvenna Harðari og jafnari var barát- an í meistaraflokki kvenna. Lengi vel mátti ekki á milli sjá hvort liðið myndi fara með sjg- urinn. Smán saman tókst Ár- mannsstúlkunum að ná frum- kvæðinu í leiknum og vinna leikinn 13—10 eftir að staðan i hléi var 7—5. Koríuknctt leiksmótinu að ljúka Körfuknattleiksmóti Rvíkur er senn að ljúka. í kvöld fara fram 3 leikir að Hálogalandi. í* 4. flokki keppa ÍR og Ármann, í 2. flokki KR og ÍR og í meistara flokki KFR og Á. Annað kvöld, sunnudag fara fram tveir leikir að Háloga- landi ÍR a-lið keppir við A-ligð Armianns í 3. fl. og í meistarafl. eigast við KR og ÍR og má þar búast við mjög góðum, tvísýn- um og skemmtilegum leik. A sunnudagsmorguninn kl. 10 fara fram 3 leikir. f 3. fl. keppa KR og b-lið ÍR og einnig KFR og c-lið ÍR. í fl. keppa KR og Ár- mann (A-lið). Ármannsliðið vann þennan sig ur fyrst og fremst vegna þess að lið þeirra var jafnsterkara. Mik- ið var um mörk í leiknum enda markmenn ekki í jafn góðri æfingu og stundum fyrr. En þetta var ósvikinn úrslitaleikur, úr- slitastemning yfir honum og leikurinn í heild vel leikinn og skemmtilegur. KR sigraði á síðustu sekúndu Þá fóru fram tveir aðrir leikir í m.fl. karla. Þróttur og KR háðu mjög harðan og tvísýnan baráttu sem lyktaði með 1 marks sigri KR. Þróttur hafði þó undirtök í leiknum lengst af og í hléi stóð —6 7Lengst af í síðari hálfleik hafði Þróttur forystu eða þá að KR tókst að jafna, en aldrei náði KR forystu fyrr en síðast í leiknum að Karl Jóhannsson sem var bezti maður á vellinum þessum leik skoraði sigurmarkið fyrir KR. Leikurinn var heldur slakur og allmikið um gróf brögð, hnjask og þunglamalegan leik. Ármann vann Val 11:10 Þá léku Valur og Ármann og einnig sá leikur var skemmti- legur og óvenjulega tvísýnn. Vals menn höfðu frumkvæðið lengst- um og léku oft mjög skemmti- lega, einkum brá fyrir glæsileg- um sendingum inn á línu hjá þeim sem nýttust vel og leit lengstum út fyrir Valssigri í leiknum. í hálfleik stóð 7—4 fyrir Val. En Ármenninfiar tóku að sífia á og svo for undir lokin að þeim tókst að jafna og á síðustu mín- utu að skora sigurmarkið. Leikn- um lyktaði með 11 mörkum gegn 10 fyrir Ármann. Valsliðið er skemmtilega leik- andi lið og er á mikilli frama- Loka staðan FRAM ÁRMANN KR VALUR ÍR ÞRÓTTUR 5-1-0 4-0-2 3-2-1 2-0-4 2-0-4 2-0-4 90:24 11 65:66 8 62:61 64:67 51:59 59:82 VIKINGUR 6 1-1-4 62:63 3 /'NAIShnútar SVSOhnútar ¥: Snjótroma 7 Skúrir » Oii " l K Þrumur '////tvah'A ^S. KutíaM ' HititM H Hmt L Ljui REGN- og snjóbeltið fyrir land þokaðist NA. Kl. 15 vestan land var á hægri var kaldast í Möðrudal, 4° hreyfingu norðaustur í gær frost, en þá var 3° hiti á Stór og þykknaði upp vestan höfða og í Keflavík, en 4' á lands, en hæðin fyrir sunnan Sandi og Galtarvita. Þetta eru stúlkur úr Gagnfræðaskóla Keflavíkur, en sveitir skólans báru sigur úr býtum bæði í yngri og eldrí flokki á sundmóti skólanna. Stúlkarnar hafa verið mjög sigursælar á sundmótum undanfarin ár. — Myndin er af yngri sveitinni. braut.. Sama má reyndar segja um Ármannsliðið. Þetta var barátta tveggja létt leikandi liða sem var ánægjuleg og skemmti- leg og gat farið á báða bóga, þó Ármann fagnaði sigri að þessu sinni. Úrslit í sund- knattleik og mettilraun A mánudagskvöld fara fram úrslit í sundknattleiksmóti Reykjavíkur í Sundhöllinni. Jafnframt verður gerð mebtil- raun í 3 sundgreinum. Keppt er í 100 m bringusundi kvenna og meðal keppenda eru Hrafnhild- ux Guðmundsdóttir og Matthild- ur Guðmundsdóttir þá er og keppt í 50 m flugsundi drengja og í 100 m bringusundi karla. í sundknattleik mætast í úr- slitaleik Ármann og KR. Búnir eru tveir leikir í mótinu Ægir og KR skyldu jöfn 5 - 5 en Ármann vann Ægi 9-2. M0LAR Juvetus í Tórínó vann Atle- tico frá Madrid með 1-0 í fyrri leik borganna í „8 liða úrslita- keppni" í borgakeppni Ev- rópu. o------•------o ftalska liðið Milan komst í 4 liða úrslit um Evrópubikar- inn í fyrrakvöld, er liðið vann sænska félagið Norrköping, 5-2. í hálfleik stóð 3-1 fyrir ítali. o——•------o Inter frá Mílanó er eitt fjög- urra liða í úrslitabaráttunni um Evrópubikarinn í knatt- spyrnu. Liðið vann í gær Monaco Lutter með 3-1. — ftalska liðið vann einnig fyrri leikinn, 1-0, svo samanlögð markatala var 4-1. c—•------o Borussia í Dortmund komst í 4 liða úrslit í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu með því að sigra bikarhafana, Benefica, 5-0. Þetta var seinni leikur lið- anna. Benefica vann fyrri leik inn, 2-1. Það voru 43 þúsund manns sem sáu Dortmund sigra. o------•------o Luxemborg og Danmörk skildu jöfn, 3-3, í knattspyrnu- kappleik í gær. Leikurinn var liður í Evrópukeppni bikar- meistara. Danir eru eitt f jög- urra liða, sem eru ósigruð í keppninni. Heimsmeistarinn í veltivigt í hnefaleikjum, Emile Griffith, hefur verið valinn „íþrótta- maður ársins" af þeim sem skrifa í blöð um hnefaleika. o------•------o Sir Stanley Rous, formaður Alþjóða knattspyrnusambands ins, er um það bil að leggja upp í 6 vikna reisu. Hann fer m.a. til Tókíó til að kynna sér fyrirkomulag úrslitakeppni knattspyrnunnar á Ólympíu- leikunum. — Hann fer einnig til Mexíkó og Argentínu, en bæði löndin hafa sótt um að fá að halda heimsmeistara- keppnina 1970. Gerði Oswald tilraun til að ráða Walker hershöfðingja af dög um Washington 6. des. NTB. BLAÐIÐ Washington Star segir í dag, að kona Lees H. Oswalds hafi skýrt ríkislögreglunni frá því, að maður hennar hafi gert tilraun til þess að ráða Edwin Walker, fyrrv. hershöfðingja, af dögun?. í Dallas í apríl sl. Lögreglan hefur neitað, að gefa upplýsingar varðandi frétt- ina, er haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að hún vinni að rannsókn á þessum upplýsingum frú Oswald. Sasmkvæmt frétt Washington Star á frú Oswald að hafa sagt, að maður hennar hafi komið heim 10. apríl sl. í mgög æstu skapi og sagzt hafa gert tilraun tíl þess að myrða Edwin Walk- er. Walker er þekikur fyrir hatur sitt á blökkumönnum Og öfga- fullar sfcoðanir á ýmsuim málum. Blaðið segir, að OswaldJhjónin hafi búið í Dallas, þegar tilraun- in var gerð til að ráða Walker af dögum, og Oswald hafi þá átt riffil af ítalskri gerð. Skotið vax á Walker, er hann sat að störf- uim á heimili sínu. Kúlan fór í gegnum gluggann í s-krifstofu hans og straukst við höfuð hans, Tilræðismaðurinn hefur ekki fundizt. Blaðið Dallas Morning New3, skýrir frá því í dag, að lögreglan hafi fundið tóm skotlhylki og bliikklhaus á stærð við manns- •höfuð á áíbaklka nálægt Irving, þar sem fjölskylda Oswalds bjó, er Kennedy forseti var inyrtur, Sagt er, að lögreglumaður einn hafi skýrt frá því, að leyniþjón- uistan hafi komizt í sarmband við menn, sem sáu Oswald æfa skot- fimi sína dagana 10.—16. nóv, Blaðið segir, að vitnin hafi verið mjög undrandi yfir skothæfni Oswalds og hafi hann hitt blikk- k'luimpinn í hiverju skoti. Hvorki lögreglan í Dallas né alríkislög. reglan hafa viljað staðfesta sögu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.