Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1963, Blaðsíða 23
fj Laugardagur 7. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Fá V.-Berlínarbúar að heim- sækja A.-Berlíri um jólin? I»órir Rergsson, (t.v., og Kjartan Jóhannsson. Myndin niilii þeirra er „Sylvette" eftir Picasso. Berlín, 6. des. — NTB FYRIR skömmu barst Willy Brandt, borgarstjóra Vestur- Berlínar, bréf frá austur- þýzkum yfirvöldum, þar sem þau lýsa sig fús til að hefja viðræður um, að borgurum Vestur-Berlínar verði heimil- að að heimsækja ættingja sína í Austur-Berlín um jólin. Sem kunnugt er hafa borg- arar Vestur-Berlínar ekki fengið að fara austur yfir borgarmörkin frá því að múr- inn var reistur í ágúst 1961. í samráði við stjórnina í Bonn hefur Willy Brandt ákveðið, að viðræður um málið skuli teknar upp og eru menn í Vestur-Berlín Athyglisverð sýning í Lista mannaskálanum — Samband ísL stúdenta erlendis sýnir (og selur) eftirprentanir af frægum erL málv. í dag hefst í Listamanna- skálanum í Reykjavík nýstár leg sýning á erlendum mál- verkaeftirprentunum. Á sýn- ingunni eru hátt á annað hundrað myndir, sem allar eru til sölu við mjög sann- gjörnu verði. Er meðalverð mynda, án ramma, una 275 krónur. Eftirprentanirnar eru af verkum Picasso, van Gogh, Braque, Modigliani, svo að nokkrir séu nefndir. Eru þær mjög vel unnar, enda verkin öll sérstaklega valin. Að sýningunni standa Samtök islenzkra stúdenta erlendis. All- ur ágóði rennur til þeirra. Kjartan Jóhannsson, formaður samtakanrva. Þórir Bergsson, tryggingafræðingur, og Björn Th. Björnsson, listfræðingur, ræddu stuttlega við frétfcamenn í gær, og skýrðu fyrir þeim sýn- inguna, og tilgang samtakanna. Kom þar m.a. fram, að sam- tökunum þótti rétt að efna til fjáröflunar með þessum hætti, þ.e. kynna beztu verk erlendra meistara, en fara leiðir, sem venjulega eru farnar í fjáröfl- unarskyni. — Alþingi Framh. af bls. 8 fjárlög. Þarna væri vikið að vandasömu máli, er krefðist ná- kvæmrar athugunar, t.d. hvort með þessu væri ekki verið að taka fjárveitingavaldið frá Al- þingi. Loks sagði hann, að endanleg afstaða Framsóknarflokksins mundi mótast af því, hvernig tæk ist að samrýma hinar ýmsu skoð- anir á einstökum atriðum, án þess væri ólíklegt að takast mundi að afgreiða frumvarpið fyi'ir jól. Hvort áætlunin nýtur sín Benedikt Gröndal (A) fagnaði því, að umræður hefðu snúizt á þann veg, að bæði stjórn og 6tjórnarandstæðingar sýndu eamningsvilja sinn um að kom- ast að viðunandi úrlausn. — Þá taldi hann óheppilegt, að áætlun- in yrði til athugunar um hver f járlög, þar sem slíkt mundi e.t.v. hindra ýmiss konar hagræði, sem af áætlunum ynnist, en sjálfsagt væri að taka það mál til nýrrar athugnar. Aukiff fé til gatnagerða Guðlaugur Gíslason (S) kvaðst samþykkur frumvarpinu í grund- vallaratriðum, en það fæli í sér aukið fjármagn til vega- og gatnagerðar. Minnti hann á, að Samband íslenzkra sveitafélaga hefði um ára- eða áratuga skeið barizt fyrir að fá hluta af bensín- Bkatti til gatnagerðar og því fagn aði hann ákvæðum frumvarpsins í þá átt, en hins vegar taldi hann eðlilegt að reynt yrði að nálgast óskir sveitafélaganna enn meir og kvaðst ætla, að þar gæti orðið samkomulag. Til vegaframkvæmda Geir Gunnarsson (K) kvað frumvarpið fela í sér verulega hækkun á bensini, þunga- og gúmimískatti, en þar sem hæfckun in öll rynni til aukinna gatna- gerðarframkvæmda, þá kvaðst hann telja, að það gæti vel stað- izt, þar sem betri vegir leiddu til lækkandi rekstrarkostnaðar bif- reiða. Hins vegar yrði að tryggja, að f jármagninu yrði varið þannig að það kæmi sem fyrst að notum í slíku skyni og yrði því aS hafa hliðsjón af því, hvar umferðin væri mest og tryggja, betur en gert væri í frumvarpinu, að í kaupstöðum og kauptúnum rynni féð til varanlegrar gatnagerðar, þar sem slíkt ætti við. Enn frem- ur taldi hann, að veita ætti fé til stærri verka og færri en nú væri gert. Benedikt Gröndal (A) kvaðst ætla, að nægilega tryggt væri í frumvarpinu, að féð rynni til gatnagerðar í kaupstöðum og kauptúnum. Ekki hefði verið tal- ið rétt að setja inn ákvæði um varanlegt slitlag þar sem þarfir sveitafélaganna í því efni væru mjög ólíkar. Ræður þar fyrst og fremst, að sýningin hefur í sjálfu sér mikið menningargildi, enda sum verk- in með því bezta, sem gerist í heimi málaralistar. — Verði er stillt það í hóif, að það er á flestra færi að eignast myndirn- ar, og geta menn valið um, hvort þeir kjósa þá ramma, sem mynd irnar eru flestar í á sýningunni, eða hvort rnenn vilja fá aðra. Samband ísl. stúdenta erlend- is, (SÍSE), er tiltölulega ungt, stofnað fyrir þremur árum, en hefur allmiklu áorkað á þeim tíma. Tilgangur samtakanna er fyrst og fremst sá, að gæta hags- muna ísl. stúdenta erlendis; i öðru lagi að kynna nám, náms- efni, skóla og annað. Samtökin hafa sérstaka frétta- þjónustu á sínum snærum. Er það fréttabréf, sem meðlimir fá. Eru þar helztu mál, sem stúd- enta varða ,rædd og skýrð. Meðlimir eru nú um 250, en alls eru nú um 400 ísl. stúdent- ar við nám erlendis. Samtökin eiga góða samvinnu við ýmsa að ila, m.a. Stúdentaráð, Mennta- málaráð og Menntamálaráðu- neytið. Sýningin, sem hefst í dag (kl. 2) í Listamannaskálan- um miðar fyrst og fremst að því að efla hag samtakanna, og þá um leið þeirra stúdenta, sem erlendis dvelja, og þarfnast margs konar fyrirgreiðslu og stuðnings. Skemmið ekki JÓLATRÉ voru víða sett upp í Reykjavík í gær á vegum borg- arinnair eins og undanfarin ár. Sem eðlilegt er vekja jólatrén mikinn fögnuð barriánna, en stunduim hefur viljað koma fyrir að þau hafi skemimt ¦trén í gleði sinni og ærslum. Það eru tilmæli ti'l foreldra og kennara, að brýnt verði fyrir börnunum að þau skemmi ekki trén, enda kostar töluvert fé að koma þeim upp og skreyta. bjartsýnir á að samkomulag muni nást. Þó benda ýmsir á, að stjórn Austur-Þýzkalands muni ef til vill setja ýmis skilyrði, sem V- Þjóðverjar geti ekki fallizt á. Við fyrri viðræður um, að Vestur- Berlínarbúum verði leyft að heimsæfcja Austur-Berlín, hafa austur-þýzk yfirvöld krafizt þess, að þau fengju að setja upp skrifstofur í Vestur-Berlín, sem gæfu út vegabréf til Austur- Berlínar, en þetta hefur stjórn V- Þýzkalands ekki getað fallizt á. — Fiskimálaráð- stefna Varðbergsfundur! Varðberg heldur hádegisverð- arfund í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.30 í dag. Haraldur Guð- mundsson, fyrrverandi ráðherra, mætir á fundinum og flytur er- indi um þátttöku Noregs í vest- ræmni samvinnu. - Brezki Framhald af bis. 1. meirihluti hans var 9% minni, en meirihluti fhaldsmannsins, sem kjörinn var í Marylebone 1959. • I kjördæminu Sudbury og Woodbridge í Austur-Englandi hlaut frambjóðandi fhaldsflokks- ins, Keith Stanion, 22.005 atkv., frambjóðandi Verkamannaflokks ins, Frank Woodbridge, hlaut 16.416 og frambjóðandi Frjáls- lyndra, Aubrey Herberts, 5.589. — Frambjóðandi íhaldsflokksins hlaut 4% færri atkvæði að þessu sinni en 1959. • í kjördæminu Openshaw jók frambjóðandi Verkamanna- flokksins fylgi sitt til muna og var hann kjörinn, en fráfarandi þingmaður kjördæmisins var einnig Verkamannaflokksmaður. — Frambjóðandi fhaldsflokksins fékk 10% færri atkvæði en 1959. Framhaid af bls. 1. mjög flóknar og það er þess vegna, sem ráðstefnunni er frestað. Bretar boðuðu, sem kunnugt er, til ráðstefnunnar vegna þess að útfærsla fiskveiðilögsögu nokkurra landa, þar á meðal ís- lands og Norégs, útilokaði brézka togara frá miðum, sem þeir höfðu sótt um árabil. Bretar vilja, að settar verði nýjar al- þjóðlegar reglur, sem komi í veg fyrir einhliða útfærslu fisk- veiðilögsögu, en þeir vilja ékkert láta uppskátt um hvaða reglur þeir gætu fallizt á, en á fiski- málaráðstefnunni gerðu þeir nokkra grein fyrir sjónarmiðum sínum og báru fram nokkrar tillögur. Talið er, að Brefcar muni sain- þykkja stækkun fiskveiðilogsögu sína úr þremur mílum í sex, en þó muni þeir vilja meiri útfærslu við flóa. Talið er að Belgar séu hlynnt- ir þriggja mílna fiskveiðilögsögu en geti samþykkt meiri útfærslu á svæðum, sem séu sérstaklega mikilvæg þjóðinni, er í hlut á. Norðmenn og íslendingar, sem eiga afkomu sína að mestu und- ir fiskútflutningi, vilja 12 mílna fiskveiðilögsögu. Fiskimálaoráðstefnuna sátu, eins og áður segir, fulltrúar Efna hagsbandalagsríkjanna sex, Frí- verzlunarbandalagsríkjanna sjö og fulltrúar Spánar, íslands og ír lands. KjósarsýsEa Aðalfundur Fulltrúaráðsins í Sjálfsitæðisfélagi Kjósarsýslu verður haldinn að Hlégarði þriðjudaginn 10. des. kl. 9 síð- degis. SjrJistæðisf dlk! Varðarkaffi í Valhöll kl. 3—5 í da€| — Franskir ofurh. Framh. af bls. 24 aði það. Síðan fór hann og fékk leigðan bát og allan út- búnað hjá Central Sousmarin, sem hefur allt slíkt. Þeir fengu vandaða gúammístriga- bát, 4 m á lengd og 40 ha. utanborðsmótor. í bátnum höfðu þeir svo allan út- búnað ti'l að geta bjargað sér ef þeir yrðu skipreika, auka oliubirgðir, segl, matarbirgðir og fleira. Sjálfir voru þeir í björgunarvestum og með fiberglerhjálma, eins og fjall- göngumenn nota. Farangur- inn vóg 260 kg. Frakkarnir komu með flugvél til Reykja- víkur og flugu til Eyja á mið- vikudag. Á fimmtudag fengu þeir flugvél til að kwna með mótorinn og landganga var ákveðin á föstudaginn, hvern- ig sem gosið yrði. Rennisléttur sjór og ekkert gos — En við höfðum heppnina með okkur, segir Gery. — í gær var rennisléttur sjór og næstum logn. Við lögðum upp, sigldum út að eyjunni, þar sem var nokkurt brim — og viti menn — það kom ekki vottur af gosi upp úr henni. Þar sem ég þekki svolítið til þessháttar gosa, þá vissi ég að gosið gat komið á hverri stundu og þótti verst ef við færum að reyna að klífa upp á gígbarminn, þá yrðum við að drepa á mótornum. Það drapst reyndar á honum af sjálfsdáðum eftir að við stig- um á land. Við höfum verið þar í ca. 20 mín., og settum þar upp franska fánann og fána Paris Match, eins og við erum alltaf vanir að gera, ef við komumst fyrstir á ein- hvern stað. Og svo tókum við heilmikið af myndum. En við höfðum ekki tíma til að fara upp á gígbarminn. Eg var hissa hvað við fengum frið lengi. Á Azoreyjum fékk ég yfir mig öskugos og steinn kom í mig, en slasaði mig ekki sem betur fór. • Sá sem sendir eld og ösku að neðan hefur samt ekki ver- ið sérlega ánægður með þess- ar aðgerðir, því brátt heyrðu Frakkarnir fyrstu sprenging- una og tóku til fótanna. Úr iðrum jarðar spýttist upp gufa og aska, sem vafalaust er nú búin að hylia þessa útlenzku fána. Og öll eyjan hvarf í ösku. Frakkarnir þrir flýttu sér allt hvað þeir gátu, mótor- inn fór ekki nógu fljótt í gang á bátnum.svo þeir reru lífróð- ur frá eyjunni þangað til heyr ast tók í mótornum og ösku- regnið dundi á þeim. Svo ó- hætt er að segja að þeir hafa sloppið mjög naumlega. — Við höfðum samt ekki mestar áhyggjur af gosinu sjálfu, eins og ég sagði áðan, segir Gery, — því það fyrir- brigði þekki ég nokkuð. En það var landgangan og sjór- inn sem við óttuðumst og eins að koma bátnum ekki nægi- lega fljótt frá, ef á þyrfti að halda. Reiði íslendínga — hvað þá Vestmannaeyinga Frakkarnir héldu svo í land, Vestmannaeyingum til mikils hrellings. Þegar fréttamenn blaðsins flugu til eyja rétt eft- ir að Frakkarnir gengu á land í eyjunni, hafði sagan flogið um allt. Flugturninn tók á móti Ásmundi Eyjólfs- syni, flugmanni, með orðun- um: — Þú hefðir betur aldrei komið með þennan fína mótor í gær, þá hefðu þessir Frakk- ar ekki getað komizt svona á undan öðrum út í eyjuna. — Já, maður hefur líklega skapað sér reiði allra með þessu. — Já, allra fslendinga, hvað þá Vestmannaeyinga. Frakkarnir komu með leigu- flugvél með farangur sinn til Reykjavíkur í gærkvöldi og ætluðu utan í dag. Myndir þeirra koma væntanlega í Paris Match sem út kemur á þriðjudag. Auk þess höfðu þeir meðferðis kvikmyndavél, sem þeir tóku á fyrir franska sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.