Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 9
Fimmtudagur lfi. jan. 1964 MORCUNBLADIÐ 9 Hverfur Nehru brátt af stjórnmálasviðinu? NÝJUSTU fregnir frá Ind- landi herma, að Nehru for- sætisráðherra sé nú heldur á batavegi, en eins og kunnugt er af fréttum, hefur heilsa hans .ekki verið upp á það bezta undanfarið. Hefur hann þjáðst af of háum blóðþrýst- ingn og mun að ráði lækna taka sér algjöra hvíld frá störfum forsætisráðherra og fá þau í hendur yngri manni. Segja má, að Nehru hafi þegar skilið drjúgu æfistarfi, þótt hann yrði nú ef til vill að draga sig í hlé af heilsu- farsástæðum. Hann er 74 ára að aldri, og hefur verið leið- togi indversku þjóðarinnar allt frá því er Mathama Gandhi var myrtur árið 1947. >ótt hann hafi stundum verið umdeildur, eins og títt er um mikilvæga stjómmálamenn, þá er vafasamt, að nokkrum hafi tekizt að sameina hin sundurleitu þjóðabrot Ind- lands eins vei og honum hefur auðnast að gera. Nehru er mjög vel mennt- aður maður, stundaði m.a. nám í Cambridge. Hann er lögfræðingur að menntun. Árið 1920 gekk hann í flokk með Gandhi, sem hafði það að markmiði að vinna að sjálf- stæði Indlands, án þess að grípa til ofbeldisaðgerða gegn Bretum, sem Þá stjórn uðu Indlandi. Barátta þessi varð löng og hörð og lauk ekki með fullum sigri fyrr en árið 1948, en þá hlutu Indverjar loks fullt sjálfstæði þótt þeir teljist áfram til brezka samveldisins. Er því Nehru fyrsti síjórnarleiðtogi Indlands, eftir að það hlaut Myndin sýnir Nehru og dóttur hans, Indira Gandhi, er for- sætisráðherrann kom tii NýjuDelhi á sunnudaginn og er fagn- að af fréttamönnum. sjálfstæði. Áður hafði hann langtímum verið forseti ind- verska þjóðþingsins, en þess á milli tíðum setið í fangels- um Breta. Hefur hann þannig komið víða við á hinum langa stjórnmálaferli sínum. Allt frá þvi Indland hlaut sjálfstæði hefur Nehru reynt að þræða bil beggja í utan- rlkismálum, hvorki fylgt Vesturveldunum né kommún- istaríkjunum einhliða að mál um. Hefur hann gagnrýnt lóáða aðila, ef tir því sem honum hafa þótt efni standa til. í trausti þess, áð Indverj- ar fengju að njóta friðsældar í skjóli hlutleysis síns, vildi hanh ekki tengjast neinum bandalögum hernaðarlegs eðlis. Þá lagði hann og litla áherzlu á, að hafa traustan og nýtízkulegan herstyrk til landvarna. En því miður kom það á daginn, að hlutleysisstefna og friðarvilji Indverja voru ekkert „garantí“ þegar út- Þenslugráðugt og ágengt stór- veldi var annars vegar. Svo var það, er Kínverjar fóru með ófrið á hendur þeim fyr- ir þremur árum. Indverjar höfðu ekki nægan herútbúnað til að hindra að Kínverjar hrektu þá úr fjöllóttum landa mærahéruðum, sem þeir fyrr- nefndu töldu óumdeilanlega tilheyra Indlandi, þótt varn- arskilyrði frá náttúrunnar hendi væru hin ákjósanleg- ustu. Er ekkert líklegra en Kínverjar hefðu getað sótt langt inn í Indland, ef deila þeirra við Rússa hefði ekki dregið úr.þeim „moral“ til slíkra athafna. En þessir atburðir urðu til þess, að Indverjar gerðu sér ljóst, að fleira þarf til en friðarvilja einstakra þjóða, til að stemma stigu við vopn- uðum ofbeldisárásum. Fyrsta Mynd þessi, sem tekin var 7. janúar, sýnir Nehru njóta stuðnings dóttur sinnar og aðstoðarmanns á aðsetursstað sínum í Bhubaneswar. mark þess var, að Nehru lét landvarnarráðherra sinn byð- jast lausnar, og setti harð- skeyttari mann í hans stað. Þá hóf hann allmikil voþna- kaup, bæði hjá Vesturveldun- um og Rússum, til þess að reyna að standast samkeppni við Kínverja í vopnabúnaði. Landamæradeilan við Kína er enn óleyst en nú er talið að Indverjar séu það vel vopnum búnir, að Kínverjar geti ekki leyst málið með „einhliða aðgerðum“. Þótt Nehru hafi þannig á stundum missýnzt í iðu hinna kaldrifjuðu heimsstjórnmála þá væri vissulega mikill sjón arsviptir að honum, ef hann hyrfi af vettvangi stjórn- málanna. Og eftirmanns hans bíði mikið og vandasamt starf. V* Skylduvinna lækna lögmæt MANNRÉTTINDANEFND Ev- rópu hefur vísað frá kæru frá norska tannlækninum Stein Iver- sen. Iversen hafði kært til nefnd- arinnar, þar sem hann taldi norsk lög um skylduvinnu tannlækna í strjálbýlum héruðum andstæð á- kvæðum um bann við þvingunar- og nauðungarvinnu í Mannrétt- indéisáttmála Evrópu. Einnig hélt hann því fram, að fyrirmæli, sem norska félagsmálaráðuneytið gaf honum í desember 1959 með stoð 1 lögunum, fæli í sér brot á mann- réttindasáttmálanum. Ákvörðun nefndarinnar um að vísa málinu frá var tekin með atkvæðum 6 nefndarmanna. Alls tóku 10 nefndarmenn þátt í af- greiðslu málsins, þar á meðal Sig- urgeir Sigurjónsson hrl. Niður- staða meirihluta nefndarinnar var byggð á því, að kæran hefði auðsjáanlega ekki við rök að styðjast. Fer hér eftir ekki fram nánari athugun máls þessa eða sáttaumleitanir á vegum mann- réttindanefndarinnar. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins) ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.